Fleiri fréttir

Máli ÍR og KA/Þórs lokið

Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur.

Sævar Þór hættur hjá Fylki

Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi.

Þórólfur gefur ekki kost á sér

Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þórólfur orðaður við KSÍ

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir