Fleiri fréttir

Alfons Sampsted hetja Bodø/Glimt í framlengingu

Alfons Sampsted reyndist hetja norska liðsins Bodø/Glimt í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í framlengingu, en Alfons og félagar unnu fyrri leikinn 2-1.

Aubameyang skaut Börsungum í átta liða úrslit

Barcelona er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sigurmark Börsunga í kvöld.

Þungavigtin: Elfar vill losna frá Breiðabliki

Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason vill komast að láni í burtu frá Breiðabliki í sumar með það í huga að fá stærra hlutverk en honum virðist ætlað hjá Blikum.

Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar

Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku.

Chelsea vinnur þriðja leikinn í röð eftir frystingu eigna

Þrátt fyrir öll lætin utan vallar þá virðist það lítið hafa áhrif á spilamennsku Chelsea. Chelsea vann í kvöld þriðja leikinn í röð eftir að eignir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar. Chelsea vann 1-2 útisigur á Lille og þar með 1-4 samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur.

Pisa missir toppsætið

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa misstigu sig rækilega í toppbaráttu ítölsku B deildarinnar í fótbolta. Pisa var í heimsókn hjá Ascoli þar sem heimamenn unnu 2-0 sigur.

Mesta bikarþurrð Man Utd í 40 ár

Manchester United féll í gær úr leik í Mestaradeildinni eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum. Með tapinu er nánast ljóst að Manchester United mun ekki vinna bikar á þessu tímabili en United vann síðast bikar árið 2017.

De Gea: Manchester United langt frá því að vinna titla

David de Gea og félagar í Manchester United duttu út úr Meistaradeildinni á heimavelli sínum í gærkvöldi. Spænski markvörðurinn segir liðið vera langt frá því að geta keppt um titlana í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Að hans mati er þetta enn eitt „slæma árið“.

Einu stig Grindvíkinga komu í átta marka leik

Grindvíkingar heimsóttu Fram í lokaleik liðanna í fjórða riðli A-deildar Lengjubikars karla í kvöld. Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, en það voru Grindvíkingar sem unnu góðan 5-3 útisigur.

Elías tapaði en Árni og félagar björguðu stigi

Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes, þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Auxerre í frösnku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Á sama tíma björguðu Árni Vilhjálmsson og félagar hans í Rodez stigi gegn Guingamp í sömu deild.

Ætlunin er að vera eins pirrandi og hægt er

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið ætli sér að vera „eins pirrandi og hægt er“ í baráttu sinni við Manchester City um enska deildarmeistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir