Fleiri fréttir

„Neymar er algjör trúður“

Varnarmaður Perú sendi Neymar tóninn eftir 2-4 tap fyrir Brasilíu í undankeppni HM og sakaði hann um ítrekaðan leikaraskap.

Segir Ronaldo hafa brotið sóttvarnareglur

Að sögn íþróttamálaráðherra Ítalíu braut Cristiano Ronaldo sóttvarnareglur þegar hann ferðaðist frá Lissabon til Tórínó, þrátt fyrir að vera með kórónuveiruna.

Ætti Solskjær að hvíla Harry Maguire í næstu leikjum?

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan síðasta tímabili lauk. Ole Gunnar Solskjær gæti þurft að gefa fyrirliða sínum frí ef hann vill eiga á hættu að Maguire brenni einfaldlega út.

Segir af og frá að Rooney taki við Derby

Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins.

Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum

Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni.

Komumst lítið á­fram ef við ætlum að benda á hvert annað

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Gaupa um mistökin sem voru gerð í fagnaðarlátunum eftir sigurleikinn gegn Rúmenum. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun um mótahald.

„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“

„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna.

FH-hjartað sem slær uppi í stúku

Ungir FH-ingar tóku sig til og stofnuðu stuðningsmannasveitina FH-hjartað sem hefur sett skemmtilegan svip á leiki kvennaliðs félagsins í fótbolta.

Annar leikmaður Juventus með kórónuveiruna

Weston McKennie, miðjumaður Juventus, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er annar leikmaður félagsins sem greinist á aðeins tveimur dögum en Cristiano Ronaldo greindist í gær.

Hólmar um Lukaku: Hann er mjög erfiður

„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik. Við slípuðum nokkra hluti í hálfleik sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Belgum í kvöld.

Þetta er á­kveðin reynsla sem við setjum í bak­pokann

Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks.

Sjá næstu 50 fréttir