Fleiri fréttir

Anderson vill sleppa frá Man. Utd

Hinn brasilíski miðjumaður Man. Utd, Anderson, hefur greint frá því að hann vilji komast frá félaginu og hafi reyndar margoft reynt að fá sig lausan.

Tímabilið búið hjá Diego Milito

Diego Milito, argentínski framherjinn hjá Internazionale, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann er með slitið krossband.

Scholes settur í nýja meðferð

Paul Scholes hefur spilað lítið með Manchester United það sem af er árinu 2013 en kappinn er að glíma við meiðsli. Sir Alex Ferguson var spurður út í stöðuna á Scholes á blaðamannafundi í morgun.

Mills: Mancini verður rekinn ef þeir tapa um helgina

Danny Mills, fyrrum varnarmaður Manchester City, spáir því að Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, þurfi að taka pokann sinn tapi City-liðið bikarleik sínum á móti Leeds um helgina.

Benítez: Terry í vítahring

John Terry, fyrirliði Chelsea, þurfti að horfa á enn einn leikinn í gær þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki alltof bjartsýnn á framhaldið hjá Terry.

Helgi Valur þarf að finna sér nýtt lið

Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er að leita sér að nýju liði eftir að í ljós kom að sænska liðið AIK ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning þegar núverandi samningur rennur út í lok júní. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Stefán Logi lánaður til Ull/Kisa

Stefán Logi Magnússon mun að öllum líkindum spila með norska b-deildarliðinu Ull/Kisa í ár en félagið fær hann þá á láni frá Lilleström. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Villas-Boas: Ótrúlegar spyrnur hjá Bale

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale að sjálfsögðu mikið eftir 2-1 sigur Tottenham á Lyon í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Bale skoraði bæði mörk leiksins beint út aukaspyrnu þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Bale: Æfi aukaspyrnurnar sérstaklega

Gareth Bale er að uppskera árangur erfiðis síns en hann skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 sigri á Lyon í kvöld - bæði beint úr aukaspyrnu.

Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar

Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra.

Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni.

Bale enn og aftur hetja Tottenham

Gareth Bale tryggði Tottenham 2-1 sigur á Lyon með marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma leiksins. Þrjú glæsileg mörk voru skoruð í leiknum.

Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni

Ítalska liðið Napoli steinlá á heimavelli fyrir tékkneska liðinu Viktoria Plzen, 3-0, í Evrópudeild UEFA en alls fóru sextán leikir fram í kvöld.

Oscar tryggði Chelsea sigur í Tékklandi

Brasilíumaðurinn Oscar var búinn að vera inn á vellinum í tæpa mínútu þegar að hann skoraði eina markið í leik Chelsea og Sparta Prag í Tékklandi.

Kolbeinn öflugur í sigri Ajax

Kolbeinn Sigþórsson átti skínandi leik þegar að lið hans, Ajax, vann 2-0 sigur á Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Henry: Erfitt að hlusta á gagnrýnina á Wenger

Thierry Henry þykir afar leiðinlegt að hlusta á þá hörðu gagnrýni sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur orðið fyrir en Arsenal hefur ekki unnið titil undir stjórn Wenger í að verða átta ár.

Ronaldo var í búningsklefa United eftir leikinn

Cristiano Ronaldo skoraði frábært skallamark á móti sínum gömlu félögum í gær þegar Real Madrid og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum

Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Laudrup til í nýjan samning við Swansea

Daninn Michael Laudrup hefur gert frábæra hluti með lið Swansea á sínu fyrsta tímabili með velska liðið og nú lítur út fyrir að Laudrup ætli að framlengja samning sinn við Swansea-liðið.

Ísland niður um níu sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið er í 98. sæti á nýjum Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið fellur um níu sæti frá síðasta lista sem var gefin út 17. janúar síðastliðinn.

Rakel vildi ekki fara frá Val

Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

De Gea fékk mikið hrós frá Ferguson og Giggs

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu ánægður með frammistöðu spænska markvarðarins David de Gea í 1-1 jafnteflinu á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. David de Gea sá öðrum fremur til þess að Real-menn skoruðu aðeins eitt mark í leiknum.

Lennon í launadeilu við Framara

Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín.

Tevez-málinu loks að ljúka

West Ham mun í sumar klára síðustu greiðslurnar vegna Tevez-málsins svokallaða sem skók félagið árið 2007. Félagið var þá sektað fyrir að hafa samið við leikmann sem var í eigu þriðja aðila en slíkt er ólöglegt á Englandi.

Helgi mun spila með Fram í sumar

Helgi Sigurðsson mun spila með Fram í sumar en hann fékk leikheimild með félaginu í dag. Í haust réði hann sig til félagsins sem aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar.

Glæsitilþrif De Gea | Myndband

Spánverjinn David De Gea átti frábæran leik í marki Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Alonso: Erfitt að skapa færi

Xabi Alonso, leikmaður Real Madrid, segir að það sé alltaf að spila gegn Manchester United þegar síðarnefnda liðið spilar á útivelli.

Welbeck og Van Persie sáttir

Hollendingurinn Robin Van Persie og markaskorarinn Danny Welbeck voru ánægðir með jafnteflið á Santiago Bernabeu í kvöld.

Marca: United bara betra í tveimur leikstöðum

Spænska stórblaðið Marca ber saman leikmenn Real Madrid og Manchester United í dag í tilefni af því að tvö af stærstu fótboltafélögum heimsins mætast í kvöld í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Drogba má spila með Galatasaray

Didier Drogba fékk í dag leyfi frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að spila með tyrkneska félaginu Galatasaray.

Svona mikið drakk Gazza á hverjum degi

Enska knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne var lagður inn á spítala í síðustu viku eftir að hafa algjörlega misst stjórn á áfengis- og vímuefnaneyslu sinni. Nú er farið að koma fram í dagsljósið það ótrúlega magn sem Gazza neytti af áfengi og lyfjum á hverjum degi.

Fram og Hlynur Atli sættust

Heimasíða Fram hefur greint frá því að félagið hafi náð fullum sáttum við Hlyn Atla Magnússon, fyrrverandi leikmann Fram.

Lið Sir Alex hafa aðeins unnið 2 af 15 leikjum á Spáni

Sir Alex Ferguson er mættur til Madrid-borgar þar sem Manchester United spilar við Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enginn knattspyrnuáhugamaður mun örugglega missa af leiknum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir