Fleiri fréttir

David Villa í leikmannahópi Barcelona fyrir United-leikinn

David Villa er kominn í leikmannahóp Barcelona í fyrsta sinn í átta mánuði en spænski landsliðsframherjinn verður með liðinu í æfingaleikjum á móti Manchester United í Gautaborg á morgun og Dinamo Búkarest þremur dögum síðar. Leikur Manchester United og Barcelona verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 á morgun.

Skilaboð Rio til Usain Bolt: Ég skal tala við stjórann

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér gullið í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í London og er þegar byrjaður í undanrásum fyrir 200 metra hlaupið. Eftir 100 metra hlaupið ítrekaði Bolt þá ósk sína að fá að komast til reynslu hjá Manchester United.

Sky Sports: Juventus vill fá bæði Luis Suarez og Robin van Persie

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að ítölsku meistararnir í Juventus séu með það sem markmið að stilla upp framherjaparinu Luis Suarez og Robin van Persie. Það hefur gengið á ýmsu hjá Suarez í Liverpool og fátt kemur í veg fyrir að Robin van Persie yfirgefi Arsenal.

Santi Cazorla orðinn leikmaður Arsenal

Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla er orðinn leikmaður Arsenal en þetta staðfesti félagið inn á heimasíðu sinni í dag. Cazorla er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir langtímasamning. Arsenal kaupir hann frá spænska félaginu Malaga en kaupverðið er ekki gefið upp.

Laudrup: Joe Allen verður Liverpool mjög mjög dýr

Michael Laudrup, stjóri Swansea City, hefur sent áhugasömum, aðallega Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, skýr skilaboð um að miðjumaðurinn Joe Allen fari á engu útsöluverði ætli félög að kaupa hann af velska félaginu. Liverpool hefur boðið Swansea 20 milljónir fyrir hann en það er hvergi nærri nóg að mati Danans.

23 angólskir stuðningsmenn létu lífið

23 létust og 29 slösuðust þegar rúta með stuðningsmönnum angólska knattspyrnufélagsins Kabuscorp frá Luanda velti á laugardaginn. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

PSG við það að stela Lucas Moura af Manchester United

Paris Saint Germain er búið að bjóða 45 milljónir evra í Brasilíumanninn Lucas Moura eða svo segir Massimo Moratti, forseti Inter Milan í viðtali við Sky Sports. Manchester United var nálægt því að ganga frá kaupum Lucas Moura en nú virðist franska félagið ætla að stela brasilíska framherjanum af United-mönnum.

UEFA með Evrópudeildarleik til rannsóknar

Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) rannsakar hvort hagræðing úrslita hafi átt sér stað í viðureignum Álasunds og KF Tirana í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í lok júlí.

Davíð Þór og félagar í Öster á góðu flugi

Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Öster en liðið lagði Trelleborg 3-2 í sænsku fyrstu deildinni í kvöld. Davíð og félagar hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili og situr liðið langefst á toppi deildarinnar eftir átján umferðr.

Birkir Már skoraði í sigri á Elfari Frey og félögum

Birkir Mar Sævarsson skoraði eitt mark í 4-0 sigri Brann á Stabæk í Íslendingaslag norska boltans í dag. Elfar Freyr Helgason lék sinn fyrsta leik í búningi Stabæk en hann var allan tímann í vörn liðsins í leiknum.

Mancini: Ég held að Van Persie komi ekki hingað

"Ég held að Van Persie sé ekki á leiðinni til liðsins," sagði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, þegar hann var spurður að því nú um helgina hvort að hann teldi einhverja möguleika á því að liðið myndi ná að festa kaup á leikmanninum.

Indriði og Pálmi Rafn í sigurliði

Landsliðsmennirnir Indriði Sigurðsson og Pálmi Rafn Pálmason nældu í þrjú stig með félögum sínum í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag.

Guðmundur skoraði en Start tapaði stigum

Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson skoraði annað marka Start sem gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Ranheim í B-deild norsku knattspyrnunnar í dag.

Kolbeinn í tapliði Ajax gegn PSV Eindhoven

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var í fremstu víglínu Ajax sem beið lægri hlut 4-2 gegn PSV Eindhoven í árlegum leik um Johan Cruyff skjöldinn í dag.

Glæsimark Alfreðs í sigri á Sunderland

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var enn á skotskónum með liði sínu Helsingborg í æfingaleik gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland í gær.

Sahin á leið til Arsenal

Spænskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöld að Tyrkinn, Nuri Sahin, væri á leið til Arsenal á lánsamningi. Sahin kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund fyrir síðasta tímabil en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu vegna meiðsla.

Dzeko: Ég er of góður fyrir bekkinn

Edin Dzeko, leikmaður Manchester City hefur varað Roberto Mancini, knattspyrnustjóra liðsins við og segist hann þurfa að finna sér nýtt lið ef hann komi ekki til með að fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu á næsta tímabili.

Rodgers hvetur Suarez til þess að gleyma fortíðinni

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool hefur hvatt Luis Suarez til þess að gleyma kynþáttafórdómamálinu sem tröllreið öllu í enska boltanum í fyrra. Þar var Suarez dæmdur fyrir að hafa beitt Patrice Evra, leikmanni Manchester United, kynþóttafordómum.

Mackay: Mikill styrkur í Heiðari

Malky Mackay, knattspyrnustjóri Cardiff City segir að kaupin á íslenska landsliðsmanninum Heiðari Helgusyni séu mikill styrkur fyrir liðið og að Heiðar muni setja pressu á aðra framherja félagsins að standa sig.

Hønefoss nálægt því að landa óvæntum sigri

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í vörn nýliða Hønefoss í dag þegar liðið tók á móti toppliði Strømsgodset í efstu deild Noregs. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Íslendingaliðið var óheppið að vinna ekki leikinn.

Japan og Mexíko áfram í undanúrslit

Japan og Mexíko eru komin áfram í undanúrslit Ólympíuleikanna í knattspyrnu eftir góða sigra í dag. Japanir fóru auðveldega í gegnum Egypta á meðan Mexíko vann Senegal í framlengingu. Liðin tvö munu einmitt mætast í undanúrslitum keppninnar.

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Skota

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik sem fór fram í Glasgow. Sandra María Jessen kom íslensku stúlkunum yfir eftir að hafa komið inn á sem varamaður en Skotarnir jöfnuðu á lokamínútum leiksins og jafntefli því staðreynd.

Glódís Perla í byrjunarliði í sínum fyrsta A-landsleik

Nú rétt í þessu er að hefjast æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins og Skota, en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið og vekur athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, sem er að leika sinn fyrsta landsleik er í byrjunarliðinu í dag.

Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir