Fleiri fréttir Lazio vann grannaslaginn Lazio gerði grönnum sínum og erkifjendum í Roma litla greiða í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur í grannaslag liðanna í Rómarborg. Tap Roma þýðir að liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan, en Lazio skellti sér í fimmta sætið með þessum glæsilega sigri. 10.12.2006 22:30 Arsenal hefur brugðist Thierry Henry Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir félagið hafa brugðist Thierry Henry eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Henry hefur ekki leikið með Arsenal í undanförnum leikjum og hefur fjarvera hans verið skrifuð á meiðsli, en heyrst hefur að fjarvera hans sé vegna ósættis hans við Arsene Wenger og forráðamenn félagsins. 10.12.2006 22:30 Schalke upp að hlið Bremen Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé. 10.12.2006 20:30 Arsenal hafði engan áhuga á að vinna leikinn Jose Mourinho hrósaði sínum mönnum í Chelsea fyrir að ná að jafna metin gegn Arsenal eftir að hans menn höfðu lent undir á heimavelli í dag, en sagðist mjög hissa á því að Arsenal hefði mætt í leikinn án nokkurs áhuga á að reyna að vinna hann. 10.12.2006 19:23 Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. 10.12.2006 19:03 Auðvelt hjá Inter Inter Milan náði í dag 7 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar með auðveldum 3-0 sigri á Empoli, en Roma getur minnkað forskot liðsins með sigri á grönnum sínum í Lazio í kvöld. Hernan Crespo, Zlatan Ibrahimovic og Walter Samuel skoruðu mörk Inter í dag, en vandræði granna þeirra í AC Milan halda áfram eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Torino á San Siro. 10.12.2006 18:47 Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. 10.12.2006 17:56 Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. 10.12.2006 16:43 AZ og Ajax skildu jöfn AZ Alkmaar og Ajax skildu jöfn 2-2 í toppslag í hollenska boltanum í dag. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Alkmaar í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Alkmaar er í öðru sæti deildarinnar á eftir PSV Eindhoven en Ajax er í því þriðja. 10.12.2006 16:22 Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. 10.12.2006 15:47 Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. 10.12.2006 14:46 Cisse kátur Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera kátur eins og lítill drengur yfir því að vera loksins farinn að spila á ný eftir enn eitt fótbrotið. Cisse lagði upp mark fyrir Marseille í gær þegar liðið lagði Monaco í frönsku deildinni en hann hafði þá ekki spilað leik síðan í júní. Cisse er á lánssamningi hjá franska liðinu frá Liverpool. 10.12.2006 14:38 Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. 9.12.2006 23:31 Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. 9.12.2006 22:00 Naldo með þrennu í stórsigri Bremen Leikmenn Werder Bremen voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið malaði Frankfurt 6-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíski varnarmaðurinn Naldo skoraði þrennu fyrir Bremen. Stuttgart lagði Bochum 1-0 og Bayern lagði Cottbus 2-1 með mörkum frá Schweinsteiger og Van Buyten. 9.12.2006 21:30 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. 9.12.2006 20:59 Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. 9.12.2006 20:25 Juventus á toppinn Juventus smellti sér á toppinn í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Verona 1-0 í dag með marki frá Mauro Camoranesi. Juventus er á toppnum ásamt Bologna með 28 stig, en Napoli getur komist á toppinn á ný með sigri á Cesena á mánudaginn. 9.12.2006 20:18 Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. 9.12.2006 20:11 Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. 9.12.2006 19:16 Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. 9.12.2006 19:06 Tottenham burstaði Charlton Tottenham burstaði Charlton 5-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru Hermann Hreiðarsson og félagar sem fyrr í vondum málum í botnbaráttunni. Liverpool burstaði Fulham 4-0 og Newcastle vann góðan 3-1 útisigur á Blackburn. 9.12.2006 17:05 Höldum með Arsenal á morgun Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í grannaslagnum í Manchester í dag. United hafði sigur 3-1 og segir Ferguson liðið eiga að hafa reynslu til að verja forskot sitt á Chelsea áfram, en það er orðið 9 stig. Chelsea mætir Arsenal á morgun. 9.12.2006 16:42 Pearce samur við sig Stuart Pearce, stjóri Manchester City, er ekki vanur að skafa af hlutunum og það gerði hann heldur ekki í dag þegar hann var spurður út í brottrekstur framherjans Bernardo Corradi fyrir leikaraskap á lokamínútum leiksins gegn Manchester United. 9.12.2006 16:33 Tottenham yfir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham hefur 2-1 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Dimitar Berbatov og Teemu Tainio komu heimamönnum í 2-0 en Michael Dawson jafnaði fyrir gestina með sjálfsmarki skömmu fyrir leikhlé. 9.12.2006 15:49 United vann grannaslaginn Manchester United lagði granna sína í Manchester City 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney, Louis Saha og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk United en Hatem Trabelsi minnkaði muninn fyrir City - sem missti Bernardo Corradi af velli með rautt spjald á síðustu mínútunni. United hefur því náð 9 stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar. 9.12.2006 14:48 Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. 8.12.2006 21:45 Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. 8.12.2006 20:52 Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. 8.12.2006 19:30 Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. 8.12.2006 17:30 Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. 8.12.2006 17:15 Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. 8.12.2006 16:30 Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. 8.12.2006 16:00 Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. 8.12.2006 15:30 Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. 8.12.2006 14:45 Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. 8.12.2006 14:16 Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. 8.12.2006 13:43 Klinsmann hafnar Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann gefur það út að hann ætli ekki að taka við stöðu landsliðsþjálfara bandaríska landsliðsins. Klinsmann átti fund með forráðamönnum knattspyrnusambandsins í gær en ákvað í dag að draga sig út úr viðræðunum og því verður lið Bandaríkjanna án þjálfara fram á nýtt ár. 7.12.2006 22:23 Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. 7.12.2006 22:06 Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. 7.12.2006 21:45 Cole á skilið að fá það hrátt Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 7.12.2006 19:45 Klinsmann að taka við bandaríska landsliðinu Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann verður ráðinn landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu á næstu dögum og verður það tilkynnt formlega í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Bandaríkjunum í gær, en Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska liðið allar götur síðan hann hætti með landslið Þjóðverja eftir frábært HM í sumar. Klinsmann býr í Bandaríkjunum. 7.12.2006 18:00 Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna. 7.12.2006 17:15 Tottenham án lykilmanna um jólin Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham verður að sætta sig við að vera án tveggja lykilmanna í árlegri leikjatörn yfir jólin, en í dag tilkynnti Martin Jol knattspyrnustjóri að Robbie Keane yrði frá í 5-6 vikur vegna hnémeiðsla og Jermaine Jenas í um mánuð vegna ökklameiðsla. Tottenham á því aðeins tvo leikfæra framherja í hóp sínum því Egyptinn Mido verður einnig frá um óákveðinn tíma. 7.12.2006 17:02 Leikmenn Sunderland léku í kynlífsmyndbandi Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Sunderland hafa nú hrundið af stað rannsókn eftir að út spurðist að þrír af leikmönnum liðsins hefðu leikið í klámfengnu myndbandi. Leikmennirnir eru Ben Alnwick, Liam Lawrence og Chris Brown, en þeir eiga ekki von á góðu frá Roy Keane knattspyrnustjóra og Niall Quinn stjórnarformanni ef þessar fréttir reynast réttar. 7.12.2006 16:56 Sjá næstu 50 fréttir
Lazio vann grannaslaginn Lazio gerði grönnum sínum og erkifjendum í Roma litla greiða í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur í grannaslag liðanna í Rómarborg. Tap Roma þýðir að liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan, en Lazio skellti sér í fimmta sætið með þessum glæsilega sigri. 10.12.2006 22:30
Arsenal hefur brugðist Thierry Henry Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir félagið hafa brugðist Thierry Henry eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Henry hefur ekki leikið með Arsenal í undanförnum leikjum og hefur fjarvera hans verið skrifuð á meiðsli, en heyrst hefur að fjarvera hans sé vegna ósættis hans við Arsene Wenger og forráðamenn félagsins. 10.12.2006 22:30
Schalke upp að hlið Bremen Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé. 10.12.2006 20:30
Arsenal hafði engan áhuga á að vinna leikinn Jose Mourinho hrósaði sínum mönnum í Chelsea fyrir að ná að jafna metin gegn Arsenal eftir að hans menn höfðu lent undir á heimavelli í dag, en sagðist mjög hissa á því að Arsenal hefði mætt í leikinn án nokkurs áhuga á að reyna að vinna hann. 10.12.2006 19:23
Wenger stoltur af sínum mönnum Arsene Wenger sagðist vera stoltur af sínum mönnum í dag eftir að Arsenal slapp með 1-1 jafntefli frá viðureign sinni við Chelsea á Stamford Bridge. Hann segir að mark Chelsea hefði aldrei átt að standa vegna þess að Ashley Cole hafi brotið af sér skömmu áður en Michael Essien jafnaði leikinn með frábæru skoti. 10.12.2006 19:03
Auðvelt hjá Inter Inter Milan náði í dag 7 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar með auðveldum 3-0 sigri á Empoli, en Roma getur minnkað forskot liðsins með sigri á grönnum sínum í Lazio í kvöld. Hernan Crespo, Zlatan Ibrahimovic og Walter Samuel skoruðu mörk Inter í dag, en vandræði granna þeirra í AC Milan halda áfram eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Torino á San Siro. 10.12.2006 18:47
Arsenal slapp með skrekkinn Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. 10.12.2006 17:56
Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum. 10.12.2006 16:43
AZ og Ajax skildu jöfn AZ Alkmaar og Ajax skildu jöfn 2-2 í toppslag í hollenska boltanum í dag. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn með Alkmaar í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Alkmaar er í öðru sæti deildarinnar á eftir PSV Eindhoven en Ajax er í því þriðja. 10.12.2006 16:22
Stórleikur helgarinnar að hefjast Leikur Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefst nú klukkan 16 og eru byrjunarliðin klár. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla og Robin Van Persie byrjar í stað Freddy Ljungberg. Þá kemur fyrirliðinn John Terry aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa tekið út leikbann. 10.12.2006 15:47
Telur sig betri en Eric Cantona Vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur góða trú á sjálfum sér sem knattspyrnumanni og í dag sagði hann í samtali við News of the World að hann væri betri en sjálfur Eric Cantona sem á sínum tíma spilaði í treyju númer 7 hjá Manchester United. 10.12.2006 14:46
Cisse kátur Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera kátur eins og lítill drengur yfir því að vera loksins farinn að spila á ný eftir enn eitt fótbrotið. Cisse lagði upp mark fyrir Marseille í gær þegar liðið lagði Monaco í frönsku deildinni en hann hafði þá ekki spilað leik síðan í júní. Cisse er á lánssamningi hjá franska liðinu frá Liverpool. 10.12.2006 14:38
Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. 9.12.2006 23:31
Pardew hefur enn trú á sínum mönnum Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman. 9.12.2006 22:00
Naldo með þrennu í stórsigri Bremen Leikmenn Werder Bremen voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið malaði Frankfurt 6-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíski varnarmaðurinn Naldo skoraði þrennu fyrir Bremen. Stuttgart lagði Bochum 1-0 og Bayern lagði Cottbus 2-1 með mörkum frá Schweinsteiger og Van Buyten. 9.12.2006 21:30
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. 9.12.2006 20:59
Birmingham á toppnum í 1. deild Birmingham smellti sér í dag á toppinn í ensku 1. deildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Preston North End. Gary McSheffrey skoraði þrennu fyrir Birmingham en Derby lyfti sér í annað sætið með 1-0 sigri á lánlausu liði Leeds United á útivelli. 9.12.2006 20:25
Juventus á toppinn Juventus smellti sér á toppinn í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Verona 1-0 í dag með marki frá Mauro Camoranesi. Juventus er á toppnum ásamt Bologna með 28 stig, en Napoli getur komist á toppinn á ný með sigri á Cesena á mánudaginn. 9.12.2006 20:18
Elvis farinn úr húsi Steven Pressley, sem kallaður er Elvis á meðal stuðningsmanna skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, var í dag látinn fara frá félaginu eftir deilur við eiganda félagsins. Mikil ólga hefur ríkt í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ljóst að eigandi félagsins verður ekki vinsælli í kjölfar þess að fyrirliðinn var látinn fara. 9.12.2006 20:11
Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. 9.12.2006 19:16
Bolton burstaði West Ham Bolton burstaði West Ham 4-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sátu þungir á brún meðal áhorfenda og horfðu upp á lið sitt tapa enn eina ferðina. 9.12.2006 19:06
Tottenham burstaði Charlton Tottenham burstaði Charlton 5-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru Hermann Hreiðarsson og félagar sem fyrr í vondum málum í botnbaráttunni. Liverpool burstaði Fulham 4-0 og Newcastle vann góðan 3-1 útisigur á Blackburn. 9.12.2006 17:05
Höldum með Arsenal á morgun Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í grannaslagnum í Manchester í dag. United hafði sigur 3-1 og segir Ferguson liðið eiga að hafa reynslu til að verja forskot sitt á Chelsea áfram, en það er orðið 9 stig. Chelsea mætir Arsenal á morgun. 9.12.2006 16:42
Pearce samur við sig Stuart Pearce, stjóri Manchester City, er ekki vanur að skafa af hlutunum og það gerði hann heldur ekki í dag þegar hann var spurður út í brottrekstur framherjans Bernardo Corradi fyrir leikaraskap á lokamínútum leiksins gegn Manchester United. 9.12.2006 16:33
Tottenham yfir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham hefur 2-1 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Dimitar Berbatov og Teemu Tainio komu heimamönnum í 2-0 en Michael Dawson jafnaði fyrir gestina með sjálfsmarki skömmu fyrir leikhlé. 9.12.2006 15:49
United vann grannaslaginn Manchester United lagði granna sína í Manchester City 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney, Louis Saha og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk United en Hatem Trabelsi minnkaði muninn fyrir City - sem missti Bernardo Corradi af velli með rautt spjald á síðustu mínútunni. United hefur því náð 9 stiga forskoti á Chelsea á toppi deildarinnar. 9.12.2006 14:48
Coppell stjóri nóvembermánaðar Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í annað sinn á leiktíðinni. Reading hefur komið mjög á óvart í vetur og vann sigur á Tottenham, Charlton og Fulham, en tapaði fyrir Liverpool. Coppell var einnig kjörinn stjóri septembermánaðar. 8.12.2006 21:45
Ronaldo bestur í nóvember Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag útnefndur knattspyrnumaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði ekki leik í deildinni í mánuðinum og skoraði Ronaldo tvö glæsileg mörk á þessum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalinn ungi vinnur þessi verðlaun, en félagi hans Paul Scholes hjá United hreppti þau í október. 8.12.2006 20:52
Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. 8.12.2006 19:30
Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni. 8.12.2006 17:30
Hagnaður hefur dregist saman hjá Tottenham Rekstrarhagnaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham minnkaði verulega á síðasta rekstrarári ef marka má tölur sem gefnar voru út í dag. Á rekstrarárinu sem lauk þann 30. júní sl. kemur fram að hagnaður félagsins minnkar úr 4,9 milljónum punda árið áður í aðeins 600 þúsund pund þetta árið. 8.12.2006 17:15
Pearce ber mikla virðingu fyrir Ferguson Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum Alex Ferguson í hástert í dag þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Pearce segir aðdáunarvert hvernig Ferguson hafi komið United á toppinn á ný þrátt fyrir harða gagnrýni. 8.12.2006 16:30
Speed spilar 500. leikinn á morgun Miðjumaðurinn Gary Speed nær væntanlega þeim merka áfanga á morgun að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að spila 500 deildarleiki. Formaður leikmannasamtakanna hrósar Speed sem einstökum atvinnumanni. 8.12.2006 16:00
Cole er við öllu búinn Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina. 8.12.2006 15:30
Mourinho ögrar Wenger Jose Mourinho hefur nú sent kollega sínum Arsene Wenger góða sneið fyrir stórleik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en Mourinho segir vandræði Arsenal í deildinni í vetur að hluta til stafa af því að Wenger sé ekki nógu góður í að laga lið sitt eftir aðstæðum. 8.12.2006 14:45
Ferguson á von á mjög erfiðum grannaslag Sir Alex Ferguson segist eiga von á mjög erfiðum leik þegar grannarnir í Manchester eigast við í ensku úvalsdeildinni á morgun. Manchester City hefur náð í stig í síðustu tveimur leikjum sínum á Old Trafford og því á Ferguson von á miklu stríði á morgun. 8.12.2006 14:16
Shevchenko ekki í úrvalsliði Mourinho Jose Mourinho segir að það séu aðeins bestu leikmennirnir hverju sinni sem fái sæti í liði Chelsea og hefur lýst því yfir að Andriy Shevchenko sé ekki einn þeirra, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Mikið er rætt um framtíð framherjans á Englandi þessa dagana. 8.12.2006 13:43
Klinsmann hafnar Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann gefur það út að hann ætli ekki að taka við stöðu landsliðsþjálfara bandaríska landsliðsins. Klinsmann átti fund með forráðamönnum knattspyrnusambandsins í gær en ákvað í dag að draga sig út úr viðræðunum og því verður lið Bandaríkjanna án þjálfara fram á nýtt ár. 7.12.2006 22:23
Dein hótar FIFA öllu illu David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir. 7.12.2006 22:06
Mótlætið hefur styrkt Ronaldo Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims. 7.12.2006 21:45
Cole á skilið að fá það hrátt Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 7.12.2006 19:45
Klinsmann að taka við bandaríska landsliðinu Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann verður ráðinn landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu á næstu dögum og verður það tilkynnt formlega í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Bandaríkjunum í gær, en Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska liðið allar götur síðan hann hætti með landslið Þjóðverja eftir frábært HM í sumar. Klinsmann býr í Bandaríkjunum. 7.12.2006 18:00
Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna. 7.12.2006 17:15
Tottenham án lykilmanna um jólin Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham verður að sætta sig við að vera án tveggja lykilmanna í árlegri leikjatörn yfir jólin, en í dag tilkynnti Martin Jol knattspyrnustjóri að Robbie Keane yrði frá í 5-6 vikur vegna hnémeiðsla og Jermaine Jenas í um mánuð vegna ökklameiðsla. Tottenham á því aðeins tvo leikfæra framherja í hóp sínum því Egyptinn Mido verður einnig frá um óákveðinn tíma. 7.12.2006 17:02
Leikmenn Sunderland léku í kynlífsmyndbandi Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Sunderland hafa nú hrundið af stað rannsókn eftir að út spurðist að þrír af leikmönnum liðsins hefðu leikið í klámfengnu myndbandi. Leikmennirnir eru Ben Alnwick, Liam Lawrence og Chris Brown, en þeir eiga ekki von á góðu frá Roy Keane knattspyrnustjóra og Niall Quinn stjórnarformanni ef þessar fréttir reynast réttar. 7.12.2006 16:56