Fleiri fréttir

Pardew biður stuðningsmenn West Ham afsökunar

Alan Pardew var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna í West Ham í kvöld þegar liðið lá 2-0 á heimavelli fyrir Wigan fyrir framan þá Eggert Magnússon og Björgólf Guðmundsson sem sátu í heiðursstúkunni.

Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir

Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum.

Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson.

Atouba í vondum málum

Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld.

West Ham lá heima fyrir Wigan

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Björgólfur Guðmundsson sat við hlið Eggerts Magnússonar í heiðursstúku West Ham í kvöld en þurfti að horfa upp á sína menn tapa 2-0 fyrir Wigan. Þá vann Newcastle afar mikilvægan sigur á Reading 3-2 í æsilegum leik.

Góður sigur United á Benfica

Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Jafnt í hálfleik á Old Trafford

Nú er kominn hálfleikur í frábærum leik Manchester United og Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni og er staðan jöfn 1-1. Gestirnir frá Portúgal komust yfir þvert gegn gangi leiksins þegar bakvörðurinn Nélson skoraði með glæsilegu skoti eftir 27 mínútur, en Nemanja Vidic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Leikurinn hefur verið eign Manchester United síðasta hálftímann og sóknarleikurinn í fyrirrúmi.

HM 2010 verður með óbreyttu sniði

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku muni standa yfir dagana 11. júní til 11. júlí árið 2010. Keppnin verður með sama sniði og HM í Þýskalandi í sumar, þar sem mótshaldarar fá öruggt sæti í keppninni.

Nedved hótar að hætta

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu.

Newell ákærður fyrir ummæli í garð dómara

Mike Newell, stjóri Luton Town í ensku fyrstu deildinni, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli sín í garð aðstoðardómara eftir leik gegn QPR í byrjun síðasta mánaðar.

Við verðum að nýta færin í kvöld

Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30.

Wenger ætlar að sækja til sigurs

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30.

Phillips á sér framtíð hjá Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni.

Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann

Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni.

Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja

David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen.

Charlton af botninum

Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Barcelona áfram

Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn.

Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn.

Barcelona í góðum málum

Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni.

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.

Jewell vill leyfa leikaraskap

Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri.

Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld.

Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano

Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi.

Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30.

Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu?

Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005.

Of gott lið til að falla

Eggert Magnússon segist hafa fulla trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir liðið einfaldlega allt of gott til að falla í fyrstu deild. Hann á von á að liðið rétti fljótlega úr kútnum og nái jafnvel að ljúka keppni um miðja deild í vor.

Inter að undirbúa tilboð í Beckham?

Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real.

Nedved í fimm leikja bann

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik.

Barcelona - Bremen í beinni á Sýn

Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum.

Blendnar tilfinningar hjá Mourinho

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho.

Markalaust hjá Man. City og Watford

Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og voru úrslitin nokkuð sanngjörn.

Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag.

Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona

Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun.

Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa.

Liverpool staðfestir viðræður

Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið.

Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham

Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag.

Doyle stefnir á markakóngstitilinn

Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið

Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa.

Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum

Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti.

Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér

Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér.

Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool

Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni.

Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger

Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal.

Við munum vinna Werder Bremen

Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum.

Drogba ætlar að verða bestur á Englandi

Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni.

Real einu stigi á eftir Barcelona

Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir