Fleiri fréttir Banni aflétt á Írana Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninum sem það setti á landslið Íran á dögunum og því geta Íranar tekið þátt í Asíuleikunum eins og til stóð. Sepp Blatter forseti FIFA segir þó að þessi ráðstöfun sé skilyrðum háð og hefur sambandið fengið frest til 5. desember til að koma sínum málum á hreint. Bannið var sett á í kjölfar þess að stjórnvöld í landinu höfðu óeðlileg afskipti af knattspyrnusambandinu í landinu. 27.11.2006 13:53 Mido verður frá keppni í tvær vikur Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu. 27.11.2006 13:47 Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði. 26.11.2006 22:30 Stuttgart í þriðja sæti Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus. 26.11.2006 21:51 Inter heldur toppsætinu Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. 26.11.2006 21:38 Raul tryggði Real mikilvægan sigur Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri. 26.11.2006 21:29 Menn verða að vinna fyrir sæti sínu Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni. 26.11.2006 21:07 Við vorum betri aðilinn í dag Sir Alex Ferguson vildi meina að hans menn í Manchester United hefðu verið betri aðilinn í leiknum gegn Chelsea í dag. United hefur enn þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins. 26.11.2006 20:18 United missti af stóru tækifæri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag. 26.11.2006 20:01 Stórmeistarajafntefli á Old Trafford Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar. 26.11.2006 18:00 Berbatov stal senunni í sigri Tottenham Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov átti stórleik í dag þegar Tottenham þokaðist loks upp í efri helming ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Wigan á heimavelli. Berbatov skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö fyrir þá Jermaine Defoe og Aaron Lennon eftir að Henry Camara hafði komið gestunum yfir snemma leiks. 26.11.2006 17:38 United hefur yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea í hálfleik í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í United hafa verið öllu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði mark liðsins á 29. mínútu. Þetta var 99. deildarmark framherjans í úrvalsdeildinni. 26.11.2006 16:50 Beckham orðaður við West Ham Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara. 26.11.2006 16:24 Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03 Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38 Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21 Dreymdi um að skora svona mark Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi. 26.11.2006 14:47 Maldini tryggði Milan sigur Gamla brýnið Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Messina í ítölsku A-deildinni. Milan hafði ekki unnið sigur í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og því má segja að mark fyrirliðans hafi verið gulls ígildi. Hann var raunar nálægt því að skora öðru sinni í leiknum en skalli hans hafnaði í slánni á marki Messina. 25.11.2006 22:08 Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. 25.11.2006 21:25 Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins. 25.11.2006 20:51 Bolton lagði Arsenal Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk. 25.11.2006 19:09 Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint. 25.11.2006 18:58 Rooney framlengir samning sinn við United Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum. 25.11.2006 18:41 Gerrard bjargaði Liverpool Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur. 25.11.2006 17:28 West Ham lagði Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana. 25.11.2006 16:55 Ég er betri en Thierry Henry Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal. 25.11.2006 15:05 Charlton og Everton skildu jöfn Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat. 25.11.2006 14:48 Látum United ekki taka okkur í bólinu aftur Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að Englandsmeistararnir verði að mæta eins og öskrandi ljón inn á völlinn þegar þeir mæta Manchester United á sunnudaginn. Hann segir leikmenn Chelsea hafa fylgst vel með gangi mála hjá United í vetur, en þrjú stig skilja toppliðin að og verður því hart barist um helgina. 24.11.2006 20:45 West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu. 24.11.2006 17:19 Upphitun fyrir enska boltann um helgina Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. 24.11.2006 15:55 Baulið eins og þið viljið Framherjinn El Hadji-Diouf hjá Bolton segist fastlega búast við því að stuðningsmenn Arsenal muni baula á sig þegar Lundúnaliðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á morgun. Hann segist fagna því að baulað sé á sig, því stuðningsmenn bauli ekki á lélega leikmenn. 24.11.2006 15:45 Henry verður ekki með gegn Bolton Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal verður ekki með liði sínu gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla á hálsi. Arsene Wenger á þó von á að fyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn gegn Fulham á miðvikudag. Henry mun einnig missa af leik Arsenal og Porto eftir tvær vikur, en þá verður kappinn í leikbanni. 24.11.2006 15:41 Sálfræðistríðið hafið Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Chelsea er nú komið vel af stað og Alex Ferguson svaraði í dag ummælum Peter Kenyon þess efnis að Chelsea myndi taka fram úr United fljótlega og verða stærsti klúbburinn á Englandi. 24.11.2006 14:30 Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. 24.11.2006 14:27 Stuðningsmaður skotinn til bana í Frakklandi Stuðningsmaður franska liðsins Paris St Germain var skotinn til bana og annar særðist þegar ólæti brutust út eftir tapleik liðsins gegn Hapoel Tel Aviv í Evrópukeppni félagsliða í gær. Óeinkennisklæddur lögreglumaður þurfti þar að grípa til vopna eftir að sauð uppúr eftir leikinn. 24.11.2006 14:12 Newcastle og Blackburn áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Newcastle og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í 32-liða úrslitum Evrópumóts félagsliða í kvöld. Newcastle sigraði spænska liðið Celta Vigo 2-1 á heimavelli með mörkum Antoine Sibierski og Steven Taylor eftir að spænska liðið hafði náð forystu í leiknum. Blackburn gerði markalaust jafntefli við hollenska liðið Feyenoord á útivelli. 23.11.2006 22:25 Tottenham með fullt hús stiga Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða eftir góðan 1-0 útisigur á Bayer Leverkusen í kvöld og er liðið fyrir vikið öruggt með sæti í 32-liða úrslitum. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Dimitar Berbatov, sem gerði sigurmark enska liðsins í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra og fóru þeir Robbie Keane og Berbatov til að mynda oftar en einu sinni mjög illa með dauðafæri. 23.11.2006 21:29 Wayne Bridge framlengir við Chelsea Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum. 23.11.2006 20:45 Patrick Berger til Stoke City Enska 1. deildarliðið Stoke City hefur fengið Patrick Berger að láni frá Aston Villa næstu sex vikurnar. Berger er fyrrum landsliðsmaður Tékklands en hefur lítið fengið að spreyta sig með Villa síðan hann gekk í raðir liðsins. 23.11.2006 19:15 Okkas fer til Blackburn Umboðsmaður framherjans Yannakis Okkas hjá Olympiakos í Grikklandi hefur staðfest að skjólstæðingur hans sé búinn að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Okkas gengst undir læknisskoðun og verður til reynslu hjá liðinu í næsta mánuði og ef það kemur vel út mun hann líklega ganga frá samningi við félagið í janúar. 23.11.2006 18:45 Aragones rekinn í næsta mánuði? Spænsk útvarpsstöð greindi frá því í gær að knattspyrnusambandið þar í landi væri þegar búið að ákveða að reka landsliðsþjálfarann Luis Aragones og sagði að fyrrum landsliðsþjálfarinn Jose Antonio Camacho yrði ráðinn sem eftirmaður hans á fundi sem fyrirhugaður væri þann 14. desember nk. 23.11.2006 18:15 HM timburmenn í Þýskalandi Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. 23.11.2006 17:30 Gerrard á að spila á miðjunni Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool telur að það sé heppilegast fyrir félaga sinn Steven Gerrard að spila alltaf inni á miðri miðjunni líkt og hann gerði í leiknum gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gær. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tefla Gerrard fram á hægri kanti líkt og Steve McClaren hefur stundum gert hjá enska landsliðinu. 23.11.2006 17:15 Írönum vísað úr keppni Knattspyrnulandsliði Írana hefur verið vísað úr keppni á alþjóðlegum vettvangi um óákveðinn tíma vegna sífelldra afskipta stjórnvalda í landinu af störfum knattspyrnusambandsins. Alþjóða Knattspyrnusambandið tilkynnti þetta í dag og tók fram að Íranar ættu ekki möguleika á því að snúa aftur til keppni fyrr en búið væri að koma málum knattspyrnusambandsins á hreint, en fresturinn sem FIFA hafði gefið Írönum rann út fyrir viku. 23.11.2006 17:05 Chelsea stendur í stað Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur nú sent Englandsmeisturum Chelsea góða pillu fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á sunnudaginn, en hann segir að lið Chelsea hafi staðið í stað í vetur þrátt fyrir að eyða stórum fjárhæðum í stjörnuleikmenn í sumar. 23.11.2006 16:45 Sjá næstu 50 fréttir
Banni aflétt á Írana Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninum sem það setti á landslið Íran á dögunum og því geta Íranar tekið þátt í Asíuleikunum eins og til stóð. Sepp Blatter forseti FIFA segir þó að þessi ráðstöfun sé skilyrðum háð og hefur sambandið fengið frest til 5. desember til að koma sínum málum á hreint. Bannið var sett á í kjölfar þess að stjórnvöld í landinu höfðu óeðlileg afskipti af knattspyrnusambandinu í landinu. 27.11.2006 13:53
Mido verður frá keppni í tvær vikur Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu. 27.11.2006 13:47
Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði. 26.11.2006 22:30
Stuttgart í þriðja sæti Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus. 26.11.2006 21:51
Inter heldur toppsætinu Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. 26.11.2006 21:38
Raul tryggði Real mikilvægan sigur Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri. 26.11.2006 21:29
Menn verða að vinna fyrir sæti sínu Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni. 26.11.2006 21:07
Við vorum betri aðilinn í dag Sir Alex Ferguson vildi meina að hans menn í Manchester United hefðu verið betri aðilinn í leiknum gegn Chelsea í dag. United hefur enn þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins. 26.11.2006 20:18
United missti af stóru tækifæri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag. 26.11.2006 20:01
Stórmeistarajafntefli á Old Trafford Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar. 26.11.2006 18:00
Berbatov stal senunni í sigri Tottenham Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov átti stórleik í dag þegar Tottenham þokaðist loks upp í efri helming ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Wigan á heimavelli. Berbatov skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö fyrir þá Jermaine Defoe og Aaron Lennon eftir að Henry Camara hafði komið gestunum yfir snemma leiks. 26.11.2006 17:38
United hefur yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea í hálfleik í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í United hafa verið öllu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði mark liðsins á 29. mínútu. Þetta var 99. deildarmark framherjans í úrvalsdeildinni. 26.11.2006 16:50
Beckham orðaður við West Ham Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara. 26.11.2006 16:24
Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03
Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38
Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21
Dreymdi um að skora svona mark Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi. 26.11.2006 14:47
Maldini tryggði Milan sigur Gamla brýnið Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Messina í ítölsku A-deildinni. Milan hafði ekki unnið sigur í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og því má segja að mark fyrirliðans hafi verið gulls ígildi. Hann var raunar nálægt því að skora öðru sinni í leiknum en skalli hans hafnaði í slánni á marki Messina. 25.11.2006 22:08
Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. 25.11.2006 21:25
Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins. 25.11.2006 20:51
Bolton lagði Arsenal Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk. 25.11.2006 19:09
Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint. 25.11.2006 18:58
Rooney framlengir samning sinn við United Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum. 25.11.2006 18:41
Gerrard bjargaði Liverpool Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur. 25.11.2006 17:28
West Ham lagði Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana. 25.11.2006 16:55
Ég er betri en Thierry Henry Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal. 25.11.2006 15:05
Charlton og Everton skildu jöfn Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat. 25.11.2006 14:48
Látum United ekki taka okkur í bólinu aftur Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að Englandsmeistararnir verði að mæta eins og öskrandi ljón inn á völlinn þegar þeir mæta Manchester United á sunnudaginn. Hann segir leikmenn Chelsea hafa fylgst vel með gangi mála hjá United í vetur, en þrjú stig skilja toppliðin að og verður því hart barist um helgina. 24.11.2006 20:45
West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu. 24.11.2006 17:19
Upphitun fyrir enska boltann um helgina Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. 24.11.2006 15:55
Baulið eins og þið viljið Framherjinn El Hadji-Diouf hjá Bolton segist fastlega búast við því að stuðningsmenn Arsenal muni baula á sig þegar Lundúnaliðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á morgun. Hann segist fagna því að baulað sé á sig, því stuðningsmenn bauli ekki á lélega leikmenn. 24.11.2006 15:45
Henry verður ekki með gegn Bolton Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal verður ekki með liði sínu gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla á hálsi. Arsene Wenger á þó von á að fyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn gegn Fulham á miðvikudag. Henry mun einnig missa af leik Arsenal og Porto eftir tvær vikur, en þá verður kappinn í leikbanni. 24.11.2006 15:41
Sálfræðistríðið hafið Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Chelsea er nú komið vel af stað og Alex Ferguson svaraði í dag ummælum Peter Kenyon þess efnis að Chelsea myndi taka fram úr United fljótlega og verða stærsti klúbburinn á Englandi. 24.11.2006 14:30
Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. 24.11.2006 14:27
Stuðningsmaður skotinn til bana í Frakklandi Stuðningsmaður franska liðsins Paris St Germain var skotinn til bana og annar særðist þegar ólæti brutust út eftir tapleik liðsins gegn Hapoel Tel Aviv í Evrópukeppni félagsliða í gær. Óeinkennisklæddur lögreglumaður þurfti þar að grípa til vopna eftir að sauð uppúr eftir leikinn. 24.11.2006 14:12
Newcastle og Blackburn áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Newcastle og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í 32-liða úrslitum Evrópumóts félagsliða í kvöld. Newcastle sigraði spænska liðið Celta Vigo 2-1 á heimavelli með mörkum Antoine Sibierski og Steven Taylor eftir að spænska liðið hafði náð forystu í leiknum. Blackburn gerði markalaust jafntefli við hollenska liðið Feyenoord á útivelli. 23.11.2006 22:25
Tottenham með fullt hús stiga Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða eftir góðan 1-0 útisigur á Bayer Leverkusen í kvöld og er liðið fyrir vikið öruggt með sæti í 32-liða úrslitum. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Dimitar Berbatov, sem gerði sigurmark enska liðsins í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra og fóru þeir Robbie Keane og Berbatov til að mynda oftar en einu sinni mjög illa með dauðafæri. 23.11.2006 21:29
Wayne Bridge framlengir við Chelsea Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum. 23.11.2006 20:45
Patrick Berger til Stoke City Enska 1. deildarliðið Stoke City hefur fengið Patrick Berger að láni frá Aston Villa næstu sex vikurnar. Berger er fyrrum landsliðsmaður Tékklands en hefur lítið fengið að spreyta sig með Villa síðan hann gekk í raðir liðsins. 23.11.2006 19:15
Okkas fer til Blackburn Umboðsmaður framherjans Yannakis Okkas hjá Olympiakos í Grikklandi hefur staðfest að skjólstæðingur hans sé búinn að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Okkas gengst undir læknisskoðun og verður til reynslu hjá liðinu í næsta mánuði og ef það kemur vel út mun hann líklega ganga frá samningi við félagið í janúar. 23.11.2006 18:45
Aragones rekinn í næsta mánuði? Spænsk útvarpsstöð greindi frá því í gær að knattspyrnusambandið þar í landi væri þegar búið að ákveða að reka landsliðsþjálfarann Luis Aragones og sagði að fyrrum landsliðsþjálfarinn Jose Antonio Camacho yrði ráðinn sem eftirmaður hans á fundi sem fyrirhugaður væri þann 14. desember nk. 23.11.2006 18:15
HM timburmenn í Þýskalandi Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. 23.11.2006 17:30
Gerrard á að spila á miðjunni Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool telur að það sé heppilegast fyrir félaga sinn Steven Gerrard að spila alltaf inni á miðri miðjunni líkt og hann gerði í leiknum gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gær. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tefla Gerrard fram á hægri kanti líkt og Steve McClaren hefur stundum gert hjá enska landsliðinu. 23.11.2006 17:15
Írönum vísað úr keppni Knattspyrnulandsliði Írana hefur verið vísað úr keppni á alþjóðlegum vettvangi um óákveðinn tíma vegna sífelldra afskipta stjórnvalda í landinu af störfum knattspyrnusambandsins. Alþjóða Knattspyrnusambandið tilkynnti þetta í dag og tók fram að Íranar ættu ekki möguleika á því að snúa aftur til keppni fyrr en búið væri að koma málum knattspyrnusambandsins á hreint, en fresturinn sem FIFA hafði gefið Írönum rann út fyrir viku. 23.11.2006 17:05
Chelsea stendur í stað Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur nú sent Englandsmeisturum Chelsea góða pillu fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á sunnudaginn, en hann segir að lið Chelsea hafi staðið í stað í vetur þrátt fyrir að eyða stórum fjárhæðum í stjörnuleikmenn í sumar. 23.11.2006 16:45