Fleiri fréttir Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu. 1.11.2006 18:06 Arsenal - CSKA Moskva í beinni Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra. 1.11.2006 17:00 Baunar áfram á Barcelona Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara. 1.11.2006 14:44 Ræddi við Nígeríumenn Breskir fjölmiðlar segja í dag að sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hafi átt í viðræðum við Nígeríska knattspyrnusambandið þar sem honum hafi verið boðið að taka við landsliðinu. Eriksson var áður hjá enska landsliðinu en hætti þar eftir HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Benfica, Newcastle, Inter og West Ham í fréttum undanfarið. 1.11.2006 14:39 Bann Mijailovic stendur Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl. 1.11.2006 14:16 Staðfestir tilboð í Leicester City Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur staðfest að hann hafi gert kauptilboð í 1. deildarfélagið Leicester City. Mandaric náði á sínum tíma að rífa Portsmouth upp úr meðalmennsku og í efstu deild og ætlar sér nú að gera það sama við Leicester. Talið er að tilboð hans sé upp á um 25 milljónir punda. 1.11.2006 14:10 Öruggt hjá Liverpool Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0. 31.10.2006 21:43 Stjórnarmaður segir af sér Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins. 31.10.2006 20:15 Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins. 31.10.2006 18:07 Aldrei lent í öðru eins Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. 31.10.2006 11:00 Ásthildur varð þriðja markahæst Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk. 30.10.2006 00:01 Langþráður sigur West Ham West Ham vann í dag mjög langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið skellti Blackburn 2-1 á heimavelli sínum Upton Park. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði fyrra mark West Ham í fyrri hálfleik og Hayden Mullins bætti öðru við á 79. mínútu. Nokkuð fór um áhorfendur þegar David Bentley minnkaði muninn í uppbótartíma en West Ham náði að halda forskotinu þar til flautað var af. 29.10.2006 17:52 Osasuna - Bilbao í beinni Leikur Osasuna og Atletic Bilbao verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 í kvöld og strax að leiknum loknum verður á dagská viðureign Denver og Indianapolis í bandarísku NFL deildinni. 29.10.2006 17:30 Inter lagði Milan í æsilegum leik Inter Milano lagði granna sína í AC Milan 4-3 í æsilegu uppgjöri erkifjendanna í ítölsku A-deildinni í gær. Crespo, Stankovic og Ibrahimovic komu Inter í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Seedorf minnkaði muninn fyrir Inter. Materazzi kom þá Inter í 4-1 og var rekinn af velli fyrir fagnaðarlæti sín og í kjölfarið minnkuðu þeir Gilardino og Kaka muninn fyrir AC. 29.10.2006 16:18 Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða. 29.10.2006 15:56 Eiður skoraði ekki en Barcelona vann Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með. 28.10.2006 21:44 Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum. 28.10.2006 21:15 Gagnrýnir Steve McClaren Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu. 28.10.2006 20:30 Hrósaði Wayne Rooney Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann. 28.10.2006 19:00 Charlton enn á botninum Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni. 28.10.2006 18:21 Barclona - Recreativo í beinni Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld. 28.10.2006 17:25 Rooney skoraði þrennu í stórsigri United Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum. 28.10.2006 15:48 Með annað augað á leiknum við Barcelona Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku. 28.10.2006 15:31 Chelsea á toppinn Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn. 28.10.2006 14:30 Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. 28.10.2006 14:16 Loksins mark hjá Rooney Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli. 28.10.2006 14:00 Dómurinn enn mildaður Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms. 27.10.2006 21:05 Lotina tekinn við Real Sociedad Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum. 27.10.2006 19:29 Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013. 27.10.2006 18:50 Segir stjóra öfunda Sam Allardyce Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce. 27.10.2006 17:12 Enn meiðist Kieron Dyer Óheppni miðjumannsins Kieron Dyer ríður ekki við einteyming og í dag tilkynnti Glenn Roeder knattspyrnustjóri Newcastle að leikmaðurinn yrði frá í tvær vikur vegna óhapps sem Dyer varð fyrir á æfingasvæði liðsins. Hann ku vera meiddur á auga en ekki hefur verið greint frá því hvað kom fyrir hann. 27.10.2006 16:34 Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. 27.10.2006 16:15 Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. 27.10.2006 16:00 Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. 27.10.2006 00:01 Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. 26.10.2006 20:30 Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 26.10.2006 19:15 Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. 26.10.2006 18:30 Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. 26.10.2006 17:27 Ánægður með Eið Smára Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum. 26.10.2006 16:42 George Best á peningaseðil Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands. 26.10.2006 16:38 Honduras vill ráða Maradona Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara. 26.10.2006 16:31 Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint. 26.10.2006 16:25 Segir leikmönnum að sýna meiri hörku Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr. 26.10.2006 15:49 Kewell spilar ekki á árinu Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára. 26.10.2006 15:27 Er ekki að taka við West Ham Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni. 26.10.2006 15:21 Sjá næstu 50 fréttir
Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu. 1.11.2006 18:06
Arsenal - CSKA Moskva í beinni Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra. 1.11.2006 17:00
Baunar áfram á Barcelona Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara. 1.11.2006 14:44
Ræddi við Nígeríumenn Breskir fjölmiðlar segja í dag að sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hafi átt í viðræðum við Nígeríska knattspyrnusambandið þar sem honum hafi verið boðið að taka við landsliðinu. Eriksson var áður hjá enska landsliðinu en hætti þar eftir HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Benfica, Newcastle, Inter og West Ham í fréttum undanfarið. 1.11.2006 14:39
Bann Mijailovic stendur Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl. 1.11.2006 14:16
Staðfestir tilboð í Leicester City Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur staðfest að hann hafi gert kauptilboð í 1. deildarfélagið Leicester City. Mandaric náði á sínum tíma að rífa Portsmouth upp úr meðalmennsku og í efstu deild og ætlar sér nú að gera það sama við Leicester. Talið er að tilboð hans sé upp á um 25 milljónir punda. 1.11.2006 14:10
Öruggt hjá Liverpool Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0. 31.10.2006 21:43
Stjórnarmaður segir af sér Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins. 31.10.2006 20:15
Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins. 31.10.2006 18:07
Aldrei lent í öðru eins Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. 31.10.2006 11:00
Ásthildur varð þriðja markahæst Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk. 30.10.2006 00:01
Langþráður sigur West Ham West Ham vann í dag mjög langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið skellti Blackburn 2-1 á heimavelli sínum Upton Park. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði fyrra mark West Ham í fyrri hálfleik og Hayden Mullins bætti öðru við á 79. mínútu. Nokkuð fór um áhorfendur þegar David Bentley minnkaði muninn í uppbótartíma en West Ham náði að halda forskotinu þar til flautað var af. 29.10.2006 17:52
Osasuna - Bilbao í beinni Leikur Osasuna og Atletic Bilbao verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 í kvöld og strax að leiknum loknum verður á dagská viðureign Denver og Indianapolis í bandarísku NFL deildinni. 29.10.2006 17:30
Inter lagði Milan í æsilegum leik Inter Milano lagði granna sína í AC Milan 4-3 í æsilegu uppgjöri erkifjendanna í ítölsku A-deildinni í gær. Crespo, Stankovic og Ibrahimovic komu Inter í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Seedorf minnkaði muninn fyrir Inter. Materazzi kom þá Inter í 4-1 og var rekinn af velli fyrir fagnaðarlæti sín og í kjölfarið minnkuðu þeir Gilardino og Kaka muninn fyrir AC. 29.10.2006 16:18
Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða. 29.10.2006 15:56
Eiður skoraði ekki en Barcelona vann Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með. 28.10.2006 21:44
Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum. 28.10.2006 21:15
Gagnrýnir Steve McClaren Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu. 28.10.2006 20:30
Hrósaði Wayne Rooney Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann. 28.10.2006 19:00
Charlton enn á botninum Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni. 28.10.2006 18:21
Barclona - Recreativo í beinni Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld. 28.10.2006 17:25
Rooney skoraði þrennu í stórsigri United Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum. 28.10.2006 15:48
Með annað augað á leiknum við Barcelona Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku. 28.10.2006 15:31
Chelsea á toppinn Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn. 28.10.2006 14:30
Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. 28.10.2006 14:16
Loksins mark hjá Rooney Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli. 28.10.2006 14:00
Dómurinn enn mildaður Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms. 27.10.2006 21:05
Lotina tekinn við Real Sociedad Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum. 27.10.2006 19:29
Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013. 27.10.2006 18:50
Segir stjóra öfunda Sam Allardyce Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce. 27.10.2006 17:12
Enn meiðist Kieron Dyer Óheppni miðjumannsins Kieron Dyer ríður ekki við einteyming og í dag tilkynnti Glenn Roeder knattspyrnustjóri Newcastle að leikmaðurinn yrði frá í tvær vikur vegna óhapps sem Dyer varð fyrir á æfingasvæði liðsins. Hann ku vera meiddur á auga en ekki hefur verið greint frá því hvað kom fyrir hann. 27.10.2006 16:34
Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. 27.10.2006 16:15
Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. 27.10.2006 16:00
Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. 27.10.2006 00:01
Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. 26.10.2006 20:30
Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 26.10.2006 19:15
Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. 26.10.2006 18:30
Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. 26.10.2006 17:27
Ánægður með Eið Smára Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum. 26.10.2006 16:42
George Best á peningaseðil Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands. 26.10.2006 16:38
Honduras vill ráða Maradona Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara. 26.10.2006 16:31
Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint. 26.10.2006 16:25
Segir leikmönnum að sýna meiri hörku Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr. 26.10.2006 15:49
Kewell spilar ekki á árinu Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára. 26.10.2006 15:27
Er ekki að taka við West Ham Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni. 26.10.2006 15:21