Fleiri fréttir Eiður Smári tryggði Barcelona sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld þegar liðið lagði smálið Badalona 2-1 á útivelli í spænska bikarnum en leikurinn var spilaður á gervigrasi. Eiður skoraði á 62. og 76. mínútu og gerði út um leikinn, en heimamenn minnkuðu reyndar muninn undir lokin með marki úr vítaspyrnu. 25.10.2006 22:30 Lauren spilar ekki fyrir áramót Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að bakvörðurinn Lauren verði líklega ekki með liði Arsenal á ný fyrr en á nýju ári, en þessi fyrrum kamerúnski landsliðsmaður hefur ekki komið við sögu hjá Lundúnaliðinu síðan í janúar vegna hnémeiðsla. 25.10.2006 22:00 United lagði Crewe eftir framlengdan leik Manchester United þurfti á öllu sínu að halda í kvöld þegar liðið lagði Crewe 2-1 á útivelli eftir framlengdan leik í deildarbikarnum. Leikurinn var sýndur beint á Sýn í kvöld og það var Ole Gunnar Solskjær sem skoraði fyrsta markið fyrir United en Crewe jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo unglingurinn Kieran Lee sem tryggði United sæti í næstu umferð með því að skora sigurmarkið undir lok framlengingar. 25.10.2006 21:39 Inter burstaði Livorno Heil umferð var á dagskrá í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Efsta liðið Inter Milan vann auðveldan 4-1 sigur á Livorno þar sem Ibrahimovic, Cruz og Materazzi skoruðu fyrir meistarana en fyrsta mark liðsins var raunar sjálfsmark. 25.10.2006 21:04 Liverpool marði Reading Nú er leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum að ljúka, en leikur Crewe og Manchester United er í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Liverpool vann nauman sigur á baráttuglöðu liði Reading 4-3 eftir að hafa komist í 3-0 og 4-1 í leiknum. 25.10.2006 20:57 United hefur nauma forystu gegn Crewe Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Crewe þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var norska markamaskínan og fyrirliðinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði mark gestanna á 26. mínútu, en heimamenn hafa ef eitthvað er fengið fleiri færi en úrvalsdeildarliðið það sem af er leiknum. 25.10.2006 19:31 Ekki á leið til Aston Villa Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur vísað á bug orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi um að hann væri á leið til Aston Villa þar sem fyrrum stjóri hans hjá Celtic er nú við stjórnvölinn. 25.10.2006 19:20 Emil skoraði fyrir Malmö Emil Hallfreðsson skoraði mark Malmö í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Östers í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá skyldu Örgryte og Djurgarden jöfn 1-1 þar sem Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgarden. 25.10.2006 19:08 Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. 25.10.2006 18:53 Ekki tilbúinn að fyrirgefa Zidane strax Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst. 25.10.2006 18:29 Ætlar að auglýsa í Formúlu 1 Ramon Calderon segist hafa áform uppi um að gera auglýsingasamning við ónefnt keppnislið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili, þar sem bíllinn verði þakinn auglýsingum frá spænska knattspyrnufélaginu. Hann segist óska þess heitt að þessi bíll komi fyrstur í mark, því kappaksturinn fer sem kunnugt er fram í borg erkifjendanna - Barcelona. 25.10.2006 17:00 Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð. 25.10.2006 16:45 Hrósar stjóra Crewe í hástert Sir Alex Ferguson segist dást að trygglyndi knattspyrnustjóra Crewe fyrir það trygglindi og þjónustu sem hann hefur sýnt félagi sínu, en leikur Crewe og Manchester Unted verður einmitt sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30. 25.10.2006 16:09 Dyer er í hópnum hjá Newcastle Meiðslakálfurinn Kieron Dyer verður í leikmannahópi Newcastle sem mætir Portsmouth í enska deildarbikarnum í kvöld og ef hann kemur við sögu í leiknum verður það fyrsti leikur hans í hálft ár. Dyer hefur verið meiddur á læri síðan í apríl. 25.10.2006 16:02 Ekki afskrifa okkur Steven Gerrard segir að fólk ætti að forðast að afskrifa titilvonir Liverpool þó gengi liðsins hafi alls ekki staðist væntingar í upphafi leiktíðar og bendir á að Manchester United og Chelsea eigi eftir að misstíga sig áður en langt um líður. 25.10.2006 15:36 Mikill halli hjá Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United var rekið með methalla á síðasta ári vegna aukinna bónusa sem félagið þurfti að greiða leikmönnum sínum í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. 25.10.2006 15:25 Ákærir Englendinga fyrir ólæti í Króatíu Enska knattspyrnusambandinu hefur verið birt kæra vegna óláta stuðningsmanna enska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króötum í Zagreb á dögunum. Talsmenn enska knattspyrnusambandsins hafa ekki stórar áhyggjur af kærunni því þeir telja sig hafa mikið við starfshætti kollega sína í Króatíu að athuga. 25.10.2006 14:16 Klístri snýr aftur annað kvöld Framherjinn Alan Smith spilar væntanlega sinn fyrsta leik í níu mánuði í byrjunarliði Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir Crewe heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 24.10.2006 22:30 Hughes stýrir Blackburn í 100. sinn Leikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum annað kvöld er merkilegur fyrir þær sakir að hér er um að ræða 100. leik Mark Hughes í stjórastólnum hjá félaginu. 24.10.2006 22:30 Enn tapar West Ham Ógæfa enska úrvalsdeildarliðsins West Ham virðist engan endi ætla að taka og í kvöld féll liðið úr keppni í enska deildarbikarnum með því að tapa 2-1 fyrir liði Chesterfield sem leikur í 2. deildinni. 24.10.2006 20:39 West Ham yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í öllum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum. West Ham hefur yfir 1-0 gegn Chesterfield í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Marlon Harewood skoraði mark gestanna í upphafi leiks. 24.10.2006 19:40 Mark Viduka tábrotinn Ástralski framherjinn Mark Viduka getur ekki spilað með Middlesbrough næstu sex vikurnar eða svo eftir að í ljós kom að hann tábrotnaði í leik gegn Newcastle á sunnudaginn. 24.10.2006 19:15 58% leikmanna gerðu sér upp meiðsli Jiri Dvorak, yfirlæknir alþjóða knattspyrnusambandsins, segir að við nánari athugun hafi komið í ljós að 58% leikmanna sem þurftu læknisaðstoð á meðan leik stóð á HM í sumar hafi alls ekki verið verið meiddir. 24.10.2006 18:28 Dennis Wise tekur við Leeds Harðjaxlinn Dennis Wise var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United og honum til aðstoðar verður annar gamall Chelsea-maður Gus Poyet. Þeir félagar voru síðast við stjórnvölinn hjá Swindon og gerðu þar ágæta hluti. Ráðning Wise hefur valdið nokkru fjaðrafoki á meðal stuðningsmanna Leeds, en árangur hans með liðið fær væntanlega úr því skorið hvort hann verður tekinn í sátt. 24.10.2006 17:50 Kristján og Veigar tilnefndir í lið ársins Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk eru tilnefndir sem varnar- og sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þetta árið, en venja er að veita leikmönnum sem þykja hafa skarað framúr í hverri stöðu verðlaun eftir hvert tímabil. 24.10.2006 17:18 Cech útskrifaður af sjúkrahúsi Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi og talið er að hann muni hefja léttar æfingar á ný eftir helgina. Höfuðkúpa markvarðarins brákaðist í samstuði hans við leikmann Reading um fyrir rúmri viku og búist er við því að hann verði í það minnsta þrjá mánuði frá fullum æfingum á meðan sár hans gróa. 24.10.2006 16:50 Kolo Toure framlengir við Arsenal Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi samningurinn mun gilda, en þessi 25 ára gamli varnarmaður hefur lýst því yfir að hann vilji vera sem lengst hjá félaginu. 24.10.2006 16:34 Adriano farinn í frí til heimalandsins Brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan hefur verið gefið vikufrí af forráðamönnum félagsins sem hann mun nota til að fara til heimalandsins í læknis- og sálfræðimeðferð. Adriano hefur alls ekki náð sér á strik á síðustu mánuðum og hefur ekki skorað mark síðan í vor. 24.10.2006 16:30 Gerrard verður áfram á kantinum Rafa Benitez segist ætla að halda áfram að tefla enska landsliðsmanninum Steven Gerrard fram á hægri kanti áfram, þrátt fyrir að þessi ráðstöfun hafi verið gagnrýnd harðlega í kjölfar lélegs gengis liðsins í úrvalsdeildinni undanfarið. 24.10.2006 16:28 Hafþór Ægir semur við Val Hafþór Ægir Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Val í Landsbankadeildinni á næsta ári en í dag hafnaði hann tilboði frá sænska félaginu Norrköping. Umboðsmaður Hafþórs staðfesti í samtali við NFS í dag að leikmaðurinn myndi í kvöld ganga frá þriggja ára samningi við Val. Hafþór losnar undan samningi við ÍA í næstu viku. 24.10.2006 16:19 Ensk lið hafa mikinn áhuga á Beckham Glenn Roeder segir að ef David Beckham tæki þá ákvörðun að snúa aftur til Englands, yrði enginn skortur á kauptilboðum frá liðum í heimalandi hans. Þetta segir Roader í kjölfar þess að Beckham sagðist ósáttur við að sitja á varamannabekknum hjá Real Madrid - en það hefur vitanlega valdið fjaðrafoki í breskum blöðum. 24.10.2006 16:09 Raul íhugaði að hætta eftir tapið gegn Getafe Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að framherjinn Raul hafi verið mjög langt niðri eftir að liðið tapaði fyrir Getafe í deildinni á dögunum og segir leikmanninn hafa íhugað alvarlega að hætta í kjölfarið. 24.10.2006 15:55 Chesterfield - West Ham í beinni Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá leik Chesterfield og West Ham klukkan 18:30. West Ham hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum og því er ekki laust við að öll augu beinist að Alan Pardew og félögum í kvöld. 24.10.2006 15:45 United að kaupa ungan Portúgala Heimildir Sky sjónvarpsstöðvarinnar herma að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á 15 ára gömlum portúgölskum sóknarmanni, Evandro Brandao hjá Walsall. Brandao þessi hefur búið á Englandi í níu ár og því er haldið fram að hann hafi þegar skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið. 24.10.2006 15:15 Wright-Phillips orðaður við Atletico Madrid Talsmaður spænska stórliðsins Atletico Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að félagið ætli að bjóða í enska kantmanninn Shaun Wright-Phillips þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, en félagið er nú að leita að manni í stað þeirra Maxi Rodriguez og Martin Petrov sem báðir verða lengi frá vegna meiðsla. 24.10.2006 14:47 Mascherano þykir Defoe sleppa vel Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá West Ham er mjög ósáttur við að Jermain Defoe skuli ekki hafa fengið harðari refsingu en gult spjald fyrir á bíta sig í leik grannaliðanna á sunnudag. 24.10.2006 14:14 Porato til reynslu hjá Chelsea Ensku meistararnir Chelsea eru nú með markvörðinn Stephane Porato til reynslu en ef hann stendur sig vel fær hann það hlutverk að leysa Petr Cech af hólmi. Þar eð félagaskiptaglugginn er lokaður, getur Chelsea ekki keypt samningsbundinn leikmann en Porato þessi er með lausa samninga. 24.10.2006 14:07 ÍR fer upp Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild. 24.10.2006 14:00 Hannes Þór til Framara Hannes Þór Halldórsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við Fram. Hannes Þór er markvörður sem lék með Stjörnunni í sumar en hann rifti á dögunum samningi sínum við Garðabæjarfélagið og var því frjálst að ræða við þau félög sem honum sýndist. 24.10.2006 09:00 Mega ekki ræða við Wise Enska knattspyrnufélagið Leeds United á sér marga aðdáendur á Íslandi en það hefur verið framkvæmdastjóra laust frá því í september. Leeds fékk á dögunum samþykki frá Swindon til að ræða við Dennis Wise, framkvæmdastjóra Swindon, um hugsanlega ráðningu hans til félagsins en í gær dró Swindon það samþykki til baka og hefur meinað Leeds að ræða við Wise. 24.10.2006 08:45 Benitez svarar fyrir sig Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur uppá síðkastið vegna gegni liðsins í deildinni heima fyrir, en Liverpool er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Benitez hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að láta fyrirliða liðsins, Steven Gerrard, spila í stöðu hægri kantmanns en Benitez hefur nú varið þá ákvörðun sína. 24.10.2006 07:30 Eiður Smári fær slæma dóma Spænsku blöðin eru ekki hrifin af leik Barcelona gegn Real Madrid á sunnudaginn og Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki góða dóma fyrir sína frammistöðu í leiknum. Talað er um að Barcelona sakni mjög Samuel Eto‘o og að Eiður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. 24.10.2006 07:00 Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? Jörundur Áki Sveinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Breiðablik um að þjálfa kvennalið félagsins. Skýrist eftir næstu helgi hvort Ásthildur Helgadóttir komi heim og spili fyrir Breiðablik. 24.10.2006 06:45 Beit Javier Mascherano 24.10.2006 06:30 Knattspyrnukappinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson: Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson fékk í gær samningstilboð frá sænska félaginu Norrköping en ÍA og Norrköping höfðu áður komist að samkomulagi um greiðslu og því er það undir Hafþóri komið hvort hann taki tilboðinu og fari utan eða spili áfram á Íslandi. 24.10.2006 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Eiður Smári tryggði Barcelona sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld þegar liðið lagði smálið Badalona 2-1 á útivelli í spænska bikarnum en leikurinn var spilaður á gervigrasi. Eiður skoraði á 62. og 76. mínútu og gerði út um leikinn, en heimamenn minnkuðu reyndar muninn undir lokin með marki úr vítaspyrnu. 25.10.2006 22:30
Lauren spilar ekki fyrir áramót Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að bakvörðurinn Lauren verði líklega ekki með liði Arsenal á ný fyrr en á nýju ári, en þessi fyrrum kamerúnski landsliðsmaður hefur ekki komið við sögu hjá Lundúnaliðinu síðan í janúar vegna hnémeiðsla. 25.10.2006 22:00
United lagði Crewe eftir framlengdan leik Manchester United þurfti á öllu sínu að halda í kvöld þegar liðið lagði Crewe 2-1 á útivelli eftir framlengdan leik í deildarbikarnum. Leikurinn var sýndur beint á Sýn í kvöld og það var Ole Gunnar Solskjær sem skoraði fyrsta markið fyrir United en Crewe jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo unglingurinn Kieran Lee sem tryggði United sæti í næstu umferð með því að skora sigurmarkið undir lok framlengingar. 25.10.2006 21:39
Inter burstaði Livorno Heil umferð var á dagskrá í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Efsta liðið Inter Milan vann auðveldan 4-1 sigur á Livorno þar sem Ibrahimovic, Cruz og Materazzi skoruðu fyrir meistarana en fyrsta mark liðsins var raunar sjálfsmark. 25.10.2006 21:04
Liverpool marði Reading Nú er leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum að ljúka, en leikur Crewe og Manchester United er í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Liverpool vann nauman sigur á baráttuglöðu liði Reading 4-3 eftir að hafa komist í 3-0 og 4-1 í leiknum. 25.10.2006 20:57
United hefur nauma forystu gegn Crewe Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Crewe þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var norska markamaskínan og fyrirliðinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði mark gestanna á 26. mínútu, en heimamenn hafa ef eitthvað er fengið fleiri færi en úrvalsdeildarliðið það sem af er leiknum. 25.10.2006 19:31
Ekki á leið til Aston Villa Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur vísað á bug orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi um að hann væri á leið til Aston Villa þar sem fyrrum stjóri hans hjá Celtic er nú við stjórnvölinn. 25.10.2006 19:20
Emil skoraði fyrir Malmö Emil Hallfreðsson skoraði mark Malmö í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Östers í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá skyldu Örgryte og Djurgarden jöfn 1-1 þar sem Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgarden. 25.10.2006 19:08
Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. 25.10.2006 18:53
Ekki tilbúinn að fyrirgefa Zidane strax Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst. 25.10.2006 18:29
Ætlar að auglýsa í Formúlu 1 Ramon Calderon segist hafa áform uppi um að gera auglýsingasamning við ónefnt keppnislið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili, þar sem bíllinn verði þakinn auglýsingum frá spænska knattspyrnufélaginu. Hann segist óska þess heitt að þessi bíll komi fyrstur í mark, því kappaksturinn fer sem kunnugt er fram í borg erkifjendanna - Barcelona. 25.10.2006 17:00
Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð. 25.10.2006 16:45
Hrósar stjóra Crewe í hástert Sir Alex Ferguson segist dást að trygglyndi knattspyrnustjóra Crewe fyrir það trygglindi og þjónustu sem hann hefur sýnt félagi sínu, en leikur Crewe og Manchester Unted verður einmitt sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30. 25.10.2006 16:09
Dyer er í hópnum hjá Newcastle Meiðslakálfurinn Kieron Dyer verður í leikmannahópi Newcastle sem mætir Portsmouth í enska deildarbikarnum í kvöld og ef hann kemur við sögu í leiknum verður það fyrsti leikur hans í hálft ár. Dyer hefur verið meiddur á læri síðan í apríl. 25.10.2006 16:02
Ekki afskrifa okkur Steven Gerrard segir að fólk ætti að forðast að afskrifa titilvonir Liverpool þó gengi liðsins hafi alls ekki staðist væntingar í upphafi leiktíðar og bendir á að Manchester United og Chelsea eigi eftir að misstíga sig áður en langt um líður. 25.10.2006 15:36
Mikill halli hjá Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United var rekið með methalla á síðasta ári vegna aukinna bónusa sem félagið þurfti að greiða leikmönnum sínum í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. 25.10.2006 15:25
Ákærir Englendinga fyrir ólæti í Króatíu Enska knattspyrnusambandinu hefur verið birt kæra vegna óláta stuðningsmanna enska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króötum í Zagreb á dögunum. Talsmenn enska knattspyrnusambandsins hafa ekki stórar áhyggjur af kærunni því þeir telja sig hafa mikið við starfshætti kollega sína í Króatíu að athuga. 25.10.2006 14:16
Klístri snýr aftur annað kvöld Framherjinn Alan Smith spilar væntanlega sinn fyrsta leik í níu mánuði í byrjunarliði Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir Crewe heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 24.10.2006 22:30
Hughes stýrir Blackburn í 100. sinn Leikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum annað kvöld er merkilegur fyrir þær sakir að hér er um að ræða 100. leik Mark Hughes í stjórastólnum hjá félaginu. 24.10.2006 22:30
Enn tapar West Ham Ógæfa enska úrvalsdeildarliðsins West Ham virðist engan endi ætla að taka og í kvöld féll liðið úr keppni í enska deildarbikarnum með því að tapa 2-1 fyrir liði Chesterfield sem leikur í 2. deildinni. 24.10.2006 20:39
West Ham yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í öllum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum. West Ham hefur yfir 1-0 gegn Chesterfield í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Marlon Harewood skoraði mark gestanna í upphafi leiks. 24.10.2006 19:40
Mark Viduka tábrotinn Ástralski framherjinn Mark Viduka getur ekki spilað með Middlesbrough næstu sex vikurnar eða svo eftir að í ljós kom að hann tábrotnaði í leik gegn Newcastle á sunnudaginn. 24.10.2006 19:15
58% leikmanna gerðu sér upp meiðsli Jiri Dvorak, yfirlæknir alþjóða knattspyrnusambandsins, segir að við nánari athugun hafi komið í ljós að 58% leikmanna sem þurftu læknisaðstoð á meðan leik stóð á HM í sumar hafi alls ekki verið verið meiddir. 24.10.2006 18:28
Dennis Wise tekur við Leeds Harðjaxlinn Dennis Wise var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United og honum til aðstoðar verður annar gamall Chelsea-maður Gus Poyet. Þeir félagar voru síðast við stjórnvölinn hjá Swindon og gerðu þar ágæta hluti. Ráðning Wise hefur valdið nokkru fjaðrafoki á meðal stuðningsmanna Leeds, en árangur hans með liðið fær væntanlega úr því skorið hvort hann verður tekinn í sátt. 24.10.2006 17:50
Kristján og Veigar tilnefndir í lið ársins Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk eru tilnefndir sem varnar- og sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þetta árið, en venja er að veita leikmönnum sem þykja hafa skarað framúr í hverri stöðu verðlaun eftir hvert tímabil. 24.10.2006 17:18
Cech útskrifaður af sjúkrahúsi Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi og talið er að hann muni hefja léttar æfingar á ný eftir helgina. Höfuðkúpa markvarðarins brákaðist í samstuði hans við leikmann Reading um fyrir rúmri viku og búist er við því að hann verði í það minnsta þrjá mánuði frá fullum æfingum á meðan sár hans gróa. 24.10.2006 16:50
Kolo Toure framlengir við Arsenal Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi samningurinn mun gilda, en þessi 25 ára gamli varnarmaður hefur lýst því yfir að hann vilji vera sem lengst hjá félaginu. 24.10.2006 16:34
Adriano farinn í frí til heimalandsins Brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan hefur verið gefið vikufrí af forráðamönnum félagsins sem hann mun nota til að fara til heimalandsins í læknis- og sálfræðimeðferð. Adriano hefur alls ekki náð sér á strik á síðustu mánuðum og hefur ekki skorað mark síðan í vor. 24.10.2006 16:30
Gerrard verður áfram á kantinum Rafa Benitez segist ætla að halda áfram að tefla enska landsliðsmanninum Steven Gerrard fram á hægri kanti áfram, þrátt fyrir að þessi ráðstöfun hafi verið gagnrýnd harðlega í kjölfar lélegs gengis liðsins í úrvalsdeildinni undanfarið. 24.10.2006 16:28
Hafþór Ægir semur við Val Hafþór Ægir Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Val í Landsbankadeildinni á næsta ári en í dag hafnaði hann tilboði frá sænska félaginu Norrköping. Umboðsmaður Hafþórs staðfesti í samtali við NFS í dag að leikmaðurinn myndi í kvöld ganga frá þriggja ára samningi við Val. Hafþór losnar undan samningi við ÍA í næstu viku. 24.10.2006 16:19
Ensk lið hafa mikinn áhuga á Beckham Glenn Roeder segir að ef David Beckham tæki þá ákvörðun að snúa aftur til Englands, yrði enginn skortur á kauptilboðum frá liðum í heimalandi hans. Þetta segir Roader í kjölfar þess að Beckham sagðist ósáttur við að sitja á varamannabekknum hjá Real Madrid - en það hefur vitanlega valdið fjaðrafoki í breskum blöðum. 24.10.2006 16:09
Raul íhugaði að hætta eftir tapið gegn Getafe Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að framherjinn Raul hafi verið mjög langt niðri eftir að liðið tapaði fyrir Getafe í deildinni á dögunum og segir leikmanninn hafa íhugað alvarlega að hætta í kjölfarið. 24.10.2006 15:55
Chesterfield - West Ham í beinni Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá leik Chesterfield og West Ham klukkan 18:30. West Ham hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum og því er ekki laust við að öll augu beinist að Alan Pardew og félögum í kvöld. 24.10.2006 15:45
United að kaupa ungan Portúgala Heimildir Sky sjónvarpsstöðvarinnar herma að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á 15 ára gömlum portúgölskum sóknarmanni, Evandro Brandao hjá Walsall. Brandao þessi hefur búið á Englandi í níu ár og því er haldið fram að hann hafi þegar skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið. 24.10.2006 15:15
Wright-Phillips orðaður við Atletico Madrid Talsmaður spænska stórliðsins Atletico Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að félagið ætli að bjóða í enska kantmanninn Shaun Wright-Phillips þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, en félagið er nú að leita að manni í stað þeirra Maxi Rodriguez og Martin Petrov sem báðir verða lengi frá vegna meiðsla. 24.10.2006 14:47
Mascherano þykir Defoe sleppa vel Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá West Ham er mjög ósáttur við að Jermain Defoe skuli ekki hafa fengið harðari refsingu en gult spjald fyrir á bíta sig í leik grannaliðanna á sunnudag. 24.10.2006 14:14
Porato til reynslu hjá Chelsea Ensku meistararnir Chelsea eru nú með markvörðinn Stephane Porato til reynslu en ef hann stendur sig vel fær hann það hlutverk að leysa Petr Cech af hólmi. Þar eð félagaskiptaglugginn er lokaður, getur Chelsea ekki keypt samningsbundinn leikmann en Porato þessi er með lausa samninga. 24.10.2006 14:07
ÍR fer upp Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild. 24.10.2006 14:00
Hannes Þór til Framara Hannes Þór Halldórsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við Fram. Hannes Þór er markvörður sem lék með Stjörnunni í sumar en hann rifti á dögunum samningi sínum við Garðabæjarfélagið og var því frjálst að ræða við þau félög sem honum sýndist. 24.10.2006 09:00
Mega ekki ræða við Wise Enska knattspyrnufélagið Leeds United á sér marga aðdáendur á Íslandi en það hefur verið framkvæmdastjóra laust frá því í september. Leeds fékk á dögunum samþykki frá Swindon til að ræða við Dennis Wise, framkvæmdastjóra Swindon, um hugsanlega ráðningu hans til félagsins en í gær dró Swindon það samþykki til baka og hefur meinað Leeds að ræða við Wise. 24.10.2006 08:45
Benitez svarar fyrir sig Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur uppá síðkastið vegna gegni liðsins í deildinni heima fyrir, en Liverpool er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Benitez hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að láta fyrirliða liðsins, Steven Gerrard, spila í stöðu hægri kantmanns en Benitez hefur nú varið þá ákvörðun sína. 24.10.2006 07:30
Eiður Smári fær slæma dóma Spænsku blöðin eru ekki hrifin af leik Barcelona gegn Real Madrid á sunnudaginn og Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki góða dóma fyrir sína frammistöðu í leiknum. Talað er um að Barcelona sakni mjög Samuel Eto‘o og að Eiður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. 24.10.2006 07:00
Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? Jörundur Áki Sveinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Breiðablik um að þjálfa kvennalið félagsins. Skýrist eftir næstu helgi hvort Ásthildur Helgadóttir komi heim og spili fyrir Breiðablik. 24.10.2006 06:45
Knattspyrnukappinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson: Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson fékk í gær samningstilboð frá sænska félaginu Norrköping en ÍA og Norrköping höfðu áður komist að samkomulagi um greiðslu og því er það undir Hafþóri komið hvort hann taki tilboðinu og fari utan eða spili áfram á Íslandi. 24.10.2006 06:15