Fleiri fréttir

Gerrard er óðum að ná sér á strik

Rafa Benitez hefur látið í veðri vaka að leikurinn gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn muni marka nýtt upphaf fyrir Steven Gerrard, sem ekki hefur náð sér alveg á strik á leiktíðinni og hefur til að mynda enn ekki skorað mark í úrvalsdeildinni.

Frá keppni í þrjár vikur í viðbót

Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá Arsenal getur væntanlega ekki spilað með liði sínu í að minnsta kosti þrjár vikur í viðbót eftir að kálfameiðsli hans reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. Talið er að það komi í hlut Alexander Hleb eða unglingsins Theo Walcott að leysa hann af hólmi gegn Reading á sunnudaginn.

Vill ekki hugsa um að slá met

Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet.

Setur stefnuna á 90 stig

Alex Ferguson hefur sett stefnuna á að ná í 90 stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir þann mikla stigafjölda líklega vera nauðsynlegan til að vinna deildina. Manchester United hefur ekki unnið titilinn í þrjú ár, en Ferguson og félagar setja stefnuna hátt í ár.

Hargreaves byrjaður í endurhæfingu

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen er nú byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði. Hargreaves er 25 ára gamall og er nú laus við plastspelku af fætinum, sem þýðir að hann er farinn að ganga um eðlilega. Vonir standa til um að hann geti farið að spila í lok næsta mánaðar.

Cisse byrjaður að æfa á ný

Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse mætti á sína fyrstu æfingu hjá liði Marseille í Frakklandi í dag, þar sem hann er sem lánsmaður frá Liverpool. Cisse hefur ekkert geta æft með liðinu síðan hann fótbrotnaði upphitunarleik Frakka gegn Kínverjum í byrjun júní.

Arnar og Bjarki semja við FH

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir gerðu í dag eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Bræðurnir eru 33 ára gamlir og léku sem kunnugt er með uppeldisfélagi sínu ÍA á síðustu leiktíð, þar sem þeir gegndu einnig þjálfarastarfi.

Atli og Óskar til KR

Eins og fyrst kom fram í Fréttablaðinu í morgun var haldinn blaðamannafundur hjá KR í dag þar sem tilkynnt var að félagið hefði gert þriggja ára samning við þá Atla Jóhannsson frá ÍBV og Óskar Örn Hauksson frá Grindavík. Þessir ungu leikmenn eiga vafalítið eftir að styrkja vesturbæjarliðið verulega fyrir átökin næsta sumar, enda voru þeir tveir eftirsóttustu leikmennirnir á markaðnum í haust.

Cattermole semur við Boro

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn unga Lee Cattermole til ársins 2010. Cattermole er aðeins 18 ára gamall en er orðinn fastamaður í liði Gareth Southgate eftir að hafa fengið sitt fyrsta tækifæri undir stjóri Steve McClaren á síðustu leiktíð.

Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina

Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki.

Villa Park fær ekki nýtt nafn

Forráðmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa hafa vísað fregnum breska sjónvarpsins á bug um að endurskíra eigi heimavöll liðsins, Villa Park, og fá honum nafn styrktaraðila. Heimildir breska sjónvarpsins gátu til um að Villa ætti von á tugum milljóna punda frá styrktaraðilum ef Villa Park fengi nýtt nafn að frumkvæði nýja eigandans, Randy Lerner.

West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012.

Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea

Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð.

Serbía logar í kynþáttahatri

Lögreglan í Belgrad í Serbíu hefur handtekið 152 stuðningsmenn fyrir kynþáttafordóma á leik Rad og Novi Pazar í annari deildinni þar í landi í gær, en þetta var í annað sinn á nokkrum dögum þar sem lögregla þarf að hafa afskipti af stuðningsmönnum vegna kynþáttafordóma í serbneska boltanum.

Chelsea kenndi okkur hvernig á að vinna Barcelona

Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, segir að liðið ætli sér að nota leik Chelsea í gær sem góða lexíu í því hvernig á að vinna Barcelona fyrir leik spænsku risanna á sunnudaginn, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Arsenal lagði Breiðablik

Arsenal vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Enska liðið vann fyrri leikinn 5-0 hér heima á dögunum og því eru Blikar úr leik. Það var Laufey Björnsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í kvöld.

Góður dagur hjá ensku liðunum

Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins.

Tottenham lagði Besiktas

Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri.

McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi.

Gerrard verður með gegn United

Rafa Benitez hefur staðfest að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði með í stórleik liðsins gegn Manchester United á OldTrafford á sunnudaginn. Gerrard var ekki í liði Liverpool sem vann sigur á Bordeaux í Meistaradeildinni í gær vegna meiðsla á læri. Þá verður danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger einnig klár eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Þarf í uppskurð á hásin

Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno hjá Valencia þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hásin sem hafa haldið honum frá keppni allar götur síðan hann gekk í raðir liðsins frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar. Þetta þýðir líklega að hann verði frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar.

Blackburn hafði sigur í Póllandi

Blackburn vann í dag mikilvægan 2-1 útisigur á Wisla Krakow frá Póllandi í fyrsta leik sínum í E-riðli Evrópukeppni félagsliða. Blackburn lenti undir snemma leiks þegar skot hrökk af Robbie Savage og í netið, en hann jafnaði metin á 56. mínútu og David Bentley skoraði svo sigurmark enska liðsins í blálokin.

Wembley opnaður á næsta ári

Enska knattspyrnusambandið hefur loksins bundið enda á deilur sínar við verktaka sem standa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum og því hefur verið tilkynnt að þetta vandræðamannvirki verði loks opnað formlega í byrjun næsta árs. Sambandið er þó ekki tilbúið að lofa því að úrslitaleikurinn í enska bikarnum geti farið þar fram næsta vor.

Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn

Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Barthez er ekki á leið til Chelsea

Jose Mourinho hefur hafnað þeim fréttum sem voru á kreiki í enskum miðlum í morgun um að franski markvörðurinn Fabien Barthez væri á leið til Chelsea til að leysa Petr Cech af hólmi. Barhtez lagði hanskana á hilluna fyrir skömmu.

Ekkert tilboð á leiðinni að svo stöddu

Forráðamenn West Ham hafa alfarið neitað þeim fregnum bresku blaðanna að stutt sé í að Eggert Magnússon kaupi félagið fyrir 75 milljónir punda. Eggert sjálfur sagði í samtali við NFS í dag að hann furðaði sig á vinnubrögðum bresku blaðanna, því hann ætti enn eftir að funda með stjórn félagsins og það væri frumforsenda þess að hægt sé að gera kauptilboð.

Leikmenn Reading sleppa við refsingu

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að þeim Stephen Hunt og Ibrahima Sonko hjá Reading verði ekki refsað í kjölfar meiðslanna sem þeir ollu markvörðum Chelsea í leik liðanna um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að dómari leiksins hafi séð bæði atvik og ákveðið að gera ekkert í þeim og því verði ekki farið með málið lengra.

Samningsbundinn Arsenal til 2014

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur undirritað nýjan samning við Arsenal sem gildir til ársins 2014. Þessi samningur er nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að hann er til átta ára, sem er einsdæmi nú á dögum, en þessi ungi knattspyrnumaður hefur verið mjög eftirsóttur af stórliðum Evrópu undanfarið ár.

Aragones framlengir samning sinn

Spænska knattspyrnusambandið hefur nú formlega framlengt samning landsliðsþjálfarans umdeilda Luis Aragones um tvö ár. Áður hafði legið fyrir munnlegt samkomulag um þetta, en forseti knattspyrnusambandsins hefur staðfest að búið sé að skrifa undir.

Hefðum átt að vinna stærra

Jose Mourinho var mjög sáttur við sigur sinna manna á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld og sagðist helst ósáttur við að ná ekki að gera út um leikinn fyrr með því að skora fleiri mörk. Hann segist nú hafa sett stefnuna á að halda toppsætinu í riðlinum.

Drogba tryggði Chelsea sigur á Barcelona

Chelsea vann í kvöld sannfærandi sigur á Barcelona 1-0 í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði sér ekki á strik frekar en félagar hans í liðinu og var skipt af velli á 60. mínútu. Didier Drogba skoraði sigurmarkið á 47. mínútu með laglegu skoti og Chelsea er komið í vænlega stöðu í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki.

Jafnt í hálfleik á Stamford Bridge

Nú hefur verið flautað til hálfleiks á Stamford Bridge í leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark er enn komið í leikinn og besta færið átti Didier Drogba hjá Chelsea eftir 15 mínútna leik, en náði ekki að skora. Eiður Smári er í byrjunarliði Barcelona en hefur fengið úr litlu að moða enn sem komið er.

Eggert fundar með stjórn West Ham í vikunni

Breska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að Eggert Magnússon muni funda með forráðamönnum West Ham fyrir helgina þar sem kauptilboð hans í félagið upp á 75 milljónir punda verði tekið fyrir. Því er einnig haldið fram í blaðinu að framtíð félagsins gæti jafnvel ráðist fyrir leik West Ham og Tottenham á sunnudag.

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Nú styttist í að flautað verði til leiks í Meistaradeild Evrópu. Stórleikur kvöldsins er viðureign Chelsea og Barcelona og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona gegn sínum gömlu félögum og tekur við heiðursverðlaunum frá Chelsea fyrir leikinn.

Ferdinand verður með gegn Liverpool

Sir Alex Ferguson getur væntanlega stillt upp nokkuð sterku liðið í stórleiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en þeir Rio Ferdinand, Gabriel Heinze og Gary Neville eru allir að verða búnir að ná sér af meiðslum sínum og eru farnir að æfa á fullu. Þá verður Ryan Giggs líka í liði United, en hann missti af Evrópuleiknum í gær vegna veikinda.

Sigur á Bordeaux gæfi okkur meðbyr í deildinni

Rafa Benitez vonast innilega eftir sigri á franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni í kvöld og telur að útisigur í kvöld gæfi liði sínu byr undir báða vængi fyrir erfiðan leik við Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudag. Liverpool er aðeins í tíunda sæti í úrvalsdeildinni.

Roman Abramovich kemur til Íslands á morgun

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Í kvöld verður hann að venju á sínum stað í stúkunni þegar Chelsea tekur á móti Barcelona í Meistaradeildinni, en á morgun kemur hann hingað til lands og þiggur heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Cech gæti snúið aftur fyrr en áætlað var

Petr Krejci, læknir tékkneska knattspyrnulandsliðsins, segir að meiðsli landsliðsmarkvarðarins Petr Cech hjá Chelsea séu ef til vill ekki jafn alvarleg og talað hefur verið um síðustu daga, en menn vildu meina að markvörðurinn þyrfti að vera frá keppni í að minnsta kosti hálft ár.

Xavi segir Chelsea í hefndarhug

Spænski miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona á von á því að Englandsmeistarar Chelsea séu í hefndarhug í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld, eftir að spænska liðið sló þá út úr keppninni á síðustu leiktíð.

Risaleikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar gera Meistaradeild Evrópu góð skil að venju í kvöld, en þá verður á dagskrá einn af leikjum ársins þegar Eiður Smári og félagar í Barcelona sækja fyrrum félaga hans í Chelsea heim á Stamford Bridge klukkan 18:30.

Ekki að taka við Inter Milan

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa gert því skóna undanfarna daga að Sven-Göran Eriksson muni verða næsti þjálfari Inter Milan ef Roberto Mancini nær ekki að koma liðinu á sigurbraut hið snarasta. Eriksson vísar þessu á bug og segist styðja fyrrum aðstoðarmann sinn hjá Lazio heilshugar.

Sjá næstu 50 fréttir