Fleiri fréttir

Cavani frá næstu vikurnar

Edison Cavani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn og leikmaður PSG í Frakklandi meiddist í 2-0 sigri PSG gegn Bordeaux á föstudaginn. Niðurstöður læknisskoðunar hafa leitt í ljós að Cavani verði frá að minnsta kosti í þrjár vikur.

Haukakonur mæta Snæfelli i bikarúrslitaleiknum

Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld.

Tíu marka stórsigur hjá Framkonum

Framkonur áttu ekki í miklum vandræðum með HK í Olís-deild kvenna í Safamýrinni í kvöld en Framliðið vann tíu marka sigur, 24-14.

Montpellier deildarbikarmeistari í Frakklandi

Montpellier sigraði Saint Raphael örugglega í úrslitum franska deildarbikarsins í dag. Arnór Atlason náði sér ekki á strik í dag en hann skoraði eitt mark úr þremur skotum.

Zulte-Waregem nældi í stig á lokamínútum leiksins

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem nældu í stig á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Waregem kom þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Belenenses vann mikilvægan sigur

Helgi Valur Daníelsson, Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Belenenses unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Braga í portúgölsku deildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum er Belenenses komið með 15 stig í 17 leikjum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Ekkert hik á Bayern Munchen

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að Bayern Munchen vinni þýska titilinn annað árið í röð, eftir 19 leiki er liðið með þrettán stiga forskot á Leverkusen í öðru sæti.

Axel og félagar töpuðu í botnbaráttuslag

Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK töpuðu í sannkölluðum botnbaráttuslag í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Róðurinn þyngist fyrir Værlöse sem situr á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá næstu liðum með fjórtán stig eftir 19 umferðir.

Atlético með þriggja stiga forskot á toppnum

Atlético Madrid slátraði Real Sociedad 4-0 á Vicente Calderon í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Atlético sem komst í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar hefur nú ekki tapað leik síðan 19. október síðastliðinn og ætla liðsmenn Atlético greinilega að taka þátt í baráttunni um titilinn.

Guif vann fimmta leikinn í röð

Heimir Óli Heimisson átti fínan leik fyrir Guif í öruggum átján marka sigri á Rimbo í sænsku deildinni í handbolta í dag. Sigurinn í dag var sá fimmti í röð hjá Guif sem er á góðu skriði.

Guðmundur og félagar unnu mikilvægan sigur

Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Mors-Thy unnu mikilvægan sigur á botnliði Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Mors-Thy leiddi með sex mörkum í hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

Rodgers: Ætla ekki að kenna Toure um þetta

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var ósáttur að fara frá The Hawthorns með aðeins eitt stig eftir 1-1 jafntefli Liverpool gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Emil byrjaði í sigurleik

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona í 2-1 sigri Verona gegn Sassuolo í ítölsku deildinni í dag.

Oxlade-Chamberlain skaut Arsenal á toppinn

Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Arsenal í 2-0 sigri á Crystal Palace á Emirates-vellinum í dag. Oxlade-Chamberlain skoraði bæði mörk Arsenal og tryggði skyttunum stigin þrjú.

Alfreð ósáttur með forráðamenn Heerenveen

Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen og íslenska landsliðsins er óánægður með forráðamenn Heerenveen eftir að liðið hafnaði tilboði frá Fulham í félagsskiptaglugganum.

Jón Arnór spilaði í sigri

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig á átján mínútum í 15 stiga sigri CAI Zaragoza gegn Bilbao Basket á heimavelli í spænsku deildinni í körfubolta. Með sigrinum komst Zaragoza upp í sjötta sæti deildarinnar.

Kolbeinn sat á bekknum í jafnteflisleik

Kolbeinn Sigþórsson sat á varamannabekk Ajax allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Ajax er með tveggja stiga forskot á Vitesse á toppi deildarinnar eftir leikinn.

Mourinho: Meistaradeildin er stóra prófið fyrir City

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea hóf sálfræðistríðið fyrir leik liðsins gegn Manchester City á mánudaginn á blaðamannafundi í vikunni. Með sigri geta lærisveinar Mourinho komist upp fyrir City í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo sá rautt í jafntefli

Cristiano Ronaldo fékk beint rautt spjald í 1-1 jafntefli Real Madrid gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool missteig sig á The Hawthorns

Skelfileg mistök Kolo Toure kostuðu Liverpool stigin þrjú í 1-1 jafntefli Liverpool gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag á The Hawthorns. Liverpool er sex stigum frá toppliði Manchester City eftir leikinn en toppliðin þrjú eiga leik til góða.

Eiður Smári skoraði í sigri Club Brugge

Eiður Smári Guðjohnsen var mikilvægur fyrir Club Brugge í kvöld þegar hann kom inná sem varamaður og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-1 heimasigri á Mons í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ólafur með tíu mörk í sigurleik

Ólafur Guðmundsson var allt í öllu þegar Kristianstad vann eins marks sigur á Skövde, 30-29, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Stjörnumenn endurheimta Arnar Má

Arnar Már Björgvinsson er á leiðinni heim í Garðabæinn en þessi 23 ára framherji hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Fyrsti sigur Aftureldingar í vetur

Afturelding vann langþráðan sigur í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið vann eins marks sigur á Selfossi, 28-27, í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar.

Kallström meiddist illa á baki á fyrstu æfingu

Það er óhætt að kalla þetta matraðarbyrjun en Kim Kallström, nýr leikmaður Arsenal, meiddist illa á sinni fyrstu æfingu með félaginu í dag og gæti verið frá í tvo til þrjá mánuði.

Fyrsti sigur Stoke á Manchester United síðan 1984

Stoke City endaði þriggja leikja taphrinu og vann sinn fyrsta deildarsigur síðan fyrir jól þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United á Britania-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

David Stern er ekki lengur yfirmaður NBA-deildarinnar

Það eru tímamót í NBA-deildinni í körfubolta í dag því þetta er fyrsti dagurinn í 30 ár sem David Stern er ekki yfirmaður deildarinnar. Adam Silver hefur nú tekið við starfi Stern sem er orðinn 71 árs gamall og var fyrir löngu búinn að ákveða að hætta um þessi mánaðarmót.

Sunderland vann þriðja sigurinn í röð á Newcastle

Fabio Borini, lánsmaður frá Liverpool, skoraði eitt og lagði upp annað þegar Sunderland vann 3-0 útisigur á nágrönnunum í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á St James' Park í dag. Adam Johnson var einnig áfram á skotskónum hjá Newcastle.

Sjá næstu 50 fréttir