Fleiri fréttir Dalglish: Gerrard getur náð 100 landsleikjum Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er handviss um að fyrirliðinn sinn, Steven Gerrard, muni ná að spila 100 landsleiki fyrir England. 2.3.2012 23:15 Wenger íhugar að kvarta undan belgíska landsliðinu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en ánægður með að varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hafi spilað heilan leik með belgíska landsliðinu nú á dögunum. 2.3.2012 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík deildarmeistari | Úrslit kvöldsins Grindvíkingar eru deildarmeistarar í körfuknattleik karla en liðið lagði KR í háspennuleik í Röstinni í kvöld, 87-85. Joshua Brown, leikstjórnandi KR, fékk tækifæri til þess að jafna metin af vítalínunni á lokasekúndunum í stöðunni 86-84 en setti aðeins fyrra skot sitt ofan í. 2.3.2012 21:00 Ramsey missir af leikjum Arsenal á móti Liverpool og AC Milan Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fjarri góðu gammni í tveimur mikilvægum leikjum liðsins á næstu dögum. Arsenal heimsækir Liverpool á Anfield á morgun í ensku úrvalsdeildinni og tekur svo á móti AC Milan á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 2.3.2012 20:30 Kiel mætir Hamburg í undanúrslitum Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fær heldur betur erfiðan mótherja í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar því þar mætir liðið Þýskalandsmeisturum Hamburgar. 2.3.2012 19:56 Kobe mætir með grímuna á móti Miami | Í beinni á Stöð 2 Sport Kobe Bryant nefbrotnaði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum eftir að hafa fengið högg frá Dwyane Wade og spilaði með grímu í sigri á Minnesota Timberwolves í fyrrakvöld. Kobe mætir aftur með grímuna á móti Wade og félögum á sunnudaginn. 2.3.2012 19:45 Sigurður Ragnar hrósaði nokkrum leikmönnum eftir tapið á móti Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, var ánægður með frammistöðu nokkra leikmanna íslenska liðsins þrátt fyrir 1-4 tap á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Sigurður Ragnar nefndi sérstaklega frammistöðu fjögurra leikmanna íslenska liðsins. 2.3.2012 19:00 Arnar leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra. 2.3.2012 18:49 Steingrímur Jóhannesson fallinn frá Einn mesti markahrókur íslenska boltans á seinni árum, Steingrímur Jóhannesson, lést í gær 38 ára að aldri. Steingrímur hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. 2.3.2012 18:02 Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. 2.3.2012 22:37 Villas-Boas: Ekkert ósætti á milli mín og Lampard Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að það sé rangt sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum að stirt sé á milli hans og miðvallarleikmannsins Frank Lampard. 2.3.2012 18:15 Margrét Lára var spöruð á móti Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-4. 2.3.2012 17:30 Landsliðsþjálfari ekki ráðinn fyrr en undir lok tímabilsins Enska knattspyrnusambandið ætlar að bíða þar til í lok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með að ráða nýjan landsliðsþjálfara. 2.3.2012 16:45 Ágúst hættur hjá Levanger Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu. 2.3.2012 16:00 Giggs tapar máli sínu gegn The Sun Skaðabótakröfu Ryan Giggs og Manchester United gagnvart enska götublaðinu The Sun hefur verið hafnað af breskum dómstólum. 2.3.2012 15:17 Alexander spilar mögulega um helgina Alexander Petersson segir að það komi til greina að hann spili með Füchse Berlin á ný um helgina en hann hefur verið að glíma við meiðsli í öxl. 2.3.2012 14:15 Aðeins fyrirliðar fá að ræða við dómarann | ný regla í Noregi Norska knattspyrnusambandið, NFF, hefur gefið það út að leikmönnum verði óheimilt að ræða við dómara á meðan leikur stendur yfir. Hugmyndin er sú að aðeins fyrirliðar eigi rétt á því að tjá sig við dómarana á meðan leik stendur, aðrir leikmenn verða að halda sig á mottunni. 2.3.2012 13:30 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. 2.3.2012 13:00 Rooney verður með gegn Tottenham Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn. 2.3.2012 12:15 Gareth Bale tæpur fyrir stórleikinn gegn United Það eru stórleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og þar má nefna að Tottenham tekur á móti Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Tottenham fékk stóran skell s.l. sunnudag gegn Arsenal á útivelli, 5-2 tap var niðurstaðan, og meiðsli lykilmanna setja svip sinn á undirbúninginnn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham. 2.3.2012 11:30 Þórir pólskur deildarmeistari með Kielce Lið landsilðsmannsins Þóris Ólafssonar, Kielce, varð í gær pólskur deildarmeistari í handbolta eftir sigur á erkifjendum sínum í Wisla Plock í uppgjöri toppliða deildarinnar. 2.3.2012 10:45 Ýmislegt um Sugurnar Á meðan stangaveiðimenn á Íslandi óttast uppgang sæsteinssugu í sunnlenskum fallvötnum, reyna indjánar að berjast fyrir verndun stofna á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira um það hér og fleira um sugurnar. 2.3.2012 10:29 Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins. 2.3.2012 10:15 BT í Danmörku: Ólafur tekjuhæsti handboltamaður heims Ólafur Stefánsson þénar rúmar 112 milljónir á ári samkvæmt danska dagblaðinu B.T. og er þar með tekjuhæsti handknattleiksmaður heims. 2.3.2012 09:45 NBA í nótt: Níundi sigur Miami í röð Þeir LeBron James og Dwayne Wade skoruðu samanlagt 71 stig fyrir Miami Heat sem vann Portland, 107-93, í nótt og þar með sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni. 2.3.2012 09:00 Ekki lengur ungir á móti gömlum daginn fyrir leik „Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. 2.3.2012 07:00 Kári Kristján: Langar að komast lengra í boltanum "Þetta er búið að vera lengi í vinnslu. Ég var með mjög skemmtilegt dæmi í gangi varðandi annað lið sem er reyndar enn á lífi en það gengur ekki upp fyrir næsta tímabil,“ sagði landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem er búinn að framlengja samning sinn við Wetzlar til eins árs. Hann fékk betri samning en hann var með. 2.3.2012 06:00 Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. 1.3.2012 23:30 Búið að tilkynna byrjunarliðið gegn Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Svíþjóð í Algarve Cup sem fram fer á morgun. 1.3.2012 22:53 Greg Norman: Wozniacki og Rory eru fullkomin fyrir hvort annað Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar. 1.3.2012 22:45 Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta. 1.3.2012 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Njarðvík 74-61 Stjarnan vann í kvöld góðan þrettán stiga heimasigur, 74-61 á Njarðvík í Iceland Express deildinni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum sýndu Stjörnumenn styrk sinn og unnu góðan sigur 1.3.2012 21:41 David Luiz: Lampard verður að fara hlusta á þjálfarann David Luiz, varnarmaður Chelsea, hefur gagnrýnt liðsfélaga sinn Frank Lampard fyrir að hlýða ekki stjóranum Andre Villas-Boas en ýmislegt hefur gengið á í samskiptum Villas-Boas og Lampard í vetur. 1.3.2012 21:30 Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn. 1.3.2012 21:18 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100 Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum. 1.3.2012 21:14 Michael Owen á twitter: "Hallelujah!" Michael Owen gæti sést fljótlega í búningi Manchester United á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann meiddist eftir tíu mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati í byrjun nóvember. 1.3.2012 20:30 Akureyri vann öruggan sigur í Mosfellsbæ Akureyri skaust upp í þriðja sæti N1-deildar karla er liðið vann öruggan fimm marka sigur, 23-28, á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 1.3.2012 20:26 PSG gæti keypt Xavi fyrir 13,4 milljarða | Klausa í samningnum Franska félagið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á að fá til sín spænska miðjumanninn Xavi og spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því að Frakkarnir séu tilbúnir að borga 80 milljónir evra fyrir þennan frábæra miðjumann Barca og spænska landsliðsins. 1.3.2012 20:00 Leganger ætlar ekki að fullkomna verðlaunasafnið | Sagði nei við Þóri Cecilie Leganger, er orðin 36 ára gömul og hefur ekki spilað með norska landsliðinu í átta ár en hún er samt ennþá í hópi bestu markvarða heims. Það hefur verið umræða um það í Noregi hvort hún ætli að gefa aftur kost á sér í landsliðið en í dag tók hún af allan vafa. 1.3.2012 19:30 Messi í banni um helgina Lionel Messi fær sjaldgæfa hvíld þegar Barcelona fær Sporting Gijon í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Barcelona er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid og má ekki við því að misstíga sig í fleiri leikjum. 1.3.2012 18:30 McLaren í betri málum en í fyrra og stefnir á titil Jonathan Neale, framkvæmdastjóri McLaren, er handviss um að heimsmeistaratitillinn sé raunverulegur möguleiki fyrir liðið í ár. 1.3.2012 18:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. 1.3.2012 14:11 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-25 Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld. 1.3.2012 14:10 Mikkel Hansen og Heidi Löke kosin besta handboltafólk í heimi Danska stórskyttan Mikkel Hansen og norski línumaðurinn Heidi Löke voru kosin besta handboltafólk ársins 2011 af Alþjóðahandboltasambandinu en að kosningunni komu fjölmiðlamenn, handboltasérfræðingar IHF og áhugafólk sem gat kostið á heimasíðu sambandsins. 1.3.2012 17:30 Ancelotti: Villas-Boas er góður þjálfari Þó svo að Roman Abramovich hafi ekki gefið Andre Villas-Boas opinbera stuðningsyfirlýsingu er Carlo Ancelotti, forveri Villas-Boas hjá Chelsea, ánægður með þjálfarann unga. 1.3.2012 16:45 Sjá næstu 50 fréttir
Dalglish: Gerrard getur náð 100 landsleikjum Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er handviss um að fyrirliðinn sinn, Steven Gerrard, muni ná að spila 100 landsleiki fyrir England. 2.3.2012 23:15
Wenger íhugar að kvarta undan belgíska landsliðinu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en ánægður með að varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hafi spilað heilan leik með belgíska landsliðinu nú á dögunum. 2.3.2012 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík deildarmeistari | Úrslit kvöldsins Grindvíkingar eru deildarmeistarar í körfuknattleik karla en liðið lagði KR í háspennuleik í Röstinni í kvöld, 87-85. Joshua Brown, leikstjórnandi KR, fékk tækifæri til þess að jafna metin af vítalínunni á lokasekúndunum í stöðunni 86-84 en setti aðeins fyrra skot sitt ofan í. 2.3.2012 21:00
Ramsey missir af leikjum Arsenal á móti Liverpool og AC Milan Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fjarri góðu gammni í tveimur mikilvægum leikjum liðsins á næstu dögum. Arsenal heimsækir Liverpool á Anfield á morgun í ensku úrvalsdeildinni og tekur svo á móti AC Milan á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 2.3.2012 20:30
Kiel mætir Hamburg í undanúrslitum Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fær heldur betur erfiðan mótherja í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar því þar mætir liðið Þýskalandsmeisturum Hamburgar. 2.3.2012 19:56
Kobe mætir með grímuna á móti Miami | Í beinni á Stöð 2 Sport Kobe Bryant nefbrotnaði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum eftir að hafa fengið högg frá Dwyane Wade og spilaði með grímu í sigri á Minnesota Timberwolves í fyrrakvöld. Kobe mætir aftur með grímuna á móti Wade og félögum á sunnudaginn. 2.3.2012 19:45
Sigurður Ragnar hrósaði nokkrum leikmönnum eftir tapið á móti Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, var ánægður með frammistöðu nokkra leikmanna íslenska liðsins þrátt fyrir 1-4 tap á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Sigurður Ragnar nefndi sérstaklega frammistöðu fjögurra leikmanna íslenska liðsins. 2.3.2012 19:00
Arnar leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra. 2.3.2012 18:49
Steingrímur Jóhannesson fallinn frá Einn mesti markahrókur íslenska boltans á seinni árum, Steingrímur Jóhannesson, lést í gær 38 ára að aldri. Steingrímur hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. 2.3.2012 18:02
Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. 2.3.2012 22:37
Villas-Boas: Ekkert ósætti á milli mín og Lampard Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að það sé rangt sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum að stirt sé á milli hans og miðvallarleikmannsins Frank Lampard. 2.3.2012 18:15
Margrét Lára var spöruð á móti Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, tók ekki þátt í leiknum á móti Svíum í Algarvebikarnum í dag. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-4. 2.3.2012 17:30
Landsliðsþjálfari ekki ráðinn fyrr en undir lok tímabilsins Enska knattspyrnusambandið ætlar að bíða þar til í lok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með að ráða nýjan landsliðsþjálfara. 2.3.2012 16:45
Ágúst hættur hjá Levanger Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu. 2.3.2012 16:00
Giggs tapar máli sínu gegn The Sun Skaðabótakröfu Ryan Giggs og Manchester United gagnvart enska götublaðinu The Sun hefur verið hafnað af breskum dómstólum. 2.3.2012 15:17
Alexander spilar mögulega um helgina Alexander Petersson segir að það komi til greina að hann spili með Füchse Berlin á ný um helgina en hann hefur verið að glíma við meiðsli í öxl. 2.3.2012 14:15
Aðeins fyrirliðar fá að ræða við dómarann | ný regla í Noregi Norska knattspyrnusambandið, NFF, hefur gefið það út að leikmönnum verði óheimilt að ræða við dómara á meðan leikur stendur yfir. Hugmyndin er sú að aðeins fyrirliðar eigi rétt á því að tjá sig við dómarana á meðan leik stendur, aðrir leikmenn verða að halda sig á mottunni. 2.3.2012 13:30
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. 2.3.2012 13:00
Rooney verður með gegn Tottenham Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn. 2.3.2012 12:15
Gareth Bale tæpur fyrir stórleikinn gegn United Það eru stórleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og þar má nefna að Tottenham tekur á móti Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Tottenham fékk stóran skell s.l. sunnudag gegn Arsenal á útivelli, 5-2 tap var niðurstaðan, og meiðsli lykilmanna setja svip sinn á undirbúninginnn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham. 2.3.2012 11:30
Þórir pólskur deildarmeistari með Kielce Lið landsilðsmannsins Þóris Ólafssonar, Kielce, varð í gær pólskur deildarmeistari í handbolta eftir sigur á erkifjendum sínum í Wisla Plock í uppgjöri toppliða deildarinnar. 2.3.2012 10:45
Ýmislegt um Sugurnar Á meðan stangaveiðimenn á Íslandi óttast uppgang sæsteinssugu í sunnlenskum fallvötnum, reyna indjánar að berjast fyrir verndun stofna á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira um það hér og fleira um sugurnar. 2.3.2012 10:29
Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins. 2.3.2012 10:15
BT í Danmörku: Ólafur tekjuhæsti handboltamaður heims Ólafur Stefánsson þénar rúmar 112 milljónir á ári samkvæmt danska dagblaðinu B.T. og er þar með tekjuhæsti handknattleiksmaður heims. 2.3.2012 09:45
NBA í nótt: Níundi sigur Miami í röð Þeir LeBron James og Dwayne Wade skoruðu samanlagt 71 stig fyrir Miami Heat sem vann Portland, 107-93, í nótt og þar með sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni. 2.3.2012 09:00
Ekki lengur ungir á móti gömlum daginn fyrir leik „Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. 2.3.2012 07:00
Kári Kristján: Langar að komast lengra í boltanum "Þetta er búið að vera lengi í vinnslu. Ég var með mjög skemmtilegt dæmi í gangi varðandi annað lið sem er reyndar enn á lífi en það gengur ekki upp fyrir næsta tímabil,“ sagði landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem er búinn að framlengja samning sinn við Wetzlar til eins árs. Hann fékk betri samning en hann var með. 2.3.2012 06:00
Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. 1.3.2012 23:30
Búið að tilkynna byrjunarliðið gegn Svíum Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Svíþjóð í Algarve Cup sem fram fer á morgun. 1.3.2012 22:53
Greg Norman: Wozniacki og Rory eru fullkomin fyrir hvort annað Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar. 1.3.2012 22:45
Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta. 1.3.2012 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Njarðvík 74-61 Stjarnan vann í kvöld góðan þrettán stiga heimasigur, 74-61 á Njarðvík í Iceland Express deildinni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum sýndu Stjörnumenn styrk sinn og unnu góðan sigur 1.3.2012 21:41
David Luiz: Lampard verður að fara hlusta á þjálfarann David Luiz, varnarmaður Chelsea, hefur gagnrýnt liðsfélaga sinn Frank Lampard fyrir að hlýða ekki stjóranum Andre Villas-Boas en ýmislegt hefur gengið á í samskiptum Villas-Boas og Lampard í vetur. 1.3.2012 21:30
Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn. 1.3.2012 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100 Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum. 1.3.2012 21:14
Michael Owen á twitter: "Hallelujah!" Michael Owen gæti sést fljótlega í búningi Manchester United á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann meiddist eftir tíu mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati í byrjun nóvember. 1.3.2012 20:30
Akureyri vann öruggan sigur í Mosfellsbæ Akureyri skaust upp í þriðja sæti N1-deildar karla er liðið vann öruggan fimm marka sigur, 23-28, á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. 1.3.2012 20:26
PSG gæti keypt Xavi fyrir 13,4 milljarða | Klausa í samningnum Franska félagið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á að fá til sín spænska miðjumanninn Xavi og spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því að Frakkarnir séu tilbúnir að borga 80 milljónir evra fyrir þennan frábæra miðjumann Barca og spænska landsliðsins. 1.3.2012 20:00
Leganger ætlar ekki að fullkomna verðlaunasafnið | Sagði nei við Þóri Cecilie Leganger, er orðin 36 ára gömul og hefur ekki spilað með norska landsliðinu í átta ár en hún er samt ennþá í hópi bestu markvarða heims. Það hefur verið umræða um það í Noregi hvort hún ætli að gefa aftur kost á sér í landsliðið en í dag tók hún af allan vafa. 1.3.2012 19:30
Messi í banni um helgina Lionel Messi fær sjaldgæfa hvíld þegar Barcelona fær Sporting Gijon í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Barcelona er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid og má ekki við því að misstíga sig í fleiri leikjum. 1.3.2012 18:30
McLaren í betri málum en í fyrra og stefnir á titil Jonathan Neale, framkvæmdastjóri McLaren, er handviss um að heimsmeistaratitillinn sé raunverulegur möguleiki fyrir liðið í ár. 1.3.2012 18:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. 1.3.2012 14:11
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-25 Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld. 1.3.2012 14:10
Mikkel Hansen og Heidi Löke kosin besta handboltafólk í heimi Danska stórskyttan Mikkel Hansen og norski línumaðurinn Heidi Löke voru kosin besta handboltafólk ársins 2011 af Alþjóðahandboltasambandinu en að kosningunni komu fjölmiðlamenn, handboltasérfræðingar IHF og áhugafólk sem gat kostið á heimasíðu sambandsins. 1.3.2012 17:30
Ancelotti: Villas-Boas er góður þjálfari Þó svo að Roman Abramovich hafi ekki gefið Andre Villas-Boas opinbera stuðningsyfirlýsingu er Carlo Ancelotti, forveri Villas-Boas hjá Chelsea, ánægður með þjálfarann unga. 1.3.2012 16:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti