Fleiri fréttir

Viðar Örn hetja Maccabi á útivelli

Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í 2-1 sigri á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en sigurmark Viðars kom á 94. mínútu leiksins.

Hörður Axel á heimleið á ný

Hörður Axel Vilhjálmsson er á heimleið en hann staðfesti það á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann mun samkvæmt heimildum íþróttadeildar semja við Keflavík og leika með liðinu gegn Haukum á föstudaginn.

Costa skaut Chelsea í toppsætið

Sigurmark Diego Costa skaut Chelsea í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var sjötti sigur Chelsea í röð.

Lærisveinar Ólafs upp að hlið Bröndby

Hannes Þór Halldórsson og félagar í Randers undir stjórn Ólafs Kristjánssonar unnu 2-1 sigur á Viborg fyrr í dag en með sigrinum komst Randers upp að hlið Bröndby í 3. sæti deildarinnar.

Átján íslensk mörk í sigri Löwen

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fóru á kostum í sigri Rhein-Neckar Löwen á Füsche Berlin á heimavelli í dag en þetta var sjöundi sigur Löwen í röð.

Rosenborg tvöfaldur meistari annað árið í röð

Norska stórveldið Rosenborg með Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmund Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson varð í dag bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Kongsvinger í bikarúrslitaleiknum.

Birkir skoraði þegar Basel slátraði Vaduz

Birkir Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Basel sem vann Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Basel fór létt með gestina og fór leikurinn 6-0.

Mikil spenna fyrir lokadaginn í Dubaí

DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hélt áfram í Dubai í dag og var þriðji hringurinn í beinni útsendingu á Golfstöðinni.

Guðlaugur: Vildi vinna stærra

Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri.

Wenger ánægður með úrslitin, ekki spilamennskuna

"Þegar upp er staðið eru þetta góð úrslit fyrir okkur,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir jafnteflið í dag gegn Manchester United. Liðið gerði 1-1 jafntefli á Old Trafford

Valur hafði betur gegn Selfyssingum

Valskonur unnu góðan sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik i dag en leikurinn fór fram að Hlíðarenda og fór 29-26.

Sjá næstu 50 fréttir