Fleiri fréttir

Þriðja tapið í röð í Austurríki

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fékk stóran skell gegn Slóvenum í lokaleik liðsins á æfingarmóti í Austurríki í dag en leiknum lauk með 30 stiga sigri Slóvena.

Mourinho: Ótrúlegt að Zlatan hafi aldrei unnið Gullboltann

Portúgalski knattspyrnustjórinn hrósaði sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í hástert eftir 3-1 sigur á Bournemouth í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar en Zlatan komst á blað í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Crystal Palace samþykkir tilboð Everton í Bolasie

Yannick Bolasie er á leið í læknisskoðun hjá Everton eftir að Crystal Palace samþykkti tilboð í Bolasie en talið er að Everton greiði 30 milljónir punda fyrir Bolasie sem verður um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Að veiða lax í litlu vatni

Þrátt fyrir að það hafi komið smá slurkur af rigningu hefur vatnið í ánum á vesturlandi hækkað lítið sem ekkert.

Engar afsakanir teknar gildar

Jürgen Klopp siglir nú inn í sitt fyrsta heila tímabil sem knattspyrnustjóri Liverpool. Þjóðverjinn hefur fengið heilt undirbúningstímabil og gert breytingar á leikmannahópnum. Þetta er núna "hans“ lið og Klopp segir að nú dugi engar afsakanir.

Leiðinlegur stöðugleiki

Skytturnar undir stjórn Arsene Wenger hafa aldrei misst af sæti í Meistaradeild Evrópu en það er komið ansi langt síðan liðið barðist um þann stóra, enska meistaratitilinn.

Mikel John Obi hetja Nígeríu sem komst í undanúrslit

Mikel John Obi fór fyrir liði Nígeríu í 2-0 sigri á Danmörku í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í knattspyrnu í karlaflokki en Mikel skoraði annað og lagði upp hitt mark Nígeríu í leiknum.

Murray mætir del Potro í úrslitunum í Ríó

Juan Martín del Potro frá Argentínu mætir hinum breska Andy Murray í úrslitum í tennis á Ólympíuleikunum í Ríó en del Potro sló út Rafa Nadal í ótrúlegum leik sem lauk rétt í þessu.

Níu stiga tap í fyrsta leik í Austurríki

Íslenska liðið þurfti að sætta sig við níu stiga tap gegn Austurríki í dag en íslenska liðið tekur þessa dagana þátt í æfingarmóti í Austurríki sem er liður af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni Eurobasket 2017.

Króatar komnir áfram eftir sigur gegn Frökkum

Króatar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleiknum með naumum sigri á Frökkum í dag en Jónas og Anton sáu um dómgæsluna í leiknum og sendu einn Króata í sturtu.

Dramatískur sigur hjá Herði og félögum

Hörður Björgvin lék allar 90. mínútur leiksins í dramatískum 2-1 sigri á Burton í ensku Championship-deildinni í dag en sigurmark leiksins kom á 94. mínútu.

Krasnodar hafnaði tilboði í Ragnar frá Englandi

Miðvörðurinn staðfesti að rússneska félagið hefði hafnað tilboði frá Englandi en er vongóður um að það finnist góð lausn í þessu máli áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Lærisveinar Dags komnir í átta liða úrslitin

Þýska landsliðið tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í handbolta í dag með þriggja marka sigri á Slóveníu en þeir náðu með því að svara fyrir óvænt tap gegn Brasilíu.

Sjá næstu 50 fréttir