Fleiri fréttir

Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Knattspyrnustjóri Crystal Palace tók létt dansspor eftir að Jason Puncheon kom Crystal Palace yfir í úrslitum enska bikarsins í dag en það kom heldur betur í bakið á honum stuttu síðar.

Grindavík tyllti sér á toppinn með stórsigri

Grindvíkingar náðu toppsæti Inkasso-deildarinnar með öruggum 4-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði í dag en þetta var þriðji sigur Grindvíkinga í röð sem eru með fullt hús stiga.

Aron ungverskur meistari í fyrstu tilraun

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprem hömpuðu ungverska titlinum í dag eftir jafntefli gegn Szeged á útivelli en allt annað en tap þýddi að Veszprem yrðu meistarar.

Rúnar Már með tvö í stórsigri Sundsvall

Rúnar Már skoraði tvö af mörkum Sundsvall í öruggum sigri á Ostersunds í sænsku úrvalsdeildinni í gær en eftir tvo tapleiki í röð vann Sundsvall 5-0 sigur.

Barcelona gerir nýjan risasamning við Nike

Spænsku meistararnir munu fá allt að 174 milljónir bandaríkjadala árlega fyrir samstarf sitt við Nike eftir að tilkynnt var um nýjan samning til tíu ára.

Sigurbergur með sex mörk er Holstebro komst í úrslit

Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í liði Tvis Holstebro í öruggum sigri á GOG í dag en Holstebro er komið í úrslit dönsku deildarinnar þar sem mótherjinn verður annaðhvort Kolding eða Bjerringbro/Silkeborg.

Fyrrum stjóri Inter tekur við Watford

Walter Mazzarri sem stýrði áður fyrr Inter og Napoli var staðfestur í dag sem nýjasti knattspyrnustjóri Watford en hann tekur við liðinu af Quique Sanchez Flores.

Spieth blandar sér í baráttuna á Byron Nelson

Jordan Spieth deilir öðru sæti á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas þessa dagana en hann ásamt fjórum öðrum kylfingum er einu höggi á eftir forystusauðnum Ben Crane.

Sálfræðistríð Svíans virkaði ekki á heimsmeistarann

"Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn.

Liverpool og Sevilla kærð

Liverpool og Sevilla hafa verið kærð af UEFA eftir hegðun stuðningsmanna þeirra á meðan úrslitaleik Evrópudeildarinnar stóð á miðvikudag.

Arnór Ingvi: Felldi gleðitár þegar skilaboðin komu

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að hann hafi fellt nokkur gleðitár þegar honum var tilkynnt að hann væri í íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Frakklandi í sumar.

Leiknir á toppnum | Fyrsta mark Fram | Myndir

Leiknismenn eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina í Inkasso-deild karla, en Leiknismenn unnu á Selfossi í dag. Fram og Haukar skildu jöfn á Laugardalsvelli.

Hákon Daði: Þetta var leiðindamál

Hákon Daði Styrmisson, hornarmaður Hauka, reyndist himnasending fyrir Hauka á tímabilinu, en hann gekk í raðir Hauka frá ÍBV fyrr á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir