Fleiri fréttir

Hildur: Stressið fer þegar leikurinn byrjar

Hildur Antonsdóttir átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í kvöld þegar Íslandsmeistararnir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Gunnhildur: Við erum þungar á grasinu

Sex leikja sigurganga Stjörnukvenna endaði í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag

Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Valskonur unnu toppslaginn á móti Stjörnunni

Valskonur urðu fyrstar til að taka stig af Stjörnukonum í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar þær unnu 2-1 sigur í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Valur komst með sigrinum í toppsætið deildarinnar en Eyjaliðið fær tækifæri til að endurheimta það í Kópavoginum á morgun.

Terry ætlar að taka af sér bikar-tattúið ef Dallas tapar

Jason Terry vakti athygli í síðustu viku þegar upp komst að hann væri búinn að láta tattúera NBA-bikarinn á upphandleginn á sér en Terry hefur aldrei náð því að vera NBA-meistari. Terry og félagar í Dallas Mavericks eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið á móti Miami Heat og er fyrsti leikur einvígisins í Miami í kvöld.

Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna

Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður.

Kidd elsti bakvörðurinn til að byrja í lokaúrslitum NBA

Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld þegar Dallas Mavericks sækir lið Miami Heat heim. Jason Kidd, leikstjórnandi, Dallas-liðsins er kominn í lokaúrslitin í þriðja sinn á ferlinum og hann mun setja met á fyrstu sekúndu leiksins í kvöld sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini

Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði.

Oddur fer ekki til Wetzlar

Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.

Stórleikur í kvennafótboltanum í kvöld - Valur og Stjarnan mætast

Það verður stórleikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals fá Stjörnuna í heimsókn á Vodafonevöllinn að Hlíðarenda. Valur tapaði óvænt tveimur stigum í síðustu umferð en Stjarnan er annað tveggja liða með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum

Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn!

Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti

Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik.

Rooney um Scholes: Sá besti sem ég hef spilað með eða á móti

Wayne Rooney segir að Paul Scholes sé besti leikmaðurinn sem hann hefur spilað með og á móti á sínum ferli en Scholes lagði skóna á hilluna í dag eftir magnaðan feril. Rooney og Scholes hafa spilað saman frá því að United keypti Wayne árið 2004 en þá var Scholes búinn að spila í United-liðinu í tíu ár.

Laxinn mættur í Blöndu

Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp.

Fimm Barcelona-menn vildu treyju Scholes - Messi og Xavi of seinir

Paul Scholes tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna eftir frábæran 17 ára feril þar sem hann spilaði 676 leiki fyrir Manchester United. Síðasti leikur hans var því á laugardaginn þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Tomkins í enska U-21 landsliðshópinn

James Tomkins var í dag valinn í enska U-21 landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í stað Micah Richards sem á við meiðsli að stríða.

Hópur Guðmundar klár fyrir leikina við Lettland og Austurríki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í 2 landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Eru þetta síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu.

Síðustu dagar Köldukvíslar framundan

Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana.

Ragnar: Þarf tíma til að koma mér fyrir

Ragnar Sigurðsson segir að annríki vegna félagaskipta sinna hafi orðið til þess að hann dró sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum um helgina.

Pepsimörkin: Mögnuð tilþrif í vítaspyrnunni hjá Alexander

Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í gær í 4-1 sigri liðsins gegn nýliðumm Þórs frá Akureyri. Alexander sýndi tilþrif sem hafa sjaldan sést í fótboltaleik á Íslandi og myndbandið hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf um þessi tilþrif frá hægri bakverðinum.

Puyol á leið í aðgerð

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er á leið í aðgerð vegna meiðslum á hné sem voru honum til vandræða á nýafstöðnu tímabili.

Pepsimörkin: Öll mörkin úr 6. umferð

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem fram fór á sunnudag og mánudag. Öll mörkin og helstu atvikin voru sýnd í gær í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport og David Bowie sá um tónlistina að þessu sinni - Suffragette City frá árinu 1972.

Nýtt frítt veftímarit um sportveiði

Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina.

Engin krísa hjá FIFA

Sepp Blatter hélt í gær skrautlegan blaðamannafund í höfuðstöðum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í Sviss.

Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar?

Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins.

Paul Scholes hættur

Paul Scholes, leikmaður Manchester United til fjölda ára, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun 36 ára gamall.

FH-ingar að hressast

FH vann góðan sigur, 3-0, á Stjörnunni í gær og meistaraefnin úr Hafnarfirðinum mjakast upp töfluna í Pepsi-deild karla.

Dramatískur sigur Fylkis

Ingimundur Níels Óskarsson var hetja Fylkis í gær er hann skoraði sigurmark leiksins gegn Keflavík undir lok leiksins.

Bjarni: Vítaspyrnudómurinn kálaði leiknum

„Upphaf leiksins var mjög gott hjá okkur og við sleppum einir í gegn tvisvar sinnum og ég geri kröfu um að nýta í það minnsta annað færið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn FH í kvöld.

Hannes: Gaman að kljást við Tryggva

Hannes Þorsteinn Sigurðsson átti mjög góðan leik í fremstu víglínu hjá FH í dag. Skoraði og virðist vera að styrkjast með hverjum leik.

Ólafur: Takk fyrir stigin

Ólafur Þórðarson var vitaskuld kampakátur með sigur sinna manna gegn Keflavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir