Fleiri fréttir

Lampard dekrar við barnsmóður sína

Fyrrum unnusta og barnsmóðir Frank Lampard, Elen Rivas, er afar ákveðin og kröfuhörð kona eins og Lampard hefur fengið að kynnast eftir að hann skildi við hana.

Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta

Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni.

Liverpool er að hluta í eigu LeBron James

LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins.

Petr Cech: Það sáu allir að þetta var víti

Petr Cech, markvörður Chelsea, var allt annað en sáttur með það að Chelsea skyldi ekki fá vítaspyrnu í lokin þegar liðið tapaði 0-1 á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu

Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi.

Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana

Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina.

Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel

Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel.

AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins.

Barcelona fór illa með Shakhtar Donetsk og vann 5-1 sigur

Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöldi og í kvöld vann Barcelona síðan 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk.

Keane líklega á leiðinni til Ástralíu

Hinn atvinnulausi stjóri, Roy Keane, gæti tekið óvænt hliðarspor á ferli sínum því hann er nú orðaður við ástralska liðið Melbourne Victory.

Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni

Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár.

Rio með United - Drogba og Torres byrja báðir

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Brúnni á eftir.

Lennon léttir af sér á Twitter

Aaron Lennon verður líklega tekinn á teppið hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, fyrir Twitter-færslur sínar í dag.

Balotelli hent út af strippbúllu

Ítalinn Mario Balotelli heldur uppteknum hætti og er duglegur að koma sér í blöðin fyrir vafasama hegðun. Að þessu sinni tengist málið nektardansstað.

Adebayor vill vera áfram hjá Real

Emmanuel Adebayor er hæstánægður í herbúðum Real Madrid og hann vill endilega vera þar áfram en hann er í láni hjá félaginu frá Man. City.

Coca-Cola sparkar Wayne Rooney

Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-Cola hefur endanlega gefist upp á enska framherjanum Wayne Rooney og mun ekki nota hann aftur í auglýsingum sínum.

Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld

Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast.

Agger spilar ekki meira á þessu tímabili

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla á hné. Agger meiddist í leiknum gegn WBA um síðustu helgi.

Undramark Stankovic

Dejan Stankovic, leikmaður Inter, skoraði hreint út sagt ótrúlegt mark gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær.

Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, er einn þriggja þjálfara sem kemur til greina í vali á þjálfara ársins í handboltaheiminum.

Rooney kennir myndatökumanninum um blótsyrðin

Áfrýjunarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun taka fyrir mál Wayne Rooney í dag en aganefndin dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að öskra blótsyrði i sjónvarpsmyndavél eftir að hann fullkomnaði þrennuna gegn West Ham.

Lampard: Kæran mun gera Rooney enn hættulegri

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur verulegar áhyggjur af því að Wayne Rooney mæti afar grimmur til leiks í Meistaradeildinni í kvöld i kjölfar kæru enska knattspyrnusambandsins.

Eigandi Liverpool: Dýr hópur en lítil gæði

John W. Henry, eigandi Liverpool, segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart hjá Liverpool. Meðal annars hvað félagið skuldar mikið og hversu lítil breidd sé í leikmannahópi félagsins.

Ancelotti búinn að velja framlínuna

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist vera búinn að ákveða hverjir byrji í framlínu liðsins í kvöld gegn Man. Utd í Meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Didier Drogba eða Fernando Torres byrji. Eða hvort þeir verði hreinlega báðir í framlínunni.

Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum.

Keflavíkurkonur einum sigri frá titlinum - myndir

Kvennalið Keflavíkur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á föstudagskvöldið eftir að liðið komst í gær í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík í Iceland Express deild kvenna.

Keflvíkingar fyrstir til að vinna þrjá framlengda leiki í úrslitakeppni

Keflvíkingar urðu á mánudagkvöldið ekki bara annað liðið frá upphafi sem kemst í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi í úrslitakeppni því liðið setti einnig met með því að verða fyrsta liðið sem nær að vinna þrjá framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppninni.

Mourinho: Þekki vel enska hugarfarið og við erum ekki komnir áfram

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki tilbúinn að fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur í kvöld í fyrri leiknum á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum. Real Madrid komst í 1-0 eftir 5 mínútna leik og lék síðan manni fleiri síðustu 75 mínútur leiksins.

Redknapp: Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis

Tottenham-menn eru í vondum málum í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Tottenham þurfti að spila manni færri í 75 mínútur í leiknum.

Xabi Alonso: Ekki einu sinni nálægt því að vera búið

Xabi Alonso var ekki tilbúinn að afskrifa Tottenham þrátt fyrir 4-0 sigur Real Madrid á enska liðinu í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Xabi var í liði Liverpool sem vann Meistaradeildin 2005 eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitaleiknum.

Bryndís: Stelpurnar dældu boltanum á mig

„Við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta sem lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík. Bryndís átti frábæran leik í kvöld en hún skoraði 24 stig og tók 7 fráköst.

Kylfusveinn á Masters í 50 ár

Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni.

Adebayor búinn að skora 10 mörk í 13 leikjum á móti Tottenham

Emmanuel Adebayor skoraði tvö fyrstu mörk Real Madrid í 4-0 stórsigri á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann heldur því áfram að kvelja Tottenham-menn líkt og gerði þegar hann lék með nágrönnunum í Arsenal.

Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum

"Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.

Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus

"Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.

Sjá næstu 50 fréttir