Fleiri fréttir

Kristinn Björnsson til Keflavíkur

Njarðvíkingurinn Kristinn Björnsson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við granna sína í Keflavík. Þetta var staðfest á heimasíðu Keflavíkur.

Aftur tapaði TCU á Paradise Jam

TCU tapaði öðru sinni á jafn mörgum dögum á Paradise Jam-mótinu í gær. Helena Sverrisdóttir átti fínan leik og skoraði fjórtán stig.

Gunnar Þór til KR

Gunnar Þór Gunnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR og hefur hann samið við félagið til eins árs. Frá því er greint á heimasíðu KR.

Hermann kom við sögu í sigurleik Portsmouth

Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður þegar að Portsmouth gerði sér lítið fyrir og vann sterkt lið Swansea á útivelli í ensku B-deildinni í gær, 2-1.

Auglýsa eftir stuðningi

Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag.

Schalke vill fá Michael Owen

Þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke er sagt í frönskum fjölmiðlum í dag vilja fá Michael Owen frá Manchester United þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Wenger: Fabregas verður ekki eins og Owen

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er viss um það að Cesc Fabregas lendi ekki í sama vítahring og Michael Owen er búinn að ganga í gegnum á sínum ferli. Fabregas hefur eins og Owen misst úr mikið af leikjum hjá Arsenal á þessu tímabili.

Reina: Liverpool verður að styrkja sig til að halda sínum bestu mönnum

José Reina, markvörður Liverpool, segir að Liverpool sé ekki eins sterkt og Arsenal, Chelsea, Tottenham eða Manchester-félögin. Hann segir að Liverpool eigi þó möguleika á Meistaradeildarsæti en það verður erfitt að gera betur en fyrrnefnd lið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Noble ekki meira með á árinu

Ekkert virðist ganga West Ham í hag þessa dagana. Nú hefur verið greint frá því að Mark Noble verði frá keppni þar til á nýju ári vegna meiðsla.

King hittir sérfræðing vegna meiðslanna

Ledley King hefur ekkert getað spilað með Tottenham undanfarinn mánuð vegna meiðsla í nára. Hann mun hitta sérfræðing í Kaupmannahöfn í næstu viku vegna meiðslanna.

Flenging á norska vísu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var kjöldregið af frábæru norsku liði er þau mættust í dag. Lokatölur 35-14 fyrir Noreg en staðan í leikhléi var 19-7.

42 ára markvörður vill spila á HM í Svíþjóð

Goðsögnin Tomas Svensson, markvörður sænska landsliðsins í handbolta til margra ára, vill komast aftur í sænska landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram þar í landi í janúar næstkomandi.

Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Fletcher ekki með United á morgun

Darren Fletcher er enn meiddur á ökkla og getur því ekki spilað með Manchester United gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram.

Redknapp vill frekar verða Englandsmeistari en Evrópumeistari

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vilja frekar gera Tottenham að Englandsmeisturum í vor en að vinna Meistaradeildina fyrstir Lundúnaliða. Tottenham tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og framundan er leikur á móti Liverpool um helgina.

Forsætisráðherra Spánar spáir Barca 4-2 sigri á móti Real

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar er viss um að Barcelona-liðið muni vinna El Clasico á móti Real Madrid en leikurinn fer fram á Camp Nou á mánudagskvöldið. Ráðherrann er reyndar hlutdrægur því hann er harður stuðningsmaður Barcelona.

Ramsey lánaður til Nottingham Forest

Aaron Ramsey hefur verið lánaður til Nottingham Forest þar sem hann fær tækifæri til að koma sér aftur á skrið eftir að hafa tvífótbrotnað í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.

Schumacher og Prost saman í riðli í kappakstursmóti meistaranna

Skipan í riðla í kappaksturmóti meistaranna er klár, en mótið verður á laugardag og sunnudag í Þýskalandi og fer fram á alskyns ökutækjum. Mótið verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuvelli Í Dusseldorf sem og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Helena með 20 stig í tapleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir TCU í nótt en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir West Virginia í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Logi fer í pásu eftir Haukaleikinn

Logi Geirsson ætlar að taka sér hvíld frá handbolta eftir leik FH og Hauka á þriðjudaginn. Logi hefur verið að drepast í öxlinni upp á síðkastið, hefur ekkert getað æft og ekkert getað skotið í leikjunum.

Hlustið á nýja lagið um Hernandez

Mexíkóinn Javier Hernandez hefur heldur betur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Man. Utd á þessari leiktíð. Hann var keyptur frá Chivas í sumar og hefur staðið sig betur en menn þorðu að vona.

Ramsey ætlar að taka því rólega

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, ætlar að flýta sér hægt eftir meiðsli sín sem hafa haldið honum á hliðarlínunni undanfarna níu mánuði.

Logi: Héldum partý eftir skellinn á móti Akureyri

Logi Geirsson og félagar í FH komust aftur á sigurbraut í N1 deildinni með átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Logi var rólegur í leiknum en hann var mjög sáttur með sigurinn. Hann segir að partý eftir skellinn á móti Akureyri um síðustu helgi hafi hjálpað mönnum að rífa sig upp.

Dóra fær ekki nýjan samning hjá Malmö

Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir er hætt að leika með sænska meistaraliðinu LdB Malmö. Félagið tilkynnti í dag að samningur hennar við félagið yrði ekki framlengdur.

Reynir Þór: Sigurinn var aldrei í hættu

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld en Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum 30-38 í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld.

Ólafur: Við þurfum að rífa okkur upp

Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá FH-ingum í átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld og hann var mjög ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir skell á móti Akureyri á heimavelli um síðustu helgi.

Bjarni: Ég vil biðja Rothöggið opinberlega afsökunar

Bjarni Aron Þórðarson var markahæstur hjá Aftureldingu í tapinu á móti FH í kvöld en hann var allt annað en ánægður í leikslok og bað stuðningsmannasveit liðsins afsökunar á frammistöðu liðsins. FH vann nýliðana örugglega með átta mörkum að Varmá, 27-19.

Sjá næstu 50 fréttir