Fleiri fréttir

Federer í undanúrslitin

Tenniskappinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins með því að vinna tilþrifalítinn en öruggan sigur á Spánverjanum Tommy Robredo 6-3, 7-6 (7-2) og 7-5. Þetta var ellefta stórmótið í röð sem Federer kemst í undanúrslit og hefur hann enn ekki tapað setti á opna ástralska.

Kawasaki kemur með 450cc endurohjól

Kawasaki hefur kynnt nýtt enduro hjól sem er væntanlegt til landsins í apríl 2007. Þetta hjól er nánast það sama og Kawasaki kxf450 nema þetta er enduro. Það er ekkert sparað í þessari hönnun og er hjólið glæsilegt í alla staði. Miklar líkur eru á því að hjólið muni fá götuskráningu en það mun skýrast innan tíðar.

Sigur í fyrsta leik Anthony og Iverson með Denver

Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis.

Þetta gerist ekki á hverjum degi

Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar.

Ronaldo fer ekki frítt

Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan.

Liðið spilaði frábærlega

„Mér gekk miklu betur í dag en í þessum hörmulega leik í gær. Ég ákvað að láta boltann rúlla og ráðast gegn frönsku vörninni og liðið spilaði hreint frábærlega," sagði Ólafur Stefánsson, sem gekk svo út að hliðarlínunni og tók í höndina á félaga sínum Degi Sigurðssyni, fyrrum landsliðsfyrirliða eins og sést hér á myndinni.

Þetta var eina leiðin

Eftir gærdaginn var aðeins ein leið fær, þessi," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska liðsins eftir stórsigur Íslendinga á Evrópumeisturum og heimsmeistaraefnum Frakka á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi. „Okkur tókst að snúa við því sem í gær virtist vera vonlaust," sagði Guðjón enn fremur í samtali við Þorstein J., fréttamann Stöðvar 2.

Ísland burstaði Evrópumeistara Frakka

Íslenska landsliðið í handknattleik vann í kvöld frábæran 32-24 sigur á Evrópumeisturum Frakka í lokaleik sínum í B-riðli. Íslenska liðið hafði yfirburði allan leikinn og sýndi einhvern besta leik sinn á síðustu árum. Liðið fer því áfram í milliriðil með tvö stig í farteskinu ásamt Frökkum, sem hafa ekkert stig.

Tindastóll lagði ÍR í framlendum leik

Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta. Tindastóll lagði ÍR fyrir norðan 103-97 eftir framlendan leik og Snæfell burstaði Hauka í Hólminum 96-71. Þá var einn leikur í kvennaflokki þar sem Keflavík vann öruggan sigur á ÍS 83-65 á útivelli.

Úrslit dagsins á HM

Það var mikið um dýrðir á lokadegi riðlakeppninnar á HM og frækinn sigur Íslendinga á Frökkum stendur þar klárlega uppúr. Norðmenn þurftu að bíta í það súra epli að missa af sæti í milliriðli eftir tap fyrir frændum sínum Dönum 27-25.

Leikjaniðurröðun í milliriðla klár

Riðlakeppni HM lauk í kvöld og því er ljóst hvaða lið fara í milliriðla á mótinu. Íslenska liðið tryggði sér góða stöðu í milliriðli með frábærum sigri á Frökkum í kvöld en á meðan tryggðu Danir sér sæti í milliriðli með sigri á Norðmönnum, sem sitja eftir með sárt ennið. Hér fyrir neðan má sjá stöðu og leikjaniðurröðun í milliriðlunum sem hefjast á miðvikudag.

Blanco lánaður til West Ham

Framherjinn Kepa Blanco hjá Sevilla hefur verið lánaður til Íslendingaliðsins West Ham á Englandi til loka leiktíðar. Blanco er 23 ára gamall og vitað er að Manchester City, Charlton og Everton voru á höttunum eftir honum. Blanko hefur skorað 3 mörk í 9 leikjum fyrir Sevilla á leiktíðinni.

Pólverjar skelltu Þjóðverjum

Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimamenn Þjóðverja 27-25 í fyrsta leik dagsins á HM. Pólverjar tryggðu sér með þessu sigurinn í C-riðli og fara með tvö stig í milliriðil en Þjóðverjar fara með ekkert stig.

Neill til West Ham - Warnock til Blackburn

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn gekk í dag frá sölu á varnarmanninum Lucas Neill til West Ham og hefur nú fyllt skarð hans með kaupum á Stephen Warnock frá Liverpool. Warnock hafði aðeins spilað sjö leiki með Liverpool í vetur og var fyrir aftan þá John Arne Riise og Fabio Aurelio í goggunarröðinni.

Parcells hættur

Bill Parcells, þjálfari Dallas Cowboys í NFL deildinni, ákvað í dag að hætta að þjálfa liðið og setjast í helgan stein. Dallas datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir tveimur vikum, en hinn 65 ára gamli Parcells getur hætt sáttur eftir að hafa þrisvar komist í úrslitaleikinn um ofurskálina sem þjálfari og unnið tvisvar.

Henry er besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen segir í viðtali við tímarit Sky sjónvarpsstöðvarinnar að Thierry Henry hjá Arsenal sé besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. "Ég er alltaf jafn gáttaður á hæfileikum Henry," segir Owen í blaðinu sem kemur út í næsta mánuði. Owen hefur sett stefnuna á að snúa aftur úr meiðslum sínum í apríl í vor.

Carew á leið til VIlla í skiptum fyrir Baros

Eins og greint var frá í morgun er tékkneski landsliðsmaðurinn Milan Baros nú búinn að ganga frá félagaskiptum sínum frá Aston Villa til franska liðsins Lyon. Félögin hafa í hyggju að skipta á leikmönnum og ef allt gengur að óskum mun norski framherjinn John Carew fara til Villa í staðinn.

Frumraun Raikkönen á morgun

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen mun á morgun þreyta frumraun sína í Ferrari-bílnum þegar liðið heldur bílprófanir á Vellelungabrautinni í grennd við Róm á Ítalíu. Raikkönen hefur enn ekki ekið Ferraribílnum formlega síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar, en hann mun aka gamla bílnum á morgun á meðan félagi hans Felipe Massa fær að prófa nýja bílinn.

Nowotny leggur skóna á hilluna

Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Nowotny, sem er 33 ára gamall, hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu og Bayer Leverkusen. Hann spilaði 48 leiki fyrir þýska landsliðið og var nú síðast á mála hjá liði Dinamo Zagreb.

Vélhjól reka á fjörur í Englandi

Fólk hefur flykkst á strendur í Branscombe í Englandi í dag og hefur farið þar um ruplandi því sem rekið hefur í land frá flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði við Englandsstrendur í síðustu viku. Meðal þess sem fólk hefur haft á brott með sér eru BMW-vélhjól.

Nadal lagði Murray í æsilegum leik

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði Skotann Andy Murray í maraþonleik 6-7 (3-7) 6-4 4-6 6-3 og 6-1. Murray hafði betur framan af viðureigninni en reynsla Nadal og kraftur tryggði honum einvígi við Fernando Gonzalez í átta manna úrslitum mótsins.

Strákarnir sjá sjálfir um að gíra sig upp gegn Frökkum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir íslensku landsliðsmennirnir sjái sjálfir um að gíra sig upp fyrir leikinn stóra gegn Frökkum á HM í kvöld, því þeir séu allir ósáttir við frammistöðu sína gegn Úkraínu í kvöld. Í viðtali við Ríkisútvarpið í hádeginu sagði Alfreð Frakka líklega vera með annað af tveimur bestu liðunum á mótinu.

Stutt gaman hjá Pourcel

Frakkinn Ungi og efnilegi Christophe Pourcel sem tók sinn fyrsta sigur í Phoenix nú á dögunum er farinn aftur heim til Frakklands. Pourcel, sem hefur verið að keppa í minni flokknum "Lites" og hefur verið að sýna svakalega flottan akstur, meiddist við æfingar og brákaði fót og hönd.

Verður sagan á bandi Phoenix?

Phoenix Suns varð í nótt aðeins áttunda liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná tveimur 13 leikja sigurhrinum á sama keppnistímabilinu, en áður hafði liðið unnið 15 leiki í röð frá 20. nóvember til 19. desember.

Farsímabann á opna breska

Skipuleggjendur opna breska meistaramótsins í golfi hafa gefið það út að áhorfendum verði bannað að koma með gsm síma á keppnina á þessu ári eftir að keppendur kvörtuðu mikið undan þeim á mótinu á síðasta ári. Toger Woods var einn þeirra sem kvartaði yfir því að áhorfendur væru að taka myndir af sér á meðan hann var að keppa og sagði það trufla sig.

Þetta verður gríðarlega jafn leikur

Ulrik Wilbek, þjálfari Dana í handbolta, á ekki von á að skoruð verði mörg mörk í kvöld þegar hans menn mæta frændum sínum norðmönnum í leik upp á líf og dauða í E-riðlinum á HM.

Brand kallar á gamlan ref

Heiner Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hefur kallað gamla brýnið Christian Schwarzer frá Lemgo inn í landsliðshóp sinn vegna þeirra miklu meiðsla sem eru á mannskap hans. Schwarzer er 37 ára gamall og lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2004, en hefur alltaf sagt að hann yrði tilbúinn ef til hans yrði leitað.

Erfiðast að venjast veðrinu

Ekki eru allir útlendingar í ensku úrvalsdeildinni lengi að smella inn í knattspyrnuna þar í landi og á meðan hvorki gengur né rekur hjá framherjanum Andriy Shevchenko hjá Chelsea, hefur Ítalinn Vincenzo Montella farið á kostum í fyrstu leikjum sínum með Fulham.

Shay Given verður frá í mánuð

Írski markvörðurinn Shay Given verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hann tognaði á nára í leiknum við West Ham um helgina sem lauk með jafntefli 2-2. Þetta er í annað sinn sem Given meiðist gegn West Ham á þessari leiktíð. Liðið er þó ekki á flæðiskeri statt, því varamarkvörðurinn Steven Harper hefur þegar náð sér af sínum meiðslum.

Anelka vill fara aftur til Arsenal

Franski framherjinn Nicolas Anelka viðurkenndi í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu um helgina að hann væri vel til í að fara aftur til Arsenal, þar sem hann hóf feril sinn á Englandi á sínum tíma. Þessi ummæli hans fara eflaust öfug ofan í knattspyrnustjóra hans Sam Allardyce hjá Bolton.

Fernandes í læknisskoðun hjá Everton

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er nú í viðræðum við miðjumanninn Manuel Fernandes hjá Benfica og gengur væntanlega frá lánssamningi við hann í dag ef hann stenst læknisskoðun sem stendur yfir nú í hádeginu. Fernandes er tvítugur og ef hann stendur sig vel fram á vor mun hann væntanlega ganga formlega í raðir Everton í sumar. Hann var áður hjá Portsmouth og spilaði þar 12 leiki.

Baros á leið til Lyon

Forráðamenn Lyon í Frakklandi segja að nú sé aðeins klukkutímaspursmál hvenær liðið landi tékkneska framherjanum Milan Baros frá Aston Villa. Félögin hafa verið í viðræðum síðan á föstudag og forseti franska félagsins er mjög bjartsýnn á að ná að klára viðskiptin fljótlega.

10 milljón punda tilboð í Bale væntanlegt

Breska sjónvarpið greindi frá því í morgun að ónefnt félag væri að íhuga að gera 10 milljón punda kauptilboð í velska ungstirnið Gareth Bale hjá Southampton. Félagið hefur tekið það fram að Bale verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi í sumar og hefur þegar neitað tilboðum á bilinu 6-8 milljónir punda frá félögum eins og Tottenham og Manchester United.

Ekkert aðhafst í máli Ding

Alþjóða snókersambandið ætlar ekki að aðhafast frekar í máli mannsins sem vísað var úr húsi á úrslitaleiknum á Masters-mótinu í gær þegar kínverski spilarinn Ding Junhui gekk úr salnum á tímabili vegna athugasemda áhorfenda sem hann sagði hafa truflað einbeitingu sína. Ronnie "The Rocket" O´Sullivan rúllaði Ding upp 10-3 í úrslitaleiknum og sýndi einhverja bestu spilamennsku sem sést hefur á mótinu.

United mun halda velli

Arsene Wenger segir að titilvonir Manchester United hafi ekki beðið hnekki í gær þrátt fyrir tapið fyrir Arsenal. "United er mjög sigurstranglegt í deildinni og þó tapið fyrir okkur hafi verið þeim mikið áfall, veit ég að liðið mun taka sig saman í andlitinu og halda áfram að vinna. Það er hinsvegar fínt fyrir deildina að allir séu enn inni í myndinni," sagði Wenger.

Sharapova í átta manna úrslit

Maria Sharapova tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði baráttuglaða Veru Svonarevu 7-6 og 6-4. Kim Clijsters er sömuleiðis komin í undanúrslitin eftir sigur á Danielu Hantuchovu og mætir Martinu Hingis í næstu umferð.

Indianapolis Colts og Chicago Bears leika um ofurskálina

Það verða Indianapolis Colts og Chicago Bears sem mætast í úrslitaleik NFL deildarinnar eftir að liðin unnu leiki sína í úrslitum deilda í gær. Bears lögðu Spútnikliði New Orleans Sains 39-14, en Colts vann ótrúlega dramatískan sigur á New England Patriots 38-34 eftir að hafa lent undir 21-3. Payton Manning fór á kostum í liði Colts.

Þrettán í röð hjá Phoenix Suns

Phoenix Suns burstaði Minnesota Timberwolves 131-102 í NBA í nótt og vann þar með sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Leandro Barbosa 20 og Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst. Randy Foye skoraði 25 stig fyrir Minnesota.

Þorvaldur vann

Keppt var á afmælismóti Júdósambands Íslands á laugardaginn. Þar fagnaði Þorvaldur Blöndal sigri í opnum flokki karla en hann vann einnig í +90 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann keppni í opnum flokki kvenna.

Verða að vinna Frakka

Eftir tapið gegn Úkraínu í gær er ljóst að Ísland verður að vinna Frakka í kvöld til þess að komast áfram í milliriðil. Ef það tekst ekki fer liðið í Forsetabikarinn og mun mæta þar þjóðum á borð við Kúveit, Grænlandi, Brasilíu og Argentínu.

Fer með til Suður-Afríku

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Brentford á Englandi, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Ólafur Ingi færi með Helsingborg í æfingaferð til Suður-Afríku á föstudaginn.

Ligg bara í leti og horfi á HM

Davíð Georgsson, handboltamaðurinn efnilegi úr ÍR, hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Davíð er aðeins nítján ára en hefur leikið lykilhlutverk með ÍR í DHL-deildinni og skorað mikið.

Ævintýralegur fyrri hálfleikur

Ísland hefur yfir 18-8 þegar flautað hefur verið til leikhlés í lokaleik liðsins gegn Frökkum í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að allt hafi gengið upp hjá íslenska liðinu fyrstu 30 mínúturnar, en liðið komst í 5-0 og náði svo tíu marka forskoti undir lok hálfleiksins.

Ótrúleg byrjun íslenska liðsins

Íslenska landsliðið hefur náð 5-0 forystu gegn Frökkum í leik þjóðanna á HM. Íslensku strákarnir voru um tíma tveimur færri en náðu samt að halda hreinu. Rétt í þessu voru Frakkar að skora sitt fyrsta mark eftir heilar 7 mínútur.

Sjá næstu 50 fréttir