Sigur í fyrsta leik Anthony og Iverson með Denver 23. janúar 2007 11:37 NordicPhotos/GettyImages Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis. Denver hafði sigur 115-98. Anthony skoraði 28 stig, Iverson 23, JR Smith 19 og Marcus Camby skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Pau Gasol skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Memphis, en talið er víst að hann fari frá félaginu fljótlega og vitað er af áhuga liða eins og New Jersey og Chicago á Spánverjanum sterka. Kobe Bryant skoraði 42 stig í sigri Lakers á Golden State 108-103, en nákvæmlega eitt ár var í gærkvöld frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto eins og frægt er orðið. Al Harrington skoraði 30 stig fyrir Golden State. Utah vann fjórða leikinn í röð með sigri á Minnesota 106-91 á heimavelli sínum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Deron Williams skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Utah. Ricky Davis skoraði 32 stig fyrir Minnesota. Orlando vann góðan útisigur á Cleveland 90-79, en liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum gegn Cleveland. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Orlando en LeBron James var með 19 stig fyrir Cleveland. Indiana lagði Chicago 98-91 á heimavelli. Jermaine O´Neal skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana en Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago. Toronto lagði Charlotte 105-84 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Toronto en Gerald Wallace og Raymond Felton skoruðu 10 hvor fyrir Charlotte. San Antonio vann þriðja leikinn í röð með sigri á Boston 93-89. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio en Delonte West skoraði 27 stig fyrir Boston. Miami burstaði New York 101-83 eftir að hafa komist í 29-3 í upphafi leiks. Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York en Jason Kapono skoraði 22 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade sem sneri sig á ökkla og var látinn hvíla. Loks vann Sacramento nauman sigur á New Jersey 88-87 þar sem Ron Artest skoraði 21 stig fyrir Sacramento, sem var á tíma 20 stigum undir í leiknum. Jason Kidd var bestur í liði New Jersey og náði þrennu með 18 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum og Mikki Moore skoraði 22 stig og hitti öllum 8 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis. Denver hafði sigur 115-98. Anthony skoraði 28 stig, Iverson 23, JR Smith 19 og Marcus Camby skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Pau Gasol skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Memphis, en talið er víst að hann fari frá félaginu fljótlega og vitað er af áhuga liða eins og New Jersey og Chicago á Spánverjanum sterka. Kobe Bryant skoraði 42 stig í sigri Lakers á Golden State 108-103, en nákvæmlega eitt ár var í gærkvöld frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto eins og frægt er orðið. Al Harrington skoraði 30 stig fyrir Golden State. Utah vann fjórða leikinn í röð með sigri á Minnesota 106-91 á heimavelli sínum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Deron Williams skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Utah. Ricky Davis skoraði 32 stig fyrir Minnesota. Orlando vann góðan útisigur á Cleveland 90-79, en liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum gegn Cleveland. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Orlando en LeBron James var með 19 stig fyrir Cleveland. Indiana lagði Chicago 98-91 á heimavelli. Jermaine O´Neal skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana en Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago. Toronto lagði Charlotte 105-84 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Toronto en Gerald Wallace og Raymond Felton skoruðu 10 hvor fyrir Charlotte. San Antonio vann þriðja leikinn í röð með sigri á Boston 93-89. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio en Delonte West skoraði 27 stig fyrir Boston. Miami burstaði New York 101-83 eftir að hafa komist í 29-3 í upphafi leiks. Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York en Jason Kapono skoraði 22 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade sem sneri sig á ökkla og var látinn hvíla. Loks vann Sacramento nauman sigur á New Jersey 88-87 þar sem Ron Artest skoraði 21 stig fyrir Sacramento, sem var á tíma 20 stigum undir í leiknum. Jason Kidd var bestur í liði New Jersey og náði þrennu með 18 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum og Mikki Moore skoraði 22 stig og hitti öllum 8 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira