Fleiri fréttir

Tap hjá Iverson í fyrsta leik

22 stig og tíu stoðsendingar frá Allen Iverson dugðu ekki fyrir Denver í nótt þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Sacramento í NBA-deildinni, 101-96. Þetta var fyrsti leikur Iverson fyrir sitt nýja lið. 15 leikja sigurhrinu Pheonix lauk ennfremur í nótt.

Cisse lætur vita af sér

Djibril Cisse, franski sóknarmaðurinn sem er í láni hjá Marseille frá Liverpool, hefur jafnað sig eftir fótbrot og er strax byrjaður að minna á sig. Í gærkvöldi skoraði hann sigurmark Marseille í 2-1 sigri á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta mark Cisse á tímabilinu.

Vilmundur hæstur í Bluppinu

Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti stendur allra hesta hæst í nýju kynbótamati en hann hlýtur þar 131 stig og er efstur í flokki stóðhesta með 122 stig og færri en 15 dæmd afkvæmi. Fjöldi hrossa frá Feti stendur ofarlega á listum kynbótamatsins, en einna mesta athygli vekur að hryssan Ásdís frá Neðra-Ási, ein helsta ræktunarhryssa Fet búsins er komin inn á listann yfir hryssur sem ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi.

Curbishley: Við erum ekki áhugavert félag

Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon réð sem knattspyrnustjóra West Ham fyrir skemmstu, óttast að félagið muni eiga erfitt með að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við það þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar, vegna slakrar spilamennsku liðsins í ár.

Wie fer í háskóla

Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið.

Sonko áhyggjufullur vegna morðhótana

Ibrahima Sonko, félagi Ívars Ingimarssonar í vörn Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea allt frá því að hann lenti í samstuði við markvörðinn Carlo Cudicini í leik liðanna í október sl. Sonko kveðst ekki standa á sama um hótanirnar, en liðin eigast við að nýju annan í jólum.

Alonso mjög fljótur á fyrstu æfingu

Ónefndur bifvélaverki úr herbúðum McLaren segir að Spánverjinn Fernando Alonso hafi litið mjög vel út á sinni fyrstu æfingu á nýjum bíl. Hinn tvöfaldi heimsmeistari yfirgaf herbúðir Renault í sumar og mun keppa fyrir McLaren á næsta tímabili.

Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins

Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Benitez: Crouch verður ekki seldur

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Peter Crouch verði ekki seldur frá félaginu í janúar, en hinn hávaxni framherji hefur þráfaldlega verið orðaður við sölu frá Liverpool upp á síðkastið, eftir að hann missti byrjunarliðssæti sitt í hendur Craig Bellamy.

Sjö leikmenn Sheffield Utd. á sölulista

Sjö leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Sheffield United hafa verið settir á sölulista af knattspyrnustjóra liðsins Neil Warnock, sem virðist hafa fengið þau skilaboð að hann fái sjálfur lítinn pening til leikmannakaupa í janúar.

Woodgate er óákveðinn með framtíðina

Jonathan Woodgate, varnarmaður hjá Middlesbrough, segist enn eiga eftir að sanna sig hjá Real Madrid og þess vegna vilji hann ekki útiloka þann möguleika að snúa aftur til spænska liðsins fyrir næsta tímabil. Woodgate verður í láni Middlesbrough út tímabilið og vilja forráðamenn enska félagsins ólmir festa kaup á varnarmanninum eftir þann tíma.

Owen yrði mikill bónus

Ef Michael Owen myndi spila með Newcastle á þessari leiktíð yrði það “ótrúlegur bónus” að sögn Glenn Roeder, stjóra liðsins. Roeder segir þó afar litlar líkur á að sú verði raunin.

Wenger verður pirraður

William Gallas, varnarmaður Arsenal, segir að slæm úrslit Arsenal í síðustu leikjum sínum fari í pirrurnar á stjóra liðsins, Arsene Wenger. Gallas segir að leikmenn liðsins verði að líta í eigin barm.

Woosnam íhugaði að segja af sér

Ian Woosnam, fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-keppninni fyrr á þessu ári, segist hafa íhugað að segja af sér eftir að danski kylfingurinn Thomas Bjorn gagnrýndi hann harðlega fyrir að velja sig ekki í lið Evrópu.

Borgar stjórnarformaðurinn úr eigin vasa?

Ljóst þykir að það verður mikið kapphlaup um Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea þegar leikmannamarkaðurinn opnast að nýju í janúar, fari svo að Chelsea ákveði að hlusta á tilboð í vængmanninn. Mörg lið hafa lýst yfir áhuga á Wright-Phillips og í morgun lýsti Stuart Pearce, stjóri Man. City, því yfir að stjórnarformaður félagsins gæti hugsanlega boðið í leikmanninn með eigin pening.

Það þurfa fleiri en Drogba að skora

Steve Clarke, aðstoðarþjálfari Chelsea, segir að Didier Drogba verði að fá meiri hjálp frá samherjum sínum við að skora mörk fyrir liðið. Drogba hefur farið á kostum á undanförnu og skorað ófá sigurmörkin fyrir Chelsea. Ljóst þykir að Clarke var fyrst og fremst að beina orðum sínum til Andrei Shevchenko.

Björgvin og Dagný Linda best

Björgvin Björgvinsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir hafa verið valin skíðamaður og skíðakona ársins af Skíðasambandi Íslands, en tilkynnt var um kjörið í dag. Bæði náðu þau mjög góðum árangri á Ólympíuleikunum í Tórínó í upphafi árs og hafa almennt skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi.

Hleb segist loksins hafa aðlagast

Hvít-Rússinn Alexander Hleb hjá Arsenal kveðst mjög ánægður með hvernig hans mál eru að þróast hjá Arsenal. Hleb segir að það hafi tekið langan tíma að aðlagast lífinu og fótboltanum í Englandi.

Barcelona tapaði stigum

Sevilla hefur enn þriggja stiga forskot á meistara Barcelona á toppnum í spænsku deildinni eftir að Börsungar náðu aðeins 1-1 jafntefli við baráttuglatt lið Atletico Madrid á Nou Camp. Ronaldinho kom Barca yfir með marki úr aukaspyrnu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir Atletico. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli eftir 67 mínútur.

Njarðvíkingar á toppinn

Njarðvíkingar skelltu sér á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta ásamt Snæfelli, KR og Skallagrími í kvöld þegar þeir lögðu granna sína í Keflavík 86-72 í hörkuleik í Njarðvík. Heimamenn höfðu yfir 50-42 í hálfleik. Þá vann kvennalið Hauka nauman sigur á Grindvíkingum 82-81 í efstu deild kvenna.

Ciudad deildarbikarmeistari

Ciudad Real tryggði sér í kvöld sigur í spænska deildarbikarnum með sigri á Portland San Antonio í úrslitaleik 29-27 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 13-12. Ólafur Stefánsson komst ekki á blað hjá Evrópumeisturunum, en Alberto Entrerrios skoraði 7 mörk og gamla kempan Talant Dujshebaev skoraði 6 mörk.

Irueta hættur hjá Real Betis

Javier Irueta, þjálfari Real Betis í spænska boltanum, sagði í dag starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hann fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins eftir slæmt gengi. Irueta stýrði áður liði Deportivo la Corunia, en hafði verið atvinnulaus í eitt ár þegar hann tók við Betis í sumar. Engar fréttir hafa borist af hugsanlegum eftirmanni Irueta.

Benitez hundfúll yfir jólatörninni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vill að jólatörnin í enska boltanum verði skorin niður um helming því álagið á leikmenn sé glórulaust yfir hátíðarnar. Liðin í úrvalsdeildinni spila fjóra leiki á tíu dögum um jól og áramót.

Anthony ætlar ekki að áfrýja

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets hefur ákveðið að áfrýja ekki 15 leikja banninu sem hann var settur í á dögunum eftir slagsmálin sem urðu í leik New York og Denver um síðustu helgi. Anthony gaf þá skýringu að hann vildi ekki gera meira úr þessu leiðinlega máli og taki því refsingu sinni þegjandi.

Erfiðleikarnir skrifast að hluta á Dowie

Richard Murray, stjórnarformaður Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að hörmulegt gengi liðsins í síðustu leikjum skrifist að hluta til á fyrrum knattspyrnustjórann Ian Dowie sem rekinn var í haust, því það hafi verið hann sem stýrði leikmannakaupum hjá félaginu í sumar.

Khan ætlar að verða heimsmeistari á næsta ári

Hnefaleikarinn ungi Amir Khan frá Bretlandi hefur lýst því yfir að hann ætli sér að verða heimsmeistari á næsta ári, en hinn tvítugi Khan hefur unnið tíu bardaga í röð síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Khan vann sinn fyrsta titil hjá IBF sambandinu á dögunum og ætlar að feta í fótspor Mike Tyson og verða heimsmeistari 20 ára gamall.

Félagaskipti Einars gerð opinber

Þýska úrvalsdeildarliðið Grosswallstadt tilkynnti í gærkvöldi formlega að íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson gengi í raðir toppliðsins Flensburg á næsta keppnistímabili. Nokkuð langt er síðan þessi tíðindi láku út, en nú hefur verið staðfest að Einar geri þriggja ára samning við stórliðið.

Ronaldinho að fá spænskt vegabréf

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona á von á að fá spænskt vegabréf á næsta ári og mun í kjölfarið búa til pláss fyrir leikmann utan Evrópu í hópi Evrópumeistaranna. Líklegt þykir að það verði mexíkóski táningurinn Giovanni dos Santos, sem nú leikur með B-liði félagsins.

Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið.

Iverson fór ekki fram á að fara frá Philadelphia

Allen Iverson segist ekki hafa farið fram á það að vera skipt frá Philadelphia 76ers á frægum fundi sem hann átti með framkvæmdastjóra félagsins fyrir röskum hálfum mánuði. Þetta sagði Iverson í fyrsta viðtalinu sem hann veitti eftir að ljóst varð að hann gengi til liðs við Denver Nuggets.

Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær.

Logi skoraði 26 stig í sigri ToPo

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var enn á ný stigahæstur hjá liði sínu ToPo í Helsinki þegar liðið lagði KTP 77-75 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld. ToPo er í fjórða sæti deildarinnar.

Eriksson ekki á leið til Marseille

Jose Anigo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille í Frakklandi, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla að félagið ætli að ráða Sven-Göran Eriksson í starf knattspyrnustjóra og segir ekki koma til greina að Svíinn taki við liðinu.

Ciudad Real og Portland San Antonio leika til úrslita

Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real á Spáni komust í gær í úrslitaleikinn í spænska bikarnum með 33-32 sigri á Barcelona í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad í leiknum og er liðið að leika til úrslita í fjórða skiptið í röð. Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Ademar Leon sem tapaði fyrir Portland San Antonio í hinum undanúrslitaleiknum.

Flensburg eitt á toppnum

Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í gær toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Wilhelmshavener 35-27 á meðan Kiel tapaði óvænt mjög stórt fyrir Magdeburg á útivelli 39-24.

Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram

Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær.

Tíu sigrar í röð hjá Inter

Ítalíumeistarar Inter Milan unnu í gærkvöld sinn tíunda sigur í ítölsku A-deildinni þegar liðið skellti Lazio á útivelli 2-0 þrátt fyrir að vera manni færri frá miðjum fyrri hálfleik eftir að Zlatan Ibrahimovic var vikið af velli. Esteban Cambiasso og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter í gær.

Real Madrid kaupir Gago

Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku.

Camara verður frá í sex vikur

Enska úrvalsdeildarliðið Wigan verður án framherja síns Henri Camara í jólatörninni og fram á nýja árið eftir að í ljós kom að hann er illa meiddur á hné. Búist er við að kappinn verði frá keppni í sex vikur, en þar fyrir utan er Lee McCulloch að taka út þriggja leikja bann svo liðið á aðeins tvo heila framherja fyrir komandi leikjatörn.

Strangari refsingar íhugaðar vegna ofbeldis gagnvart Tennessee Walking hestum

Sumir leiðtogar í Tennessee ganghesta iðnaðinum (Tennessee Walking Horse National) hafa lagt til að harðari viðurlög verði sett fyrir þá sem staðnir eru að því að misþyrma hestum í hagnaðarskyni. USDA er að vinna að nýrri reglugerð til að framfylgja lögum um hrossavernd sem sett verða 2007.

Mikil dramatík í NBA í nótt

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix.

Real Madrid niðurlægt á heimavelli

Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo.

Hlutafélag um Þrist frá Þorlákshöfn

Líklega fjölmennasta hlutafélag landsins um stóðhest var stofnað síðastliðinn sunnudag þegar einkahlutafélagið Hestapil ehf. leit dagsins ljós. Fjölmennur fundur var í Hveragerði þar sem stór hluti af þeim 48 hluthöfum mætti til að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Mikill og góður andi var í hópnum sem hittist í hesthúsinu að Hvoli 2 í Ölfusi til að líta Þrist frá Þorlákshöfn augum.

Ronaldinho náði einni æfingu

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Ætlar að skáka Tiger Woods

Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti.

Sjá næstu 50 fréttir