Fleiri fréttir

San Antonio - Memphis í beinni í nótt

Leikur San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Staða þessara liða í deildinni er bókstaflega andstæð því San Antonio er á toppi deildarinnar með 19 sigra og 6 töp, en Memphis hefur aðeins unnið 6 leiki og tapað 19.

Cassano og Diarra settir út úr hópnum

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello.

17 leikmannaskipti rannsökuð frekar

Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna.

Dagný Linda í 36. sæti

Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta.

Gat ekki neitað United

Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag.

Saha framlengir við Man Utd

Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli.

Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar

Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35.

Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag

Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir.

Mourinho biðst afsökunar

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni.

Félagsmet hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 15. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum 115-98. Chicago Bulls tók á móti LA Lakers og vann 94-89.

Alfreð velur 19 manna æfingahóp

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í dag 19 manna æfingahóp fyrir lokaundirbúininginn fyrir HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næsta mánuði. 16 þessara leikmanna munu svo mynda HM hóp Íslands. Af þessum 19 leikmönnum leika fjórir hérlendis.

Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð.

Íþróttamenn eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal segir að íþróttamenn séu höndlaðir eins og glæpamenn í kjölfar þess að hann var tekinn í enn eitt lyfjaprófið á árinu um síðustu helgi og það á heimili sínu.

Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton

Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld.

Chicago - LA Lakers í beinni í nótt

Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið.

Allen Iverson fer til Denver

Skorarinn Allen Iverson sem leikið hefur með Philadelphia 76ers síðasta áratug er á leið til Denver Nuggets í skiptum fyrir Andre Miller, Joe Smith og valrétti Denver liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Skiptin hafa ekki verið staðfest formlega en líklega verður gengið frá lausum endum síðar í kvöld.

Liverpool - Arsenal frestað

Leik Liverpool og Arsenal sem fara átti fram í enska deildarbikarnum í kvöld hefur verið frestað vegna þoku. Leikur Charlton og Wycombe verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þess í stað og hefst nú klukkan 20. Hermann Hreiðarsson er ekki í liði Charlton að þessu sinni.

Minningarathöfn um leikmenn Juventus

Í dag var haldin sérstök minningarathöfn um leikmennina ungu sem drukknuðu við æfingasvæði Juventus um helgina. Leikmennirnir tveir drukknuðu í vatni við æfingasvæðið og er málið enn í rannsókn, enda voru tildrög þessa nöturlega atburðar nokkuð furðuleg. Leikmennirnir hétu Riccardo Neri og Alessio Ferramosca.

Mikil þoka í Liverpool

Óvíst er hvort leikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum geti farið fram vegna mikillar þoku sem nú er í borginni. Aðstæður verða kannaðar á ný í kring um klukkan 18 og þá verður ákveðið hvort leikurinn fer fram eða hvort honum verður frestað.

McCulloch fær þriggja leikja bann

Lee McCulloch, leikmaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur gengist við ákæru aganefndar knattspyrnusambandsins og mun því taka út þriggja leikja keppnisbann fyrir að kýla Chris Morgan, fyrirliða Sheffield United, í leik liðanna á dögunum.

Dagný Linda féll úr keppni

Dagný Linda Kristjánsdóttir tók þátt í heimsbikarmóti í bruni í Val d'Isere í Frakklandi í dag. Dagnýju tókst ekki að ljúka keppninni því hún sleppti porti og varð því úr leik. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í Val d'Isere og olli það keppendum töluverðum vandræðum.

Valencia - Mallorca í beinni á Sýn Extra í kvöld

Leikur Valencia og Mallorca í spænska boltanum verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:55 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur á Sýn að loknum leik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum. Annað kvöld verður svo leikur Real Madrid og Recreativo í beinni á Sýn Extra á sama tíma og leikur Newcastle og Chelsea í deildarbikarnum á Englandi sýndur beint á Sýn.

Söknum Ballack ekki neitt

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir að félagið sakni miðjumannsins Michael Ballack ekki neitt og segir þá gagnrýni sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið vera alveg þá sömu og á síðasta ári þegar þýski landsliðsmaðurinn var í herbúðum liðsins.

Máli ÍR og KA/Þórs lokið

Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur.

Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld

Stórleikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Bæði lið gera miklar breytingar fyrir leik kvöldsins.

Röber tekur við Dortmund

Jurgen Röber, fyrrum þjálfari Stuttgart og Wolfsburg, var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund í stað Hollendingsins Bert van Marwijk sem rekinn var í gær. Dortmund er í miklum fjárhagserfiðleikum og því bíður Röber erfitt verkefni hjá stórliðinu.

Sveinn farinn að æfa með Barcelona

Fréttir frá Spáni í dag herma að Eiður Smári Guðjohnsen hafi nú komið átta ára gömlum syni sínum Sveini að hjá yngri flokkum Barcelona þar sem hann mun æfa undir handleiðslu góðra manna. Það er því útlit fyrir að knattspyrnuhefðin sterka í fjölskyldunni haldi áfram og hver veit nema Sveinn feti í fótspor föður síns og afa og verði atvinnumaður í knattspyrnu í framtíðinni.

Henry íhugar að spila fimm ár í viðbót

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist geta hugsað sér að spila fimm ár til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna. Þetta sagði Frakkinn eftir að hann var kjörinn knattspyrnumaður Frakklands í fimmta sinn í gær, en hann er 29 ára gamall.

Everton leggur fram kvörtun vegna Mourinho

Forráðamenn Everton hafa nú ákveðið að leggja fram formlega kvörtun vegna ummæla Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea á hendur framherjanum Andy Johnson eftir leik liðanna á sunnudag. Mourinho sakaði Johnson um leikaraskap og hafa Everton menn brugðist harkalega við þessu.

Hargreaves til sölu?

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum.

New York lagði Utah á flautukörfu

Fámennt lið New York gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz í framlengdum leik á NBA TV í nótt þar sem Stephon Marbury tryggði New York 97-96 sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn leið. Utah hafði feikna yfirburði í upphafi leiks og stefndi í stórtap New York, en gestirnir spiluðu sinn versta leik á tímabilinu eftir það og heimamenn gengu á lagið og höfðu sigur.

Heiðar skoraði í sigri Fulham

Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Fulham þegar liðið lagði Middlesbrough 2-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom Fulham yfir með marki úr víti eftir 12 mínútur og Brian McBride kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik. Mark Viduka minnkaði muninn fyrir Boro eftir 74 mínútur en lengra komst Boro ekki.

McCulloch kærður

Miðjumaðurinn Lee McCulloch hjá Wigan hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að kýla andstæðing sinn Chris Morgan í leik liðanna á dögunum. McCulloch hefur frest fram á morgundaginn til að svara til saka, en hann fer væntanlega í þriggja leikja bann vegna þessa.

Reo-Coker fékk hatursbréf

Umboðsmaður miðjumannsins Nigel Reo-Coker hjá West Ham segir að leikmanninum unga hafi borist hatursbréf fyrir leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Cannavaro maður ársins

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro var í kvöld kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA, Alþjóða Knattspyrnusambandinu. Zinedine Zidane varð í öðru sæti og Ronaldinho í því þriðja. Þetta eru þriðju verðlaunin sem Cannavaro sópar til sín á skömmum tíma, en hann var fyrir stuttu kjörinn knattspyrnumaður Evrópu.

New York - Utah í beinni á NBA TV í kvöld

Lið New York Knicks mætir undirmannað til leiks klukkan hálf eitt í nótt þegar það tekur á móti Utah Jazz í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu. Þeir Mardy Collins, Nate Robinson og Jared Jeffries hjá New York verða allir í leikbanni í kvöld.

Heiðar í byrjunarliði Fulham

Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá liði Fulham sem tekur á móti Middlesbrough í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham er í 15. sæti deildarinnar með 20 stig og Middlesbrough í því 17. með 17 stig.

Wenger ákærður fyrir ólæti

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var í dag ákærður fyrir ólæti sín í garð dómara í annað sinn á stuttum tíma, en hann lét dómara heyra það og var sendur upp í stúku á leik Arsenal og Portsmouth á dögunum. Wenger hefur frest til 5. janúar til að svara fyrir sig, en hann var sektaður um 10.000 pund fyrir rimmu sína við Alan Pardew á dögunum.

Anthony fær 15 leikja bann

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets í NBA deildinni var í dag settur í 15 leikja keppnisbann fyrir að vera í aðalhlutverki í slagsmálunum sem brutust út á leik New York Knicks og Denver á laugardagskvöldið. Alls þurfa leikmennirnir sem tóku þátt í látunum að sitja af sér 47 leikja bann.

Curbishley skorar á Tevez að sanna sig

Alan Curbishley, stjóri West Ham, hefur skorað á Carlos Tevez og aðra varamenn liðsins að sýna hvað í þeim býr á æfingum næstu daga, því liðið muni þurfa á þeim að halda í jólatörninni framundan.

Jol hefur áhyggjur af hnénu á Lennon

Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon verði orðinn klár í slaginn þegar liðið mætir Southend í deildarbikarnum á miðvikudag. Lennon fór í uppskurð á hné í haust og virðist enn ekki hafa náð sér að fullu.

O´Neill hefur áhyggjur

Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina.

Hitzfeld hafnaði Dortmund

Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan.

Hamar/Selfoss mætir KR

Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR.

Eriksson í viðræðum við þrjú félög

Umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson segir skjólstæðing sinn vera í viðræðum við þrjú knattspyrnufélög og reiknar með því að fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga verði kominn í vinnu snemma á næsta ári. Eriksson hefur verið orðaður við tvö frönsk lið og eitt frá Katar, en engin félög á Englandi hafa sett sig í samband við kappann.

Sjá næstu 50 fréttir