Fleiri fréttir Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja. 16.11.2006 17:28 Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili. 16.11.2006 17:18 Klien ekur hjá Honda Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær. 16.11.2006 17:14 Warnock reiður út í Kenny Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina. 16.11.2006 17:03 Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur. 16.11.2006 16:55 Diouf sleppur við kæru Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar. 16.11.2006 16:50 Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld. 16.11.2006 16:36 Kenyon Martin úr leik Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var. 16.11.2006 16:27 Federer og Nalbandian í undanúrslit Tenniskapparnir Roger Federer og David Nalbandian tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Shanghai þegar þeir unnu báðir lokaleiki sína í rauða riðlinum. 16.11.2006 16:15 Luque vill fara til Barcelona Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum. 16.11.2006 16:11 Birgir Leifur á Evrópumótaröðina Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag langþráðum áfanga þegar hann varð fyrsti íslendingurinn í karlaflokki til að vinna sér sæti á Evrópumótaröð atvinnukylfinga á næsta ári. Birgir lauk keppni á þremur höggum undir pari á sjötta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni og verður því örugglega á meðal 30 efstu manna, sem tryggði sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári. 16.11.2006 15:32 Charlotte lagði San Antonio Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte. 16.11.2006 14:39 Leikmönnum Reading bárust morðhótanir Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins. 16.11.2006 14:31 Fjölnir Þorgeirsson rodeo knapi ársins Oft geta tamningar og hestaíþróttir verið hættulegar sérstaklega þegar fólk dettur af baki. Í sumum og sem betur fer flestum tilvikum er um mjúkar lendingar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem er af Fjölni Þorgeirssyni þar sem hann dettur af baki og fær mjúka lendingu. 16.11.2006 11:36 Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. 16.11.2006 00:01 Enn tapar Wetzlar Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Hamburg á útivelli í kvöld 36-23. Minden lá heima gegn Flensburg 32-26, Kiel lagði Kronau/Östringen 37-32 og Magdeburg skellti Dusseldorf 37-31 á útivelli. 15.11.2006 22:25 Haukar lögðu Val Haukar lögðu Valsmenn í stórleik kvöldsins í SS-bikar karla í handbolta 27-24 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn eru því úr leik í bikarkeppninni en Haukar eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar. 15.11.2006 21:54 Brassar lögðu Svisslendinga Brasilíumenn lögðu Svisslendinga 2-1 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld. Varnarmaðurinn Luisao frá Benfica kom Brössum yfir á 22. mínútu og fyrirliðinn Kaka hjá AC Milan breytti stöðunni í 2-0 aðeins 12 mínútum síðar. Alexandre Frei minnkaði muninn fyrir Svisslendinga á 70. mínútu, þó markið hafi reyndar verið skráð sem sjálfsmark á Maicon, en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir ágæt tilþrif í lokin. 15.11.2006 21:41 McClaren ánægður Steve McClaren sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar enska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik í Amsterdam. Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið vel smurt fyrir sig og hrósaði nýliðunum sem fengu tækifæri í kvöld. 15.11.2006 21:33 Þjóðverjar þurftu að sætta sig við jafntefli Þjóðverjar þurftu í kvöld að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum Kýpurmönnum í D-riðli undankeppni EM. Michael Ballack kom Þjóðverjum yfir á 16. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, en Yiannakis Okkas jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Þjóðverjar töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í D-riðli og deila toppsætinu með Tékkum, en Írar burstuðu San Marino 5-0 í riðlinum í kvöld þar sem Robbie Keane skoraði þrennu fyrir Íra. 15.11.2006 21:13 Jafnt hjá Hollendingum og Englendingum Hollendingar og Englendingar gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik í knattspyrnu á Amsterdam Arena í Hollandi í kvöld. Wayne Rooney kom enska liðinu yfir á 37. mínútu með sínu fyrsta mark í rúmt ár fyrir England, en Rafael var Vaart jafnaði á 86. mínútu fyrir Hollendinga. Leikurinn var sýndur beint á Sýn. 15.11.2006 20:51 Stjarnan lagði Hauka á Ásvöllum Stjarnan lagði Hauka 28-26 í leik liðanna í DHL deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Rakel Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 8 mörk, þar af 4 úr vítum og þær Anna Blöndal og Jóna Ragnarsdóttir skoruðu 5 hvor. Ramune Pekerskyte skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk. Stjarnan er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en Haukar í 4. sætinu, en Stjarnan á 2 leiki til góða. 15.11.2006 19:54 Englendingar leiða í hálfleik Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Hollendingum þegar flautað hefur verið til leikhlés í vináttuleik þjóðanna á Amsterdam Arena í Hollandi. Það var Wayne Rooney sem skoraði mark enskra á 37. mínútu. Leikurinn hefur verið fjörugur og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 15.11.2006 19:48 Þróttarar mættu ekki í lyfjapróf Þrír leikmenn handknattleiksliðs Þróttar í Vogum skrópuðu í lyfjapróf eftir bikarleik gegn Stjörnunni í gær og eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld. 15.11.2006 19:42 Orlando - Denver í beinni á miðnætti Leikur Orlando Magic og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Hér er um að ræða mjög forvitnilegan leik fyrir margra hluta sakir, því Denver hefur ekki landað sigri í Orlando síðan í mars 1992. 15.11.2006 19:34 Stjarnan yfir gegn Haukum Stjörnustúlkur hafa yfir 15-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL deild kvenna. Rakel Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Blöndal hafa skorað 3 mörk hver fyrir Stjörnuna en Sandra Stojkovic hefur skorað 4 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 3 mörk. 15.11.2006 18:53 Segja Eggert gera tilboð fyrir helgi Breska dagblaðið Independent heldur því fram í dag að Eggert Magnússon muni gera formlegt 75 milljón punda kauptilboð í knattspyrnufélagið West Ham fyrir helgina. Því er jafnframt haldið fram að stjórn félagsins muni hugsa málið yfir helgina og mæla með því eftir helgina ef stjórnarmönnum verður tilboðið að skapi. 15.11.2006 18:42 Newell heldur starfi sínu Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur. 15.11.2006 18:33 Real Madrid skrifar undir risasamning Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid hefur skrifað undir nýjan sjö ára sjónvarpsréttarsamning við óuppgefinn aðila að verðmæti 800 milljóna evra, eða rúma 72 milljarða króna. Ramon Calderon, forseti Real, segir þetta stærsta sjónvarpssamning íþróttafélags í sögunni og ætlar að gefa upp nafn sjónvarpsstöðvarinnar sem hér um ræðir eftir nokkra daga. 15.11.2006 17:38 Martin Jol vill meiri hörku í lið Tottenham Martin Jol hefur skorað á leikmenn sína að sýna meiri hörku á knattspyrnuvellinum og segir að leikmenn sína skorti nauðsynlegt "drápseðli" til að veita efstu liðunum í deildinni verðuga samkeppni. 15.11.2006 17:26 Loeb verður ekki með í Wales Þrefaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, ætlar ekki að keppa í Bretlandsrallinu sem fram fer í Wales í næsta mánuði. Loeb handleggsbrotnaði í reiðhjólaslysi í september og hefur ekki ekið síðan, en hann tryggði sér samt titilinn eftir að hafa náð góðu forskoti á Marcus Grönholm og ætlar því ekki að taka áhættu á að meiða sig frekar. 15.11.2006 17:00 Davidson ekur fyrir Super Aguri Breski ökuþórinn Anthony Davidson verður ökumaður japanska Super Aguri liðsins í Formúlu 1 á næsta ári ásamt Takuma Sato. Davidson hefur verið æfingaökumaður fyrir BAR/Honda síðustu þrjú ár, en fær nú tækifæri til að reyna sig fyrir alvöru á meðal þeirra bestu. Hann á að baki tvær keppnir sem aðalökumaður með liði Minardi árið 2002 og eina með Honda á síðasta tímabili. 15.11.2006 16:56 Valencia hefur augastað á Lippi og Buffon Fréttir á Spáni herma að yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia hafi lýst því yfir að félagið ætli sér að hreppa Ítalana Marcello Lippi og Gianluigi Buffon til liðs við sig á næstunni. Þetta var rætt á stjórnarfundi hjá félaginu. 15.11.2006 16:47 Bayern ætlar að versla í sumar Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir félagið tilbúið að eyða háum fjárhæðum til leikmannakaupa í sumar og á von á að heimsklassa leikmaður verði keyptur til félagsins fyrir allt að 30 milljónir evra. 15.11.2006 16:37 Van Gaal hefur litlar mætur á Wayne Rooney Louis van Gaal, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins og Barcelona og nú verandi þjálfari AZ Alkmaar í Hollandi, segir að enskir knattspyrnumenn geti lært eitt og annað af þeim hollensku. Hann segir Wayne Rooney eiga langt í land með að verða heimsklassa leikmann. 15.11.2006 16:25 Deisler í liði Bayern á ný Sebastian Deisler verður í liði Bayern Munchen í fyrsta skipti í átta mánuði um helgina þegar meistararnir mæta Stuttgart í úrvalsdeildinni. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla, en þessi fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja hefur verið óheppinn með meiðsli allan sinn feril og þjáist einnig ef þunglyndi. 15.11.2006 16:22 Holland - England beint á Sýn í kvöld Hollendingar og Englendingar mætast í vináttuleik í Amsterdam í Hollandi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsending hefst klukkan 18:50 og klukkan 19:30 verður vináttuleikur Svisslendinga og Brasilíumanna sýndur beint á Sýn Extra. 15.11.2006 16:17 Ég á skilið að fá gullknöttinn Fabio Cannvaro, leikmaður Real Madrid og ítalska landsliðsins, segist vonast til að ítalskur leikmaður verði sæmdur gullknettinum þegar hann verður afhentur fljótlega, en hann og Gianluigi Buffon markvörður eru báðir tilnefndir. 15.11.2006 16:09 Birgir Leifur náði sér ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði sér ekki á strik á 5. hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Birgir lék hringinn á 3 höggum yfir pari í dag og er því samtals á 2 yfir pari á mótinu. Hann er því í 45.-63. sæti á mótinu, en 30 efstu kylfingarnir tryggja sig á Evrópumótaröðina eftir 6. hringinn. 15.11.2006 16:02 Óvænt gengi Utah Jazz heldur áfram Utah Jazz er með besta árangur allra liða í NBA deildinni eftir að liðið lagði LA Clippers 112-90 á heimavelli sínum í nótt. Utah hefur unnið 7 leiki og tapað 1, en lið Clippers hafði unnið 5 leiki í röð áður en það lá í Salt Lake City í nótt. 15.11.2006 14:15 Draumur í dós að fá Sigurð Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. 15.11.2006 00:01 Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. 15.11.2006 00:01 Golden State - Toronto í beinni Leikur Golden State Warriors og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt klukkan 3:30. Golden State hefur byrjað ágætlega undir stjórn Don Nelson, en hjá Toronto er fjölmenn sveit Evrópubúa enn að slípa sig inn í NBA deildina. 14.11.2006 21:15 Lemgo skellti Gummersbach Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og þar gerði Lemgo sér lítið fyrir og vann Gummersbach 34-29 á heimavelli sínum eftir að staðan hafði verið jöfn 19-19 í hálfleik. Lemgo er fyrir vikið komið í toppsæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki - einu stigi meira en Gummersbach. 14.11.2006 20:56 Englendingar eru ráðvilltir Hollendingurinn Ruud Gullit, sem meðal annars stýrði liði Newcastle á Englandi, segir að enska landsliðið sé á villigötum. Hann segir merkilegt að landslið með góðan mannskap eins og England geti ekki lagt lið á borð við Makedóníu. 14.11.2006 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja. 16.11.2006 17:28
Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili. 16.11.2006 17:18
Klien ekur hjá Honda Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær. 16.11.2006 17:14
Warnock reiður út í Kenny Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina. 16.11.2006 17:03
Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur. 16.11.2006 16:55
Diouf sleppur við kæru Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar. 16.11.2006 16:50
Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld. 16.11.2006 16:36
Kenyon Martin úr leik Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var. 16.11.2006 16:27
Federer og Nalbandian í undanúrslit Tenniskapparnir Roger Federer og David Nalbandian tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Shanghai þegar þeir unnu báðir lokaleiki sína í rauða riðlinum. 16.11.2006 16:15
Luque vill fara til Barcelona Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum. 16.11.2006 16:11
Birgir Leifur á Evrópumótaröðina Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag langþráðum áfanga þegar hann varð fyrsti íslendingurinn í karlaflokki til að vinna sér sæti á Evrópumótaröð atvinnukylfinga á næsta ári. Birgir lauk keppni á þremur höggum undir pari á sjötta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni og verður því örugglega á meðal 30 efstu manna, sem tryggði sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári. 16.11.2006 15:32
Charlotte lagði San Antonio Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte. 16.11.2006 14:39
Leikmönnum Reading bárust morðhótanir Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins. 16.11.2006 14:31
Fjölnir Þorgeirsson rodeo knapi ársins Oft geta tamningar og hestaíþróttir verið hættulegar sérstaklega þegar fólk dettur af baki. Í sumum og sem betur fer flestum tilvikum er um mjúkar lendingar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem er af Fjölni Þorgeirssyni þar sem hann dettur af baki og fær mjúka lendingu. 16.11.2006 11:36
Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. 16.11.2006 00:01
Enn tapar Wetzlar Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Hamburg á útivelli í kvöld 36-23. Minden lá heima gegn Flensburg 32-26, Kiel lagði Kronau/Östringen 37-32 og Magdeburg skellti Dusseldorf 37-31 á útivelli. 15.11.2006 22:25
Haukar lögðu Val Haukar lögðu Valsmenn í stórleik kvöldsins í SS-bikar karla í handbolta 27-24 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn eru því úr leik í bikarkeppninni en Haukar eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar. 15.11.2006 21:54
Brassar lögðu Svisslendinga Brasilíumenn lögðu Svisslendinga 2-1 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld. Varnarmaðurinn Luisao frá Benfica kom Brössum yfir á 22. mínútu og fyrirliðinn Kaka hjá AC Milan breytti stöðunni í 2-0 aðeins 12 mínútum síðar. Alexandre Frei minnkaði muninn fyrir Svisslendinga á 70. mínútu, þó markið hafi reyndar verið skráð sem sjálfsmark á Maicon, en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir ágæt tilþrif í lokin. 15.11.2006 21:41
McClaren ánægður Steve McClaren sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar enska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik í Amsterdam. Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið vel smurt fyrir sig og hrósaði nýliðunum sem fengu tækifæri í kvöld. 15.11.2006 21:33
Þjóðverjar þurftu að sætta sig við jafntefli Þjóðverjar þurftu í kvöld að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum Kýpurmönnum í D-riðli undankeppni EM. Michael Ballack kom Þjóðverjum yfir á 16. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, en Yiannakis Okkas jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Þjóðverjar töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í D-riðli og deila toppsætinu með Tékkum, en Írar burstuðu San Marino 5-0 í riðlinum í kvöld þar sem Robbie Keane skoraði þrennu fyrir Íra. 15.11.2006 21:13
Jafnt hjá Hollendingum og Englendingum Hollendingar og Englendingar gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik í knattspyrnu á Amsterdam Arena í Hollandi í kvöld. Wayne Rooney kom enska liðinu yfir á 37. mínútu með sínu fyrsta mark í rúmt ár fyrir England, en Rafael var Vaart jafnaði á 86. mínútu fyrir Hollendinga. Leikurinn var sýndur beint á Sýn. 15.11.2006 20:51
Stjarnan lagði Hauka á Ásvöllum Stjarnan lagði Hauka 28-26 í leik liðanna í DHL deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Rakel Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 8 mörk, þar af 4 úr vítum og þær Anna Blöndal og Jóna Ragnarsdóttir skoruðu 5 hvor. Ramune Pekerskyte skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk. Stjarnan er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en Haukar í 4. sætinu, en Stjarnan á 2 leiki til góða. 15.11.2006 19:54
Englendingar leiða í hálfleik Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Hollendingum þegar flautað hefur verið til leikhlés í vináttuleik þjóðanna á Amsterdam Arena í Hollandi. Það var Wayne Rooney sem skoraði mark enskra á 37. mínútu. Leikurinn hefur verið fjörugur og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 15.11.2006 19:48
Þróttarar mættu ekki í lyfjapróf Þrír leikmenn handknattleiksliðs Þróttar í Vogum skrópuðu í lyfjapróf eftir bikarleik gegn Stjörnunni í gær og eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld. 15.11.2006 19:42
Orlando - Denver í beinni á miðnætti Leikur Orlando Magic og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Hér er um að ræða mjög forvitnilegan leik fyrir margra hluta sakir, því Denver hefur ekki landað sigri í Orlando síðan í mars 1992. 15.11.2006 19:34
Stjarnan yfir gegn Haukum Stjörnustúlkur hafa yfir 15-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL deild kvenna. Rakel Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Blöndal hafa skorað 3 mörk hver fyrir Stjörnuna en Sandra Stojkovic hefur skorað 4 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 3 mörk. 15.11.2006 18:53
Segja Eggert gera tilboð fyrir helgi Breska dagblaðið Independent heldur því fram í dag að Eggert Magnússon muni gera formlegt 75 milljón punda kauptilboð í knattspyrnufélagið West Ham fyrir helgina. Því er jafnframt haldið fram að stjórn félagsins muni hugsa málið yfir helgina og mæla með því eftir helgina ef stjórnarmönnum verður tilboðið að skapi. 15.11.2006 18:42
Newell heldur starfi sínu Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur. 15.11.2006 18:33
Real Madrid skrifar undir risasamning Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid hefur skrifað undir nýjan sjö ára sjónvarpsréttarsamning við óuppgefinn aðila að verðmæti 800 milljóna evra, eða rúma 72 milljarða króna. Ramon Calderon, forseti Real, segir þetta stærsta sjónvarpssamning íþróttafélags í sögunni og ætlar að gefa upp nafn sjónvarpsstöðvarinnar sem hér um ræðir eftir nokkra daga. 15.11.2006 17:38
Martin Jol vill meiri hörku í lið Tottenham Martin Jol hefur skorað á leikmenn sína að sýna meiri hörku á knattspyrnuvellinum og segir að leikmenn sína skorti nauðsynlegt "drápseðli" til að veita efstu liðunum í deildinni verðuga samkeppni. 15.11.2006 17:26
Loeb verður ekki með í Wales Þrefaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, ætlar ekki að keppa í Bretlandsrallinu sem fram fer í Wales í næsta mánuði. Loeb handleggsbrotnaði í reiðhjólaslysi í september og hefur ekki ekið síðan, en hann tryggði sér samt titilinn eftir að hafa náð góðu forskoti á Marcus Grönholm og ætlar því ekki að taka áhættu á að meiða sig frekar. 15.11.2006 17:00
Davidson ekur fyrir Super Aguri Breski ökuþórinn Anthony Davidson verður ökumaður japanska Super Aguri liðsins í Formúlu 1 á næsta ári ásamt Takuma Sato. Davidson hefur verið æfingaökumaður fyrir BAR/Honda síðustu þrjú ár, en fær nú tækifæri til að reyna sig fyrir alvöru á meðal þeirra bestu. Hann á að baki tvær keppnir sem aðalökumaður með liði Minardi árið 2002 og eina með Honda á síðasta tímabili. 15.11.2006 16:56
Valencia hefur augastað á Lippi og Buffon Fréttir á Spáni herma að yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia hafi lýst því yfir að félagið ætli sér að hreppa Ítalana Marcello Lippi og Gianluigi Buffon til liðs við sig á næstunni. Þetta var rætt á stjórnarfundi hjá félaginu. 15.11.2006 16:47
Bayern ætlar að versla í sumar Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir félagið tilbúið að eyða háum fjárhæðum til leikmannakaupa í sumar og á von á að heimsklassa leikmaður verði keyptur til félagsins fyrir allt að 30 milljónir evra. 15.11.2006 16:37
Van Gaal hefur litlar mætur á Wayne Rooney Louis van Gaal, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins og Barcelona og nú verandi þjálfari AZ Alkmaar í Hollandi, segir að enskir knattspyrnumenn geti lært eitt og annað af þeim hollensku. Hann segir Wayne Rooney eiga langt í land með að verða heimsklassa leikmann. 15.11.2006 16:25
Deisler í liði Bayern á ný Sebastian Deisler verður í liði Bayern Munchen í fyrsta skipti í átta mánuði um helgina þegar meistararnir mæta Stuttgart í úrvalsdeildinni. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla, en þessi fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja hefur verið óheppinn með meiðsli allan sinn feril og þjáist einnig ef þunglyndi. 15.11.2006 16:22
Holland - England beint á Sýn í kvöld Hollendingar og Englendingar mætast í vináttuleik í Amsterdam í Hollandi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsending hefst klukkan 18:50 og klukkan 19:30 verður vináttuleikur Svisslendinga og Brasilíumanna sýndur beint á Sýn Extra. 15.11.2006 16:17
Ég á skilið að fá gullknöttinn Fabio Cannvaro, leikmaður Real Madrid og ítalska landsliðsins, segist vonast til að ítalskur leikmaður verði sæmdur gullknettinum þegar hann verður afhentur fljótlega, en hann og Gianluigi Buffon markvörður eru báðir tilnefndir. 15.11.2006 16:09
Birgir Leifur náði sér ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði sér ekki á strik á 5. hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Birgir lék hringinn á 3 höggum yfir pari í dag og er því samtals á 2 yfir pari á mótinu. Hann er því í 45.-63. sæti á mótinu, en 30 efstu kylfingarnir tryggja sig á Evrópumótaröðina eftir 6. hringinn. 15.11.2006 16:02
Óvænt gengi Utah Jazz heldur áfram Utah Jazz er með besta árangur allra liða í NBA deildinni eftir að liðið lagði LA Clippers 112-90 á heimavelli sínum í nótt. Utah hefur unnið 7 leiki og tapað 1, en lið Clippers hafði unnið 5 leiki í röð áður en það lá í Salt Lake City í nótt. 15.11.2006 14:15
Draumur í dós að fá Sigurð Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. 15.11.2006 00:01
Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. 15.11.2006 00:01
Golden State - Toronto í beinni Leikur Golden State Warriors og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt klukkan 3:30. Golden State hefur byrjað ágætlega undir stjórn Don Nelson, en hjá Toronto er fjölmenn sveit Evrópubúa enn að slípa sig inn í NBA deildina. 14.11.2006 21:15
Lemgo skellti Gummersbach Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og þar gerði Lemgo sér lítið fyrir og vann Gummersbach 34-29 á heimavelli sínum eftir að staðan hafði verið jöfn 19-19 í hálfleik. Lemgo er fyrir vikið komið í toppsæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki - einu stigi meira en Gummersbach. 14.11.2006 20:56
Englendingar eru ráðvilltir Hollendingurinn Ruud Gullit, sem meðal annars stýrði liði Newcastle á Englandi, segir að enska landsliðið sé á villigötum. Hann segir merkilegt að landslið með góðan mannskap eins og England geti ekki lagt lið á borð við Makedóníu. 14.11.2006 20:30