Fleiri fréttir

Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu

Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis.

Jón Þorbjörn á leið heim

Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári.

Í banni næstu tvo leikina

Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram.

Erum ánægðir með hópinn

Brasilíski varnarmaðurinn Silvinho hjá Barcelona að leikmenn séu ánægðir með þann hóp leikmanna sem er leikfær í liðinu. Aðeins fjórir sóknarmenn eru í þeim hópi og einn þeirra Eiður Smári Guðjohnsen.

Enn með 1,7 milljónir á dag

Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út.

Arnar Þór framlengir

Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall.

Eggert leggur inn tilboð í West Ham

Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda.

Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson

Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val.

Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum

Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit.

Iverson greiðir fyrir útför látins stuðningsmanns

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, hefur boðist til að greiða fyrir útför 22 ára gamals drengs frá Philadelphia sem lést í gær, þremur árum eftir að hann varð fyrir skotárás í borginni.

Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar

Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður.

Kraftakeppnin hefst á mánudaginn

Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku.

Roeder lætur Akanni heyra það

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn.

Golden State - Sacramento í beinni

Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt.

B&L og GR semja um BMW mótaröðina

Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér.

Fram í 8-liða úrslitin

Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26.

Naumt tap hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik þegar liðið lá fyrir úkraínska liðinu Cherkaski 98-96 í Keflavík. Gestirnir höfðu tögl og haldir framan af leik, en með góðum endaspretti voru Njarðvíkingar nálægt því að stela sigrinum.

Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum

Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur.

Þjóðverjar sektaðir vegna óláta stuðningsmanna

Þýska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 12.500 evrur af evrópska knattspyrnusambandinu í kjölfar óláta stuðningsmanna þýska liðsins í landsleik gegn Slóvökum í Bratislava í viðureign liðanna í undankeppni EM í síðasta mánuði.

Ricardo framlengir við Osasuna

Markvörðurinn Ricardo hefur framlengt samning sinni við spænska liðið Osasuna um tvö ár og verður því hjá félaginu til ársins 2009. Ricardo var áður hjá Manchester United, en hann fékk sjálfkrafa eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að hafa spilað yfir 60% leikja liðsins á síðasta ári.

Marca segir Cannavaro fá Gullknöttinn

Spænska útvarpsstöðin Marca í Madrid heldur því fram eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid muni verða sæmdur Gullknettinum í lok mánaðarins.

Aðgerðin heppnaðist vel

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga.

Fram mætir Fylki í SS bikarnum í kvöld

Tveir leikir fara fram í SS bikar karla í handbolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Fram og Fylkis sem hefst klukkan 19:15 í Framhúsinu, en þá mætast ÍR 2 á og Akureyri nú klukkan 18:30. 16-liða úrslitunum lýkur svo annað kvöld þegar ÍBV tekur á móti Hetti.

Mosley segir of mörg mót í Evrópu

Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni.

Njarðvík mætir Charkasky í kvöld

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik mæta í kvöld úkraínska liðinu Cherkasky Mavby í Áskorendakeppni Evrópu, en leikið verður í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Þetta er annar leikur Njarðvíkinga í riðli sínum, en liðið lá fyrir sterku liði Samara frá Rússlandi í fyrsta leik sínum á dögunum.

Óhagstætt að selja Hargreaves

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að félagið vilji ekki selja enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves því skattalög í landinu geri það að verkum að það hreinlega borgi sig ekki.

Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja.

Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren

Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili.

Klien ekur hjá Honda

Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær.

Warnock reiður út í Kenny

Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina.

Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea

Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur.

Diouf sleppur við kæru

Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar.

Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld.

Kenyon Martin úr leik

Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var.

Federer og Nalbandian í undanúrslit

Tenniskapparnir Roger Federer og David Nalbandian tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Shanghai þegar þeir unnu báðir lokaleiki sína í rauða riðlinum.

Luque vill fara til Barcelona

Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum.

Birgir Leifur á Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag langþráðum áfanga þegar hann varð fyrsti íslendingurinn í karlaflokki til að vinna sér sæti á Evrópumótaröð atvinnukylfinga á næsta ári. Birgir lauk keppni á þremur höggum undir pari á sjötta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni og verður því örugglega á meðal 30 efstu manna, sem tryggði sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Charlotte lagði San Antonio

Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte.

Leikmönnum Reading bárust morðhótanir

Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins.

Fjölnir Þorgeirsson rodeo knapi ársins

Oft geta tamningar og hestaíþróttir verið hættulegar sérstaklega þegar fólk dettur af baki. Í sumum og sem betur fer flestum tilvikum er um mjúkar lendingar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem er af Fjölni Þorgeirssyni þar sem hann dettur af baki og fær mjúka lendingu.

Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára

Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg.

Enn tapar Wetzlar

Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Hamburg á útivelli í kvöld 36-23. Minden lá heima gegn Flensburg 32-26, Kiel lagði Kronau/Östringen 37-32 og Magdeburg skellti Dusseldorf 37-31 á útivelli.

Haukar lögðu Val

Haukar lögðu Valsmenn í stórleik kvöldsins í SS-bikar karla í handbolta 27-24 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn eru því úr leik í bikarkeppninni en Haukar eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar.

Brassar lögðu Svisslendinga

Brasilíumenn lögðu Svisslendinga 2-1 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld. Varnarmaðurinn Luisao frá Benfica kom Brössum yfir á 22. mínútu og fyrirliðinn Kaka hjá AC Milan breytti stöðunni í 2-0 aðeins 12 mínútum síðar. Alexandre Frei minnkaði muninn fyrir Svisslendinga á 70. mínútu, þó markið hafi reyndar verið skráð sem sjálfsmark á Maicon, en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir ágæt tilþrif í lokin.

McClaren ánægður

Steve McClaren sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar enska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik í Amsterdam. Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið vel smurt fyrir sig og hrósaði nýliðunum sem fengu tækifæri í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir