Fleiri fréttir

Auðunn Jónsson hlutskarpastur

Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð stigahæsti keppandinn á Fógetamótinu svokallaða sem haldið var í húsakynnum B&L í dag, en þar var keppt í bekkpressu til minningar um Ólaf Sigurgeirsson, fyrrum formann Kraftlyftingasambands Íslands.

Heimili Peter Crouch lagt í rúst

Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, varð fyrir því óláni í vikunni að brotist var inn á heimili hans á meðan hann var að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Fjölda verðmætra muna og bifreið á að hafa verið stolið af heimili hans og það sem eftir stóð var rifið, brotið og bramlað.

Shevchenko átti aldrei fara til Chelsea

Kakha Kaladze, félagi Andriy Shevchenko hjá AC Milan til sex ára, segir að Úkraínumaðurinn hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea.

Tyson enn og aftur inn í hringinn

Hnefaleikakappinn Mike Tyson mun berjast við fyrrum æfingafélaga sinn Corey "T-Rex" Sanders þann 20. október næstkomandi, en hann fyrirhugar að berjast nokkra stutta bardaga til að vinna sig út úr skuldum. Tyson hafði áður lýst því yfir að hann hataði að berjast, en þessi fertugi fyrrum meistari segir þetta uppátæki engöngu lið í því að safna peningum upp í skuldir og segir það skárri kost en að veltast um í þunglyndi.

Skammar Mido fyrir ummæli sín

Martin Jol var ekki par hrifinn af ummælum framherja síns Mido í dag, en í samtali við bresku slúðurblöðin sagði Egyptinn að Sol Campbell væri auðveldasti andstæðingur sem hann hefði mætt á knattspyrnuvellinum. Þessi ummæli framherjans hafa eflaust vakið gleði stuðningsmanna Tottenham, en Jol hefur aðrar hugmyndir um upphitun fyrir leik Tottenham og Portsmouth á morgun.

Hljóp um drukkinn í bleikum inniskóm

Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur lent í ýmsu í gegn um árin og í bók sinni sem kemur út á næstunni segir hann frá skemmtilegu atviki sem hann lenti í þegar hann fór út á lífið fyrir þremur árum.

Eiður Smári stal senunni í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen gaf þjálfara sínum Frank Rijkaard góðan sigur í afmælisgjöf í dag þegar hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni. Eiður skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Barcelona vann sigur á þrjóskum Böskunum í Athletic Bilbao 3-1 á útivelli eftir að vera manni fleiri í 70 mínútur.

Stórtap hjá Degi og félögum

Tíu leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Dagur Sigurðsson og félagar í Bregenz steinlágu á heimavelli fyrir franska liðinu Montpellier 29-17 og Evrópumeistarar Ciudad Real unnu góðan útisigur á Szeged 25-20 án Ólafs Stefánssonar sem er meiddur. Þá vann stórlið Celje auðveldan sigur á Sandefjord í riðli Framara, en Fram tekur á móti Gummersbach í Laugardalshöllinni á morgun.

Barcelona í vandræðum - Eiður í sviðsljósinu

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru í bullandi vandræðum gegn Athletic Bilbao í leik sem sýndur er beint á Sýn, en meistararnir eru undir þegar flautað hefur verið til leikhlés. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona og var fljótur að koma sér í sviðsljósið í leiknum.

Sigurganga Juventus heldur áfram

David Trezeguet skoraði tvö mörk annan leikinn í röð fyrir lið Juventus þegar það vann 2-0 sigur á Piacenza í dag og er því aðeins með fjögur stig í mínus í deildinni og er því 15 stigum á eftir efsta liði deildarinnar Brescia, sem gerði jafntefli í dag. Trezeguet skoraði líka tvö mörk um síðustu helgi í 4-0 sigri á Modena, en það var gamla kempan Alessandro Del Piero sem lagði upp bæði mörk Frakkans í dag.

Haukar unnu grannaslaginn

Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26.

Naumt tap hjá Haukum

Karlalið Hauka tapaði naumlega fyrir ítalska liðinu Conversano í EHF-keppninni í handbolta í dag 32-31 og á liðið því ágæta möguleika fyrir síðari leikinn sem fram fer á Ásvöllum næsta sunnudag.

Magdeburg lagði Göppingen

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg lagði Göppingen á heimavelli sínum 36-29 þar sem Stefan Kretzschmar skoraði 7 mörk, en Jaliesky Garcia lék ekki með Göppingen. Melsungen lagði Lubbecke 36-33 þar sem Þórir Ólafsson skoraði 3 mörk og loks töpuðu Gylfi Gylfason og félagar í Wilhelmshavener 31-30 fyrir Nordhorn.

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í dag þegar liðið sækir Baskana í Athletic Bilbao heim í spænska boltanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 20. Eiður er í framlínunni ástamt Leo Messi og er þetta fyrsti alvöru leikur Eiðs í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Bilbao - Barcelona í beinni

Nú er að hefjast leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn klukkan 20. Eins og flestir vita verður Barcelona án síns helsta markaskorara í kvöld þar sem Samuel Eto´o er meiddur og því ætti að vera meiri möguleiki á að sjá okkar mann Eið Smára Guðjohnsen etja kappi við Baskana í kvöld.

Wolfsburg skellti meisturunum

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lærisveinar Klaus Augenthaler í Wolfsburg skelltu meisturum Bayern Munchen 1-0. Wolfsburg var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en fyrsta mark Mike Hanke í sjö mánuði tryggði heimamönnum sigurinn. Þetta var aðeins þriðji sigur Wolfsburg í síðustu 23 leikjum, en þessi sigur hefur væntanlega keypt Augenthaler einhvern gálgafrest í starfi sínu.

Loksins sigur hjá Sheffield United

Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994.

Sýndi stuðningsmönnum Everton beran bossann

Joey Barton hjá Manchester City á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að hann leysti niður um sig buxurnar og flassaði stuðningsmenn Everton eftir að liðin gerðu jafntefli á Goodison Park í dag. Barton er sjálfur frá Liverpool og á sér sögu í viðskiptum sínum við stuðningsmenn Everton. Hann á nú örugglega yfir höfði sér leikbann fyrir þessa glórulausu framkomu.

Keflvíkingar bikarmeistarar

Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill félagsins og annar á þremur árum.

Markið hans Van Persie var stórkostlegt

Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins.

Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða

Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna.

Valur lagði Akureyri

Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi.

Haukar í átta liða úrslitin

Haukar úr Hafnarfirði urðu í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið lagði ÍR 76-65 í Seljaskóla. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og Rodney Blackstock setti 16, en Roni Leimu skoraði 22 stig fyrir Hauka og Kevin Smith setti 19 stig.

Woods enn í forystu

Tiger Woods hefur enn örugga forystu á heimsmótinu í golfi sem fram fer á Englandi, en Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi hefur nú sex högga forystu á næsta mann fyrir lokadag mótsins á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokadeginum eftir hádegi á morgun.

Arsenal lagði Charlton

Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal.

Baráttan skilaði okkur sigri

Sam Allardyce var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Liverpool í dag, en Bolton átti ekki mikið fleiri skot á markið en þau tvö sem rötuðu í netið og færðu liðinu 2-0 sigur. Allardyce sagði sigurinn afrakstur blóðugrar baráttu sinna manna.

Enn skorar Drogba

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor.

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa góða 2-0 forystu gegn KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik og verðskulda fyllilega forystu sína. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Suðurnesjamanna og komu þau bæði eftir hornspyrnur. KR-inga bíður því gríðarleg vinna í síðari hálfleiknum ef þeir ætla sér að ná einhverju út úr leiknum.

2-0 fyrir Keflavík

Keflvíkingar eru komnir í 2-0 gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli og aftur kom mark eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Baldur Sigurðsson sem skoraði og aðeins nokkrum augnablikum síðar fengu Keflvíkingar dauðafæri en náðu ekki að nýta sér það.

Keflvíkingar komnir yfir

Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli. Það var Guðjón Antoníusson sem skoraði markið með skalla eftir að Kenneth Gustavsson hafði framlengt boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu. Þar stóg Guðjón einn og yfirgefinn á markteignum og skallaði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni fyrstu 25 mínútur leiksins og verðskulda forystu sína.

Keflvíkingar byrja betur

Nú eru liðnar um 15 mínútur af úrslitaleik KR og Keflavíkur í Visa bikarnum í knattspyrnu. Staðan er enn jöfn 0-0, en það eru Keflvíkingar sem ráða ferðinni fyrstu mínúturnar og hafa verið mun líklegri til afreka en þeir röndóttu. Keflvíkingar pressa ofarlega á vellinum og reyna án afláts að sækja, á meðan Reykjavíkurliðið lætur sér nægja að sitja til baka.

Bolton lagði Liverpool

Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni.

Alonso á ráspól í Kína

Heimsmeistarinn Fernando Alonso verður á ráspól í Kínakappakstrinum á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökum í morgun. Michael Schumacher varð að láta sér lynda sjötta sætið, en hann átti erfitt uppdráttar í rigningunni í Shanghai í dag. Giancarlo Fisichella náði öðrum besta tímanum og Honda mennirnir Jenson Button og Rubens Barrichello náðu þriðja og fjórða besta tímanum.

Domenech framlengir til 2010

Knattspyrnuþjálfarinn Raymond Domenech hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið til þriggja ára og mun því að öllu óbreyttu stýra franska landsliðinu fram yfir HM í Suður-Afríku árið 2010.

Tveir Cech-ar í landsliðshópnum

Karel Brueckner, landsliðsþjálfari Tékka í knattspyrnu, hefur nú valið landsliðshóp sinn sem mætir San Marino og Írum í D-riðli undankeppni EM í næsta mánuði. Einn nýliði verður í hópnum, en það er markvörðurinn Marek Cech frá Slovan Leberec og verður honum ætlað að vera varamaður fyrir nafna sinn Peter Cech hjá Chelsea.

Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna

Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri.

Van Bommel í hópinn á ný

Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði.

Krísufundur vegna máls Larry Brown kvöld

Í dag verður haldinn krísufundur hjá New York Knicks þar sem fulltrúar félagsins munu ræða við fyrrum þjálfara félagsins Larry Brown og hans fylgdarlið, þar sem umræðuefnið verður óuppgerður samningur þjálfarans frá því hann var rekinn í júní í sumar.

Woods í algjörum sérflokki

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, er í algjörum sérflokki á heimsmótinu í golfi sem fram fer á Englandi og hefur nú fimm högga forystu á þrjá næstu menn á mótinu eftir að leiknir hafa verið tveir hringir.

ÍR mætir Haukum í kvöld

Í kvöld klukkan 19:15 kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukar sem verða síðasta liðið til að tryggja sér sæti 8-liða úrslitunum í Powerade bikarnum í körfubolta, en keppnin hófst í gær með þremur leikjum. Keppt var með breyttu sniði í ár og aðeins tólf lið tóku þátt. Átta liða úrslitin í keppninni hefjast svo með látum á morgun þegar Njarðvíkingar taka á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík klukkan 19:15.

Þrjár breytingar á landsliðshóp Eyjólfs

Eyjólfur Sverrisson hefur gert þrjár breytingar á landsliðshópnum sem mætir Lettum og Svíum í undankeppni EM í næsta mánuði. Pétur Hafliði Marteinsson, Marel Jóhann Baldvinsson og Emil Hallfreðsson koma inn í hópinn fyrir Heiðar Helguson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólaf Örn Bjarnason.

Srnicek kominn aftur til Newcastle

Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal.

Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga

Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham.

Frábær hringur hjá Heiðari

Heiðar Davíð Bragason fór á kostum á öðrum hringnum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem haldið er á Ítalíu. Heiðar spilaði á 7 höggum undir pari á lokadeginum í dag, samtals 65 höggum. Heiðar er á meðal efstu manna á mótinu og fær því tækifæri til að spila á öðru stigi úrtökumótsins.

Birgir Leifur úr leik í Kasakstan

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á áskorendamótinu í golfi sem fram fer í Kasakstan eftir að hann lauk keppni á öðrum hringnum á samtals tveimur höggum yfir pari í dag. Birgir lék reyndar á pari í dag, en það nægði honum ekki til að komast í gegn um niðurskurðinn eftir slaka spilamennsku í gær.

Sjá næstu 50 fréttir