Fleiri fréttir

Spáð í spilin

Eins og staðan er nú í hálfleik eru Grindvíkingar í fallsæti með ÍBV en það þarf ekki mikið til að það breytist. Sigri Grindvíkingar FH og ekkert annað breytist þá falla Víkingar. Ef Víkingar hins vegar gera jafntefli við ÍA og Grindavík vinnur FH og annað breytist ekki þá falla Fylkismenn. Breiðablik og ÍA eru með bestu stöðuna í hálfleik.

Staðan í leikjunum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust.

Blikar og Eyjamenn komnir í 2-0

Það lítur út fyrir að Breiðablik leiki í úrvalsdeildinni að ári því þeir eru komnir 2-0 gegn Keflavík. Það var Arnar Grétarsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Eyjamenn eru komir í 2-0 gegn Fylki, Ingi Rafn Ingibergsson með markið. Fylkismenn eru komir óþægilega nálægt fallinu. KR-ingar hafa jafnað gegn Val Grétar Ólafur Hjartarson skorar.

Skagamenn skora

Skagamenn eru komnir í 1-0 í Víkinni gegn Víkingum það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði. Eyjamenn eru líka komnir yfir gegn Fylki þar var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði. Grindvíkingar sækja án afláts og mikið mæðir á vörn FH.

Blikar og Valsmenn skora

Breiðablik er komið 1-0 yfir gegn Keflavík Magnús Páll Gunnarsson skoraði. Valsmenn eru komir í 1-0 gegn KR þar var það Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði. Rétt í þessu var Jóhann Þórhallsson að klúðra úrvalsmarktækifæri fyrir Grindavík en þeir eru mun líklegri heldur en FH. Við minnum á boltavaktina sem er vel með á nótunum.

Lokaumferðin hafin

Lokaumferð Landsbankadeildarinnar er hafin og reikna má með mikilli spennu. Fimm lið eru í fallhættu en KR og Valur berjast um Evrópusæti. Vísir er með góða menn á öllum völlum og fylgist grannt með gangi mála. Allir leikirnir eru í járnum en þó byrjar leikur Grindavíkur og FH mjög fjörlega þar sem bæði lið skiptast á að sækja.

Tottenham steinlá á Anfield

Liverpool var rétt í þessu að leggja Tottenham 3-0 á heimvelli sínum Anfield Road. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og það voru þeir Mark Gonzalez, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, Dirk Kuyt og Luis Garcia sem skoruðu mörkin.

Evrópumenn leiða 7.5 - 4.5

Evrópumenn leiða með þriggja vinninga mun gegn Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum í golfi. Staðan er Evrópa sjö og hálfur en Bandaríkin fjórir og hálfur. Það var lagleg vippa frá Darren Clarke sem tryggði honum og Lee Westwood sigur gegn Tiger Woods og Jim Furyk í morgun.

Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar

Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar.

Skorar á áhorfendur að hylla Woodgate

Gareth Southgate hefur nú enn og aftur skorað á stuðningsmenn Middlesbrough að taka vel og hressilega á móti varnarmanninum Jonathan Woodgate þegar hann spilar sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið á morgun.

Wayne Rooney er enn ekki kominn í leikform

Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að framherjinn Wayne Rooney þurfi fleiri leiki til að ná sínu besta formi með liðinu, en hann var sem kunnugt er lengi frá keppni vegna fótbrots í sumar. Rooney hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni með Manchester United og Queiroz segir hann aðeins þurfa nokkra leiki til viðbótar til að ná sínu besta.

Grönholm með forystu

Finninn Marcus Grönholm á Ford hefur nauma sex sekúndna forystu á franska heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen þegar fyrsta keppnisdeginum í Kýpurrallinu er lokið. Finninn Mikko Hirvonen á Ford er í þriðja sætinu, en hann hefur verið í mikilli sókn á síðustu misserum.

Verðum að taka hart á Chelsea

Chris Coleman gerir sér fulla grein fyrir því að hans menn í Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea í úrvalsdeildinni. Fulham náði að vinna Chelsea 1-0 á heimavelli sínum í fyrra og það var fyrsti sigur liðsins á grönnum sínum í 27 ár.

Evrópumenn í forystu

Lið Evrópu hefur nauma forystu gegn liði Bandaríkjanna eftir fyrstu umferð í Ryder bikarnum sem fram fer á Írlandi. Evrópa hefur eins vinnings forskot eftir fjórleikinn og hefur 2,5 vinninga gegn 1,5 hjá Bandaríkjamönnum. Mótið vekur jafnan gríðarlega athygli og á meðal stuðningsmanna bandaríska liðsins á Írlandi eru George Bush eldri og körfuboltastjarnan Michael Jordan.

Sigurhrina Bandaríkjamanna stöðvuð

Kvennalið Bandaríkjanna fetaði í fótspor karlaliðsins í dag þegar liðið tapaði óvænt fyrir Rússum 75-68 í undanúrslitum á HM. Bandaríska liðið var tvöfaldur heimsmeistari og Ólympíumeistari fyrir leikinn og hafði liðið unnið 26 leiki í röð á HM, en síðasta tap þeirra var gegn Brasilíu á HM árið 1994. Það verða því lið Rússlands og Ástralíu sem leika til úrslita um helgina, en mótið fer fram í Brasilíu.

Lokaumferðin í Landsbankadeildinni á morgun

Það verður mikið um dýrðir á Sýn um helgina þar sem úrslit ráðast í lokaumferð Landsbankadeildar karla. Fimm lið geta enn fallið úr deildinni og þá verður slagur Vals og KR um annað sætið á Laugardalsvellinum. Einnig verður nóg um að vera í spænska boltanum, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Valencia í stórleik helgarinnar.

Kemur Bellamy til varnar

Rafa Benitez hefur nú komið framherja sínum Craig Bellamy til varnar eftir að aðstoðarstjóri Newcastle klagaði hann fyrir kjaftbrúk eftir leik Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Terry McDermott kallaði Bellamy strigakjaft og sagði að hann væri byrjaður með sömu stæla hjá Liverpool og hefðu gert hann útlægan hjá Newcastle á sínum tíma.

Babayaro kærður fyrir að slá til mótherja

Celestine Babayaro hjá Newcastle á nú yfir höfði sér leikbann eftir að hafa verið kærður fyrir að slá til hollenska framherjans Dirk Kuyt hjá Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Babayaro mun að öllu óbreyttu taka út þriggja leikja bann eftir að atvikið var skoðað á myndbandi, en hann hefur frest fram yfir helgina til að svara fyrir sig.

Hefur enn ekki fengið gögn frá BBC

Breska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir óánægju sinni með breska sjónvarpið í kjölfar þess að sambandinu hafa enn ekki borist gögn frá sjónvarpinu svo hægt sé að fara á fullu í að rannsaka ásakanir á hendur stjórum og leikmönnum sem fram komu í þættinum Panorama á dögunum.

Ragnhildur úr leik

Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en leikið var í Palm Springs í Kaliforníu.

Falleg knattspyrna er arfleifð Arsene Wenger

Thierry Henry fer fögrum orðum um knattspyrnustjóra sinn Arsene Wenger í viðtali í dag og segir að stjórans verði minnst fyrir þá fallegu knattspyrnu sem liðið hefur spilað undir hans stjórn síðan hann tók við fyrir bráðum áratug.

Fjórar milljónir ljósára í Evrópusætið

Martin O´Neill segir að alla hjá Aston Villa dreymi vissulega um að koma liðinu í Evrópukeppnina á ný, þar sem liðið hefur ekki látið að sér kveða síðan árið 1982 þegar liðið vann sigur í Evrópukeppninni. O´Neill er þó hógvær á möguleika liðsins og segir Evrópusætið fjórar milljónir ljósára í burtu á þessum tímapunkti.

Rooney verður betri en George Best

Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United.

Óvænt úrslit í bikarnum

Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær.

Feginn að losna frá Englandi

Spænski framherjinn Fernando Morientes gerði ekki gott mót á þeim mánuðum sem hann lék með Liverpool, en hann hefur nú tekið upp fyrri iðju í heimalandinu og raðar inn mörkunum fyrir Valencia. Hann segist feginn að vera laus frá Englandi, því knattspyrnan þar hafi engan veginn fallið að sínum leikstíl.

Craig Bellamy er strigakjaftur

Terry McDermott, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle, lenti í orðaskaki við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool eftir leik liðanna á Anfield í gærkvöldi, en Bellamy lék áður með Newcastle. McDermott segir að Bellamy sé strigakjaftur sem haldi ætíð að hann sé stærri en liðið sem hann spilar fyrir hverju sinni.

Guðmundur áfram hjá Val

Knattspyrnudeild Vals hefur tilkynnt það á heimasíðu sinni að félagið hafi náð samkomulagið við Guðmund Benediktsson um að spila í það minnsta eitt ár til viðbótar með liðinu. Guðmundur hefur verið lykilmaður í Valsliðinu síðan hann gekk í raðir félagsins frá KR fyrir tímabilið í fyrra.

Konum bannað að kaupa aðgöngumiða

Það er jafnan heitt í kolunum þegar grannaliðin Dinamo og Steua frá Búkarest eigast við á knattspyrnuvellinum, en forráðamenn Dinamo gengu svo langt að banna konum að kaupa miða á leikinn í gær og sökuðu þær um að vera að hamstra miða fyrir gestaliðið. Þá kom einnig til slagsmála í einni miðaröðinni sem seldi Dinamo miða eftir að farsími tók að hringja með stuðningsmannalagi Steua.

Dimitar Berbatov meiddur

Búlgarski landsliðsmaðurinn Dimitar Berbatov verður frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar hjá Tottenham eftir að nárameiðsli hans tóku sig upp að nýju á æfingu í dag. Berbatov hefur lítið geta spilað með Lundúnaliðinu síðan hann var keyptur frá Leverkusen á 11 milljónir í sumar, en þetta er mikið áfall fyrir liðið sem hefur byrjað afleitlega í deildinni og gengur ekkert að skora mörk.

Mandaric stígur formlega af stóli

Milan Mandaric, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur nú tilkynnt að hann ætli að segja af sér formennsku að loknum leik Portsmouth og Bolton á mánudaginn. Undir stjórn Gaydamak hefur félagið tekið stórt stökk á nokkrum árum og framtíðin er vissulega björt undir stjórn hins nýja eiganda, Alexandre Gaydamak.

Reading áformar að stækka heimavöllinn

Forráðamenn Reading segja áform uppi um að stækka Madejski leikvanginn, heimavöll félagsins, um allt að 10.000 sæti. Völlurinn tekur sem stendur aðeins um 24.000 manns í sæti, en vonast er til að stuðningsmönnum úrvalsdeildarliðsins fjölgi í kjölfar góðs gengis liðsins á síðustu misserum.

Sjónvarpsþátturinn var farsi

Harry Redknapp segir að sjónvarpsþátturinn Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum hafi verið farsi frá upphafi til enda og segir ásakanir á hendur sér í þættinum algjöra vitleysu. Redknapp var sakaður um að hafa rætt ólöglega við leikmanninn Andy Todd á sínum tíma.

Samningur Ásgeirs ekki framlengdur

Knattspyrnudeild Fram hefur tilkynnt að samningur Ásgeirs Elíassonar þjálfara verði ekki framlengdur og þykir þetta gefa þeim orðrómi byr undir báða vængi að félagið sé í viðræðum við Ólaf Þórðarson, fyrrum þjálfara ÍA. Fram vann sigur í 1. deildinni í sumar og vann sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð.

Tekur fulla ábyrgð á tapinu

Gareth Southgate segir að skrifa megi tapið fyrir fyrrum lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í Notts County alfarið á sig, en Southgate stillti upp mikið breyttu liði á heimavelli gegn 3. deildarliðinu og uppskar 1-0 tap.

Óttast ekki pressuna

Stuart Pearce segist ekki óttast þá síauknu pressu sem á honum er eftir að Manchester City tapaði enn eina ferðina í gær og nú fyrir Chesterfield í enska deildarbikarnum. Þetta var þriðja tap City og 13 ósigur liðsins í síðustu 16 leikjum í það heila.

Mjög sáttur þrátt fyrir að vera á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen segist fullkomlega sáttur við lífið hjá nýja liðinu sínu Barcelona þó hann hafi þurft að verma varamannabekkinn hjá liðinu fyrstu vikurnar, líkt og hann gerði hjá Chelsea. Hann segir að leikstíll þeirra Frank Rijkaard og Jose Mourinho sé hreint ekki svo ólíkur.

Léttir fyrir Liverpool

Liverpool vann í kvöld afar mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle í eina leiknum sem fram fór í ensku úrvalsdeildinni, en leikið var á Anfield. Hollenski framherjinn Dirk Kuyt opnaði markareikning sinn fyrir félagið með marki í fyrri hálfleik og Spánverjinn Xabi Alonso skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi í þeim síðari og tryggði Liverpool þrjú dýrmæt stig eftir að liðið hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð.

Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik

Enski deildarbikarinn stóð svo sannarlega undir nafni í kvöld, því þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr keppni gegn minni spámönnum í leikjunum fimm sem voru á dagskrá. Aston Villa hélt þó uppi merkjum liða í efstu deild með góðum 2-1 útisigri á Scunthorpe í leik sem sýndur var beint á Sýn. Juan Pablo Angel skoraði bæði mörk Villa í leiknum.

Stjarnan lagði Hauka

Bikarmeistarar Stjörnunnar tryggði sér í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ með því að vinna öruggan sigur á Íslandsmeisturum Fram í Framhúsinu 29-25. Bikarmeistararnir höfðu frumkvæðið allan leikinn og voru vel að sigrinum komnir.

Heiðar minnkar muninn fyrir Fulham

Lið Fulham hefur komið einbeittara til leiks í síðari hálfleiknum gegn Wycombe á heimavelli sínum því Heiðar Helguson er búinn að minnka muninn í 2-1 með góðum skalla strax á 47. mínútu leiksins.

Aston Villa yfir gegn Scunthorpe

Fimm leikir eru á dagskrá kvöldsins í enska deildarbikarnum og annað kvöldið í röð eru litlu liðin að stríða úrvalsdeildarliðunum. Aston Villa er ekki eitt þeirra, en liðið hefur 1-0 forystu gegn Scunthorpe í leik sem sýndur er beint á Sýn.

Orðlaus yfir smekklausum stuðningsmönnum West Ham

Glenn Roader, stjóri Newcastle og fyrrum stjóri West Ham, segist hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann mætti á Upton Park með nýja liðið sitt á dögunum, en þá sungu stuðningsmenn niðrandi texta um lífshættuleg veikindi sem hann átti við að stríða þegar hann stýrði West Ham á sínum tíma.

Fram - Stjarnan að hefjast

Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar.

Níels Dungal í Fjölni

Bakvörðurinn Níels Páll Dungal hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis í Iceland Express deild karla í körfubolta. Níels er 23 ára gamall og var lykilmaður hjá KR-ingum á síðustu leiktíð. Hann spilaði 26 mínútur að meðaltali í leik og skoraði um 9 stig að meðaltali. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis.

Sjá næstu 50 fréttir