Fleiri fréttir Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli Nú hefur verið flautað til hálfleiks í vináttuleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli, en enn hefur ekkert mark verið skorað í leiknum. Spánverjar tefla fram sókndjörfu liði í dag, en íslenska liðinu hefur tekist með ágætum að halda aftur af þeim það sem af er. 15.8.2006 20:49 Jóhannes Karl nálægt því að skora Leikur Íslendinga og Spánverja er nú hafinn og það er Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur átt besta færi leiksins til þessa. Jóhannes reyndi ótrúlegt skot af um 60 metra færi sem Jose Reina náði naumlega að slá yfir spænska markið og þurfti að skipta um markmannshanska eftir tilþrifin. Þetta gerðist á 13. mínútu leiksins og skömmu síðar átti Luis Garcia gott færi við íslenska markið en Árni Gautur sá við honum. 15.8.2006 20:16 City samþykkir tilboð Boro í Distin Forráðamenn Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Middlesbrough í miðjumanninn Sylvain Distin og er hann sagður í viðræðum um kaup og kjör þessa stundina. Boro hefur lengi verið á höttunum eftir franska leikmanninum sem bar fyrirliðabandið hjá City um tíma á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði. 15.8.2006 19:29 Friðrik Ingi ráðinn framkvæmdastjóri KKÍ Friðrik Ingi Rúnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Grindavíkur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkinga, hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Grindvíkinga í stað nafna síns Rúnarssonar. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. 15.8.2006 18:15 Byrjunarlið Íslands klárt Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-4-2 og verða þeir Heiðar Helguson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu. 15.8.2006 18:13 Rooney og Scholes fá þriggja leikja bann Wayne Rooney og Paul Scholes, leikmenn Manchester United, þurfa báðir að taka út þriggja leikja bannið sem þeir fengu upphaflega fyrir að láta reka sig af velli í æfingaleik gegn Porto á dögunum, en áfrýjun þeirra var vísað frá í dag. Bann þeirra tekur gildi þann 23. ágúst og verða þeir félagar því í liði United sem mætir Fulham í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, en missa af næstu þremur leikjum gegn Charlton, Watford og Tottenham. 15.8.2006 17:22 Redknapp í vandræðum með sóknarmenn Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann sé í miklum vandræðum með að manna sóknina hjá sér fyrir upphaf tímabilsins sem fer af stað um helgina. Redknapp er nú að reyna að klófesta sóknarmanninn Kanu sem er enn með lausa samninga eftir að lið hans West Brom féll úr úrvalsdeildinni í vor. 15.8.2006 16:07 Nedved spilar sinn síðasta leik fyrir Tékka Miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Tékka og Serba annað kvöld. Nedved segist í framtíðinni ætla að einbeita sér að því að spila með liði Juventus og segir tíma til kominn til að hleypa yngri mönnum að hjá landsliðinu. 15.8.2006 15:54 Ballack vonast til að verða klár á sunnudag Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vonast enn til að geta verið með á sunnudaginn þegar Chelsea mætir Manchester City í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Ballack fór meiddur af velli í leiknum um samfélagsskjöldinn um síðustu helgi og verður ekki með landsliði Þjóðverja sem tekur á móti Svíum annað kvöld. 15.8.2006 15:34 Rúm 60% telja Íslendinga ekki eiga séns Rúm 60% lesenda Vísis telja að Íslendinga eigi ekki séns í sterkt lið Spánverja í kvöld. Spánverjar eru með eitt af bestu knattspyrnulandsliðum heims um þessar mundir. Þeir féllu óvænt út í 16-liða úrslitum á HM nú í sumar. Tæp 40% lesenda telja hins vegar að Íslendingar eigi möguleika á að ná góðum úrslitum. 15.8.2006 14:33 Isaksson kominn til City Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið formlega frá samningi við sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Isaksson frá franska liðinu Rennes. Isaksson á að baki 42 landsleiki og er 24 ára gamall. Isaksson mun því taka stöðu David James í marki City, en James gekk á dögunum í raðir Portsmouth. 15.8.2006 14:32 Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. 15.8.2006 14:00 Dean Ashton ökklabrotnaði á æfingu Dean Ashton, leikmaður West Ham, sem á dögunum var valinn í enska landsliðshópinn ökklabrotnaði á æfingu. Það var reiknað með að hann yrði í byrjunarliði Englendinga gegn Grikkjum. Það hefði verið fyrsti leikur hans fyrir England. 15.8.2006 13:24 Gerrard verður á hægri kanti Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 15.8.2006 12:51 Á leið til Real Madrid Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar. 15.8.2006 12:27 Marca tilkynnti líkleg byrjunarlið í gær Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca gaf upp líkleg byrjunarlið Íslands og Spánar í gær. Samkvæmt því tefla Spánverjar fram gríðarlega sterku liði með þrjá sterka framherja í fremstu víglínu, þá David Villa, Fernando Torres og Raúl. Marca er hins vegar ekki betur upplýst en svo, að Brynjar Björn Gunnarsson er í vörn Íslendinga. Samkvæmt heimildum Vísis er Eyjólfur Sverrisson ekki tilbúinn með lið sitt fyrr enn um kaffileytið. Liðin sem Marca setur upp eru. 15.8.2006 11:24 Ísland í 13. sæti eftir fimm umferðir Íslendingar eru í 13. sæti eftir fimm umferðir af 33 í Evrópumótinu í Bridge. Íslendingar hafa fengið 80 stig af þeim 125 sem í boði voru. Ítalir eru efstir með 109 stig, Svíar koma næstir með 97,5 stig og Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 93 stig. 15.8.2006 10:33 Nýtt og betra gras.is Fótboltavefurinn Gras.is hefur opnað nýjan vef eftir miklar breytingar. Vefurinn hefur verið endurbættur frá grunni og nýjungum bætt við. Sem dæmi eru boltavaktin og draumadeildin komin á gras.is í samstarfi við Vísi. 15.8.2006 09:38 Steve Staunton ógnað af byssumanni Steve Staunton, landsliðsþjálfara Íra í knattspyrnu, slapp með skrekkinn í kvöld þegar maður vopnaður byssu vatt sér að honum við hótelið sem írska landsliðið gistir á í Dublin um þessar mundir. Breska sjónvarpið greindi frá þessu nú undir kvöldið. 14.8.2006 22:13 Drew Gooden semur við Cleveland Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum. 14.8.2006 22:15 Scott Carson lánaður til Charlton Scott Carson, markvörður Liverpool, hefur verið lánaður til Charlton út leiktíðina og mun þar væntanlega berjast um sæti í byrjunarliðinu í vetur. Carson er í U-21 árs landsliði Englendinga, líkt og kollegi hans Chris Kirkland hjá Liverpool sem einnig er í láni frá félaginu. 14.8.2006 21:30 Montoya leiddist hjá McLaren Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast. 14.8.2006 20:45 Gilbert Arenas fer ekki á HM Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun. 14.8.2006 20:00 Snýr sig fimlega út úr yfirlýsingum sínum Ramon Calderon, nýráðinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, hefur viðurkennt að ekkert verði af loforðum hans um að fá þá Kaka, Cesc Fabregas og Arjen Robben til félagsins eins og hann lýsti yfir í forsetakosningunum fyrr í sumar. 14.8.2006 19:15 Lauren ætlar að snúa aftur í september Kamerúninn Lauren hjá Arsenal segist vonast til að verða orðinn klár í slaginn í september, en hann hefur verið frá síðan í janúar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Lauren er 29 ára gamall og fær væntanlega mikla samkeppni um stöðu hægri bakvarðar frá Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboue. 14.8.2006 18:30 Sigur Liverpool hefur enga þýðingu Arjen Robben, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um helgina hafi litla sem enga þýðingu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. 14.8.2006 17:30 Sögð hanga á bláþræði Úrvalsdeild Norðurlandanna, Royal League, er sögð hanga á bláþræði eftir aðeins tvö keppnistímabil. Síðustu tvo vetur hafa fjögur lið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppt yfir vetrartímann og í bæði skiptin 14.8.2006 16:30 Sigurinn á Chelsea veitir okkur aukið sjálfstraust Luis Garcia segir að sigur Liverpool á Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn í gær hafi veitt liðsmönnum Liverpool aukið sjálfstraust sem sé nauðsynlegt veganesti í baráttuna sem framundan er í ensku úrvalsdeildinni. 14.8.2006 16:30 Norwich samþykkir kauptilboð West Ham í Robert Green Enska 1. deildarfélagið Norwich samþykkti í dag kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í enska landsliðsmarkvörðinn Robert Green, sem ganga mun í raðir Lundúnaliðsins ef hann stenst læknisskoðun og kemst að kaupum og kjörum við félagið. 14.8.2006 15:45 Mosfellingar vörðu titilinn í karlaflokki Sveitakeppni golfsambands Íslands lauk í gær eftir spennandi keppnisdag. Í karlaflokki varði sveit golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ titil sinn en kvennasveit Keilis úr Hafnarfirði báru sigur úr býtum gegn kvennaliði Kjalar í úrslitaviðureigninni. 14.8.2006 15:30 Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. 14.8.2006 14:46 Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. 14.8.2006 14:45 Molde vill Ármann Smára Nú fyrir helgi bárust þær fregnir að norska úrvalsdeildarliðið Molde hefði gert Breiðabliki tilboð í framherjann Marel Baldvinsson. Í gær var sagt frá því í norskum fjölmiðlum að Molde hefði einnig augastað á Ármanni Smára Björnssyni, leikmanninum fjölhæfa hjá FH en báðir voru þeir valdir í íslenska landsliðið sem mætir Spáni á morgun. 14.8.2006 14:30 Flensborg og Viggó unnu Viggó Sigurðsson byrjar vel sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg en liðið vann um helgina sigur á æfingamóti í Þýskalandi. Liðið vann fremur óvænt tíu marka sigur á Lemgo í úrslitum og greinilegt að liðið er að standa sig vonum framar undir stjórn Viggós. 14.8.2006 14:00 Ekki öll nótt úti enn Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, sagðist í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær ekki útiloka það að kalla David Beckham aftur í liðið í framtíðinni. „Það er ekki í verkahring þjálfarans að binda enda á landsliðsferil leikmanna. David segist enn hafa löngun til að spila fyrir England og ég virði það. Aldrei að segja aldrei,“ sagði McClaren. 14.8.2006 13:15 Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. 14.8.2006 13:05 Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. 14.8.2006 12:56 Ekki hvort heldur hvenær Hólmar Örn Rúnarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, sagði við Fréttablaðið í gær að ekki væri spurning um hvort hann gengi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg heldur hvenær. Hólmar Örn hefur samið um kaup og kjör við danska félagið en félögin tvö eiga eftir að ná saman um kaupverð. 14.8.2006 12:45 Eiður lagði upp mark Messi Evrópumeistarar Barcelona léku sinn síðasta æfingaleik í keppnisferðinni um Amaeríku þegar þeir lögðu bandaríska liðið Red Bulls 4-1 en leikurinn fór fram í New York í fyrrinótt. Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin skoruðu hinir argentínsku Lionel Messi og Javier Saviola. Gamla kempan Youri Djorkaeff skoraði eina mark Red Bull. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðari hálfleikinn í leiknum og lagði upp markið sem Messi skoraði. 14.8.2006 12:30 Blikastúlkur í banastuði í Austurríki Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. 14.8.2006 11:30 Arnar og Íris vörðu titlana Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistaratitil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6-1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistarar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leikinn vegna meiðsla. 14.8.2006 11:00 Veigar tryggði Stabæk sigur 14.8.2006 10:30 Heiðar Geir í Svíþjóð Framarinn Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana staddur í Svíþjóð þar sem hann mun æfa með toppliði Hammarby fram á fimmtudag. Heiðar Geir, sem er 19 ára gamall, hefur verið fastamaður í liði Fram í sumar og hittir hjá Hammarby fyrir fyrrum félaga sinn, Gunnar Þór Gunnarsson. Einnig er á mála hjá félaginu Pétur Marteinsson en allir eru þeir uppaldir Framarar. Fram hefur góða forystu í 1. deildinni þegar enn á eftir að leika fjórar umferðir. Næst mætir liðið Þrótti á föstudaginn kemur. 14.8.2006 10:00 Loksins sigur hjá Silkeborg Danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Danmörku eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið vann Viborg, 3-2, og það eftir að hafa lent 2-0 undir. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku að vanda allan leikinn fyrir Silkeborg en Hörður var nálægt því að skora í leiknum. 14.8.2006 09:00 Crystal Palace á toppinn Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í viðbótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 14.8.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli Nú hefur verið flautað til hálfleiks í vináttuleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli, en enn hefur ekkert mark verið skorað í leiknum. Spánverjar tefla fram sókndjörfu liði í dag, en íslenska liðinu hefur tekist með ágætum að halda aftur af þeim það sem af er. 15.8.2006 20:49
Jóhannes Karl nálægt því að skora Leikur Íslendinga og Spánverja er nú hafinn og það er Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur átt besta færi leiksins til þessa. Jóhannes reyndi ótrúlegt skot af um 60 metra færi sem Jose Reina náði naumlega að slá yfir spænska markið og þurfti að skipta um markmannshanska eftir tilþrifin. Þetta gerðist á 13. mínútu leiksins og skömmu síðar átti Luis Garcia gott færi við íslenska markið en Árni Gautur sá við honum. 15.8.2006 20:16
City samþykkir tilboð Boro í Distin Forráðamenn Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Middlesbrough í miðjumanninn Sylvain Distin og er hann sagður í viðræðum um kaup og kjör þessa stundina. Boro hefur lengi verið á höttunum eftir franska leikmanninum sem bar fyrirliðabandið hjá City um tíma á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði. 15.8.2006 19:29
Friðrik Ingi ráðinn framkvæmdastjóri KKÍ Friðrik Ingi Rúnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Grindavíkur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkinga, hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Grindvíkinga í stað nafna síns Rúnarssonar. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. 15.8.2006 18:15
Byrjunarlið Íslands klárt Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-4-2 og verða þeir Heiðar Helguson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu. 15.8.2006 18:13
Rooney og Scholes fá þriggja leikja bann Wayne Rooney og Paul Scholes, leikmenn Manchester United, þurfa báðir að taka út þriggja leikja bannið sem þeir fengu upphaflega fyrir að láta reka sig af velli í æfingaleik gegn Porto á dögunum, en áfrýjun þeirra var vísað frá í dag. Bann þeirra tekur gildi þann 23. ágúst og verða þeir félagar því í liði United sem mætir Fulham í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, en missa af næstu þremur leikjum gegn Charlton, Watford og Tottenham. 15.8.2006 17:22
Redknapp í vandræðum með sóknarmenn Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann sé í miklum vandræðum með að manna sóknina hjá sér fyrir upphaf tímabilsins sem fer af stað um helgina. Redknapp er nú að reyna að klófesta sóknarmanninn Kanu sem er enn með lausa samninga eftir að lið hans West Brom féll úr úrvalsdeildinni í vor. 15.8.2006 16:07
Nedved spilar sinn síðasta leik fyrir Tékka Miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Tékka og Serba annað kvöld. Nedved segist í framtíðinni ætla að einbeita sér að því að spila með liði Juventus og segir tíma til kominn til að hleypa yngri mönnum að hjá landsliðinu. 15.8.2006 15:54
Ballack vonast til að verða klár á sunnudag Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vonast enn til að geta verið með á sunnudaginn þegar Chelsea mætir Manchester City í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Ballack fór meiddur af velli í leiknum um samfélagsskjöldinn um síðustu helgi og verður ekki með landsliði Þjóðverja sem tekur á móti Svíum annað kvöld. 15.8.2006 15:34
Rúm 60% telja Íslendinga ekki eiga séns Rúm 60% lesenda Vísis telja að Íslendinga eigi ekki séns í sterkt lið Spánverja í kvöld. Spánverjar eru með eitt af bestu knattspyrnulandsliðum heims um þessar mundir. Þeir féllu óvænt út í 16-liða úrslitum á HM nú í sumar. Tæp 40% lesenda telja hins vegar að Íslendingar eigi möguleika á að ná góðum úrslitum. 15.8.2006 14:33
Isaksson kominn til City Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið formlega frá samningi við sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Isaksson frá franska liðinu Rennes. Isaksson á að baki 42 landsleiki og er 24 ára gamall. Isaksson mun því taka stöðu David James í marki City, en James gekk á dögunum í raðir Portsmouth. 15.8.2006 14:32
Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. 15.8.2006 14:00
Dean Ashton ökklabrotnaði á æfingu Dean Ashton, leikmaður West Ham, sem á dögunum var valinn í enska landsliðshópinn ökklabrotnaði á æfingu. Það var reiknað með að hann yrði í byrjunarliði Englendinga gegn Grikkjum. Það hefði verið fyrsti leikur hans fyrir England. 15.8.2006 13:24
Gerrard verður á hægri kanti Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 15.8.2006 12:51
Á leið til Real Madrid Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar. 15.8.2006 12:27
Marca tilkynnti líkleg byrjunarlið í gær Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca gaf upp líkleg byrjunarlið Íslands og Spánar í gær. Samkvæmt því tefla Spánverjar fram gríðarlega sterku liði með þrjá sterka framherja í fremstu víglínu, þá David Villa, Fernando Torres og Raúl. Marca er hins vegar ekki betur upplýst en svo, að Brynjar Björn Gunnarsson er í vörn Íslendinga. Samkvæmt heimildum Vísis er Eyjólfur Sverrisson ekki tilbúinn með lið sitt fyrr enn um kaffileytið. Liðin sem Marca setur upp eru. 15.8.2006 11:24
Ísland í 13. sæti eftir fimm umferðir Íslendingar eru í 13. sæti eftir fimm umferðir af 33 í Evrópumótinu í Bridge. Íslendingar hafa fengið 80 stig af þeim 125 sem í boði voru. Ítalir eru efstir með 109 stig, Svíar koma næstir með 97,5 stig og Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 93 stig. 15.8.2006 10:33
Nýtt og betra gras.is Fótboltavefurinn Gras.is hefur opnað nýjan vef eftir miklar breytingar. Vefurinn hefur verið endurbættur frá grunni og nýjungum bætt við. Sem dæmi eru boltavaktin og draumadeildin komin á gras.is í samstarfi við Vísi. 15.8.2006 09:38
Steve Staunton ógnað af byssumanni Steve Staunton, landsliðsþjálfara Íra í knattspyrnu, slapp með skrekkinn í kvöld þegar maður vopnaður byssu vatt sér að honum við hótelið sem írska landsliðið gistir á í Dublin um þessar mundir. Breska sjónvarpið greindi frá þessu nú undir kvöldið. 14.8.2006 22:13
Drew Gooden semur við Cleveland Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum. 14.8.2006 22:15
Scott Carson lánaður til Charlton Scott Carson, markvörður Liverpool, hefur verið lánaður til Charlton út leiktíðina og mun þar væntanlega berjast um sæti í byrjunarliðinu í vetur. Carson er í U-21 árs landsliði Englendinga, líkt og kollegi hans Chris Kirkland hjá Liverpool sem einnig er í láni frá félaginu. 14.8.2006 21:30
Montoya leiddist hjá McLaren Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast. 14.8.2006 20:45
Gilbert Arenas fer ekki á HM Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun. 14.8.2006 20:00
Snýr sig fimlega út úr yfirlýsingum sínum Ramon Calderon, nýráðinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, hefur viðurkennt að ekkert verði af loforðum hans um að fá þá Kaka, Cesc Fabregas og Arjen Robben til félagsins eins og hann lýsti yfir í forsetakosningunum fyrr í sumar. 14.8.2006 19:15
Lauren ætlar að snúa aftur í september Kamerúninn Lauren hjá Arsenal segist vonast til að verða orðinn klár í slaginn í september, en hann hefur verið frá síðan í janúar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Lauren er 29 ára gamall og fær væntanlega mikla samkeppni um stöðu hægri bakvarðar frá Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboue. 14.8.2006 18:30
Sigur Liverpool hefur enga þýðingu Arjen Robben, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um helgina hafi litla sem enga þýðingu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. 14.8.2006 17:30
Sögð hanga á bláþræði Úrvalsdeild Norðurlandanna, Royal League, er sögð hanga á bláþræði eftir aðeins tvö keppnistímabil. Síðustu tvo vetur hafa fjögur lið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppt yfir vetrartímann og í bæði skiptin 14.8.2006 16:30
Sigurinn á Chelsea veitir okkur aukið sjálfstraust Luis Garcia segir að sigur Liverpool á Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn í gær hafi veitt liðsmönnum Liverpool aukið sjálfstraust sem sé nauðsynlegt veganesti í baráttuna sem framundan er í ensku úrvalsdeildinni. 14.8.2006 16:30
Norwich samþykkir kauptilboð West Ham í Robert Green Enska 1. deildarfélagið Norwich samþykkti í dag kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í enska landsliðsmarkvörðinn Robert Green, sem ganga mun í raðir Lundúnaliðsins ef hann stenst læknisskoðun og kemst að kaupum og kjörum við félagið. 14.8.2006 15:45
Mosfellingar vörðu titilinn í karlaflokki Sveitakeppni golfsambands Íslands lauk í gær eftir spennandi keppnisdag. Í karlaflokki varði sveit golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ titil sinn en kvennasveit Keilis úr Hafnarfirði báru sigur úr býtum gegn kvennaliði Kjalar í úrslitaviðureigninni. 14.8.2006 15:30
Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. 14.8.2006 14:46
Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. 14.8.2006 14:45
Molde vill Ármann Smára Nú fyrir helgi bárust þær fregnir að norska úrvalsdeildarliðið Molde hefði gert Breiðabliki tilboð í framherjann Marel Baldvinsson. Í gær var sagt frá því í norskum fjölmiðlum að Molde hefði einnig augastað á Ármanni Smára Björnssyni, leikmanninum fjölhæfa hjá FH en báðir voru þeir valdir í íslenska landsliðið sem mætir Spáni á morgun. 14.8.2006 14:30
Flensborg og Viggó unnu Viggó Sigurðsson byrjar vel sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg en liðið vann um helgina sigur á æfingamóti í Þýskalandi. Liðið vann fremur óvænt tíu marka sigur á Lemgo í úrslitum og greinilegt að liðið er að standa sig vonum framar undir stjórn Viggós. 14.8.2006 14:00
Ekki öll nótt úti enn Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, sagðist í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær ekki útiloka það að kalla David Beckham aftur í liðið í framtíðinni. „Það er ekki í verkahring þjálfarans að binda enda á landsliðsferil leikmanna. David segist enn hafa löngun til að spila fyrir England og ég virði það. Aldrei að segja aldrei,“ sagði McClaren. 14.8.2006 13:15
Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. 14.8.2006 13:05
Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. 14.8.2006 12:56
Ekki hvort heldur hvenær Hólmar Örn Rúnarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, sagði við Fréttablaðið í gær að ekki væri spurning um hvort hann gengi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg heldur hvenær. Hólmar Örn hefur samið um kaup og kjör við danska félagið en félögin tvö eiga eftir að ná saman um kaupverð. 14.8.2006 12:45
Eiður lagði upp mark Messi Evrópumeistarar Barcelona léku sinn síðasta æfingaleik í keppnisferðinni um Amaeríku þegar þeir lögðu bandaríska liðið Red Bulls 4-1 en leikurinn fór fram í New York í fyrrinótt. Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin skoruðu hinir argentínsku Lionel Messi og Javier Saviola. Gamla kempan Youri Djorkaeff skoraði eina mark Red Bull. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðari hálfleikinn í leiknum og lagði upp markið sem Messi skoraði. 14.8.2006 12:30
Blikastúlkur í banastuði í Austurríki Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. 14.8.2006 11:30
Arnar og Íris vörðu titlana Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistaratitil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6-1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistarar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leikinn vegna meiðsla. 14.8.2006 11:00
Heiðar Geir í Svíþjóð Framarinn Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana staddur í Svíþjóð þar sem hann mun æfa með toppliði Hammarby fram á fimmtudag. Heiðar Geir, sem er 19 ára gamall, hefur verið fastamaður í liði Fram í sumar og hittir hjá Hammarby fyrir fyrrum félaga sinn, Gunnar Þór Gunnarsson. Einnig er á mála hjá félaginu Pétur Marteinsson en allir eru þeir uppaldir Framarar. Fram hefur góða forystu í 1. deildinni þegar enn á eftir að leika fjórar umferðir. Næst mætir liðið Þrótti á föstudaginn kemur. 14.8.2006 10:00
Loksins sigur hjá Silkeborg Danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Danmörku eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið vann Viborg, 3-2, og það eftir að hafa lent 2-0 undir. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku að vanda allan leikinn fyrir Silkeborg en Hörður var nálægt því að skora í leiknum. 14.8.2006 09:00
Crystal Palace á toppinn Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í viðbótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 14.8.2006 00:01