Fleiri fréttir Við eigum góða möguleika á að ná Chelsea Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sína menn eftir sigurinn á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir lið sitt eiga ágæta möguleika á að ná Chelsea á lokasprettinum. Wayne Rooney var maður leiksins og skoraði annað mark liðsins og lagði hitt upp fyrir Kóreumanninn Park. 9.4.2006 18:41 Loeb sigraði annað árið í röð Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastien Loeb frá Frakklandi, vann í dag sigur í hinu árlega Korsíkuralli sem staðið hefur yfir síðan fyrir helgi. Þetta er annað árið í röð sem Loeb sigrar í þessari keppni, en með sigrinum minnkaði hann forskot Marcus Grönholm á toppi stigakeppni ökumanna til heimsmeistaratitilsins. Loeb, sem ekur á Citroen, varð nærri hálfri mínútu á undan hinum finnska Grönholm sem ekur Ford-bifreið. 9.4.2006 18:28 Hamburg bikarmeistari Lið Hamburg varð í dag bikarmeistari í þýska handboltanum þegar liðið skellti Kronau/Östringen í úrslitaleik 26-25. Hamburg hefur komið nokkuð á óvart í keppninni og sló meðal annars Íslendingalið Magdeburg úr keppni í undanúrslitum í gær. 9.4.2006 18:21 Mickelson í forystu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari. 9.4.2006 18:08 Kaka skoraði þrennu Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu. 9.4.2006 17:20 Annað gull hjá Sif í dag Sif Pálsdóttir úr Gróttu bætti í dag við öðrum gullverðlaunum sínum á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum þegar hún sigraði í keppni á tvíslá. Rúnar Alexandersson varð einnig hlutskarpastur í keppni á tvíslá í karlalokki. 9.4.2006 17:09 Manchester United lagði Arsenal Manchester United heldur uppteknum hætti í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Arsenal 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford, en þetta var níundi sigur United í röð. Maður leiksins Wayne Rooney skoraði fyrra mark United í upphafi síðari hálfleiksins og Kóreumaðurinn Park bætti við öðru marki á 78. mínútu og innsiglaði sigurinn. 9.4.2006 16:57 Eins og við værum tólf á vellinum Jose Mourinho var afar ánægður með sigur sinna manna í Chelsea á West Ham í dag, þar sem heimamenn lentu marki undir og misstu mann af velli snemma leiks - en náðu að snúa dæminu við og vinna stórsigur. Mourinho sagði að sínir menn hefðu litið út fyrir að vera manni fleiri inni á vellinum en ekki einum færri eins og raun bar vitni. 9.4.2006 16:41 Mayweather vann Judah Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum. 9.4.2006 16:31 Chelsea burstaði West Ham Chelsea vann sannfærandi sigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að vera manni færri nær allan leikinn. Maniche var vikið af leikvelli á 16. mínútu en áður hafði Collins komið gestunum í West Ham í 1-0. Chelsea tvíefldist við mótlætið og sigraði 4-1 með mörkum frá Drogba, Gallas, Crespo og Terry og heldur sínu striki á toppi deildarinnar. 9.4.2006 16:14 Frábært Kvennatölt Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í gær, laugardag, og tókst frábærlega vel. Metskráning var á mótið og mættu á annað hundrað konur víðs vegar af landinu til leiks með gæðinga af bestu gerð. Keppnin var óvenju jöfn og hörð þetta árið og sáust feikna tilþrif í öllum flokkum. 9.4.2006 02:16 Cleveland stöðvaði New Jersey LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu í kvöld 14 leikja sigurgöngu New Jersey Nets í NBA deildinni með 108-102 sigri á útivelli. LeBron James fór á kostum í fjórða leikhlutanum og tók þá yfir leikinn eins og svo oft áður, en hann skoraði 18 af 37 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var níundi leikurinn í röð sem hinn ungi James skorar 35 stig eða meira, sem er næstlengsta rispa sinnar tegundar í deildinni síðan árið 1970. 8.4.2006 22:15 Sif Norðurlandameistari Fimleikadrottningin unga Sif Pálsdóttir varð í dag Norðurlandameistari í fjölþraut fyrst íslenskra kvenna þegar hún hlaut 54,80 í einkunn og bar sigur úr býtum eftir harða keppni. Keppt verður á einstökum áhöldum á morgun. 8.4.2006 21:45 Spáir meiri spennu á næsta tímabili Alex Ferguson segist vænta þess að baráttan um enska meistaratitilinn verði mun harðari á næsta keppnistímabili og spáir því að sínir menn ásamt Arsenal muni veita Englandsmeisturum Chelsea miklu betri samkeppni en í ár. 8.4.2006 20:45 Maradona tilbúinn að taka við Argentínu Knattspyrnugoðið Diego Maradona segist vera tilbúinn að taka við argentínska landsliðinu eftir HM ef illa gengur hjá núverandi þjálfara liðsins Jose Pekerman á mótinu og segir nauðsynlegt að landar sínir læri af mistökunum í Kóreu og Japan fyrir fjórum árum þegar liðið komst ekki upp úr riðli sínum. 8.4.2006 20:30 Öskubuskuævintýrið fest á filmu Öskubuskuævintýrið Wigan Athletic hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna víðar en á Englandi, því undanfarið hefur bandarískt kvikmyndafyrirtæki verið að mynda leikmenn liðsins með það fyrir augum að búa til kvikmynd um ótrúlegan árangur liðsins á undanförnum árum. Framganga smáliðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur þykir með ólíkindum og nú er stefnt að því að leyfa áhorfendum í Bandaríkjunum að njóta hennar á hvíta tjaldinu. 8.4.2006 20:15 Jafnt hjá Real Madrid og Sociedad Real Madrid náði aðeins jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í kvöldleiknum í spænska boltanum. Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real snemma leiks en þurfti síðar að fara af velli meiddur. Það var svo Gonzales sem tryggði Sociedad jafntefli með marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Casillas í marki Madridarliðsins. Guti fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok. 8.4.2006 19:51 Real Madrid yfir gegn Sociedad Real Madrid hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Real Sociedad í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn fer fram á Bernabeu heimavelli Real Madrid. Það var brasilíski framherjinn Ronaldo sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 8.4.2006 19:10 Bremen burstaði Bayern Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern. 8.4.2006 18:39 Dunn tryggði Birmingham dýrmætt stig Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en það var viðureign nýliða Wigan og Birmingham á JJB Stadium í Wigan. Leiknum lauk með jafntefli 1-1. Andreas Johansson kom heimamönnum yfir með góðu skallamarki í upphafi síðari hálfleiks, en varamaðurinn David Dunn jafnaði metin á 77. mínútu og tryggði liði Birmingham gríðarlega mikilvægt stig í fallbaráttunni. 8.4.2006 18:17 KA marði sigur á Aftureldingu KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig. 8.4.2006 18:01 Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið. 8.4.2006 17:35 Keppni frestað vegna veðurs Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt. 8.4.2006 17:29 Loeb í góðri stöðu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen er í góðri stöðu eftir annan keppnisdaginn í Korsíkurallinu og hefur tæplega 40 sekúndu forskot á Marcus Grönholm á Ford sem er í öðru sætinu. Loeb vann tvær af fjórum sérleiðum í dag, en hann vann hverja einustu sérleið í sama ralli í fyrra. Grönholm hefur hinsvegar fagnað sigri á tveimur fyrstu mótum ársins og hefur fyrir vikið ágæta forystu í stigakeppni ökuþóra. 8.4.2006 17:17 Mayweather mætir Judah Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund. 8.4.2006 17:15 Viðsnúningur í Njarðvík Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 8.4.2006 16:38 Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. 8.4.2006 16:27 Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga. 8.4.2006 16:18 Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. 8.4.2006 16:14 Portsmouth og Blackburn skildu jöfn Portsmouth nældi sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Blackburn 2-2 á heimavelli sínum. Craig Bellamy skoraði bæði mörk gestanna en þeir Lua-Lua og Svetoslav Todorov skoruðu fyrir heimamenn, sá síðarnefndi tryggði Portsmouth stigið með marki á 78. mínútu. Blackburn varð hinsvegar af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti. 8.4.2006 16:06 Hamburg og Kronau/Östringen í úrslit bikarsins Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag þegar Krönau/Östringen lagði sterkt lið Kiel 33-31 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mun liðið mæta Hamburg sem sló Íslendingalið Magdeburg úr keppni 31-30. Úrslitaleikurinn fer fram strax á morgun. 8.4.2006 15:42 Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 8.4.2006 15:38 Óviss með að landa Ballack Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hreint ekki viss um að félagið nái að landa stórstjörnunni Michael Ballack frá Bayern Munchen í sumar, en talið er víst að Þjóðverjinn fari frá Bayern og fram að þessu hefur Chelsea verið talið öruggt með að landa honum. 8.4.2006 15:30 Jafnt í hálfleik hjá Portsmouth og Blackburn Staðan í leik Portsmouth og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Craig Bellamy kom gestunum yfir á 32. mínútu, Lua-Lua jafnaði metin fyrir heimamenn á þeirri 41. Þá er markalaust í leik Charlton og Everton. 8.4.2006 15:07 Leikur Sunderland og Fulham flautaður af Leik Sunderland og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var frestað vegna snjókomu. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham, sem hafði náð forystu áður en Mike Riley dómari flautaði leikinn af eftir 21 mínútu. Þá var engu líkara en að jólin væru komin í Sunderland og völlurinn orðinn skjannahvítur. 8.4.2006 15:01 Dallas setur pressu á San Antonio Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. 8.4.2006 14:18 Tottenham lagði Manchester City Tottenham heldur sínu striki í baráttunni um Meistaradeildarsætið eftir góðan sigur á Manchester City á heimavelli sínum White Hart Lane í dag 2-1. Mörk heimamanna skoruðu Paul Stalteri og Michael Carrick, en Georgios Samaras minnkaði muninn fyrir Manchester City. Tottenham situr því enn í fjórða sæti deildarinnar, en grannar þeirra í Arsenal eru í fimmta sætinu og geta enn komist ofar í töfluna ef þeir vinna leikina tvo sem þeir eiga til góða. 8.4.2006 14:07 Nýhestamót Sörla Nýhestmót Sörla verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl að Sörlastöðum og hefst keppnin klukkan 15:00 Skráning hefst kl. 14:00 í dómpallinum. Eins og nafnið gefur til kynna þá mega bara hestar keppa sem ekki hafa unnið til verðlauna (sama hvar á landinu) en að sjálfsögðu er í lagi ef hesturinn hefur unnið á þessu ári. (2006). 8.4.2006 12:01 Kvennatölt Gusts og Landsbankans Um er að ræða stærsta opna töltmót landsins sem haldið verður í reiðhöll Gusts í Kópavogi í dag, en skráningar eru um 120 sem er met. Konur víðsvegar af landinu munu etja kappi saman á gæðingum sínum og eru margar fremstu reiðkonur landsins skráðar til leiks. 8.4.2006 11:14 Orlando - Detroit í beinni Leikur Orlando Magic og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Digital Ísland og hefst útsending um klukkan 23 í kvöld. Detroit er enn með bestan árangur allra liða í deildinni og er í góðri aðstöðu til að tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. 7.4.2006 21:52 Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. 7.4.2006 20:54 Haukar Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur. 7.4.2006 20:48 Hrósar Arsenal í hástert Landsliðsþjálfari Ítala, Marcello Lippi, á var til orð til að lýsa hrifningu sinni á framgöngu Arsenal í Meistaradeildinni eftir að liðið sló Juventus úr keppni á dögunum. Lippi segir að ítölsku liðin geti lært mikið af Arsenal og dirfsku Arsene Wenger, sem hefur þorað að treysta á unga leikmenn liðsins í vetur. 7.4.2006 20:30 Szczerbiak þarf í uppskurð Framherjinn Wally Szczerbiak hjá Boston Celtics leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu því hann mun á næstu dögum leggjast undir hnífinn og fara í uppskurð á hné. Szczerbiak hefur verið slæmur í hnénu í allan vetur og því var ákveðið að skera hann upp strax. Hann hefur skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik síðan hann gekk til liðs við Boston frá Minnesota eftir áramótin. 7.4.2006 20:15 Rooney gæti orðið betri en Ronaldinho Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að þó flestir búist við því að Ronaldinho verði maður mótsins á HM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar, eigi hann alveg eins von á því að Wayne Rooney steli senunni ef Englendingum gengur vel á mótinu. 7.4.2006 19:45 Sjá næstu 50 fréttir
Við eigum góða möguleika á að ná Chelsea Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sína menn eftir sigurinn á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir lið sitt eiga ágæta möguleika á að ná Chelsea á lokasprettinum. Wayne Rooney var maður leiksins og skoraði annað mark liðsins og lagði hitt upp fyrir Kóreumanninn Park. 9.4.2006 18:41
Loeb sigraði annað árið í röð Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastien Loeb frá Frakklandi, vann í dag sigur í hinu árlega Korsíkuralli sem staðið hefur yfir síðan fyrir helgi. Þetta er annað árið í röð sem Loeb sigrar í þessari keppni, en með sigrinum minnkaði hann forskot Marcus Grönholm á toppi stigakeppni ökumanna til heimsmeistaratitilsins. Loeb, sem ekur á Citroen, varð nærri hálfri mínútu á undan hinum finnska Grönholm sem ekur Ford-bifreið. 9.4.2006 18:28
Hamburg bikarmeistari Lið Hamburg varð í dag bikarmeistari í þýska handboltanum þegar liðið skellti Kronau/Östringen í úrslitaleik 26-25. Hamburg hefur komið nokkuð á óvart í keppninni og sló meðal annars Íslendingalið Magdeburg úr keppni í undanúrslitum í gær. 9.4.2006 18:21
Mickelson í forystu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari. 9.4.2006 18:08
Kaka skoraði þrennu Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu. 9.4.2006 17:20
Annað gull hjá Sif í dag Sif Pálsdóttir úr Gróttu bætti í dag við öðrum gullverðlaunum sínum á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum þegar hún sigraði í keppni á tvíslá. Rúnar Alexandersson varð einnig hlutskarpastur í keppni á tvíslá í karlalokki. 9.4.2006 17:09
Manchester United lagði Arsenal Manchester United heldur uppteknum hætti í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Arsenal 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford, en þetta var níundi sigur United í röð. Maður leiksins Wayne Rooney skoraði fyrra mark United í upphafi síðari hálfleiksins og Kóreumaðurinn Park bætti við öðru marki á 78. mínútu og innsiglaði sigurinn. 9.4.2006 16:57
Eins og við værum tólf á vellinum Jose Mourinho var afar ánægður með sigur sinna manna í Chelsea á West Ham í dag, þar sem heimamenn lentu marki undir og misstu mann af velli snemma leiks - en náðu að snúa dæminu við og vinna stórsigur. Mourinho sagði að sínir menn hefðu litið út fyrir að vera manni fleiri inni á vellinum en ekki einum færri eins og raun bar vitni. 9.4.2006 16:41
Mayweather vann Judah Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum. 9.4.2006 16:31
Chelsea burstaði West Ham Chelsea vann sannfærandi sigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að vera manni færri nær allan leikinn. Maniche var vikið af leikvelli á 16. mínútu en áður hafði Collins komið gestunum í West Ham í 1-0. Chelsea tvíefldist við mótlætið og sigraði 4-1 með mörkum frá Drogba, Gallas, Crespo og Terry og heldur sínu striki á toppi deildarinnar. 9.4.2006 16:14
Frábært Kvennatölt Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í gær, laugardag, og tókst frábærlega vel. Metskráning var á mótið og mættu á annað hundrað konur víðs vegar af landinu til leiks með gæðinga af bestu gerð. Keppnin var óvenju jöfn og hörð þetta árið og sáust feikna tilþrif í öllum flokkum. 9.4.2006 02:16
Cleveland stöðvaði New Jersey LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu í kvöld 14 leikja sigurgöngu New Jersey Nets í NBA deildinni með 108-102 sigri á útivelli. LeBron James fór á kostum í fjórða leikhlutanum og tók þá yfir leikinn eins og svo oft áður, en hann skoraði 18 af 37 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var níundi leikurinn í röð sem hinn ungi James skorar 35 stig eða meira, sem er næstlengsta rispa sinnar tegundar í deildinni síðan árið 1970. 8.4.2006 22:15
Sif Norðurlandameistari Fimleikadrottningin unga Sif Pálsdóttir varð í dag Norðurlandameistari í fjölþraut fyrst íslenskra kvenna þegar hún hlaut 54,80 í einkunn og bar sigur úr býtum eftir harða keppni. Keppt verður á einstökum áhöldum á morgun. 8.4.2006 21:45
Spáir meiri spennu á næsta tímabili Alex Ferguson segist vænta þess að baráttan um enska meistaratitilinn verði mun harðari á næsta keppnistímabili og spáir því að sínir menn ásamt Arsenal muni veita Englandsmeisturum Chelsea miklu betri samkeppni en í ár. 8.4.2006 20:45
Maradona tilbúinn að taka við Argentínu Knattspyrnugoðið Diego Maradona segist vera tilbúinn að taka við argentínska landsliðinu eftir HM ef illa gengur hjá núverandi þjálfara liðsins Jose Pekerman á mótinu og segir nauðsynlegt að landar sínir læri af mistökunum í Kóreu og Japan fyrir fjórum árum þegar liðið komst ekki upp úr riðli sínum. 8.4.2006 20:30
Öskubuskuævintýrið fest á filmu Öskubuskuævintýrið Wigan Athletic hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna víðar en á Englandi, því undanfarið hefur bandarískt kvikmyndafyrirtæki verið að mynda leikmenn liðsins með það fyrir augum að búa til kvikmynd um ótrúlegan árangur liðsins á undanförnum árum. Framganga smáliðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur þykir með ólíkindum og nú er stefnt að því að leyfa áhorfendum í Bandaríkjunum að njóta hennar á hvíta tjaldinu. 8.4.2006 20:15
Jafnt hjá Real Madrid og Sociedad Real Madrid náði aðeins jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í kvöldleiknum í spænska boltanum. Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real snemma leiks en þurfti síðar að fara af velli meiddur. Það var svo Gonzales sem tryggði Sociedad jafntefli með marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Casillas í marki Madridarliðsins. Guti fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok. 8.4.2006 19:51
Real Madrid yfir gegn Sociedad Real Madrid hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Real Sociedad í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn fer fram á Bernabeu heimavelli Real Madrid. Það var brasilíski framherjinn Ronaldo sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 8.4.2006 19:10
Bremen burstaði Bayern Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern. 8.4.2006 18:39
Dunn tryggði Birmingham dýrmætt stig Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en það var viðureign nýliða Wigan og Birmingham á JJB Stadium í Wigan. Leiknum lauk með jafntefli 1-1. Andreas Johansson kom heimamönnum yfir með góðu skallamarki í upphafi síðari hálfleiks, en varamaðurinn David Dunn jafnaði metin á 77. mínútu og tryggði liði Birmingham gríðarlega mikilvægt stig í fallbaráttunni. 8.4.2006 18:17
KA marði sigur á Aftureldingu KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig. 8.4.2006 18:01
Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið. 8.4.2006 17:35
Keppni frestað vegna veðurs Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt. 8.4.2006 17:29
Loeb í góðri stöðu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen er í góðri stöðu eftir annan keppnisdaginn í Korsíkurallinu og hefur tæplega 40 sekúndu forskot á Marcus Grönholm á Ford sem er í öðru sætinu. Loeb vann tvær af fjórum sérleiðum í dag, en hann vann hverja einustu sérleið í sama ralli í fyrra. Grönholm hefur hinsvegar fagnað sigri á tveimur fyrstu mótum ársins og hefur fyrir vikið ágæta forystu í stigakeppni ökuþóra. 8.4.2006 17:17
Mayweather mætir Judah Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund. 8.4.2006 17:15
Viðsnúningur í Njarðvík Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 8.4.2006 16:38
Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. 8.4.2006 16:27
Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga. 8.4.2006 16:18
Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. 8.4.2006 16:14
Portsmouth og Blackburn skildu jöfn Portsmouth nældi sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Blackburn 2-2 á heimavelli sínum. Craig Bellamy skoraði bæði mörk gestanna en þeir Lua-Lua og Svetoslav Todorov skoruðu fyrir heimamenn, sá síðarnefndi tryggði Portsmouth stigið með marki á 78. mínútu. Blackburn varð hinsvegar af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti. 8.4.2006 16:06
Hamburg og Kronau/Östringen í úrslit bikarsins Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag þegar Krönau/Östringen lagði sterkt lið Kiel 33-31 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mun liðið mæta Hamburg sem sló Íslendingalið Magdeburg úr keppni 31-30. Úrslitaleikurinn fer fram strax á morgun. 8.4.2006 15:42
Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 8.4.2006 15:38
Óviss með að landa Ballack Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hreint ekki viss um að félagið nái að landa stórstjörnunni Michael Ballack frá Bayern Munchen í sumar, en talið er víst að Þjóðverjinn fari frá Bayern og fram að þessu hefur Chelsea verið talið öruggt með að landa honum. 8.4.2006 15:30
Jafnt í hálfleik hjá Portsmouth og Blackburn Staðan í leik Portsmouth og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Craig Bellamy kom gestunum yfir á 32. mínútu, Lua-Lua jafnaði metin fyrir heimamenn á þeirri 41. Þá er markalaust í leik Charlton og Everton. 8.4.2006 15:07
Leikur Sunderland og Fulham flautaður af Leik Sunderland og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var frestað vegna snjókomu. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham, sem hafði náð forystu áður en Mike Riley dómari flautaði leikinn af eftir 21 mínútu. Þá var engu líkara en að jólin væru komin í Sunderland og völlurinn orðinn skjannahvítur. 8.4.2006 15:01
Dallas setur pressu á San Antonio Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. 8.4.2006 14:18
Tottenham lagði Manchester City Tottenham heldur sínu striki í baráttunni um Meistaradeildarsætið eftir góðan sigur á Manchester City á heimavelli sínum White Hart Lane í dag 2-1. Mörk heimamanna skoruðu Paul Stalteri og Michael Carrick, en Georgios Samaras minnkaði muninn fyrir Manchester City. Tottenham situr því enn í fjórða sæti deildarinnar, en grannar þeirra í Arsenal eru í fimmta sætinu og geta enn komist ofar í töfluna ef þeir vinna leikina tvo sem þeir eiga til góða. 8.4.2006 14:07
Nýhestamót Sörla Nýhestmót Sörla verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl að Sörlastöðum og hefst keppnin klukkan 15:00 Skráning hefst kl. 14:00 í dómpallinum. Eins og nafnið gefur til kynna þá mega bara hestar keppa sem ekki hafa unnið til verðlauna (sama hvar á landinu) en að sjálfsögðu er í lagi ef hesturinn hefur unnið á þessu ári. (2006). 8.4.2006 12:01
Kvennatölt Gusts og Landsbankans Um er að ræða stærsta opna töltmót landsins sem haldið verður í reiðhöll Gusts í Kópavogi í dag, en skráningar eru um 120 sem er met. Konur víðsvegar af landinu munu etja kappi saman á gæðingum sínum og eru margar fremstu reiðkonur landsins skráðar til leiks. 8.4.2006 11:14
Orlando - Detroit í beinni Leikur Orlando Magic og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Digital Ísland og hefst útsending um klukkan 23 í kvöld. Detroit er enn með bestan árangur allra liða í deildinni og er í góðri aðstöðu til að tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. 7.4.2006 21:52
Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. 7.4.2006 20:54
Haukar Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur. 7.4.2006 20:48
Hrósar Arsenal í hástert Landsliðsþjálfari Ítala, Marcello Lippi, á var til orð til að lýsa hrifningu sinni á framgöngu Arsenal í Meistaradeildinni eftir að liðið sló Juventus úr keppni á dögunum. Lippi segir að ítölsku liðin geti lært mikið af Arsenal og dirfsku Arsene Wenger, sem hefur þorað að treysta á unga leikmenn liðsins í vetur. 7.4.2006 20:30
Szczerbiak þarf í uppskurð Framherjinn Wally Szczerbiak hjá Boston Celtics leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu því hann mun á næstu dögum leggjast undir hnífinn og fara í uppskurð á hné. Szczerbiak hefur verið slæmur í hnénu í allan vetur og því var ákveðið að skera hann upp strax. Hann hefur skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik síðan hann gekk til liðs við Boston frá Minnesota eftir áramótin. 7.4.2006 20:15
Rooney gæti orðið betri en Ronaldinho Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að þó flestir búist við því að Ronaldinho verði maður mótsins á HM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar, eigi hann alveg eins von á því að Wayne Rooney steli senunni ef Englendingum gengur vel á mótinu. 7.4.2006 19:45