Fleiri fréttir Stjórnin stendur enn á bak við Steve Bruce Stjórn úrvalsdeildarliðs Birmingham stendur enn fast við bakið á knattspyrnustjóra sínum Steve Bruce þrátt fyrir stórtap liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. 22.3.2006 17:33 Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. 22.3.2006 17:15 Solano óttast Chelsea Chelsea tekur á móti Newcastle í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Nolberto Solano, leikmaður Newcastle, óttast að leikmenn Chelsea muni mæta til leiks eins og öskrandi ljón eftir tapið gegn Fulham í deildinni um helgina. 22.3.2006 15:45 Enski boltinn hentar mér best Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack telur víst að spilamennskan á Englandi henti sínum leikstíl betur en til að mynda spilamennskan á Spáni, en víst er talið að Ballack gangi í raðir Chelsea í sumar. 22.3.2006 15:10 Ætlar til Tottenham í sumar Umboðsmaður franska framherjans Djibril Cisse hjá Liverpool hallast að því að skjólstæðingur sinn gangi í raðir Tottenham í sumar. "Tottenham gæti vel sett sig í samband við okkur aftur í sumar," sagði umboðsmaðurinn í samtali við The Sun og bætti við að Liverpool myndi líklega sætta sig við 8 milljónir punda fyrir kappann. Forráðamenn Tottenham gefa þó lítið út á þessar fregnir. 22.3.2006 14:55 Rix rekinn frá Hearts Úrvalsdeildarfélagið Hearts rak í dag knattspyrnustjóra sinn Graham Rix eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Rix tók við liðinu í nóvember en hafði aðeins stýrt liðinu til níu sigra í síðustu nítján leikjum og það þótti nýjum eiganda liðsins Vladimir Romanov ekki ásættanlegur árangur. Við starfi Rix tekur Valdas Ivanauskas sem áður var þjálfari hjá félaginu. 22.3.2006 14:45 Loks vann New Orleans á heimavelli New Orleans Hornets spilaði sinn síðasta leik af þremur á tímabilinu á upprunalegum heimavelli sínum New Orleans Arena í nótt og náði loks að færa stuðningsmönnum sínum sigur eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum sem spilaðir voru þar. New Orleans skellti LA Clippers 120-108. Rasual Butler skoraði 28 stig fyrir heimamenn, en Corey Maggette setti 25 stig fyrir Clippers. 22.3.2006 14:08 Barcelona með 14 stiga forystu Meistarar Barcelona náðu í gær 14 stiga forystu í úrvalsdeildinni spænsku þegar liðið lagði Getafe 3-1 á heimavelli sínum Nou Camp. Barca lenti undir í leiknum, en jafnaði með sjálfsmarki í fyrri hálfleik og það var svo Kamerúninn skæði Samuel Eto´o sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. 22.3.2006 07:45 Versta útreið mín á ferlinum Steve Bruce segir að útreiðin sem hans menn í Birmingham fengu í 7-0 tapinu fyrir Liverpool í enska bikarnum í gærkvöldi, hafi verið versti skellur sem hann hafi fengið á 25 ára ferli sínum sem leikmaður og þjálfari. Hann tekur þó fram að hann ætli sér alls ekki að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham. 22.3.2006 06:45 Liverpool niðurlægði Birmingham Liverpool valtaði yfir arfaslakt lið Birmingham á útivelli í enska bikarnum í kvöld 7-0 og er komið í undanúrslit keppninnar. Lærisveinar Steve Bruce vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst, en geta nú einbeitt sér að fallbaráttunni í úrvalsdeildinni eftir að hafa verið niðurlægðir á leið sinni út úr bikarnum. 21.3.2006 21:56 KR í undanúrslitin KRingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir frækinn sigur á Snæfelli í rafmögnuðum leik í Vesturbænum 67-64 í kvöld. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig fyrir KRinga og Fannar Ólafsson 15, en Igor Beljanski skoraði 17 stig fyrir Snæfell. 21.3.2006 21:48 KR einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann Leikur KR og Snæfells í DHL-höllinni er enn í járnum og nú hafa heimamenn eins stigs forystu 50-49 þegar aðeins fjórði leikhlutinn er eftir, en það lið sem tapar í kvöld er komið í sumarfrí. 21.3.2006 21:19 Allt í járnum í Vesturbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Snæfells í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta og staðan er jöfn 35-35. Snæfell hafði betur framan af en heimamenn hafa náð að jafna leikinn með mikilli baráttu. Jón Ólafur Jónsson hefur skorað 10 stig fyrir Snæfell, en Skarphéðinn Ingason og Fannar Ólafsson hafa skorað 8 stig hvor fyrir KR. 21.3.2006 20:45 Liverpool leiðir 3-0 í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Birmingham og Liverpool í enska bikarnum og er staðan orðin 3-0 fyrir gestina frá Liverpool. Sami Hyypia kom Liverpool yfir eftir 55 sekúndur og síðan hefur Peter Crouch skorað tvö mörk. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 21.3.2006 20:34 Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta Snæfell er yfir 17-12 gegn KR eftir fyrsta leikhluta í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra. Gestirnir hafa verið mun meira sannfærandi í öllum sínum aðgerðum og leiða verðskuldað, en KR hefur aðeins skorað eina körfu utan af velli í leikhlutanum. 21.3.2006 20:14 Liverpool byrjar vel Liverpool virðist ekki ætla að verða í vandræðum gegn Birmingham ef svo fer sem horfir í leik liðanna í enska bikarnum í kvöld, því gestirnir skoruðu tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnarmaðurinn Sami Hyypia kom Liverpool yfir eftir aðeins rúmar 50 sekúndur og Peter Crouch bætti við öðru marki á 5. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 21.3.2006 20:09 Ekki í viðræðum við enska knattspyrnusambandið Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, brást reiður við fregnum í enskum fjölmiðlum í dag sem sögðu hann vera í viðræðum við knattspyrnusambandið þar í landi með það fyrir augum að hann tæki við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson. 21.3.2006 19:15 Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. 21.3.2006 18:30 Gunnar Heiðar til Hannover Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni. 21.3.2006 18:18 Gagnrýnir knattspyrnusambandið Rafa Benitez segir að enska knattspyrnusambandið sé að gera leikmönnum landsliðsins litla greiða með því mikla keppnisálagi sem sé í deildarkeppninni á Englandi og segir meiðslahættuna sem fylgi því að spila tvo leiki á þremur dögum mjög mikla. 21.3.2006 17:24 Roy Keane meiddur Miðjumaðurinn Roy Keane verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hafa rifið vöðva í aftanverðu læri. Gordon Strachan, knattspyrnustjóri liðsins greindi frá þessu í dag. Keane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið ár og ekki verður þetta til að auka líkurnar á að Keane spili eitt ár í viðbót með liðinu eins og til stóð. Keane ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í sumar. 21.3.2006 17:17 Birmingham - Liverpool í beinni á Sýn Leikur Birmingham og Liverpool í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Steve Bruce segir að þó hans menn tjaldi öllu til að halda sér í ensku úrvalsdeildinni, séu þeir óneitanlega farnir að hugsa um að komast alla leið í úrslitaleikinn. 21.3.2006 16:55 Ancelotti framlengir við Milan Carlo Ancelotti hefur framlengt núgildandi samning sinn við AC Milan um eitt ár og verður því við stjórn hjá félaginu til ársins 2008. Ancelotti er á sínu fimmta ári með AC Milan, en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid síðustu daga. 21.3.2006 16:42 KR - Snæfell í beinni á Sýn Extra Oddaleikur KR og Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla verður í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50 í kvöld. Liðin hafa til þessa unnið sitthvorn útileikinn og í kvöld verður leikið til þrautar í DHL-Höllinni. 21.3.2006 16:29 Suður-Afríka vill Eriksson Yfirmaður landsliðs Suður-Afríku í knattspyrnu vill ólmur fá Sven-Göran Eriksson til að stýra landsliðinu á rétta braut, en Suður-Afríka reið ekki feitum hesti frá Afríkukeppninni í vetur og þar á bæ hafa menn lítinn áhuga á að líta illa út þegar þeir halda heimsmeistaramótið árið 2010. 21.3.2006 15:19 Moyes tekur ekki við Newcastle Forráðamenn Newcastle og Everton hafa allir neitað fréttum í breskum blöðum sem hermdu að David Moyes yrði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Freddy Sheperd, stjórnarformaður Newcastle, gaf út yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann sagði að þessar vangaveltur væru algjör þvættingur og tók fram að félagið hefði alls ekki leitað til Moyes, sem er samningsbundinn Everton. 21.3.2006 15:11 Valur mætir Tomis Constanta Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn. 21.3.2006 15:07 Detroit vann Miðriðilinn Detroit Pistons tryggði sér í nótt sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni þegar liðið skellti Atlanta Hawks 91-84 á heimavelli sínum, en ekkert lið getur nú náð Pistons á toppi riðilsins þó enn sé talsvert eftir af tímabilinu. Rasheed Wallace skoraði 26 stig fyrir Detroit, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta. 21.3.2006 14:47 Hefur augastað á Henry og Nistelrooy Massimo Moratti, eigandi Inter Milan á Ítalíu, hefur augastað á þeim Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United í leit sinni að framherja fyrir næstu leiktíð. Hann gerir sér þó litlar vonir um að krækja í Henry og segir Nistelrooy vera raunhæfara markmið fyrir félag sitt. 21.3.2006 14:37 Adidas að tapa í HM baráttunni Adidas er í fyrsta sinn fyrir neðan sína helstu keppinauta hvað búninga á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi varðar. Adidas sér um búninga fyrir sex lið en Nike verða með átta og Puma tólf landsliðs á sínum snærum. 21.3.2006 09:00 Verður tilbúinn fyrir HM Hinn mjög svo sóknarsinnaði bakvörður Cafu, er óðum að nálgast sitt gamla góða form eftir að hafa lent í erfiðum hnémeiðslum. Þessi magnaði fyrirliði brasilíska landsliðsins getur spilað með á HM í sumar. 21.3.2006 08:00 Ánægður að vera á undan Schumacher Felipe Massa var mjög ángæður með að skáka félaga sínum hjá Ferrai, Michael Schumacher, í Formúlu-1 kappakstrinum í Malasíu um helgina. Massa lenti í fimmta sæti en Schumacher í því sjötta. 21.3.2006 07:00 Í skýjunum með tvennuna Dean Ashton framherji West Ham var skiljanlega í skýjunum með mörkin sín tvö gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Hamrarnir unnu leikinn 2-1 og eru komnir í undanúrslit keppninnar. 21.3.2006 06:00 West Ham í undanúrslitin West Ham vann í kvöld frækinn útisigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins og er því komið í undanúrslit keppninnar. Dean Ashton gerði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld á 41. og 69. mínútu, en Kiki Musampa minnkaði muninn fyrir heimamenn fimm mínútum fyrir leikslok. 20.3.2006 22:10 Tagliabue hættir í sumar Paul Tagliabue, yfirmaður bandarísku ruðningsdeildarinnar NFL, hefur tilkynnt að hann ætli að setjast í helgan stein og lætur af störfum í júlí í sumar. Tagliabue hefur verið æðsti maður í deildinni í 16 ár, en hann tók við störfum af Pete Rozelle árið 1989. 20.3.2006 21:15 West Ham yfir í hálfleik West Ham er yfir 1-0 gegn Manchester City í hálfleik í viðureign liðanna í átta liða úrslitum enska bikarsins, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Það var framherjinn Dean Ashton sem skoraði mark gestanna á 41. mínútu. 20.3.2006 20:53 Finnur sig vel á miðjunni Ryan Giggs segist vera að finna sig ágætlega í nýju hlutverki í liði Manchester United, en hann hefur verið færður af kantinum og inn á miðjuna eftir að Paul Scholes og Alan Smith urðu fyrir meiðslum. 20.3.2006 20:13 Mauresmo í efsta sæti heimslistans Franska tenniskonan Amelie Mauresmo er kominn í efsta sæti heimslistans í annað sinn á ferlinum, en nýr listi var birtur í dag. Mauresmo, sem vann sigur á opna ástralska meistaramótinu á dögunum, er komin upp fyrir belgísku tenniskonuna Kim Clijsters. Justine Henin-Hardene er í þriðja sæti listans, Maria Sharapova í því fjórða og Lindsay Davenport í fimmta. 20.3.2006 19:47 Einbeiting er lykillinn að gengi Reading Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Reading, segir í samtali við BBC í dag að andlegur styrkur leikmanna liðsins og einbeiting séu meginástæður þess að liðið er komið langt með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári, en sigur gegn Leicester á laugardaginn tryggir liðinu úrvalsdeildarsætið. 20.3.2006 19:28 Manchester City - West Ham í beinni Einn leikur fer fram í enska bikarnum í kvöld þegar Manchester City tekur á móti West Ham í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:55. 20.3.2006 17:00 Fordæmir átökin á Craven Cottage Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, hefur fordæmt átökin sem urðu eftir leik Fulham og Chelsea á Craven Cottage um helgina, þegar áhorfendur réðust inn á völlinn og slógust við lögreglu. Aðeins einn maður var þó handtekinn í kjölfarið, en atvikið er litið mjög alvarlegum augum. 20.3.2006 16:20 Allir verkamenn sendir heim Nú er útlit fyrir að enn frekari tafir verði á byggingu nýja Wembley-leikvangsins í London, eftir að allir verkamenn á svæðinu voru sendir heim í dag. Ástæðan er sú að verkamenn á svæðinu heyrðu háværan hvell þegar þeir voru við störf og er óttast að hluti af þaki byggingarinnar hafi pompað niður um næstum einn metra. 20.3.2006 16:05 Dómarinn lét leikmenn hafa áhrif á sig Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill meina að dómarinn hafi látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína í leik liðanna um helgina, þegar hann dæmdi mark af Didier Drogba. Markið reyndist réttilega ólöglegt, en Mourinho telur að það hefði fengið að standa ef ekki hefði verið fyrir kröftug mótmæli leikmanna Fulham. 20.3.2006 15:58 Pires ekki í viðræðum við Rangers Umboðsmaður franska miðjumannsins Robert Pires hjá Arsenal segir að leikmaðurinn sé ekki í viðræðum við nein önnur félög um nýjan samning, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Pires ætti í viðræðum við skoska liðið Glasgow Rangers. 20.3.2006 15:54 Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas. 20.3.2006 15:20 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnin stendur enn á bak við Steve Bruce Stjórn úrvalsdeildarliðs Birmingham stendur enn fast við bakið á knattspyrnustjóra sínum Steve Bruce þrátt fyrir stórtap liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. 22.3.2006 17:33
Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. 22.3.2006 17:15
Solano óttast Chelsea Chelsea tekur á móti Newcastle í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Nolberto Solano, leikmaður Newcastle, óttast að leikmenn Chelsea muni mæta til leiks eins og öskrandi ljón eftir tapið gegn Fulham í deildinni um helgina. 22.3.2006 15:45
Enski boltinn hentar mér best Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack telur víst að spilamennskan á Englandi henti sínum leikstíl betur en til að mynda spilamennskan á Spáni, en víst er talið að Ballack gangi í raðir Chelsea í sumar. 22.3.2006 15:10
Ætlar til Tottenham í sumar Umboðsmaður franska framherjans Djibril Cisse hjá Liverpool hallast að því að skjólstæðingur sinn gangi í raðir Tottenham í sumar. "Tottenham gæti vel sett sig í samband við okkur aftur í sumar," sagði umboðsmaðurinn í samtali við The Sun og bætti við að Liverpool myndi líklega sætta sig við 8 milljónir punda fyrir kappann. Forráðamenn Tottenham gefa þó lítið út á þessar fregnir. 22.3.2006 14:55
Rix rekinn frá Hearts Úrvalsdeildarfélagið Hearts rak í dag knattspyrnustjóra sinn Graham Rix eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Rix tók við liðinu í nóvember en hafði aðeins stýrt liðinu til níu sigra í síðustu nítján leikjum og það þótti nýjum eiganda liðsins Vladimir Romanov ekki ásættanlegur árangur. Við starfi Rix tekur Valdas Ivanauskas sem áður var þjálfari hjá félaginu. 22.3.2006 14:45
Loks vann New Orleans á heimavelli New Orleans Hornets spilaði sinn síðasta leik af þremur á tímabilinu á upprunalegum heimavelli sínum New Orleans Arena í nótt og náði loks að færa stuðningsmönnum sínum sigur eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum sem spilaðir voru þar. New Orleans skellti LA Clippers 120-108. Rasual Butler skoraði 28 stig fyrir heimamenn, en Corey Maggette setti 25 stig fyrir Clippers. 22.3.2006 14:08
Barcelona með 14 stiga forystu Meistarar Barcelona náðu í gær 14 stiga forystu í úrvalsdeildinni spænsku þegar liðið lagði Getafe 3-1 á heimavelli sínum Nou Camp. Barca lenti undir í leiknum, en jafnaði með sjálfsmarki í fyrri hálfleik og það var svo Kamerúninn skæði Samuel Eto´o sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. 22.3.2006 07:45
Versta útreið mín á ferlinum Steve Bruce segir að útreiðin sem hans menn í Birmingham fengu í 7-0 tapinu fyrir Liverpool í enska bikarnum í gærkvöldi, hafi verið versti skellur sem hann hafi fengið á 25 ára ferli sínum sem leikmaður og þjálfari. Hann tekur þó fram að hann ætli sér alls ekki að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham. 22.3.2006 06:45
Liverpool niðurlægði Birmingham Liverpool valtaði yfir arfaslakt lið Birmingham á útivelli í enska bikarnum í kvöld 7-0 og er komið í undanúrslit keppninnar. Lærisveinar Steve Bruce vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst, en geta nú einbeitt sér að fallbaráttunni í úrvalsdeildinni eftir að hafa verið niðurlægðir á leið sinni út úr bikarnum. 21.3.2006 21:56
KR í undanúrslitin KRingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir frækinn sigur á Snæfelli í rafmögnuðum leik í Vesturbænum 67-64 í kvöld. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig fyrir KRinga og Fannar Ólafsson 15, en Igor Beljanski skoraði 17 stig fyrir Snæfell. 21.3.2006 21:48
KR einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann Leikur KR og Snæfells í DHL-höllinni er enn í járnum og nú hafa heimamenn eins stigs forystu 50-49 þegar aðeins fjórði leikhlutinn er eftir, en það lið sem tapar í kvöld er komið í sumarfrí. 21.3.2006 21:19
Allt í járnum í Vesturbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Snæfells í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta og staðan er jöfn 35-35. Snæfell hafði betur framan af en heimamenn hafa náð að jafna leikinn með mikilli baráttu. Jón Ólafur Jónsson hefur skorað 10 stig fyrir Snæfell, en Skarphéðinn Ingason og Fannar Ólafsson hafa skorað 8 stig hvor fyrir KR. 21.3.2006 20:45
Liverpool leiðir 3-0 í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Birmingham og Liverpool í enska bikarnum og er staðan orðin 3-0 fyrir gestina frá Liverpool. Sami Hyypia kom Liverpool yfir eftir 55 sekúndur og síðan hefur Peter Crouch skorað tvö mörk. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 21.3.2006 20:34
Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta Snæfell er yfir 17-12 gegn KR eftir fyrsta leikhluta í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra. Gestirnir hafa verið mun meira sannfærandi í öllum sínum aðgerðum og leiða verðskuldað, en KR hefur aðeins skorað eina körfu utan af velli í leikhlutanum. 21.3.2006 20:14
Liverpool byrjar vel Liverpool virðist ekki ætla að verða í vandræðum gegn Birmingham ef svo fer sem horfir í leik liðanna í enska bikarnum í kvöld, því gestirnir skoruðu tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnarmaðurinn Sami Hyypia kom Liverpool yfir eftir aðeins rúmar 50 sekúndur og Peter Crouch bætti við öðru marki á 5. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 21.3.2006 20:09
Ekki í viðræðum við enska knattspyrnusambandið Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, brást reiður við fregnum í enskum fjölmiðlum í dag sem sögðu hann vera í viðræðum við knattspyrnusambandið þar í landi með það fyrir augum að hann tæki við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson. 21.3.2006 19:15
Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. 21.3.2006 18:30
Gunnar Heiðar til Hannover Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni. 21.3.2006 18:18
Gagnrýnir knattspyrnusambandið Rafa Benitez segir að enska knattspyrnusambandið sé að gera leikmönnum landsliðsins litla greiða með því mikla keppnisálagi sem sé í deildarkeppninni á Englandi og segir meiðslahættuna sem fylgi því að spila tvo leiki á þremur dögum mjög mikla. 21.3.2006 17:24
Roy Keane meiddur Miðjumaðurinn Roy Keane verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hafa rifið vöðva í aftanverðu læri. Gordon Strachan, knattspyrnustjóri liðsins greindi frá þessu í dag. Keane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið ár og ekki verður þetta til að auka líkurnar á að Keane spili eitt ár í viðbót með liðinu eins og til stóð. Keane ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í sumar. 21.3.2006 17:17
Birmingham - Liverpool í beinni á Sýn Leikur Birmingham og Liverpool í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Steve Bruce segir að þó hans menn tjaldi öllu til að halda sér í ensku úrvalsdeildinni, séu þeir óneitanlega farnir að hugsa um að komast alla leið í úrslitaleikinn. 21.3.2006 16:55
Ancelotti framlengir við Milan Carlo Ancelotti hefur framlengt núgildandi samning sinn við AC Milan um eitt ár og verður því við stjórn hjá félaginu til ársins 2008. Ancelotti er á sínu fimmta ári með AC Milan, en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid síðustu daga. 21.3.2006 16:42
KR - Snæfell í beinni á Sýn Extra Oddaleikur KR og Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla verður í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50 í kvöld. Liðin hafa til þessa unnið sitthvorn útileikinn og í kvöld verður leikið til þrautar í DHL-Höllinni. 21.3.2006 16:29
Suður-Afríka vill Eriksson Yfirmaður landsliðs Suður-Afríku í knattspyrnu vill ólmur fá Sven-Göran Eriksson til að stýra landsliðinu á rétta braut, en Suður-Afríka reið ekki feitum hesti frá Afríkukeppninni í vetur og þar á bæ hafa menn lítinn áhuga á að líta illa út þegar þeir halda heimsmeistaramótið árið 2010. 21.3.2006 15:19
Moyes tekur ekki við Newcastle Forráðamenn Newcastle og Everton hafa allir neitað fréttum í breskum blöðum sem hermdu að David Moyes yrði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Freddy Sheperd, stjórnarformaður Newcastle, gaf út yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann sagði að þessar vangaveltur væru algjör þvættingur og tók fram að félagið hefði alls ekki leitað til Moyes, sem er samningsbundinn Everton. 21.3.2006 15:11
Valur mætir Tomis Constanta Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn. 21.3.2006 15:07
Detroit vann Miðriðilinn Detroit Pistons tryggði sér í nótt sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni þegar liðið skellti Atlanta Hawks 91-84 á heimavelli sínum, en ekkert lið getur nú náð Pistons á toppi riðilsins þó enn sé talsvert eftir af tímabilinu. Rasheed Wallace skoraði 26 stig fyrir Detroit, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta. 21.3.2006 14:47
Hefur augastað á Henry og Nistelrooy Massimo Moratti, eigandi Inter Milan á Ítalíu, hefur augastað á þeim Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United í leit sinni að framherja fyrir næstu leiktíð. Hann gerir sér þó litlar vonir um að krækja í Henry og segir Nistelrooy vera raunhæfara markmið fyrir félag sitt. 21.3.2006 14:37
Adidas að tapa í HM baráttunni Adidas er í fyrsta sinn fyrir neðan sína helstu keppinauta hvað búninga á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi varðar. Adidas sér um búninga fyrir sex lið en Nike verða með átta og Puma tólf landsliðs á sínum snærum. 21.3.2006 09:00
Verður tilbúinn fyrir HM Hinn mjög svo sóknarsinnaði bakvörður Cafu, er óðum að nálgast sitt gamla góða form eftir að hafa lent í erfiðum hnémeiðslum. Þessi magnaði fyrirliði brasilíska landsliðsins getur spilað með á HM í sumar. 21.3.2006 08:00
Ánægður að vera á undan Schumacher Felipe Massa var mjög ángæður með að skáka félaga sínum hjá Ferrai, Michael Schumacher, í Formúlu-1 kappakstrinum í Malasíu um helgina. Massa lenti í fimmta sæti en Schumacher í því sjötta. 21.3.2006 07:00
Í skýjunum með tvennuna Dean Ashton framherji West Ham var skiljanlega í skýjunum með mörkin sín tvö gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Hamrarnir unnu leikinn 2-1 og eru komnir í undanúrslit keppninnar. 21.3.2006 06:00
West Ham í undanúrslitin West Ham vann í kvöld frækinn útisigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins og er því komið í undanúrslit keppninnar. Dean Ashton gerði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld á 41. og 69. mínútu, en Kiki Musampa minnkaði muninn fyrir heimamenn fimm mínútum fyrir leikslok. 20.3.2006 22:10
Tagliabue hættir í sumar Paul Tagliabue, yfirmaður bandarísku ruðningsdeildarinnar NFL, hefur tilkynnt að hann ætli að setjast í helgan stein og lætur af störfum í júlí í sumar. Tagliabue hefur verið æðsti maður í deildinni í 16 ár, en hann tók við störfum af Pete Rozelle árið 1989. 20.3.2006 21:15
West Ham yfir í hálfleik West Ham er yfir 1-0 gegn Manchester City í hálfleik í viðureign liðanna í átta liða úrslitum enska bikarsins, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Það var framherjinn Dean Ashton sem skoraði mark gestanna á 41. mínútu. 20.3.2006 20:53
Finnur sig vel á miðjunni Ryan Giggs segist vera að finna sig ágætlega í nýju hlutverki í liði Manchester United, en hann hefur verið færður af kantinum og inn á miðjuna eftir að Paul Scholes og Alan Smith urðu fyrir meiðslum. 20.3.2006 20:13
Mauresmo í efsta sæti heimslistans Franska tenniskonan Amelie Mauresmo er kominn í efsta sæti heimslistans í annað sinn á ferlinum, en nýr listi var birtur í dag. Mauresmo, sem vann sigur á opna ástralska meistaramótinu á dögunum, er komin upp fyrir belgísku tenniskonuna Kim Clijsters. Justine Henin-Hardene er í þriðja sæti listans, Maria Sharapova í því fjórða og Lindsay Davenport í fimmta. 20.3.2006 19:47
Einbeiting er lykillinn að gengi Reading Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Reading, segir í samtali við BBC í dag að andlegur styrkur leikmanna liðsins og einbeiting séu meginástæður þess að liðið er komið langt með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári, en sigur gegn Leicester á laugardaginn tryggir liðinu úrvalsdeildarsætið. 20.3.2006 19:28
Manchester City - West Ham í beinni Einn leikur fer fram í enska bikarnum í kvöld þegar Manchester City tekur á móti West Ham í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:55. 20.3.2006 17:00
Fordæmir átökin á Craven Cottage Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, hefur fordæmt átökin sem urðu eftir leik Fulham og Chelsea á Craven Cottage um helgina, þegar áhorfendur réðust inn á völlinn og slógust við lögreglu. Aðeins einn maður var þó handtekinn í kjölfarið, en atvikið er litið mjög alvarlegum augum. 20.3.2006 16:20
Allir verkamenn sendir heim Nú er útlit fyrir að enn frekari tafir verði á byggingu nýja Wembley-leikvangsins í London, eftir að allir verkamenn á svæðinu voru sendir heim í dag. Ástæðan er sú að verkamenn á svæðinu heyrðu háværan hvell þegar þeir voru við störf og er óttast að hluti af þaki byggingarinnar hafi pompað niður um næstum einn metra. 20.3.2006 16:05
Dómarinn lét leikmenn hafa áhrif á sig Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill meina að dómarinn hafi látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína í leik liðanna um helgina, þegar hann dæmdi mark af Didier Drogba. Markið reyndist réttilega ólöglegt, en Mourinho telur að það hefði fengið að standa ef ekki hefði verið fyrir kröftug mótmæli leikmanna Fulham. 20.3.2006 15:58
Pires ekki í viðræðum við Rangers Umboðsmaður franska miðjumannsins Robert Pires hjá Arsenal segir að leikmaðurinn sé ekki í viðræðum við nein önnur félög um nýjan samning, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Pires ætti í viðræðum við skoska liðið Glasgow Rangers. 20.3.2006 15:54
Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas. 20.3.2006 15:20