Fleiri fréttir Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. 22.2.2006 18:49 Portsmouth sleppur við ákæru Úrvalsdeildarlið Portsmouth sleppur við refsingu vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma, en þetta var kunngert í dag. Talið var að forráðamenn Portsmouth hefðu rætt ólöglega við Redknapp á meðan hann stýrði Southampton en knattspyrnusambandið hefur látið málið niður falla. 22.2.2006 18:36 Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. 22.2.2006 17:53 Barcelona hefur enn áhuga á Henry Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum. 22.2.2006 17:06 Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. 22.2.2006 16:30 Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. 22.2.2006 16:15 Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. 22.2.2006 15:05 Logi skoraði 3 í sigri Lemgo Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Lemgo í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið lagði Hamburg naumlega 29-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar. 22.2.2006 14:56 Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. 22.2.2006 14:37 Carter skoraði 45 stig Vince Carter skoraði 45 stig, þar af 14 síðustu stig New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee í NBA körfuboltanum í nótt 89-85. Jason Kidd var einnig frábær í liði New Jersey og náði enn einni þrennunni með 12 stigum, 13 stoðsendingum og 12 fráköstum, en þetta var í 71. sæti sem Kidd nær þrennu á ferlinum. 22.2.2006 14:11 Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." 22.2.2006 14:00 Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. 22.2.2006 11:45 Henry er stórkostlegur Ferran Soriano, varaforstjóri Barcelona, segir að Thierry Henry sé stórkostlegur leikmaður sem öll félög myndu vilja hafa í sínum röðum. Þar sé Barcelona engin undantekning. 22.2.2006 10:30 Arsenal lagði Real Madrid Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica. 21.2.2006 21:43 Utah - Boston í beinni Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. 21.2.2006 21:28 Ballack með eina mark kvöldsins Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og það er miðjumaðurinn sterki Michael Ballack hjá Bayern Munchen sem á þann vafasama heiður að vera eini leikmaðurinn sem er búinn að skora mark það sem af er. Ballack kom sínum mönnum í Bayern yfir gegn AC Milan á 23. mínútu með stórglæsilegu skoti. 21.2.2006 20:36 Gerrard á varamannabekk Liverpool Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar. 21.2.2006 19:23 Sörenstam efst á styrkleikalistanum Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu. 21.2.2006 17:51 Rochemback frá í tvo mánuði Brasilíski miðjumaðurinn Fabio Rochemback hjá Middlesbrough er nýjasti leikmaður liðsins til að meiðast í langan tíma eftir að í ljós kom að hann er meiddur á ökkla og verður frá keppni í amk tvo mánuði. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Boro, sem er í bullandi vandræðum í deildinni. 21.2.2006 17:30 Owen gæti snúið aftur gegn Chelsea Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir að svo gæti farið að Michael Owen yrði búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir leikinn gegn Chelsea í fjórðungsúrslitum enska bikarsins í næsta mánuði, en upphaflega var óttast að Owen kæmi ekki til baka fyrr en í apríl vegna fótbrots sem hann hlaut á gamlársdag. 21.2.2006 16:45 Bjarni Guðjónsson til ÍA Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar. 21.2.2006 16:03 Benitez varar við bjartsýni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35. 21.2.2006 15:54 Real er betra nú en áður Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid, líkar lífið mun betur á Bernabeu eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti sem þjálfari liðsins og segir lið Arsenal ekki eiga von á góðu í viðureign liðanna í kvöld. 21.2.2006 15:41 Neville slapp með sekt Gary Neville, leikmaður Manchester United slapp með skrekkinn í dag þegar hann var dæmdur til að greiða 5000 punda sekt fyrir að hafa fagnað marki sinna manna í sigrinum á Liverpool í deildinni á dögunum fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Talið var að Neville gæti fengið leikbann fyrir uppátækið. 21.2.2006 15:35 Valur mætir liði frá Sviss Nú er búið að draga í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna og drógust Valsstúlkur gegn svissneska liðinu LC Bruhl. Liðin eigast við dagana 11.-12. og 18.-19. mars næstkomandi, en fyrri leikurinn er á heimavelli Vals. 21.2.2006 14:39 Gylfi inn í stað Grétars Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur. 21.2.2006 14:24 Úrslitaleikurinn færður til Cardiff Nú er ljóst að úrslitaleikurinn í enska bikarnum mun fara fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff eftir að áströlsku verktakarnir sem bera ábyrgð á uppbyggingu nýja Wembley- leikvangsins gátu ekki lofað því 100% að hann yrði klár fyrir úrslitaleikinn í bikarnum sem verður þann 13. maí. 21.2.2006 05:54 Við erum fullir sjálfstrausts Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segir sína menn fulla sjálfstrausts fyrir leikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld, en Bayern hefur unnið alla 15 leiki sína á nýja heimavellinum sem tekinn var í notkun í sumar. 20.2.2006 20:57 Mourinho er besti leikmaður Chelsea Portúgalski miðjumaðurinn Deco, sem áður lék undir stjórn Mourinho hjá Porto þegar liðið vann Meistaradeildina á sínum tíma, segir að Mourinho sé besti leikmaður Chelsea. 20.2.2006 20:30 Villareal hefur ekki áhyggjur af Rangers Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. 20.2.2006 19:26 Bayern Munchen er sigurstranglegast Fabio Capello, stjóri ítölsku meistaranna í Juventus, segir að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeirri einföldu ástæðu að liðið hafi notið þess að fá langt vetrarfrí öfugt við liðin á Ítalíu, Spáni og Englandi. 20.2.2006 19:05 Völlurinn er ekki svo slæmur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar. 20.2.2006 17:57 Fisichella staðráðinn í að verða meistari Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella hjá Renault segist staðráðinn í að vera á meðal þeirra bestu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra á komandi tímabili í Formúlu 1. 20.2.2006 17:30 Dagný 23. í risasviginu Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 23. sæti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó í dag og varð rúmum tveimur sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Mikaelu Dorfmeister frá Austurríki, sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum. 20.2.2006 16:56 Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. 20.2.2006 16:39 Beckham hlakkar til að mæta Arsenal David Beckham, leikmaður Real Madrid, segist hlakka mikið til að mæta loks ensku liði í Meistaradeildinni, en lið hans leikur við Arsenal annað kvöld. Hann segist þó heldur hafa viljað mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í keppninni. 20.2.2006 15:30 Jón Arnór bikarmeistari með Napoli Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson varð í gærkvöld ítalskur bikari með liði sínu Napoli þegar það bar sigurorð af Roma í úrslitaleik 85-83. Jón skoraði 9 stig í leiknum. 20.2.2006 15:01 Jafnt hjá KR og Brann KR ingar gerðu í dag jafntefli 1-1 við norska liðið Brann í æfingaleik liðanna á LaManga mótinu sem fram fer á Spáni. Það var Björgólfur Takefusa sem skoraði mark KR úr vítaspyrnu, en KRingar misnotuðu reyndar aðra vítaspyrnu í leiknum. 20.2.2006 14:57 Chelsea mætir Newcastle Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea mætir Newcastle á heimavelli í næstu umferð, en það var einmitt Newcastle sem sló Englandsmeistarana úr keppninni í fyrra. Birmingham fær Liverpool í heimsókn, Charlton mætir Middlesbrough og Aston Villa eða Manchester City mætir annað hvort Bolton eða West Ham. Leikirnir fara fram 20-23. mars. 20.2.2006 14:46 Bikarmeistari með Bregenz Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. 20.2.2006 08:00 James fór fyrir Austurliðinu LeBron James varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera kjörinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þegar hann skoraði 29 stig og leiddi lið Austurstrandarinnar til sigurs gegn Vesturliðinu 122-120, eftir að Austurliðið hafði lent 21 stigi undir á tímabili í leiknum. 20.2.2006 06:01 Frá keppni í tvo mánuði Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0. 20.2.2006 01:16 Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram. 19.2.2006 21:52 City og Villa þurfa að mætast aftur Aston Villa og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum FA bikarkeppninnar eftir dramatískan leik liðanna í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikmenn City jöfnuðu metin þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. 19.2.2006 20:17 Haukastúlkur aftur á toppinn Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig. 19.2.2006 20:12 Sjá næstu 50 fréttir
Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. 22.2.2006 18:49
Portsmouth sleppur við ákæru Úrvalsdeildarlið Portsmouth sleppur við refsingu vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma, en þetta var kunngert í dag. Talið var að forráðamenn Portsmouth hefðu rætt ólöglega við Redknapp á meðan hann stýrði Southampton en knattspyrnusambandið hefur látið málið niður falla. 22.2.2006 18:36
Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. 22.2.2006 17:53
Barcelona hefur enn áhuga á Henry Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum. 22.2.2006 17:06
Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. 22.2.2006 16:30
Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. 22.2.2006 16:15
Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. 22.2.2006 15:05
Logi skoraði 3 í sigri Lemgo Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Lemgo í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið lagði Hamburg naumlega 29-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar. 22.2.2006 14:56
Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. 22.2.2006 14:37
Carter skoraði 45 stig Vince Carter skoraði 45 stig, þar af 14 síðustu stig New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee í NBA körfuboltanum í nótt 89-85. Jason Kidd var einnig frábær í liði New Jersey og náði enn einni þrennunni með 12 stigum, 13 stoðsendingum og 12 fráköstum, en þetta var í 71. sæti sem Kidd nær þrennu á ferlinum. 22.2.2006 14:11
Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." 22.2.2006 14:00
Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. 22.2.2006 11:45
Henry er stórkostlegur Ferran Soriano, varaforstjóri Barcelona, segir að Thierry Henry sé stórkostlegur leikmaður sem öll félög myndu vilja hafa í sínum röðum. Þar sé Barcelona engin undantekning. 22.2.2006 10:30
Arsenal lagði Real Madrid Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica. 21.2.2006 21:43
Utah - Boston í beinni Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. 21.2.2006 21:28
Ballack með eina mark kvöldsins Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og það er miðjumaðurinn sterki Michael Ballack hjá Bayern Munchen sem á þann vafasama heiður að vera eini leikmaðurinn sem er búinn að skora mark það sem af er. Ballack kom sínum mönnum í Bayern yfir gegn AC Milan á 23. mínútu með stórglæsilegu skoti. 21.2.2006 20:36
Gerrard á varamannabekk Liverpool Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar. 21.2.2006 19:23
Sörenstam efst á styrkleikalistanum Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu. 21.2.2006 17:51
Rochemback frá í tvo mánuði Brasilíski miðjumaðurinn Fabio Rochemback hjá Middlesbrough er nýjasti leikmaður liðsins til að meiðast í langan tíma eftir að í ljós kom að hann er meiddur á ökkla og verður frá keppni í amk tvo mánuði. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Boro, sem er í bullandi vandræðum í deildinni. 21.2.2006 17:30
Owen gæti snúið aftur gegn Chelsea Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir að svo gæti farið að Michael Owen yrði búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir leikinn gegn Chelsea í fjórðungsúrslitum enska bikarsins í næsta mánuði, en upphaflega var óttast að Owen kæmi ekki til baka fyrr en í apríl vegna fótbrots sem hann hlaut á gamlársdag. 21.2.2006 16:45
Bjarni Guðjónsson til ÍA Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar. 21.2.2006 16:03
Benitez varar við bjartsýni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35. 21.2.2006 15:54
Real er betra nú en áður Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid, líkar lífið mun betur á Bernabeu eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti sem þjálfari liðsins og segir lið Arsenal ekki eiga von á góðu í viðureign liðanna í kvöld. 21.2.2006 15:41
Neville slapp með sekt Gary Neville, leikmaður Manchester United slapp með skrekkinn í dag þegar hann var dæmdur til að greiða 5000 punda sekt fyrir að hafa fagnað marki sinna manna í sigrinum á Liverpool í deildinni á dögunum fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Talið var að Neville gæti fengið leikbann fyrir uppátækið. 21.2.2006 15:35
Valur mætir liði frá Sviss Nú er búið að draga í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna og drógust Valsstúlkur gegn svissneska liðinu LC Bruhl. Liðin eigast við dagana 11.-12. og 18.-19. mars næstkomandi, en fyrri leikurinn er á heimavelli Vals. 21.2.2006 14:39
Gylfi inn í stað Grétars Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur. 21.2.2006 14:24
Úrslitaleikurinn færður til Cardiff Nú er ljóst að úrslitaleikurinn í enska bikarnum mun fara fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff eftir að áströlsku verktakarnir sem bera ábyrgð á uppbyggingu nýja Wembley- leikvangsins gátu ekki lofað því 100% að hann yrði klár fyrir úrslitaleikinn í bikarnum sem verður þann 13. maí. 21.2.2006 05:54
Við erum fullir sjálfstrausts Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segir sína menn fulla sjálfstrausts fyrir leikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld, en Bayern hefur unnið alla 15 leiki sína á nýja heimavellinum sem tekinn var í notkun í sumar. 20.2.2006 20:57
Mourinho er besti leikmaður Chelsea Portúgalski miðjumaðurinn Deco, sem áður lék undir stjórn Mourinho hjá Porto þegar liðið vann Meistaradeildina á sínum tíma, segir að Mourinho sé besti leikmaður Chelsea. 20.2.2006 20:30
Villareal hefur ekki áhyggjur af Rangers Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. 20.2.2006 19:26
Bayern Munchen er sigurstranglegast Fabio Capello, stjóri ítölsku meistaranna í Juventus, segir að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeirri einföldu ástæðu að liðið hafi notið þess að fá langt vetrarfrí öfugt við liðin á Ítalíu, Spáni og Englandi. 20.2.2006 19:05
Völlurinn er ekki svo slæmur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar. 20.2.2006 17:57
Fisichella staðráðinn í að verða meistari Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella hjá Renault segist staðráðinn í að vera á meðal þeirra bestu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra á komandi tímabili í Formúlu 1. 20.2.2006 17:30
Dagný 23. í risasviginu Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 23. sæti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó í dag og varð rúmum tveimur sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Mikaelu Dorfmeister frá Austurríki, sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum. 20.2.2006 16:56
Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. 20.2.2006 16:39
Beckham hlakkar til að mæta Arsenal David Beckham, leikmaður Real Madrid, segist hlakka mikið til að mæta loks ensku liði í Meistaradeildinni, en lið hans leikur við Arsenal annað kvöld. Hann segist þó heldur hafa viljað mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í keppninni. 20.2.2006 15:30
Jón Arnór bikarmeistari með Napoli Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson varð í gærkvöld ítalskur bikari með liði sínu Napoli þegar það bar sigurorð af Roma í úrslitaleik 85-83. Jón skoraði 9 stig í leiknum. 20.2.2006 15:01
Jafnt hjá KR og Brann KR ingar gerðu í dag jafntefli 1-1 við norska liðið Brann í æfingaleik liðanna á LaManga mótinu sem fram fer á Spáni. Það var Björgólfur Takefusa sem skoraði mark KR úr vítaspyrnu, en KRingar misnotuðu reyndar aðra vítaspyrnu í leiknum. 20.2.2006 14:57
Chelsea mætir Newcastle Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea mætir Newcastle á heimavelli í næstu umferð, en það var einmitt Newcastle sem sló Englandsmeistarana úr keppninni í fyrra. Birmingham fær Liverpool í heimsókn, Charlton mætir Middlesbrough og Aston Villa eða Manchester City mætir annað hvort Bolton eða West Ham. Leikirnir fara fram 20-23. mars. 20.2.2006 14:46
Bikarmeistari með Bregenz Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. 20.2.2006 08:00
James fór fyrir Austurliðinu LeBron James varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera kjörinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þegar hann skoraði 29 stig og leiddi lið Austurstrandarinnar til sigurs gegn Vesturliðinu 122-120, eftir að Austurliðið hafði lent 21 stigi undir á tímabili í leiknum. 20.2.2006 06:01
Frá keppni í tvo mánuði Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0. 20.2.2006 01:16
Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram. 19.2.2006 21:52
City og Villa þurfa að mætast aftur Aston Villa og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum FA bikarkeppninnar eftir dramatískan leik liðanna í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikmenn City jöfnuðu metin þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. 19.2.2006 20:17
Haukastúlkur aftur á toppinn Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig. 19.2.2006 20:12