Fleiri fréttir Viggó kátur með sína menn Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin. 26.1.2006 20:25 Góður sigur á Serbum í fyrsta leik Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. 26.1.2006 18:38 Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. 26.1.2006 22:15 Woods náði sér ekki á strik Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum. 26.1.2006 22:11 Danir sigruðu Ungverja Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum. 26.1.2006 21:48 Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. 26.1.2006 21:45 Mikið tap á árinu Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck. 26.1.2006 21:41 Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. 26.1.2006 21:18 Clijsters frá í tvo mánuði Belgíska tenniskonan Kim Clijsters verður frá keppni í um tvo mánuði vegna meiðslanna sem urðu þess valdandi að hún varð að hætta keppni í undanúrslitaeinvígi sínu við Amelie Mauresmo á opna ástralska meistaramótinu. 26.1.2006 20:45 Túnis áfram Núverandi Afríkumeistarar Túnis eru komnir upp úr riðlakeppninni eftir öruggan sigur á Suður Afríku í Alexandríu í dag, 2-0. Það voru þeir Francileudo dos Santos og Slim Benachour sem skoruðu mörk Túnis. Þá er Gínea einnig komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Zambíu í dag. 26.1.2006 20:44 Hugar strax að eftirmanni Eriksson Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku. 26.1.2006 20:30 Super Aguri verður ellefta liðið Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár. 26.1.2006 19:57 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. 26.1.2006 19:07 Úrslit dagsins Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21. 26.1.2006 18:56 Ísland yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 16-11 í hálfleik gegn Serbum í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Sviss. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skoraði 5 mörk hvor. 26.1.2006 17:40 Ronaldo á yfir höfði sér bann Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni. 26.1.2006 16:46 Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli. 26.1.2006 16:23 Svissneskir dómarar dæma í kvöld Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel. 26.1.2006 15:36 Risasamningur Henry kominn á borðið Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé búið að fá Thierry Henry tilboð í hendur sem sé líklega hærra en öll lið á englandi gætu boðið leikmanninnum, hugsanlega að Chelsea undanskildu. "Þetta er mjög há upphæð," sagði Hill-Wood. 26.1.2006 15:30 Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. 26.1.2006 15:05 Baghdatis óvænt í úrslitin Hinn óþekkti gríski tennisleikari Marcos Baghdatis tryggði sér mjög óvænt farseðilinn í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði fjórða stigahæsta tennisleikara heims, David Nalbandian í undanúrslitunum 3-6,5-7, 6-3, 6-4 og 6-4. 26.1.2006 15:00 Neville kærður Gary Neville, fyrirliði Manchester United, hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun sína eftir leik United og Liverpool á dögunum þegar hann fagnaði sigurmarki félaga síns með því að hlaupa í átt að stuðningsmönnum andstæðinga sinna og benti á merki Manchester United á treyju sinni. 26.1.2006 14:27 Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. 26.1.2006 14:11 Breytir engu fyrir heimsmeistaramótið John Terry, fyrirliði Chelsea, neitar því að brotthvarf Sven Goran Eriksson hafi slæm áhrif á enska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Segir Terry að þetta hafi engin bein áhrif á leikmannahópinn. 26.1.2006 12:15 Mauresmo og Henin Hardenne mætast í úrslitum Það verða Amelie Mauresmo og Justine Henin-Hardenne sem mætast í úrslitum í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Henin-Hardenne sigrðai Mariu Sharapovu í undanúrslitum og Mauresmo lagði Kim Clijsters í hinum undanúrslitaleiknum. 26.1.2006 11:30 Vantar nauðsynlega miðjumann Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun líklega kaupa miðjumann áður en félagaskiptagluggi janúarmánaðar er úti. Ástæðan er að margir miðjumanna liðsins eru meiddir þessa stundina þannig að nauðsynlegt er að fá inn nýjan leikmann núna. 26.1.2006 10:45 Dreymir um endurkomu í úrslitaleik meistaradeildar Boudewijn Zenden, kantmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér að hann dreymi um að snúa aftur úr meiðslum í úrslitaleik meistaradeildarinnar í maí á þessu ári. 26.1.2006 10:15 Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. 26.1.2006 02:17 Manchester United í úrslitin Manchester United mætir Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir að liðið lagði Blackburn á heimavelli sínum Old Trafford í kvöld, 2-1. Það voru þeir Ruud Van Nistelrooy og Louis Saha sem skoruðu mörk heimamanna, en Steven Reid skoraði mark Blackburn. 25.1.2006 21:51 Jafnt hjá United og Blackburn í hálfleik Staðan í leik Manchester United og Blackburn Rovers er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ruud Van Nistelrooy kom heimamönnum yfir snemma leiks, en misnotaði vítaspyrnu rétt fyrir lok hálfleiksins. Það var Steven Reid sem jafnaði metin fyrir Blackburn á 32. mínútu og því stendur Blackburn ágætlega að vígi. 25.1.2006 20:54 Hartson er ekki til sölu Skoska félagið Glasgow Celtic hefur neitað 1,2 milljón punda tilboði Portsmouth í framherjann John Hartson og var talsmaður skoska félagsins ósáttur við framgöngu enskra þegar þeir nálguðust leikmanninn, sem sjálfur vill ekki fara frá Celtic. 25.1.2006 19:00 Manchester United - Blackburn í beinni Síðari leikur Manchester United og Blackburn í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar kemur í ljós hvort liðið leikur til úrslita gegn Wigan sem sló Arsenal út úr keppninni í gærkvöldi. 25.1.2006 18:15 Dean Kiely til Portsmouth Portsmouth hefur keypt markvörðinn Dean Kiely frá Charlton og hefur hann þegar staðist læknisskoðun og skrifað undir 18 mánaða samning við félagið. Talið er að hann fari beint inn í byrjunarlið Portsmouth sem mætir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn. Kiely er fyrrum landsliðsmarkvörður Íra og er 35 ára gamall. 25.1.2006 17:45 Hefur augastað á Johann Vogel Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður hafa áhuga á að reyna að fá svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel að láni frá AC Milan út leiktíðina, eftir að ljóst varð að hópur liðsins er orðinn ansi þunnur þegar kemur að miðjumönnum vegna meiðsla þeirra Paul Scholes og John O´Shea. 25.1.2006 17:15 Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. 25.1.2006 16:45 Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1 Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968. 25.1.2006 16:30 Mikil gleði í herbúðum Wigan Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið sitt eigi það fyllilega skilið að vera komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir frækinn sigur á Arsenal í gærkvöldi. 25.1.2006 16:00 Sektin stendur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Arsenal hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna sektarinnar sem hann fékk fyrir að verða uppvís að því að ræða við forráðamenn Chelsea þegar hann var samningsbundinn Arsenal. Cole þarf því að sætta sig við að reiða fram 75.000 pund í sekt. 25.1.2006 15:30 Federer í undanúrslit Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu eftir að hann vann sigur á Rússanum Nikolay Davydenko í fjórðungsúrslitum í dag 6-4, 3-6, 7-6 og 7-6. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá þessum stigahæsta tennisleikara í heimi, en hann náði að klára dæmið og verður að teljast sigurstranglegur á mótinu. 25.1.2006 15:15 Garcia farinn til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar. 25.1.2006 15:05 Hiddink vill taka við enska landsliðinu Hollenski knattspyrnustjórinn Guus Hiddink hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson lætur af störfum í sumar ef marka má yfirlýsingar umboðsmanns hans í dag. Hiddink er sem stendur þjálfari PSV Eindhoven og landsliðs Ástralíu. 25.1.2006 14:37 Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. 25.1.2006 14:23 Ætlar að leita að nýju starfi áður en HM byrjar Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bíða með að leita sér að nýju starfi þangað til eftir HM. Enska knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir að kappinn byrji leit sína að nýrri vinnu áður en HM byrjar. 25.1.2006 11:30 Clijsters of stór biti að kyngja Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum. 25.1.2006 10:45 Vill starf Sven Gorans Guus Hiddink, þjálfari PSV og ástralska landsliðsins hefur mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Sven Goran Eriksson hættir í sumar. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans við enska fjölmiðla í dag. 25.1.2006 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Viggó kátur með sína menn Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin. 26.1.2006 20:25
Góður sigur á Serbum í fyrsta leik Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. 26.1.2006 18:38
Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. 26.1.2006 22:15
Woods náði sér ekki á strik Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum. 26.1.2006 22:11
Danir sigruðu Ungverja Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum. 26.1.2006 21:48
Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. 26.1.2006 21:45
Mikið tap á árinu Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck. 26.1.2006 21:41
Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. 26.1.2006 21:18
Clijsters frá í tvo mánuði Belgíska tenniskonan Kim Clijsters verður frá keppni í um tvo mánuði vegna meiðslanna sem urðu þess valdandi að hún varð að hætta keppni í undanúrslitaeinvígi sínu við Amelie Mauresmo á opna ástralska meistaramótinu. 26.1.2006 20:45
Túnis áfram Núverandi Afríkumeistarar Túnis eru komnir upp úr riðlakeppninni eftir öruggan sigur á Suður Afríku í Alexandríu í dag, 2-0. Það voru þeir Francileudo dos Santos og Slim Benachour sem skoruðu mörk Túnis. Þá er Gínea einnig komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Zambíu í dag. 26.1.2006 20:44
Hugar strax að eftirmanni Eriksson Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku. 26.1.2006 20:30
Super Aguri verður ellefta liðið Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár. 26.1.2006 19:57
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. 26.1.2006 19:07
Úrslit dagsins Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21. 26.1.2006 18:56
Ísland yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 16-11 í hálfleik gegn Serbum í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Sviss. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skoraði 5 mörk hvor. 26.1.2006 17:40
Ronaldo á yfir höfði sér bann Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni. 26.1.2006 16:46
Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli. 26.1.2006 16:23
Svissneskir dómarar dæma í kvöld Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel. 26.1.2006 15:36
Risasamningur Henry kominn á borðið Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé búið að fá Thierry Henry tilboð í hendur sem sé líklega hærra en öll lið á englandi gætu boðið leikmanninnum, hugsanlega að Chelsea undanskildu. "Þetta er mjög há upphæð," sagði Hill-Wood. 26.1.2006 15:30
Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. 26.1.2006 15:05
Baghdatis óvænt í úrslitin Hinn óþekkti gríski tennisleikari Marcos Baghdatis tryggði sér mjög óvænt farseðilinn í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði fjórða stigahæsta tennisleikara heims, David Nalbandian í undanúrslitunum 3-6,5-7, 6-3, 6-4 og 6-4. 26.1.2006 15:00
Neville kærður Gary Neville, fyrirliði Manchester United, hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun sína eftir leik United og Liverpool á dögunum þegar hann fagnaði sigurmarki félaga síns með því að hlaupa í átt að stuðningsmönnum andstæðinga sinna og benti á merki Manchester United á treyju sinni. 26.1.2006 14:27
Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. 26.1.2006 14:11
Breytir engu fyrir heimsmeistaramótið John Terry, fyrirliði Chelsea, neitar því að brotthvarf Sven Goran Eriksson hafi slæm áhrif á enska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Segir Terry að þetta hafi engin bein áhrif á leikmannahópinn. 26.1.2006 12:15
Mauresmo og Henin Hardenne mætast í úrslitum Það verða Amelie Mauresmo og Justine Henin-Hardenne sem mætast í úrslitum í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Henin-Hardenne sigrðai Mariu Sharapovu í undanúrslitum og Mauresmo lagði Kim Clijsters í hinum undanúrslitaleiknum. 26.1.2006 11:30
Vantar nauðsynlega miðjumann Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun líklega kaupa miðjumann áður en félagaskiptagluggi janúarmánaðar er úti. Ástæðan er að margir miðjumanna liðsins eru meiddir þessa stundina þannig að nauðsynlegt er að fá inn nýjan leikmann núna. 26.1.2006 10:45
Dreymir um endurkomu í úrslitaleik meistaradeildar Boudewijn Zenden, kantmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér að hann dreymi um að snúa aftur úr meiðslum í úrslitaleik meistaradeildarinnar í maí á þessu ári. 26.1.2006 10:15
Artest skipt fyrir Stojakovic Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. 26.1.2006 02:17
Manchester United í úrslitin Manchester United mætir Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir að liðið lagði Blackburn á heimavelli sínum Old Trafford í kvöld, 2-1. Það voru þeir Ruud Van Nistelrooy og Louis Saha sem skoruðu mörk heimamanna, en Steven Reid skoraði mark Blackburn. 25.1.2006 21:51
Jafnt hjá United og Blackburn í hálfleik Staðan í leik Manchester United og Blackburn Rovers er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ruud Van Nistelrooy kom heimamönnum yfir snemma leiks, en misnotaði vítaspyrnu rétt fyrir lok hálfleiksins. Það var Steven Reid sem jafnaði metin fyrir Blackburn á 32. mínútu og því stendur Blackburn ágætlega að vígi. 25.1.2006 20:54
Hartson er ekki til sölu Skoska félagið Glasgow Celtic hefur neitað 1,2 milljón punda tilboði Portsmouth í framherjann John Hartson og var talsmaður skoska félagsins ósáttur við framgöngu enskra þegar þeir nálguðust leikmanninn, sem sjálfur vill ekki fara frá Celtic. 25.1.2006 19:00
Manchester United - Blackburn í beinni Síðari leikur Manchester United og Blackburn í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar kemur í ljós hvort liðið leikur til úrslita gegn Wigan sem sló Arsenal út úr keppninni í gærkvöldi. 25.1.2006 18:15
Dean Kiely til Portsmouth Portsmouth hefur keypt markvörðinn Dean Kiely frá Charlton og hefur hann þegar staðist læknisskoðun og skrifað undir 18 mánaða samning við félagið. Talið er að hann fari beint inn í byrjunarlið Portsmouth sem mætir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn. Kiely er fyrrum landsliðsmarkvörður Íra og er 35 ára gamall. 25.1.2006 17:45
Hefur augastað á Johann Vogel Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður hafa áhuga á að reyna að fá svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel að láni frá AC Milan út leiktíðina, eftir að ljóst varð að hópur liðsins er orðinn ansi þunnur þegar kemur að miðjumönnum vegna meiðsla þeirra Paul Scholes og John O´Shea. 25.1.2006 17:15
Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn. 25.1.2006 16:45
Honda er með bestu ökumennina í Formúlu 1 Nick Fry, stjóri Honda-liðsins í Formúlu 1, er ekki í vafa um að ökumenn liðsins muni skila liðinu fyrsta sigrinum í sjö ár á næsta tímabili. Sem kunnugt er hét lið Honda áður BAR, en Honda er nú með í Formúlu 1 í fyrsta sinn síðan 1968. 25.1.2006 16:30
Mikil gleði í herbúðum Wigan Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið sitt eigi það fyllilega skilið að vera komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir frækinn sigur á Arsenal í gærkvöldi. 25.1.2006 16:00
Sektin stendur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Arsenal hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna sektarinnar sem hann fékk fyrir að verða uppvís að því að ræða við forráðamenn Chelsea þegar hann var samningsbundinn Arsenal. Cole þarf því að sætta sig við að reiða fram 75.000 pund í sekt. 25.1.2006 15:30
Federer í undanúrslit Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu eftir að hann vann sigur á Rússanum Nikolay Davydenko í fjórðungsúrslitum í dag 6-4, 3-6, 7-6 og 7-6. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá þessum stigahæsta tennisleikara í heimi, en hann náði að klára dæmið og verður að teljast sigurstranglegur á mótinu. 25.1.2006 15:15
Garcia farinn til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar. 25.1.2006 15:05
Hiddink vill taka við enska landsliðinu Hollenski knattspyrnustjórinn Guus Hiddink hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson lætur af störfum í sumar ef marka má yfirlýsingar umboðsmanns hans í dag. Hiddink er sem stendur þjálfari PSV Eindhoven og landsliðs Ástralíu. 25.1.2006 14:37
Vel heppnuð endurkoma Saunders Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. 25.1.2006 14:23
Ætlar að leita að nýju starfi áður en HM byrjar Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bíða með að leita sér að nýju starfi þangað til eftir HM. Enska knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir að kappinn byrji leit sína að nýrri vinnu áður en HM byrjar. 25.1.2006 11:30
Clijsters of stór biti að kyngja Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum. 25.1.2006 10:45
Vill starf Sven Gorans Guus Hiddink, þjálfari PSV og ástralska landsliðsins hefur mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu þegar Sven Goran Eriksson hættir í sumar. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans við enska fjölmiðla í dag. 25.1.2006 10:15