Sport

Stórsigur KR-inga

KR-ingar unnu stórsigur á Fram í kvöld 4-0 í Laugardalnum í Landsbankadeild karla. Grétar Ólafur Hjartarson gerði tvö marka Kr og þeir Sigurvin Ólafsson og Rógvi Jakobsen gerðu hin tvö. Framarinn Bo Henriksen fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks.  KR-ingar eru þar með komnir með 13 stig sæti í 6.sæti en Framarar eru sem fyrr í 9.sæti með 8 stig. Í leik Fylkis og Þróttar er markalaust í hálfleik. Sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn og einnig hér á boltavaktinni á vísi.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×