Sport

Fram KR í kvöld - BOLTAVAKT

Það verður sannkallaður botnbaráttuslagur í Laugardalnum í kvöld þegar Fram tekur á móti KR klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Bæði þessi lið hófu mótið af krafti en ekkert hefur gengið hjá liðunum að undanförnu. Leikurinn verður í beinni hér á Boltavaktinni á vísi.is. KR sigraði fyrri leik liðana í sumar með einu marki gegn engu, það var Færeyingurinn í liði KR, Rógvi Jakobsen sem gerði sigurmark leiksins. Tapi KR í kvöld er hætt við að Magnús Gylfason, þjálfari KR fái að taka poka sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×