Sport

Loeb keyrði á naut

Frakkinn Sebastian Loeb á Citroen hefur forystu í argentínska rallinu. Hann er 31 sekúndu á undan Norðmanninum Petter Solberg á Subaru sem er annar. Finninn Markus Grönholm á Peugeot er í þriðja sæti, 44 sekúndum á eftir Loeb. Franski heimsmeistarinn var stálheppinn að sleppa óskaddaður eftir árekstur við naut sem hafði tekið sér stöðu á miðjum veginum. Loeb sagðist hafa reiknað með því að nautið myndi víkja af veginum en ekkert fararsnið var á gripnum og það var ekki fyrr en á elleftu stundu að ökumaðurinn náði að sveigja bílinn. Loeb tókst þó ekki alveg að forðast árekstur því bíllinn rakst í nautið. Loeb lifði áreksturinn en óljóst er um afdrif nautsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×