Sport

Eitthvað að ef leikur vinnst ekki

„Það er eitthvað mikið að ef við vinnum ekki Möltu,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um viðureignina á Laugardalsvelli á morgun. Malta og Ísland gerðu markalaust jafntefli 9. október á síðasta ári í leik sem Íslendingar viljum eflaust gleyma, en þetta eru einu stig þjóðanna hingað til í riðlinum. Möltumenn steinlágu gegn Svíum 6-0 á laugardag. Þeir hafa skorað eitt mark í riðlinum og fengið á sig 22 mörk. Landsliðið æfði á Framvellinum í dag. Heiðar Helguson hætti fljótlega á æfingunni í dag. Hann var með höfuðverk og svima en verður vonandi klár fyrir morgundaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×