Sport

Eyjólfur tilkynnir byrjunarliðið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari ungmennalandsliðs Íslendinga, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni Evrópumótsins á KR-vellinum klukkan 18.05 í dag. Bjarni Þórður Halldórsson er í markinu. Varnarmenn eru Steinþór Gíslason, Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Þór Gunnarsson. Miðjumenn verða Viktor Bjarki Arnarson, Ólafur Ingi Skúlason, Davíð Þór Viðarsson og Emil Hallfreðsson og sóknarmenn Hannes Sigurðsson og Hörður Sveinsson. Þrjár breytingar eru frá tapleiknum gegn Ungverjum. Hörður, Viktor Bjarki og Ragnar koma inn í byrjunarliðið. Sigmundur Kristjánsson er meiddur, Tryggvi Bjarnason er í leikbanni og Pálmi Rafn Pálmason er varamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×