Sport

Orri Freyr með slitin krossbönd

Orri Freyr Hjaltalín, sem leikið hefur með Grindavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, er með slitin krossbönd og verður frá æfingum og keppni í allt að átta mánuði. Þetta er áfall fyrir Grindvíkinga sem ekki hafa þótt leika vel á undirbúningstímabilinu fyrir Íslandsmótið sem hefst 16. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×