Fleiri fréttir

Framvegis þarf að spyrja þingið

Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst í gær að þeirri niðurstöðu að þátttaka Þýskalands í björgunaraðgerðum til hjálpar skuldugustu ríkjum evrusvæðisins bryti ekki í bága við þýsku stjórnarskrána.

Sjálfbær þróun aðalviðfangsefni 21. aldar

Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að sjálfbær þróun sé mikilvægasta málefnið sem heimsbyggðin þarf að takast á við á næstu árum. Hann hélt ræðu í Háskólanum í Sidney í Ástralíu í morgun þar sem hann hvatti menn til þess að grípa til aðgerðra og að sjálfbær þróun sé lykilatriði til framtíðar.

Gaddafí enn í Líbíu - ætlar að berjast til sigurs

Múammar Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, vísar því á bug að hann sé flúinn úr landi til nágrannalandsins Níger. Viðtal við hann birtist á sýrlenskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi en ekkert hefur heyrst frá honum síðustu vikur. Gaddafí sagði að allt tal um að hann ætli að flýja land væru lygar og sálfræðihernaður.

Laus úr gíslingu sjóræningja

Sjö manna áhöfn danskrar skútu er laus úr haldi sómalískra sjóræningja, sem réðust um borð í skútu fjölskyldunnar seint í febrúar.

45 milljónir Bandaríkjamanna reykja

Um 20 prósent Bandaríkjamanna reykja, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum í tímaritinu Morbidity and mortality. Reykingamönnum hefur fækkað lítillega á síðustu fimm árum.

Níger mun ekki loka á Gaddafi

Utanríkisráðherra Níger segir að ekki verði hægt að loka landamærum Líbíu og koma þannig í veg fyrir að Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, flýi yfir þau.

Eddie Murphy kynnir Óskarinn

Gamanleikarinn Eddie Murphy verður kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem verður haldin í febrúar á næsta ári. Þetta hafa forsvarsmenn hátíðarinnar staðfest en sterkur orðrómur hefur verið síðustu vikur um að leikarinn myndi kynna hátíðina.

Þarf að greiða skaðabætur fyrir lélega frammistöðu í rúminu

Fimmtíu og eins árs gamall Frakki hefur verið dæmdur til þess að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni um eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Upphæðina þarf hann að reiða fram fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í hjónabandinu, eða inni í svefnherberginu öllu heldur. Konan sótti um skilnað og fékk fyrir tveimur árum.

Mamma fangelsuð fyrir að aka á móti umferð

Þriggja barna móðir í Bretlandi sem ók gegn umferð á M5 hraðbrautinni um 50 kílómetra leið í sumar hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi. Dómari úrskurðaði þetta í morgun en konan var undir miklum áhrifum áfengis. Hún grét í réttarsal í morgun þegar dómurinn féll og bar við alkóhólisma og vandræðum í einkalífi sínu.

Farþegaþota fórst í Rússlandi

Farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 36 létust í slysinu en vélin var af gerðinni Yak-42. Hún hafði tekið á loft frá flugvelli í nágrenni borgarinnar Yaroslavl á bökkum Volgu. Að minnsta kosti einn komst lífs af úr slysinu en óstaðfestar fregnir herma að flestir farþeganna hafi verið liðsmenn íshokkíliðs borgarinnar.

Meira en þúsund hús ónýt

Meira en þúsund hús hafa orðið skógar- og kjarreldum víða í Texas að bráð síðustu dagana. Flest þessara húsa, eða nærri 600, stóðu í Bastrop-sýslu sem er skammt frá höfuðborginni Austin.

Háttsettir félagar Gaddafís flýja

Nokkrir háttsettir stuðningsmenn Múammars Gaddafí flúðu í gær frá Líbíu yfir til nágrannalandsins Níger. Þeir fóru þangað í hópum í nokkrum bílalestum, sem ekið var hratt yfir eyðimörkina í Líbíu til landamæranna.

Sprengjuárás í Nýju Delí

Að minnsta kosti níu létust og fjörutíu og fimm eru sárir eftir sprengjuárás fyrir utan hús hæstaréttar í Nýju Delhí, höfuðborg Indlands í morgun. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem sprengjuárás er gerð fyrir utan réttinn en í júní sprakk þar bílsprengja. Í morgun virðist hafa verið um sprengju falda í skjalatösku að ræða og sprakk hún við öryggishliðið að réttinum.

Nýjar myndir af tunglinu sýna glöggt mannaferðir fyrri ára

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sendi í gær frá sér hágæða myndir sem teknar eru af mannlausu geimfari sem hefur sveimað um tunglið undanfarinn mánuð. Á myndunum sjást greinileg ummerki eftir geimförin sem fóru þangað fyrir um það bil fjörtíu árum síðan. En þau geimför voru kölluð Apollo 12, Apollo 14 og Apollo 17.

Allt að 30 ára fangelsi fyrir fölsk skilaboð á Facebook

Blaðakona og kennari í Mexíkó gætu átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi vegna skilaboða sem þau sendu á Twitter og Facebook um að hryðjuverkamenn hefðu ráðist á skóla í borginni. Skilaboðin reyndust ekki á rökum reist.

40 sjálfsvíg á dag í S-Kóreu

Tíðni sjálfsvíga hefur tvöfaldast í Suður-Kóreu á síðustu árum. Þetta sýna nýjar tölur. Tölurnar sýna að árið 2009 frömdu meira en 40 manns sjálfsvíg á hverjum degi, sem eru tvöfalt fleiri en tíu árum fyrr.

Hundruð látast á hverjum degi

Hungursneyð hefur verið lýst yfir í fleiri héröðum í Sómalíu. Fjórar milljónir Sómala þurfa nú á neyðaraðstoð að halda, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Með stærstu eyru í heimi

Hundurinn Harbour var á dögunum skráður í heimsmetabók Guinnes en það var gert vegna eyrnanna á hvutta. Þau eru ekkert venjuleg og hafa verið skráð sem stærstu hundaeyru í heiminum.

Gaddafí ekki kominn til Níger

Yfirvöld í Níger hafa staðfest að þungvopnuð bílalest hafi komið yfir landamærin frá Líbíu. Þau fullyrða hinsvegar að Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi ekki verið með í för. Talið er að meirihluti þeirra sem fóru yfir landamærin hafai verið afrískir hermenn sem stutt hafi Gaddafí í baráttunni við uppreisnarmenn síðustu mánuði.

Veiddu risastóran krókódíl á Filippseyjum

Íbúar í þorpi einu á Filippseyjum slógu upp veislu um helgina eftir að risastór krókódíll sem ógnað hafði þorpinu var veiddur lifandi. Ferlíkið er rúmir sex metrar á lengd og vegur hann rúmt tonn. Dýrið er talið vera að minnsta fimmtíu ára gamalt og er þetta stærsti saltvatnskrókódíll sem vitað er um. Leitin að dýrinu tók þrjár vikur en hann er talinn hafa drepið að minnsta kosti tvo þorpsbúa á liðnum árum og fjölda vatnabuffala.

Arftaki Pavarottis lést í Vespuslysi

Ítalski tenórinn Salvatore Licitra lést í gærkvöldi af völdum höfuð- og brjóstáverka sem hann hlaut þegar hann ók Vespu sinni á steinvegg á Sikiley í síðasta mánuði. Licitra var oft kallaður arftaki Pavorottis og var honum spáð miklum frama á óperusviðinu. Hann komst fyrst í sviðsljósið árið 2002 þegar hann leysti Pavarotti af í óperunni Tosca hjá Metrópólitan í New York.

Háttsettur Al-kaída liði tekinn höndum

Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að Younis al-Mauritani, sem er sagður vera háttsettur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, hafi verið handtekinn. Hann er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk á vesturlöndum eftir skipanir frá Osama bin laden.

Hermenn Gaddafís flýja til Níger

Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu.

Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði

Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri.

21 árs karlmaður drepinn af hákarli

Maðurinn var í hópi vina á brimbretti við Bunker Bay, vinsælan ferðamannastað á vesturströnd Ástralíu í gær, þar sem krökkt var af fólki.

Fjórar milljónir þurfa aðstoð í Sómalíu

Aldrei hafa fleiri þurft matvælaaðstoð í Sómalíu en talan er komin i fjórar milljónir og þar af eru 750 þúsund manns taldir í bráðri hættu að verða fyrir hungurdauða

MI6 og CIA rændu andófsmönnum og fluttu til Gaddafís

Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid fóru út um þúfur í gærkvöldi. Breskir og bandarískir leyniþjónustumenn eru nú sakaðir um að hafa aðstoðað Gaddafí í baráttunni við andófsöfl í landinu áður en til uppreisnarinnar kom.

Ikea notaði pólítíska fanga í sófasmíði

Ikea notaðist við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum, þetta kemur fram í gögnum Stasí. Þýska ríkissjónvarpið segir frá því að upp hafi komist um samstarfið við rannsóknir á gögnum frá austur-þýsku leyniþjónustunni Stasí.

Hillary hrífur Cheney

Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lofar framgöngu Hillary Clinton í embætti utanríkisráðherra í Bandaríkjanna í hástert. Hann segir að áhugavert yrði að vita hvernig forseti hún yrði.

Forsetafrúin setur fjölmiðlabann á börnin sín

Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy forseta Frakklands, segir að hún muni gera hvað sem er til þess að hindra það að barnið sem hún ber undir belti komist í kastljós fjölmiðla. Í samtali við TF1 sjónvarpsstöðina í Frakklandi sagði hún að hún myndi gera hvað sem í hennar valid stæði til þess að koma í veg fyrir að myndir af barninu kæmust í fjölmiðla. Bruni sagðist hafa gert alvarleg mistök í það eina skipti sem hún leyfði myndatökumönnum að taka myndir af tíu ára gömlum syni sínum, sem hún átti áður en hún kynntist Sarkozy. Bruni sagði líka að hún hefði ekki hugmynd um hvort hún ætti von á strák eða stelpu.

Fyrrverandi Frakklandsforseti ákærður

Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að hafa fjármagnað kosningasjóði sína með ólögmætum hætti þegar hann var borgarstjóri í París. Fréttavefur BBC segir hins vegar að óvíst sé hvort réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi geti farið fram því hann sé orðinn 78 ára gamall og berjist við minnisleysi. Ef réttarhöldin fara fram þykir næstum alveg víst að Chirac verði ekki viðstaddur þau. Chirac var borgarstjóri í París á árunum 1977 til 1995. BBC segir að viðurlögin við þeim brotum sem hann er ákærður fyrir geti verið allt að 10 ára fangelsi og sekt sem nemur um 25 milljónum króna.

Þrír merkir minnisvarðar skemmdir

Þrír sögufrægir minnisvarðar hafa verið skemmdir í Róm, höfuðborg Ítalíu að undanförnu. Í einu tilfellinu náðust myndir á öryggismyndavél af manni sem hjó tvö stykki úr gosbrunni í Piazza Navona. Nokkrum klukkustundum síðar sást maður henda steini í hinn fræga Trevi gosbrunn í miðborg Rómar. Lögreglan segist síðan hafa séð námsmann klífa upp vegg á Colosseum hringleikahúsinu fræga til þess að höggva af marmarastykki. BBC segir að lögreglan gruni að í einhverjum fyrrgreindra tilfella hafi getað verið um sama einstakling að ræða. Þrátt fyrir að bæði öryggismyndavélum og lögreglumönnum hafi verið fjölgað segir lögreglann það verða æ erfiðara að vernda ævaforn minnismerki í borginni.

Innflytjendamálin ekki lengur málið

Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosninga, eftir þriggja kjörtímabila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahagsvandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál.

Fylgistap hjá flokki Merkel

Flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands tapaði verulegu fylgi í kosningum í sambandsríkinu Mecklenburg-Vorpommern í gær. Útgönguspár bentu til þess að Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Merkel, hlyti 24 prósent atkvæða. Það er tæpum fimm prósentum minna en í síðustu kosningum.

Mikið mannfall í Sýrlandi síðustu daga

Fjöldi fólks lét lífið í mótmælum í Sýrlandi um helgina og margir til viðbótar voru handteknir. Alþjóðanefnd Rauða krossins er í höfuðborginni til að skoða aðbúnað særðra og aðgang að þeim sem eru í haldi lögreglu.

Friðarviðræður í Líbíu fóru út um þúfur

Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid gæfust upp hafa farið út um þúfur. Í morgun vonuðust uppreisnarmennirnir hins vegar til þess að þeir gætu tekið borgina yfir án þess að til bardaga þyrfti að koma.

Eldandi fjölskyldumaður í London

Sálar popparinn og eitísgoðið Paul Young heldur tónleika í Hörpu í byrjun október. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til söngvarans í London, fræddist um smellina, röddina og átrúnaðargoðin og náði að kría út úr honum uppskrift að dýrindis pastasósu.

Hópur fólks handtekinn fyrir að efna til vatnsslags

Hópur ungs fólks sem boðaði til vatnsslags í almenningsgarði í Teheran höfuðborg Írans var handtekinn vegna uppátækisins á föstudaginn. Boð voru send út um slaginn á Facebook og var fólk hvatt til að mæta með vatnsbyssur og vatnsblöðrur. Lögreglustjóri staðfestir við írönsku fréttastofuna Mehr að fólkið hafi verið handtekið. Hann segir að fólk sem taki þátt í gjörningi af þessu tagi sé annað hvort heimskt eða beri enga virðingu fyrir lögunum. Hann segir að hart verði tekið á þeim sem efni til slíkra viðburða.

Darling segir að Brown hefði átt að hætta fyrr

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hann hefði átt að þrýsta meira á Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, um að láta af embætti forsætisráðherra. Fjármálaráherrann fyrrverandi sakar Brown um að hafa haldið of fast í völdin á meðan ringulreið og krísa ríkti í ríkisstjórninni.

Vonast til þess að ná stjórn á Bani Walid í dag

Bráðabirgðastjórnin í Líbíu vonast til þess að ná bænum Bani Waild, sem er eitt síðasta vígi Muammars Gaddafis, á sitt band án bardaga í dag. Uppreisnarmenn telja að Gaddafi hafi verið í felum í borginni ásamt tveimur sona sinna en flúið þaðan í gær.

Sjá næstu 50 fréttir