Fleiri fréttir

Kínverjar vígja risabrú: 42 kílómetrar að lengd

Kínverjar vígðu í dag lengstu sjávarbrú jarðar en hún er 42 kílómetrar að lengd. Brúin tengir hafnarborgina Qingdao í austurhluta landsins við Huangdao eyju. Samkvæmt ríkisútvarpi Kína kostaði brúin 1,5 milljarða bandaríkjadala en breska blaðið The Telegraph fullyrðir að kostnaðurinn hafi numið 8,8 milljörðum. Brúin, sem er studd af rúmlega fimm þúsund brúarstólpum var rúm fjögur ár í byggingu. Hún er samkvæmt Heimsmetabók Guinnes rúmum fjórum kílómetrum lengri en brú í Louisiana í Bandaríkjunum sem áður var lengsta brú yfir vatn í heiminum.

Með matarolíu í tönkunum

Í september næstkomandi hyggst hollenska flugfélagið KLM fylla á eldsneytistanka sína með matarolíu sem notuð hefur verið til steikingar á frönskum kartöflum. Tilgangurinn er að draga úr losun koldíoxíðs.

Halli ríkissjóðs veldur titringi

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann vænti þess að samkomulag náist um ríkisfjármál á næstu vikum. Glímt er um hvernig ná skal niður skuldum ríkissjóðs sem nálgast 14,3 trilljóna dala þak sem sett hefur verið. Eftir 2. ágúst segist fjármálaráðuneytið ekki fært um að standa við skuldbindingar.

Vilja vörumerkingar fyrir blinda og sjónskerta

Evrópuþingið hefur samþykkt yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að vörumerkingar verði gerðar aðgengilegar fyrir blinda og sjónskerta. Metfjöldi þingmanna á Evrópuþinginu skrifaði undir yfirlýsinguma. Yfirlýsingin, sem var að frumkvæði þingmannanna Konstantinos Poupakis og Ádám Kósa, með stuðningi þingmannanna Cecilia Wikström, Richard Howitt og Eva Lichtenberger, skorar á Evrópuráðið að hleypa af stokkunum breiðu samráðsferli um kosti þess að setja upp valfrjálst merkingakerfi með punktaletri og á öðrum aðgengilegum formum. Í kjölfar öflugrar herferðar af hálfu European Blind Union var skriflega yfirlýsing afgreidd af Evrópuþinginu á fundi í Brussel þann 23 júní síðast liðinn með metstuðningi 447 undirskrifta. Þetta er mesti stuðningur sem nokkur yfirlýsing hefur fengið á Evrópuþinginu og varpar skýru ljósi á það misrétti sem blindir og sjónskertir hafa þurft að búa við varðandi athafnir daglegs lífs, eins og t.d. við innkaup. Forseti European Blind Union, Colin Low lávarður, segir þetta mikilvægan sigur: „Ég er yfir mig ánægður með þennan mikla stuðning frá þingmönnum Evrópuþingsins. Án aðgengis að upplýsingum er ekkert sjálfstæði, ekkert val og ekkert öryggi. Á þessu verður að taka. Sá mikli stuðningur sem þetta mál hefur fengið setur það á dagskrá hjá Evrópusambandinu."

Umdeild forsíða Newsweek á fimmtugsafmæli Díönu

Nýjasta tölublað tímaritsins Newsweek hefur vakið hörð viðbrögð, en á forsíðunni er að finna tölvugerða mynd af Díönu prinsessu og Katrínu hertogaynju af Cambridge. Díana prinsessa hefði orðið fimmtug á morgun hefði hún lifað og veltir ritstjóri blaðsins, Tina Brown, fyrir sér hvernig líf prinsessunnnar væri árið 2011.

Hitabeltisstormurinn Arlene skellur á Mexíkó

Fyrsti hitabeltisstormur fellibyljatímabilsins á Atlantshafi er um það bil að skella á vesturströnd Mexíkó. Hafa yfirvöld þarlendis varað íbúa á þessu svæði við miklu úrhelli, flóðum og mögulegri hættu á leirskriðum.

Mikið úrhelli hrjáir Dani

Mikið úrhelli víða í Danmörku í nótt hefur valdið því að veðurstofa landsins hefur varað við flóðum á vegum einkum á Jótlandi.

Fjölgun í hópi fátækra barna

Um 65 þúsund dönsk börn bjuggu við fátækt árið 2009 og hefur þeim fjölgað stórlega frá árinu 2002. Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Samkvæmt Efnahagsráði verkalýðshreyfingarinnar óx hlutfall fátækra barna um 51 prósent.

Yfirvöld hætti að dæla lyfjum í byssumanninn

Lögmaður manns sem myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, fyrr á þessu ári vill að fangelsismálayfirvöldum verði óheimilt að gefa manninum geðlyf. Hin mikla lyfjanotkun geti útskýrt undarlega hegðun fangans að undanförnu.

Beyglaði bifreið þjófanna með göngustafnum

Eðli málsins samkvæmt brást kona á níræðisaldri afar illa við þegar tveir þjófar stálu veski af 82 ára gamalli vinkonu hennar á dögunum. Konan hrópaði á þjófana auk þess sem hún náði að beygla bifreið þeirra með göngustafnum sínum.

Eldfjallið heldur áfram að trufla flug

Enn og aftur lenda Ástralir og Nýsjálendingar í óþægindum vegna ösku úr eldfjallinu Puyehue í Chile. Öllum ferðum flugfélaganna Quantas og Jetstar til og frá stærstu borgum Nýja Sjálands hefur verið aflýst í dag eða þeim beint um önnur svæði til að forðast öskuna.

Páfinn kominn á Twitter

Nú hefur Benedikt sextándi skráð sig til leiks á samskiptasíðunni Twitter. Það gerir hann til að breiða út boðskap sinn til þeirra sem yngri eru.

Gríska þingið samþykkti umdeildar tillögur

Gríska þingið samþykkti í dag umdeildar niðurskurðartillögur George Papandreús forsætisráðherra. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir gjaldþrot landsins en tugþúsundir Grikkja hafa mótmælt á götum úti um allt land síðustu daga og tveggja daga allsherjarverkfall stendur nú yfir. Grikkir urðu að samþykkja tillögurnar ætli þeir sér að fá áframhaldandi lán frá ríkjum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tillögurnar voru samþykktar með 155 atkvæðum gegn 138.

Monty Python hópurinn kemur saman að nýju

Hinn þekkti grínhópur Monty Python hefur sameinast að nýju til að raddsetja þrívíddarmynd sem byggð er á minningum Graham Chapman eins af hópnum en Chapman lést af völdum krabbameins árið 1989 aðeins 48 ára gamall.

Örlagadagur í Grikklandi í dag

Örlagadagur er runninn upp í Grikklandi en síðar í dag mun gríska þingið greiða atkvæði um aðhaldsaðgerðir George Papandreou forsætisráðherra landsins.

Áhöfn ISS í lífshættu vegna geimrusls

Sex manna áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS var í lífshættu um tíma í gærdag og neyddist til að yfirgefa stöðina með engum fyrirvara.

Ótrúlegir fiskar sem stökkva ofan í bátinn

Þær eru margar eiginkonurnar sem hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar að karlinn kemur til baka úr veiðiferðinni með strákunum án fisks. "Það var ekkert að fá“ eða "Sólin skein allan tímann svo fiskurinn var bara í skugganum“ hafa einhverjar þeirra eflaust heyrt nokkuð oft.

Umsátur í Kabúl

Sprengingar og skothljóð kveða nú við frá alþjóðlegu hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en byssu- og sjálfsvígssprengjumenn réðust inn í hótelið fyrr í kvöld. Fréttir af mannfalli eru á reiki en fullyrt er að 10 séu að minnsta kosti látnir og að þrír lögreglumenn séu særðir. Þá er talið að minnsti kosti einn árásarmannanna hafi sprengt sig í loft upp.

Stærstu ríkin studdu Lagarde

Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands og Kína, sem saman hafa meirihluta í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, studdu allir Christine Lagarde þegar kom að því að velja næsta forstjóra sjóðsins, en valið stóð að lokum á milli hennar og Agustin Carstens, seðlabankastjóra Mexíkó. Fjölmörg önnur ríki studdu Lagarde.

Lagarde er nýr framkvæmdastjóri AGS

Christine Lagarde var í dag skipuð framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lagarde, sem er 55 ára gömul, er fyrsta konan til að gegna embættinu. Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands frá árinu 2007.

Óttast um sjöþúsund týnda flóttamenn

Sameinuðu þjóðirnar hafa miklar áhyggjur af sjöþúsund Suður-Súdönum sem voru neyddir til þess að yfirgefa flóttamannabúðir samtakanna á landamærum Norður- og Suður Súdans hinn tuttugasta þessa mánaðar. Talið er að fólkið hafi verið flutt til bæjar í norðurhluta landsins.

Ungverjar elska Ronald Reagan

Þótt Ronald Reagan hafi aldrei komið til Ungverjalands tryggði barátta hans gegn kommúnisma honum sérstakan stað í hjörtum Ungverja. Því hefur nú verið ákveðið að reisa af honum tveggja metra háa styttu á frelsistorginu í Búdapest.

Billy The Kid var dýrseldur

Eina ljósmyndin sem staðfest er að sé af byssubófanum Billy The Kid hefur verið seld á uppboði í Colorado fyrir 267 milljónir króna. Myndin var tekin árið 1879 eða 1880 í Fort Sumner í Nýju Mexíkó.

Michele Bachmann líkti sér við raðmorðingja

Bandaríski þingmaðurinn Michele Bachmann hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í forkosningum Repúblikanaflokksins um væntanlegt forsetaefni flokksins. Við tilkynninguna líkti hún sér óvart við þekktan raðmorðingja.

Allsherjarverkfall lamar Grikkland

Grikkland er meira og minna lamað í dag eftir að verkalýðsfélög landsins hófu tveggja sólarhringa allsherjarverkfall í landinu síðdegis í gær.

Njósnarinn sem afhjúpaði Önnu Chapman dæmdur

Herdómstóll í Moskvu hefur dæmt rússneskan ofursta í 25 ára fangelsi fyrir að hafa komið upp um njósnahóp hinnar kynþokkafullu Önnu Chapman og félaga í Bandaríkjunum í fyrra.

Lögreglan býr sig undir átök

Grísk stjórnvöld bjuggu sig í gær undir tveggja sólarhringa allsherjarverkfall, sem mun lama þjóðlífið í dag og á morgun.

Úkraína vill fá aðildarheit ESB

Úkraínumenn vilja sterkara orðalag um að þeim kunni að standa aðild að ESB til boða í framtíðinni en utanríkisráðherrar ESB hafa viljað kvitta upp á. Þetta segir sendiherra landsins gagnvart ESB, Kostíantín Jelisejev, í viðtali við EUobserver.

Skipa ráðherra uppbyggingar

Naoto Kan, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í gær að fjölga ætti ráðherraembættum í ríkisstjórn landsins um tvö. Nýju ráðherrarnir eiga að hafa yfirumsjón með uppbyggingunni í landinu eftir jarðskjálftann sem dundi yfir í mars.

Ísraelar reyna að hindra för

Skipuleggjendur alþjóðlegs mótmælendaflota, sem hyggst sigla frá Grikklandi til Gasasvæðisins, saka ísraels stjórnvöld um að reyna að fá grísk stjórnvöld til að meina flotanum að sigla.

Kona verður ríkust í heimi

Gina Rinehart er nú þegar ríkasta manneskjan í Ástralíu, en bandaríski bankinn Citigroup metur nú sem svo að Rinehart sé á góðri leið með að taka fram úr ríkustu mönnum heims.

Aldurstakmark á tölvuleiki samræmist ekki stjórnarskránni

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög, sem sett voru í Kalíforníu og leggja bann við sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum, samræmist ekki stjórnarskránni. Meirihluti dómara við réttinn voru á þeirri skoðun að ríkjum sé óheimilt að „skerða þær hugmyndir sem börn kunni að komast í snertingu við," eins og það er orðað. Því væri bannið það brot á fyrsta stjórnarskrárviðaukanum.

Talíbanar hóta árásum í Bandaríkjunum og Evrópu

Talíbanar í Pakistan hótuðu því um helgina að yfirvofandi væru hryðjuverkaárásir á skotmörk í Bandaríkjunum og Evrópu. Árásunum er ætlað að hefna fyrir drápið á Osama Bin Laden í maí, en þetta kom fram í ávarpi hátt setts talíbanaforingja í landinu. Að hans sögn eru helstu skotmörkin í Evrópu í Frakklandi og í Bretlandi. Í sama ávarpi lýstu talíbanar ábyrgð á árás á pakistanska flotastöð í lok maí á hendur sér.

Bachmann lýsir yfir framboði

Michele Bachmann, öldungardeildarþingkona frá Minnesota lýsti í dag yfir framboði til forvals repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Bachmann er vinsæl innan teboðshreyfingarinnar svokölluðu, sem eru íhaldssamir repúblikanar en hún tilkynnti um framboð sitt í Iowa hvaðan hún er ættuð.

Palestína sækist eftir viðurkenningu SÞ

Palestínsk yfirvöld hyggjast sækjast eftir viðurkenningu Sameinuðu Þjóðanna sem sjálfstætt ríki. Það var Yasser Abed Rabbo, aðalritari Framkvæmdarnefndar palestínsku frelsissamtakanna, sem las upp tilkynninguna í gærkvöld, en bæði Ísrael og Bandaríkin eru mótfallin því að Palestína öðlist sjálfstæði.

Sjá næstu 50 fréttir