Fleiri fréttir

Mamman fékk hraðasekt en keyrði aldrei bílinn

Þegar að Bandar Al Ammar, blaðamaður frá Sádí-Arabíu, sótti um að fá þjónustustúlku fyrir aldraða móður sína á dögunum, var honum tjáð af yfirvöldum að hann þyrfti fyrst að borga ógreidda hraðasekt móður sinnar áður en hann gæti lagt inn umsóknina.

Þrír skotnir á kúrekasýningu

Þrír bandarískir ferðamenn særðust á kúrekasýningu í Suður-Dakóta á dögunum. Mennirnir voru í hópi fólks sem var að fylgjast með sviðsettum skotbardaga í stíl Villta Vestursins. Leikararnir nota púðurskot í byssur sínar en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því í miðjum bardaganum fór allt í einu að blæða úr þremur áhorfendum.

Flóttamönnum fjölgar mikið

Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa ekki verið fleiri í heiminum í fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir þeirra hafast við í fátækum löndum sem eru illa búin til þess að taka við fólkinu en flestir eru í pakistan, tæplega tvær milljónir, og þar á eftir koma Íran og Sýrland. Við lok síðasta árs er áætlað að 43 milljónir manna hafi verið á vergangi vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Af þeirri tölu eru rúmlega helmingur börn.

Hreinsað til í Ríó fyrir HM 2014

Brasilíska lögreglan hefur hertekið eitt stærsta fátækrahverfið í Ríó de Janeiro en til stendur að losa hverfið við glæpaklíkurnar sem þar ráða ríkjum. Aðgerðirnar eru hluti af undirbúningi landsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 en hverfið er nálægt Maracana vellinum þar sem úrslitaleikurinn mun fara fram.

Beðið eftir ávarpi frá Sýrlandsforseta

Forseti Sýrlands Bashar al-Assad mun í dag ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn í tvo mánuði en mikil átök hafa verið í landinu á milli mótmælenda og öryggissveita forsetans.

Áfram ósætti milli Fatah og Hamas

Fyrirhugaður fundur leiðtoga Fatah og Hamas, helstu samtaka Palestínumanna, sem fram átti að fara eftir helgi hefur verið frestað. Of mikið ber í milli í deilu fylkinganna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í lok apríl var greint frá því að fylkingarinar hefðu náð samkomulagi um að skipa sameiginlega bráðabirgðastjórn og halda síðan kosningar.

Bauluðu og hrópuðu að Amy Winehouse

Fjölmiðlar í Serbíu segja tónleika bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad í gærkvöldi hneyksli og söngkonunni til minnkunar.

Staðfestir að viðræður við talíbana eru hafnar

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarísk stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum annarra ríkja í viðræðum við talibana í Afganistan um hvernig hægt er að binda enda á stríðsátökin í landinu. Hann ítrekar að þrátt fyrir viðræðurnar megi ekki búast við því að brottfluningur bandarískra hermanna frá Afganistan muni ganga hraðar fyrir sig.

Fyrrverandi þingmanni boðið starf hjá Hustler

Larry Flint, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, hefur boðið Anthony Weiner, fyrrverandi þingmanni demókrata, starf hjá fyrirtæki sínu. Flint er reiðubúinn að tuttugufalda þau laun sem Weiner hafði sem þingmaður og þá hyggst Flint gera vel við hann hvað sjúkratryggingar varðar.

Ferjusigling setur Noreg á annan endann

Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni.

Trúðu ekki að vinur þeirra væri raðmorðingi

Vinir og kunningjar raðmorðingjans Hans Jürgen voru grunlausir um þá illsku sem vinur þeirra hafði að geyma. Gamall vinur raðmorðingjans Hans Jürgen S. trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þýskir blaðamenn báru honum fregnina um að besti vinur hans væri nauðgari og raðmorðingi.

Páfagarður aðstoðar fórnarlömb kynferðisbrota

Páfagarður í Róm hyggst setja upp hjálparmiðstöð á netinu til að aðstoða fórnarlömb kynferðisbrota af hendi kirkjunnarþjóna. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC og er liður í viðleitni Páfagarðs til að takast á við þau hneyksli sem upp hafa komið.

Karlar finni skömm af því að yfirgefa heimili sín

Gera ætti feður sem hlaupa brott af heimilum sínum hornreka í samfélaginu, á sama hátt og drukknir ökumenn eru gerðir hornreka. Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, í bréfi sem hann skrifaði í Sunday Telegraph. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að í dag er feðradagur í Bretlandi. Cameron segir að feður sem hlaupa á brott eigi að finna fulla skömm af gerðum sínum. Hann segir að konur eigi ekki að þurfa að ala börn sín upp einar.

Lentu í vandræðum með 444 kíló af kókaíni um borð

Liðsmenn Strandgæslunnar í Buenos Aires höfuðborg Argentínu fundu 444 kíló af kókaíni um borð í lúxús seglskútu sem lent hafi í vandræðum úti fyrir ströndum landsins í gær. Skútan er skráð í Bandaríkjunum en var með spænskri áhöfn og var á leið frá La Plata til Piriapolis í Úrúgvæ þegar vél hennar bilaði.

Tíu þúsund Sýrlendingar flúnir til Tyrklands

Um tíu þúsund Sýrlendingar dvelja nú í flóttamannabúðum í Tyrklandi en fólkið er að flýja óróleikan í heimalandinu þar sem öryggissveitir hafa myrt hundruð mótmælenda undanfarnar vikur.

Hrapaði til jarðar á flugsýningu

Eins hreyfils flugvél hrapaði til jarðar á flugsýningu í Plock í miðhluta Póllands í gær. Flugmaðurinn var einn um borð í flugvélinni, sem er að gerðinni Christen Eagle II og er mjög vinsæl til að sýna alls kyns flugkúnstir.

Þingkonan sem var skotin í höfuðið heimsækir heimaborgina

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar heimsækir um helgina borgina Tucson í fyrsta sinn eftir ráðist var á hana. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston að undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata. Giffords var útskrifuð þaðan á miðvikudaginn.

Hugh Hefner ekki lengi að jafna sig - tvíburar fluttir inn

Svo virðist sem að Hugh Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, ætli ekki að eyða miklum tíma í að sleikja sárin eftir að fyrrverandi unnusta hans hætti við að giftast honum því Hefner bauð tvíburum að flytja inn á Playboy-setrið í hennar stað. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru systurnar Karissa og Kristina Shannon nú þegar fluttar inn.

Kvartaði sáran undan handjárnunum

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kvartaði sáran undan handjárnum sem honum var gert að hafa fyrir aftan bak þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði. Hann sagði þau of þröng. Daginn eftir handtökuna bað hann um egg í fangelsinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslum sem hafa verið opinberaðar um handtökuna.

Ófreskjan frá Kiel játar á sig fimm morð

Ófreskjan frá Kiel, raðmorðinginn Hans-Jürgen S., sem var handtekinn í byrjun apríl njósnaði um ungar stúlkur í bíl sínum, beið eftir rétta tækifærinu og myrti þær síðan. Tæp 30 ár eru frá því Hans varð síðasta fórnarlambi sínu að bana. DNA sýni kom lögreglunni á sporið.

Bandaríkjamenn ræða um frið við talíbana

Bandaríkjamenn eiga í friðarviðræðum við talíbana í Afganistan. „Friðarviðræður eru hafnar og þeim miðar vel. Erlendar hersveitir taka þátt í viðræðunum og þá einkum Bandaríkjamenn sem leiða þær,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, á blaðamannafundi í morgun.

Skutu fyrir mistök á farþegaþotu

Suður-kóreskir hermenn skutu fyrir mistök á farþegaþotu í grennd við landamæri Suður- og Norður-Kóreu í gær. Þeir töldu að um flugvél norður-kóreska hersins væri að ræða og skutu hátt í hundrað skotum að henni. Hermennirnir áttu sig síðan á því að þarna væri á ferðinni farþegaþota á leið á alþjóðaflugvöllinn í Seúl. Ekkert skotanna hitti farþegaþotuna sem kom inn til lendingar skömmu síðar. Um borð voru um 120 farþegar.

Yfir tuttugu látnir eftir átök í fangelsi

Hermenn hafa náð fangelsi í Vensúela undir sína stjórn eftir að óeirðir og átök glæpagengja brutust út í vikunni. Hermennirnir voru kallaðir út eftir að fangaverðir misstu stjórn á fangelsinu. Að minnsta kosti 22 eru látnir og þá eru fjölmargir særðir. Einn hermaður er meðal hinna látnu.

Ætla að ná arftaka bin Ladens

Bandaríkjamenn ætla að leita uppi Ayman al Zawahiri, arftaka hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden, þótt Robert Gates varnarmálaráðherra segi hann ekki jafnmikilvægan.

Efla þarf regluverk og eftirlit

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, hefur í liðinni viku við nokkur tækifæri rætt nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á regluverki evrunnar. Hann segir að regluverkið, sem sett var upp seint á síðustu öld, hafi reynst veikburða og í ofanálag hafi því ekki verið fylgt nægilega vel eftir.

17. júní í Álaborg

Íslenskir fánar voru áberandi í sólskininu á danskri grundu í dag þar sem Íslendingafélagið í Álaborg fagnaði þjóðhátíðardeginum með pompi og prakt. Þar var farið í skrúðgöngu, blásið í blöðrur og smakkað á sætindum, alveg eins og lög gera ráð fyrir. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, er í Danmörku og fangaði gleðina á filmu.

Kviðdómari ræddi við sakborning á Facebook

Kviðdómari í Bretlandi hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa haft samband við sakborning í gegnum Facebook. Saksóknarinn í málinu sagði að dómurinn ætti að vera öðrum kviðdómurum víti til varnaðar, en hin fertuga Joanne Fraill er sú fyrsta sem er dæmd fyrir vanvirðingu við dómstóla vegna gjörða sinna á internetinu. Hún sat í kviðdómi í fíkniefnatengdum málaferlum gegn 34 ára konu í borginni Manchester á síðasta ári. Joanne viðurkenndi að hafa haft samúð með konunni og því hafi hún haft samband við hana og sent henni skilaboð í gegnum Facebook þar sem Joanne greindi frá umræðum innan kviðdómsins. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa flett kærasta konunnar upp á netinu, en hann var einnig sakborningur í málinu. Hvort tveggja er brot á reglum enska réttarkerfisins, og því var konan sakfelld fyrir vanvirðingu við réttinn og dæmd til átta mánaða fangelsisvistar, en hún gróf höfuðið í höndum sér og grét þegar dómurinn var kveðinn upp. Almenningur var hins vegar látinn borga brúsann, því málaferlin kostuðu um 6 milljónir punda, meira en milljarð króna, en dómarinn neyddist til að leysa kviðdóminn upp þegar upp komst um athæfi Joanne.

Strauss-Kahn sagðist njóta friðhelgi

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, reyndi að halda því fram við handtöku að hann nyti diplómatískrar friðhelgi. Hann var handtekinn er hann var að yfirgefa Bandaríkin fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga hótelþernu í New York. Lögfræðingar Strauss-Kahn hafa hins vegar ekki gert neina tilraun til að halda fram friðhelgi umbjóðanda síns, og því er talið að yfirlýsing framkvæmdastjórans við handtöku hafi verið röng.

Strauss-Kahn sagðist njóta friðhelgi

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, reyndi að halda því fram við handtöku að hann nyti diplómatískrar friðhelgi. Hann var handtekinn er hann var að yfirgefa Bandaríkin fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga hótelþernu í New York. Lögfræðingar Strauss-Kahn hafa hins vegar ekki gert neina tilraun til að halda fram friðhelgi umbjóðanda síns, og því er talið að yfirlýsing framkvæmdastjórans við handtöku hafi verið röng.

Papandreú lofar að berjast til þrautar

Vaxandi ótti er við að atburðirnir í Grikklandi muni smita út frá sér með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag Evrópusambandsríkjanna, einkum þó þeirra sem nota evruna.

Harðir bardagar milli Gaddafi og uppreisnarmanna

Harðir bardagar geisa milli herja Muammars Gaddafis og uppreisnarmanna sem eru smám saman að reyna að brjóta sér leið meðfram strönd Miðjarðarhafsins í átt að höfuðborginni Trípólí.

Þingkonan sem var skotin í höfuðið útskrifuð af spítala

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar var útskrifuð af spítala í gær. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston sað undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata. Giffords var að tala á útifundi þegar 22 ára gamall karlmaður skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Ódæðismaðurinn myrti sex, þar af 9 ára gamla stúlku, og særði 12. Hann situr í fangelsi og bíður dóms.

Klámmyndaleikkona segir þingmann ljúga

Bandarískur þingmaður sem viðurkennt hefur að hafa sent myndir af sér fáklæddum til nokkurra kvenna á ekki sjö dagana sæla - því klámyndaleikkona hefur nú stigið fram og blandað sér í málið.

Ráðist á höfuðstöðvar Gaddafi

Harðar loftárásir voru gerðar á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt og kváðu öflugar sprengingar við í miðborginni. Þá sést reykur á allnokkrum stöðum í borginni, þar á meðal höfuðstöðvum Muammar Gaddafís. Þetta er ekki í fyrsta sem eftir að hernaður Atlantshafsbandalagsins í Líbíu hófst sem ráðist er á byggingarnar. Ekki er vitað hvort Gaddafi var staddur í höfuðstöðvunum þegar árásirnar voru gerðar. Þá sækja uppreisnarmenn í átt að höfuðborginni.

Húshjálpin stal peningum af eldri konu

Myndband sem sýnir húshjálp stela peningum af eldri konu hefur vakið hörð viðbrögð í Danmörku. Á myndbandinu sem sýnt var í dönskum fjölmiðlum í gær sést starfsmaðurinn taka peninga úr verski konunnar sem býr í þjónustuíbúð í suðvestur af Kaupmannahöfn.

Nauðgari fékk hjartaáfall og dó

Rúmlega fimmtugur bandarískur karlmaður dó á sama tíma og hann nauðgaði 77 ára konu á dögunum. Maðurinn braust inn til konunnar, ógnaði henni með eggvopni og þröngvað henni til samræðis. Það var þá sem hann lognaðist út af en konan hélt að maðurinn hefði dáið áfengisdauða. Hún komst undan og náði að kalla eftir hjálp. Þegar að var komið var maðurinn látinn. Talið er að hann hafi fengið hjartáfall. Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.

Bretaprins á leið til Afganistan

Harry Bretaprins er á leið til Afganistan á vegum breska hersins, að því er fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar. Breska varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest þetta. Harry er þyrluflugmaður og var síðast í Afganistan fyrir þremur árum. Þá tók hinn 26 ára gamli prins þátt í aðgerðum hersins í 10 vikur. Við heimkomuna sagðist hann gjarnan vilja fara aftur til Afganistan.

Þjóðþing ríkja taka meiri þátt

Þjóðþing aðildarríkjanna 27, sem mynda ESB, hafa aldrei látið jafn mikið til sín taka við stefnumótun sambandsins og árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB.

Tölvuþrjótar brutust inn á síðu CIA

Hópur tölvuhakkara, sem kallar sig Lulz Security, réðst í gærkvöld á vefsíðu bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Talið er að sami hópur hafi hakkað sig í fyrradag inn á vef EVE Online sem íslenska fyrirtækið CCP á og rekur.

Natalie Portman eignaðist strák

Óskarsverðlaunahafinn og leikkonan Natalie Portman og unnusti hennar Benjamin Millepied eignuðust sitt fyrsta barn í morgun.

Papandreou til í að segja af sér - þúsundir mótmæla í Aþenu

George Papandreou forsætisráðherra Grikklands segist tilbúinn að stíga til hliðar eða að mynduð verði þjóðstjórn í landinu en mikil mótmæli eru nú í miðborg Aþenu. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í dag á þarlendri sjónvarpsstöð og sagðist hann reiðubúinn til þess að skoða allt sem komið gæti friði á í landinu að nýju. Grímuklæddir mótmælendur hafa í allan dag staðið í átökum við lögregluna og látið múrsteinum og glerflöskum rigna yfir óeirðalögreglumenn sem reyndu að ná stjórn á aðaltorgi borgarinnar.

Sármóðgaður Sígaunakóngur

Alex Karoli er kallaður Sígaunakóngurinn í Noregi. Hann og níu synir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir eru vel þekktir í réttarkerfinu þar í landi. Og Karoli var sármóðgaður þegar hann kom fyrir dómstól í Osló til þess að bera blak af ættingja sem hafði verið handtekinn fyrir vopnað rán.

Mestu skógareldar í sögu Arizona

Skógareldarnir í Arizona í Bandaríkjunum eru nú orðnir hinir mestu í sögu fylkisins. Þeir hafa herjað síðan í lok maí og slökkviliðsmenn segja að það muni taka margar vikur að ráða niðurlögum hans. Það er lán í óláni að eldarnir hafa hinaðtil verið á óbyggðum svæðum.

Handtökur vegna vígsins á bin Laden

Pakistanska leyniþjónustan hefur handtekið fimm Pakistana sem eru sagðir hafa aðstoðað Bandaríkjamenn fyrir árásina á vígi Osama bin-Ladens. Bandaríska dagblaðið New York Times segir að einn hinna handteknu sé majór í pakistanska hernum.

Sjá næstu 50 fréttir