Fleiri fréttir

Blóðug borgarastyrjöld hugsanlega í uppsiglingu

Á síðastliðnum fjórum mánuðum hafa yfir hundrað manns látist í átökum á milli mótmælenda og lögreglu í Jemen. Nú er landið á barmi borgarastyrjaldar eftir að ættbálkahöfðingi snérist á sveif með andstæðingum ríkisstjórnar.

Handteknir með lausnarfé fyrir sjóræningja

Þrír breskir ríkisborgarar voru handteknir í sómölsku borginni Mogadishu í gær. Mennirnir voru ásamt þremur öðrum útlendingum og höfðu þeir ríflega þrjár milljónir dollara undir höndum þegar þeir voru handteknir.

Sarkozy gaf Gaddaffi valkosti

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, bauð Líbíuleiðtoganum Muammar Gaddaffi upp á valkosti í ræðu sinni á ráðstefnu G8 ríkjanna í Deauville í Frakklandi í gær.

Segja Ratko of veikan fyrir framsal

Fresta þurfti réttarhöld yfir Ratko Mladic sem varða framsal hans til stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna bágrar heilsu.

Smæstu ríkjum Evrópu hafnað

Norska ríkisstjórnin er ekki fylgjandi því að örríki Evrópu verði aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eftir því sem norska blaðið Nationen hefur eftir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.

Mladic þótti fölur og ellilegur

"Við höfum bundið enda á erfitt tímabil í sögu okkar og fjarlægt blettinn framan úr þjóðbræðrum okkar, hvar sem þeir búa,“ sagði Boris Tadic, forsætisráðherra Serbíu, þegar hann skýrði frá því að Ratko Mladic hefði verið handtekinn.

Jemen á barmi borgarastríðs

Harðir bardagar geisuðu í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær, milli stjórnarhersins og vopnaðra sveita frá áhrifamiklum ættflokkum sem krefjast þess að Ali Abdullah Saleh forseti segi af sér.

Var í meira en fimmtán ár á flótta

Hershöfðinginn Ratkó Mladic hefur verið handsamaður eftir meira en fimmtán ár á flótta. Hann er talinn bera ábyrgð á þjóðarmorði í Bosníu.

Átta NATO hermenn féllu í Afganistan

Átta hermenn Atlantshafsbandalagsins féllu í dag og hefur mannfall í röðum NATO ekki verið meira í landinu frá því í apríl. Sjö létust þegar öflug sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta landsins og einn hermaður lést þegar þyrla sem hann var í hrapaði til jarðar í austurhlutanum. Ekki er ljóst hverra þjóða mennirnir voru en í þessum mánuði hafa 38 hermenn fjölþjóðaliðsins fallið í landinu. Það sem af er ári hafa 189 NATO hermenn fallið.

Ratko Mladic handtekinn - eftirlýstur fyrir þjóðarmorð

Serbneski hershöfðinginn Ratko Mladic hefur verið handtekinn í heimalandi sínu. Serbnesk útvarpsstöð greindi fyrst frá þessu í morgun en Boris Tadic forseti Serbíu tilkynnti þetta á blaðamannafundi rétt í þessu. Mladic hefur í mörg ár verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu stríðinu.

Strauss-Kahn flytur nær dómshúsinu

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðargjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hefur verið fluttur úr stofufangelsi sínu á Manhattan í New York yfir í annað húsnæði, sem er aðeins í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá dómshúsinu, þar sem réttað er yfir honum.

Hryðjuverk í Kína

Þrjá bílasprengju sprungu í Peking í Kína í morgun. Tveir létust og sex særðust. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en bifreiðarnar voru allar staðsettar fyrir utan opinberar byggingar, þar af skrifstofu saksóknara í borginni.

Obama ávarpaði breska þingið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði breska þingið í gær. Hann lagði áherslu á frið og virðingu fyrir öðrum menningarsvæðum.

Blóðug átök í Mexíkó

Alls létust 28 manns í byssubardögum á milli tveggja gengja í Vestur Mexíkó í gær. Saksóknari í landinu staðfesti að mexíkóska lögreglan hefði upprunalega fengið tilkynningu um mannrán.

Sendiráðsstarfsmenn flýja Jemen

Bandarísk yfirvöld hafa sent starfsmenn sína í sendiráði Bandaríkjanna út úr Jemen vegna mikils óróa þar í landi en 44 hafa látist í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhermanna síðan á mánudaginn.

Opið verður til Gasa framvegis

Egypsk stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með næsta laugardegi verði landamærahliðið í Rafah yfir til Gasasvæðisins opið fyrir umferð Palestínumanna. Herstjórnin, sem tók við völdum í Egyptalandi til bráðabirgða eftir að Hosni Mubarak forseti hraktist frá völdum, segir opnun landamæranna eiga meðal annars að efla sættir milli Palestínumanna innbyrðis. Þetta er mikil stefnubreyting frá því að Mubarak var við völd.

G8-ríkin lýsa stuðningi við uppreisnina

Uppreisn almennings í arabaheiminum verður eitt helsta viðfangsefni leiðtogafundar G8-ríkjanna, sem haldinn verður í hafnarborginni Deauville í Frakklandi í dag og á morgun.

Sarkozy í vandræðum vegna ráðherra

Ráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, er sakaður um að hafa áreitt tvær konur kynferðislega. Fréttirnar af meintum kynferðisbrotum berast nú, einungis um tveimur vikum eftir að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var ákærður fyrir að brjóta gegn herbergisþernu á hóteli í New York.

Fékk stútinn á loftpressu upp í rassinn og blés út eins og blaðra

Steven McCormack, vörubílstjóri frá Nýja-Sjálandi, lenti í heldur betur furðulegu atviki á dögunum. Þegar hann var að klifra upp í vörubílinn sinn rann hann í stiganum og lenti á tanki sem innihélt súrefni undir miklum þrýstingi. Og ekki nóg með það að hann hafi lent á tankinum heldur lenti hann á stútnum sitjandi þannig að súrefnið fór af miklu krafti upp í rassinn á honum.

Ekkert fararsnið á Saleh

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, er ekkert á þeim buxunum að segja af sér ef marka má yfirlýsingar hans. Harðir bardagar hafa nú staðið í þrjá daga samfleytt í höfuðborginni Sana og hafa tugir fallið. Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta ítrekuðu báðir á blaðamannafundi í dag þá skoðun sína að Saleh eigi að láta af völdum en mótmæli gegn forsetanum hafa nú staðið í þrjá mánuði.

Fann pýramída með aðstoð gervihnattar

Vísindamenn hafa fundið yfir þúund grafir og 3000 þúsund heimili Egypta til forna. Allt þetta fundu þeir með aðstoð gervihnattar. Þá hafa 17 pýramídar einnig fundist.

Lagarde vill verða framkvæmdastjóri AGS

Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur tilkynnt formlega að hún ætli að gefa kost á sér sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Flugvellir í Norður-Þýskalandi opnaðir eftir hádegi

Flugvellirnir í Bremen og Hamburg verða aftur opnaðir um hádegisbilið í dag samkvæmt AP fréttastofunni. Völlunum var lokað í nótt vegna öskuskýs frá Grímsvötnum sem hefu verið að færast norður Evrópu.

Breskir fjölmiðlar lýsa yfir endalokum gossins

Eldgosinu í Grímsvötnum er lokið að samkvæmt Sky fréttastofunni í Bretlandi. Enn eru þó strandaglópar víðsvegar um Bretland en búist er við því að þeir munu komast leiðar sinnar næstu daga.

Réðust á ljósmyndara fyrir utan heimili Giggs

Grímuklæddir menn réðust á æsifréttaljósmyndara sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan heimili Ryan Giggs, knattspyrnumanns í Manchester, segja heimldamenn við Sky fréttastofuna. Fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðist hafi verið á bíla sem tilheyrðu ljósmyndurunum, skorið á dekk og eggjum hent í bílana.

Mubarak feðgar ákærðir fyrir morð

Hosni Mubarak fyrrverandi forseti Egyptalans og tveir synir hans verða ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði, að sögn dómsyfirvalda landsins. Morðákærurnar tengjast uppreisninni gegn Mubarak sem varð til þess að hann hrökklaðist frá völdum í febrúar síðastliðinum.

Vildi selja meydóm 13 ára dóttur sinnar

Þrjátíu og tveggja ára gömul kona í Salt Lake City í Bandaríkjunum hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja meydóm 13 ára gamallar dóttur sinnar fyrir rúmlega eina milljón króna. Hún hafði áður selt myndir af henni í ögrandi nærfötum.

Vertu viss um að þú sért að drepast

Þegar Breski eftirlaunaþeginn Tony Wakeford hélt að hann væri að deyja fyrir fimm árum játaði hann fyrir eiginkonu sinni Patriciu að hann hefði haldið framhjá henni með Penny, bestu vinkonu hennar. Eftir játninguna hresstist svo Tony og fór heim til Patriciu í von um fyrirgefningu.

Norðmenn vantar 6000 bílstjóra

Norðmenn eiga í verulegum vanda í atvinnumálum. Þar er slíkur skortur á vinnuafli að eitt af hverjum tíu fyrirtækjum á í verulegum vandræðum. Norska blaðið Aftenposten segir að yfir 60 þúsund manns vanti inn á vinnumarkaðinn. Aftenposten segir að einna mestur skortur sé á bílstjórum en af þeim vantar um 6000.

Seinkar dómsdegi - fylgismenn sitja eftir með sárt ennið

Dómsdegi var spáð síðustu helgi. Hann kom aldrei eins og flestir tóku eftir. Predikarinn, sem spáði því að 200 milljónir sannkristinna manna myndu fara til himnaríkis með eldhnetti, er þó hvergi af baki dottin.

Sjá næstu 50 fréttir