Fleiri fréttir

Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum

Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið.

Mikil skothríð í höfuðborginni

Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast.

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu.

Vélhjólafélagi Che Guevara látinn

Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld.

Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu

Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina.

Utanríkisráðherra Japans segir af sér

Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum.

Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum

Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur.

Baðst afsökunar á kynlífssýningu í háskóla

Sálfræðikennarinn, J. Michael Bailey, baðst opinberlega afsökunar í gær á því að hafa staðið fyrir sérkennilegri kennslustund þar sem nemendur gátu fylgst með manni fullnægja konu sinni með mótorknúnu kynlífshjálpartæki.

Bradley látinn sofa nakinn

Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning.

Hörð átök í Líbíu

Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí.

Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir

Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs.

Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum

Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins.

Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi

Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð.

Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il

Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá.

Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð

Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum.

Segjast hafa náð Ras Lanuf

Líbanskir uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi í morgun náð yfirráðum í olíubænum Ras Lanuf.

Þúsundir vilja stjórnarbetrun

Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum.

Tugir friðargæsluliða látnir

Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda.

Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí

Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við.

Dómarinn gaf 36 rauð spjöld

Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik.

Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt

Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið.

Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí

Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu.

Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar

Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni.

Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni

Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum.

Nýr forsætisráðherra Egyptalands

Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn.

Braust inn í kirkju

Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara.

Kínverjar stórefla herinn

Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara.

Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu

Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn.

Eldur í potti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni.

Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran

Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn.

Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi

Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans.

Rannsaka hvort Gaddafi hafi framið glæpi gegn mannkyni

Yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum segist ætla að rannsaka hvort Múammar Gaddafi einræðisherra í Líbíu og stuðningsmenn hans hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Talið er að þúsundir manna hafi nú látist í landinu eftir að mótmælendur fóru að láta til sín taka um miðjan febrúar. Gaddafi hefur sagst ætla að berjast til síðasta manns en hann hefur nú misst tökin á helmingi landsins. Fyrr í dag gerðu herþotur Líbíuhers árásir á bæinn Brega en óljóst er hvort mannfall hafi orðið.

Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni

Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum.

Angelina Jolie heimsótti Afganistan

Hollywoodstjarnan Angelina Jolie fór í óvænta heimsókn til höfuðborgar Afganistan, Kabúl, á dögunum en þar hitti hún flóttamenn í borginni.

Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss

Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna.

Herþotur Gaddafis gerðu loftárásir á tvo bæi

Herþotur Líbíuhers gerðu í morgun loftárásir á bæinn Brega sem er miðstöð olíuframleiðslu landsins. Einnig herma fregnir að þoturnar hafi skotið flugskeytum á aðra stærri borg í nágrenninu. Barist hefur verið um Brega síðustu daga og náðu hermenn hliðhollir einræðisherranum Gaddafi valdi á bænum í gær en uppreisnarmenn boluðu þeim út síðar um daginn. Heimildir BBC í Brega herma að í kjölfar þess hafi Gaddafi fyrirskipað loftárásir á borgina og að meðal annars hafi verið gerðar árásir á flugvöll sem þjónustar olíuvinnslusvæðin. Talsmaður uppreisnarmanna segir að þoturnar hafi einnig skotið flugskeytum á bæinn Ajdabiya sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nokkurn tíma.

Sjá næstu 50 fréttir