Fleiri fréttir Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið. 7.3.2011 07:58 Mikil skothríð í höfuðborginni Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast. 7.3.2011 04:00 Kínverjar styrkja herafla sinn Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu. 7.3.2011 03:15 Vélhjólafélagi Che Guevara látinn Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld. 6.3.2011 16:30 Hreinsunarstarfi lokið eftir tvær vikur - um 8 tonn af olíu í sjónum Hreinsunarstarfi í Oslófirði verður lokið eftir um tvær vikur samkvæmt norskum fjölmiðlum. Goðafoss strandaði í firðinum um miðjan febrúar með þeim afleiðingum að olía lak í sjóinn. 6.3.2011 16:00 Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina. 6.3.2011 14:54 Utanríkisráðherra Japans segir af sér Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum. 6.3.2011 13:46 Verkamannaflokkurinn og Fine Gael á Írlandi í samsteypustjórn Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á Írlandi Verkamannaflokksins og hægri flokksins Fine Gael hafa komið sér saman um að mynda samsteypustjórn. 6.3.2011 10:11 Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur. 6.3.2011 10:07 Baðst afsökunar á kynlífssýningu í háskóla Sálfræðikennarinn, J. Michael Bailey, baðst opinberlega afsökunar í gær á því að hafa staðið fyrir sérkennilegri kennslustund þar sem nemendur gátu fylgst með manni fullnægja konu sinni með mótorknúnu kynlífshjálpartæki. 6.3.2011 06:00 Neyddu fanga til þess að nauðga samföngum sínum Sjö fangaverðir í rússnesku fangelsi í Pétursborg hafa sjálfir verið dæmdir í fangelsi fyrir að pynta fanga og neyða menn til þess að nauðga samföngum sínum. 6.3.2011 00:00 Bradley látinn sofa nakinn Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning. 5.3.2011 20:57 Drap eiginkonuna fyrir að smita sig af HIV veirunni Saudi-Arabíska lögreglan handtók mann sem hafði drepið eiginkonu sína fyrir að smita sig af HIV veirunni. 5.3.2011 21:00 Hörð átök í Líbíu Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí. 5.3.2011 15:59 Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs. 5.3.2011 14:21 Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins. 5.3.2011 13:58 Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð. 5.3.2011 11:34 Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá. 5.3.2011 10:14 Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum. 5.3.2011 10:10 Segjast hafa náð Ras Lanuf Líbanskir uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi í morgun náð yfirráðum í olíubænum Ras Lanuf. 5.3.2011 10:03 Þúsundir vilja stjórnarbetrun Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum. 5.3.2011 06:00 Tugir friðargæsluliða látnir Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda. 5.3.2011 05:00 Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. 5.3.2011 03:30 Dómarinn gaf 36 rauð spjöld Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik. 4.3.2011 20:15 Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið. 4.3.2011 21:04 Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu. 4.3.2011 15:53 Vegsemd í hafið - misheppnað eldflaugaskot Geimskot Nasa misheppnaðist í morgun þegar vísindamenn hugðust skjóta gervihnetti á sporbaug sem átti að safna upplýsingum um áhrifavalda á loftslagið. 4.3.2011 12:08 Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni. 4.3.2011 08:46 Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum. 4.3.2011 08:43 Skólastjóri segir af sér vegna tengsla við Líbíu Skólastjóri London School of Economics, sir Howard Davies, hefur sagt upp störfum hjá skólanum vegna fjárhagslegra tengsla við Líbíu. 4.3.2011 08:37 Nýr forsætisráðherra Egyptalands Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn. 4.3.2011 08:33 Feministar berbrjósta: Úkraína er ekki hóruhús Berbrjósta konur mótmæltu í Kænugarði í vikunni gráglettnum leik í Ný-Sjálenskri útvarpsstöð, þar sem hlustendur áttu kost á að vinna sér eiginkonu í Úkraínu. 4.3.2011 08:29 Danskir verðir hröktu sjóræningja á flótta Sómalskir sjóræningjar réðust á danska flutningaskipið Brattingsborg á þriðjudaginn þar sem það var á siglingu nærri ströndum Jemen. 4.3.2011 08:28 Braust inn í kirkju Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara. 4.3.2011 08:26 Kínverjar stórefla herinn Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara. 4.3.2011 08:24 Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn. 4.3.2011 08:23 Köngulær leita í Mözdur - 65 þúsund bílar innkallaðir Japanski bílaframleiðandinn Mazda hefur innkallað 65 þúsund bíla vegna sérkennilegs bílaáhuga köngulóa. 4.3.2011 08:19 Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni. 4.3.2011 08:08 Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn. 4.3.2011 08:05 Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans. 4.3.2011 05:00 Rannsaka hvort Gaddafi hafi framið glæpi gegn mannkyni Yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum segist ætla að rannsaka hvort Múammar Gaddafi einræðisherra í Líbíu og stuðningsmenn hans hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Talið er að þúsundir manna hafi nú látist í landinu eftir að mótmælendur fóru að láta til sín taka um miðjan febrúar. Gaddafi hefur sagst ætla að berjast til síðasta manns en hann hefur nú misst tökin á helmingi landsins. Fyrr í dag gerðu herþotur Líbíuhers árásir á bæinn Brega en óljóst er hvort mannfall hafi orðið. 3.3.2011 14:13 Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum. 3.3.2011 13:12 Angelina Jolie heimsótti Afganistan Hollywoodstjarnan Angelina Jolie fór í óvænta heimsókn til höfuðborgar Afganistan, Kabúl, á dögunum en þar hitti hún flóttamenn í borginni. 3.3.2011 12:49 Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna. 3.3.2011 11:10 Herþotur Gaddafis gerðu loftárásir á tvo bæi Herþotur Líbíuhers gerðu í morgun loftárásir á bæinn Brega sem er miðstöð olíuframleiðslu landsins. Einnig herma fregnir að þoturnar hafi skotið flugskeytum á aðra stærri borg í nágrenninu. Barist hefur verið um Brega síðustu daga og náðu hermenn hliðhollir einræðisherranum Gaddafi valdi á bænum í gær en uppreisnarmenn boluðu þeim út síðar um daginn. Heimildir BBC í Brega herma að í kjölfar þess hafi Gaddafi fyrirskipað loftárásir á borgina og að meðal annars hafi verið gerðar árásir á flugvöll sem þjónustar olíuvinnslusvæðin. Talsmaður uppreisnarmanna segir að þoturnar hafi einnig skotið flugskeytum á bæinn Ajdabiya sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nokkurn tíma. 3.3.2011 10:19 Sjá næstu 50 fréttir
Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið. 7.3.2011 07:58
Mikil skothríð í höfuðborginni Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast. 7.3.2011 04:00
Kínverjar styrkja herafla sinn Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu. 7.3.2011 03:15
Vélhjólafélagi Che Guevara látinn Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld. 6.3.2011 16:30
Hreinsunarstarfi lokið eftir tvær vikur - um 8 tonn af olíu í sjónum Hreinsunarstarfi í Oslófirði verður lokið eftir um tvær vikur samkvæmt norskum fjölmiðlum. Goðafoss strandaði í firðinum um miðjan febrúar með þeim afleiðingum að olía lak í sjóinn. 6.3.2011 16:00
Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina. 6.3.2011 14:54
Utanríkisráðherra Japans segir af sér Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum. 6.3.2011 13:46
Verkamannaflokkurinn og Fine Gael á Írlandi í samsteypustjórn Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á Írlandi Verkamannaflokksins og hægri flokksins Fine Gael hafa komið sér saman um að mynda samsteypustjórn. 6.3.2011 10:11
Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur. 6.3.2011 10:07
Baðst afsökunar á kynlífssýningu í háskóla Sálfræðikennarinn, J. Michael Bailey, baðst opinberlega afsökunar í gær á því að hafa staðið fyrir sérkennilegri kennslustund þar sem nemendur gátu fylgst með manni fullnægja konu sinni með mótorknúnu kynlífshjálpartæki. 6.3.2011 06:00
Neyddu fanga til þess að nauðga samföngum sínum Sjö fangaverðir í rússnesku fangelsi í Pétursborg hafa sjálfir verið dæmdir í fangelsi fyrir að pynta fanga og neyða menn til þess að nauðga samföngum sínum. 6.3.2011 00:00
Bradley látinn sofa nakinn Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning. 5.3.2011 20:57
Drap eiginkonuna fyrir að smita sig af HIV veirunni Saudi-Arabíska lögreglan handtók mann sem hafði drepið eiginkonu sína fyrir að smita sig af HIV veirunni. 5.3.2011 21:00
Hörð átök í Líbíu Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí. 5.3.2011 15:59
Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs. 5.3.2011 14:21
Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins. 5.3.2011 13:58
Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð. 5.3.2011 11:34
Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá. 5.3.2011 10:14
Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum. 5.3.2011 10:10
Segjast hafa náð Ras Lanuf Líbanskir uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi í morgun náð yfirráðum í olíubænum Ras Lanuf. 5.3.2011 10:03
Þúsundir vilja stjórnarbetrun Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum. 5.3.2011 06:00
Tugir friðargæsluliða látnir Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda. 5.3.2011 05:00
Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. 5.3.2011 03:30
Dómarinn gaf 36 rauð spjöld Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik. 4.3.2011 20:15
Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið. 4.3.2011 21:04
Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu. 4.3.2011 15:53
Vegsemd í hafið - misheppnað eldflaugaskot Geimskot Nasa misheppnaðist í morgun þegar vísindamenn hugðust skjóta gervihnetti á sporbaug sem átti að safna upplýsingum um áhrifavalda á loftslagið. 4.3.2011 12:08
Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni. 4.3.2011 08:46
Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum. 4.3.2011 08:43
Skólastjóri segir af sér vegna tengsla við Líbíu Skólastjóri London School of Economics, sir Howard Davies, hefur sagt upp störfum hjá skólanum vegna fjárhagslegra tengsla við Líbíu. 4.3.2011 08:37
Nýr forsætisráðherra Egyptalands Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn. 4.3.2011 08:33
Feministar berbrjósta: Úkraína er ekki hóruhús Berbrjósta konur mótmæltu í Kænugarði í vikunni gráglettnum leik í Ný-Sjálenskri útvarpsstöð, þar sem hlustendur áttu kost á að vinna sér eiginkonu í Úkraínu. 4.3.2011 08:29
Danskir verðir hröktu sjóræningja á flótta Sómalskir sjóræningjar réðust á danska flutningaskipið Brattingsborg á þriðjudaginn þar sem það var á siglingu nærri ströndum Jemen. 4.3.2011 08:28
Braust inn í kirkju Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara. 4.3.2011 08:26
Kínverjar stórefla herinn Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara. 4.3.2011 08:24
Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn. 4.3.2011 08:23
Köngulær leita í Mözdur - 65 þúsund bílar innkallaðir Japanski bílaframleiðandinn Mazda hefur innkallað 65 þúsund bíla vegna sérkennilegs bílaáhuga köngulóa. 4.3.2011 08:19
Eldur í potti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni. 4.3.2011 08:08
Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn. 4.3.2011 08:05
Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans. 4.3.2011 05:00
Rannsaka hvort Gaddafi hafi framið glæpi gegn mannkyni Yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum segist ætla að rannsaka hvort Múammar Gaddafi einræðisherra í Líbíu og stuðningsmenn hans hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Talið er að þúsundir manna hafi nú látist í landinu eftir að mótmælendur fóru að láta til sín taka um miðjan febrúar. Gaddafi hefur sagst ætla að berjast til síðasta manns en hann hefur nú misst tökin á helmingi landsins. Fyrr í dag gerðu herþotur Líbíuhers árásir á bæinn Brega en óljóst er hvort mannfall hafi orðið. 3.3.2011 14:13
Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum. 3.3.2011 13:12
Angelina Jolie heimsótti Afganistan Hollywoodstjarnan Angelina Jolie fór í óvænta heimsókn til höfuðborgar Afganistan, Kabúl, á dögunum en þar hitti hún flóttamenn í borginni. 3.3.2011 12:49
Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna. 3.3.2011 11:10
Herþotur Gaddafis gerðu loftárásir á tvo bæi Herþotur Líbíuhers gerðu í morgun loftárásir á bæinn Brega sem er miðstöð olíuframleiðslu landsins. Einnig herma fregnir að þoturnar hafi skotið flugskeytum á aðra stærri borg í nágrenninu. Barist hefur verið um Brega síðustu daga og náðu hermenn hliðhollir einræðisherranum Gaddafi valdi á bænum í gær en uppreisnarmenn boluðu þeim út síðar um daginn. Heimildir BBC í Brega herma að í kjölfar þess hafi Gaddafi fyrirskipað loftárásir á borgina og að meðal annars hafi verið gerðar árásir á flugvöll sem þjónustar olíuvinnslusvæðin. Talsmaður uppreisnarmanna segir að þoturnar hafi einnig skotið flugskeytum á bæinn Ajdabiya sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nokkurn tíma. 3.3.2011 10:19