Fleiri fréttir

Þök fuku og tré rifnuðu upp

Öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir norðausturströnd Ástralíu í nærri heila öld olli miklum skemmdum þegar hann fór yfir strandbyggðir í gær. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni.

Sjónvarpsstjarna varð fyrir árás í Egyptalandi

Anderson Cooper, fréttamaður á CNN sjónvarpsstöðinni, varð fyrir árás í Egyptalandi í dag þar sem þeir voru að fylgjast með óeirðunum sem þar standa yfir. Það voru stuðningsmenn stjórnarinnar sem réðust að Cooper og samstarfsmönnum hans.

Átökin hörnuðu eftir því sem leið á daginn

Hundruð manna hafa særst og einn fallið í átökum mótmælenda og stuðningsmanna Hosni Mubaraks í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag. Átökin hafa harnað eftir því sem liðið hefur á daginn en herinn hefur að mestu haldið sér til hlés.

Íslendingur í Kaíró: Þetta var eins og að horfa á Ben-Hur

„Staðan er sú að öryggisverðir voru að berja á dyrnar hjá mér á hótelherberginu og báðu mig um að taka ekki myndir út á svölunum,“ segir fréttamaðurinn Jón Björgvinsson sem er staddur í Kaíró í Egyptalandi þar sem mótmælendur og stuðningsmenn Mubaraks berjast harkalega um Frelsistorg. Í miðju samtali við Vísi lýsti Jón því að hann væri að horfa á logandi Molotov-kokkteila fljúga yfir torgið auk þess sem herinn sprautaði vatni og táragasi yfir stríðandi fylkingar.

Stuðningsmenn Mubaraks berja á mótmælendum

Stuðningsmenn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, berjast við mótmælendur á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi. Skothljóð hafa heyrst samkvæmt fréttastofu Al-Jazeera en mótmælendum og stuðningsmönnum Mubaraks lenti saman stuttu fyrir klukkan tvö í dag.

Sektuð fyrir vatnsskemmdir og má ekki fara inn til nágrannans í tvö ár

Dorrit Moussaieff hefur verið dæmd til þess að greiða innanhússhönnuðinum Tiggy Butler þúsund pund, eða um 185 þúsund krónur vegna vatnsskemmda, og hefur að auki verið meinað að stíga yfir þröskuld heimilis hennar í tvö ár. Þetta kemur fram í Daily Mail en þar kemur einnig fram að forsetafrúin ætli að áfrýja málinu.

Íslensk kona í Queensland: Þetta er hryllilegt

Jóhanna Jónsdóttir sem búsett hefur verið Queensland í Ástralíu undanfarin 30 ár segir að undanfarnir mánuðir hafi verið hreint hryllilegir og nú bætist hvirfilbylurinn Yasi við.

Götubardagar í Kairó og Alexandríu

Til götubardaga kom í gærkvöldi og nótt í Kaíró og Alexandríu þegar mótmælendum lenti saman við hópa stuðningsmanna Hosni Mubarak forseta landsins.

Mubarak ætlar að hætta

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ætlar ekki að bjóða sig fram í endurkosningum sem fram fara í landinu í september. Gríðarleg mótmæli hafa verið gegn stjórn hans að undanförnu og fara þau enn vaxandi. Í samtali við ríkissjónvarpsstöð í Egyptalandi hét Mubarak endurbótum á

Drykkjupartý, misnotkun og dauði í þýsku skólaskipi

Skuggi hefur fallið á hið fræga þýska skólaskip Gorch Fock. Skipið þykir með fegurstu fleyjum og hefur nokkru sinni komið til Íslands á ferðum sínum um heiminn. Þann 7. janúar lést ung stúlka um borð í skipinu og hefur síðan þá komið í ljós að nauðganir, drykkjupartý og ofbeldi var daglegt líf um borð.

Konungur Jórdaníu rekur forsætisráðherrann

Abdullah, konungur Jórdaníu, hefur rekið forsætisráðherra sinn og falið öðrum að mynda nýja ríkisstjórn. Konungurinn grípur til þessara aðgerða í kjölfar mikilla mótmæla í landinu, en þar eins og víða annarsstaðar í miðausturlöndum hefur almenningur mótmælt lökum kjörum sínum og harðræði frá hendi stjórnvalda.

Gríðarlega fjölmenn mótmæli í Kairó

Mótmælendur streyma að Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands en þeir stefna að því að milljón manns gangi að forsetahöllinni í borginni síðar í dag til að krefjast afsagnar Hosni Mubaraks forseta landsins.

Mandela bregst vel við meðferð

Læknar Nelsons Mandela segja að hann bregðist vel við meðferð og sé á batavegi. Mandela, sem er 92 ára, var lagður inn á spítala í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna sýkingar í lungum, en var útskrifaður á föstudag.

Dr. Bond varar við klámvæðingu í símum

Börn eru í auknu mæli að nota farsímana sína í þeim tilgangi að nálgast klámefni, þróa kynferðisvitund sína og til þess að nálgast hvort annað kynferðislega, segir Dr Emma Bond, kennari við háskóla í Suffolk í Ipswich í Bretlandi. Hún hefur skrifað lærða grein um málið sem mun birtast í tímaritinu international journal New Media and Society.

Hæstiréttur Danmerkur ákveður framtíð Kristjaníu

Hæstiréttur Danmerkur mun á næstu fjórum dögum ákveða framtíð Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Rétturinn mun úrskurða um hvort ríkið eða íbúar Kristjaníu eigi búseturéttinn á frístaðnum.

John Barry er látinn

Tónskáldið John Barry lést í morgun eftir hjartaáfall, 77 ára að aldri. John var rómaður fyrir tónverk sín en hann samdi meðal annars tónlistina fyrir myndina Dances with wolves og fjölda James Bond mynda. Hann fékk átta Óskarsverðlaun um ævina og fjögur Grammyverðlaun. Barry lætur eftir sig eiginkonu til 33ja ára, fjögur börn og fimm barnabörn.

Mæðgin rændu banka

Kona á fertugsaldri, sonur hennar og tveir vinir hans voru handtekin á föstudagsmorgun eftir að þau rændu banka í Atlanta í Bandaríkjunum. Á flóttanum óku þau á lest og reyndu í framhaldinu að stinga laganna verði af á tveimur jafnfljótum. Það tókst ekki.

Kvikmynd um ástarsamband Vilhjálms og Kate

Bandarísk stjórnvarpsstöð hefur ákveðið að framleiða kvikmynd um ástarsamband Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Þau munu ganga í það heilaga þann 29. apríl næstkomandi og hafa fjölmargir sagt að um brúðkaup áratugarins verði að ræða.

Mannleg mistök orsökuðu lestarslysið

Að minnsta kosti tíu létust og tugir særðust þegar flutningalest og farþegalest skullu saman við þorpið Hordorf, skammt frá Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld.

Hermenn taka þátt í mótmælunum

Fjölmennt lið hermanna er nú á götum Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, en hermennirnir halda sér alfarið til hlés og láta mótmælendur óáreitta. Það sama má segja um lögreglumenn. Þá berast fréttir um að fjölmargir her- og lögreglumenn hafi slegist í lið með mótmælendum.

Vilja aðskilnað í Súdan

99,57% Suður-súdönsku þjóðarinnar kusu að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Þetta kemur fram í lokatölum frá kjörstjórn landsins sem kynntar voru í morgun.

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Fyrrverandi ráðherra býr til mynd um klám

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Gordon Browns hyggst framleiða heimildarmynd um klámiðnaðinn og mun BBC sýna myndina. Ráðherrann sagði af sér embætti fyrir tveimur árum eftir að greint var frá því að eiginmaður hans hefði leigt klámmyndir á kostnað almennings.

Mubarak komi til móts við kröfur almennings

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi, en tugir eru látnir eftir mótmæli síðustu daga. Cameron ræddi við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í dag. Hann segist hafa lagt áherslu á egypsk stjórnvöld komi til móts við kröfur almennings um lýðræðisumbætur. Cameron hvatti forsetann jafnframt til hafna ofbeldi og virða rétt Egypta til að tjá skoðanir sínar.

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Herinn hótar ofbeldi

Egypski herinn varar mótmælendur við að vera á ferli í stærstu borgum landsins í dag og þeir sem brjóti útigöngubannið sem sett var á í gær séu í hættu. Undanfarna fimm daga hafa tugþúsundir mótmælt í helstu borgum Egyptalands, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak láti án tafar af völdum sem forseti landsins. Forsetinn rak ríkisstjórn sína í gærkvöldi en hefur sjálfur ekki í hyggju að láta af embætti.

Átak í dönskum fátækrahverfum

Danska lögreglan mun á næstunni stórauka viðveru sína í fátækrahverfum landsins. Takmarkið er að vinna bug á glæpavandamálum sem hafa verið landlæg í þeim 26 hverfum sem hafa verið skilgreind á þennan hátt.

Smyglari hengdur í Íran

Íranir hengdu í morgun íransk-hollenska konu fyrir smygl á eiturlyfjum, en hún var upphaflega handtekin fyrir mótmæli gegn ríkisstjórn Íran. Hollensk yfirvöld höfðu óskað eftir upplýsingum um mál hennar en Íranir urðu ekki við þeirri beiðni.

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Sjá næstu 50 fréttir