
Fleiri fréttir

Handteknu sleppt: „Einhver tenging“ við árásina á Bankastræti Club
Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir.

Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu
Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna.

Tölvupúki lét líkkistufélag ráðherra hverfa úr hagsmunaskrá
Galli í tölvukerfi sem ráðherrar nota til þess að skrá hagsmuni sína olli því félag í eigu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, féll út úr hagsmunaskráningu hans. Annar óþekktur galli veldur því að ráðherrann hefur ekki getað leiðrétt skráninguna.

Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt
Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins.

Flestar greiningar inflúensu frá áramótum
Vikuna 13. til 19. mars greindust fleiri inflúensutilfelli en nokkra aðra viku frá áramótum. Alls greindust 56 með inflúensu, þar af 47 með inflúensustofn B, fimm með inflúensustofn A(H3) og fjórir með stofn A(H1).

Bein útsending: Fjúka orkuskiptin á haf út?
Mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum verður til umfjöllunar á vorfundi Landsnets sem haldinn verður milli 8:30 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt.

Sérsveitin kölluð út og fimm handteknir eftir átök í heimahúsi
Um klukkan 3 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um átök í heimahúsi. Rætt var að hnífi hefði verið beitt í árásinni. Lögregla fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu átökin áttu sér stað.

Röskva fékk tólf menn en Vaka fimm
Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar fóru fram í dag og í gær en Vaka fékk fimm fulltrúa af sautján og Röskva tólf. Vaka fékk síðast tvo menn kjörna í ráðið.

Fékk unga stelpu til að senda sér nektarmyndir
Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að senda ungri stúlku nektarmyndir, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir áður en hún náði fimmtán ára aldri, fyrir að hafa viðhaft klúrt, lostugt og óviðeigandi orðbragð við hana og fyrir að biðja hana um að kyssa sig í bifreið sinni á fáförnum vegi.

Varnarlínur settar upp
Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið.

„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“
Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum.

Hollenskt herskip heimsækir Reykjavík
Stórt hollenskt herskip, með 280 hermenn um borð, er komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur eftir æfingar í Norður-Atlantshafi. Skipið, sem kennt er við borgina Rotterdam, hélt frá Tromsø í Norður-Noregi fyrir fjórum dögum og lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun.

Brotaþoli hafi ítrekað beðið ákærða að hætta
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun, fyrir að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákæru segir að brotaþoli hafi árangurslaust ítrekað beðið ákærða að hætta.

Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir
Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni.

Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar
Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu.

Dansaði úti á miðri götu og truflaði umferð
Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag.

Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka
Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni.

Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“
Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni.

Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra
Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans.

Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“
Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu.

Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi
Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður.

Íslendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Jótlandi
Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi.

Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn
Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu.

Vinsælustu nöfnin í fyrra: Emil skákar Aroni og Embla heldur sínu sæti
Emil var vinsælasta fyrsta eiginnafn hjá nýfæddum drengjum á síðasta ári. Alls fengu 42 drengir nafnið Emil. Embla var vinsælasta fyrsta eiginnafn stúlkna hér á landi í fyrra en alls var 30 stúlkum gefið nafnið Embla.

Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða
Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt.

Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík
Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti.

Óvissustigi vegna Covid aflýst
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig.

Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag.

Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð
Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð.

„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu"
„Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi.

Sakaður um að hafa myndað sambýliskonu sína þegar hún svaf
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa tekið kynferðislegar ljósmyndir af sambýliskonu sinni í óþökk hennar. Aðalmeðferð í málinu fer fram í apríl.

Hættulegur staður allt árið um kring
Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun sem sýnir meðal annars fram á að einn af hverjum sex kjósendum Vinstri grænna sé óánægður með störf ríkisstjórnarinnar.

Bentu hvor á annan í máli sem endaði með sjö hundruð milljóna sekt
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Þorkel Kristján Guðgeirsson til greiðslu 713 milljón króna sektar fyrir brot í rekstri tveggja félaga í hans eigu. Þorkell taldi sök í máli annars félagsins liggja hjá öðrum starfsmanni, sem vísaði á móti alfarið á Þorkel.

Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar
Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta.

Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.

Mikill meirihluti telur kjör öryrkja vera slæm
Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau.

Segir engar raunverulegar aðgerðir til að draga úr losun á Íslandi
Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar aðgerðir til að hamla innkaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Það skjóti skökku við að veita bílaleigum milljarð í styrk til að kaupa rafmagnsbíla í stað þess að stöðva innflutning á bensín- og dísilbílum.

Sviptir hulunni af elstu ljósmynd Íslandssögunnar
Í Íslandi í dag var greint frá fundi á elstu varðveittu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Íslandi. Myndirnar eru teknar nokkrum vikum áður en myndin sem áður var sögð sú elsta var tekin, vorið 1845. Guðmundur J. Guðmundsson fann ljósmyndirnar í austurrísku tímariti eftir umfangsmikið grúsk, en ekki í góðum gæðum, og það vantar þar ljósmynd sem önnur mynd skyggir á.

Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym
Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall.

Hvergi til nægileg þekking til að finna endanlega lausn á rakavandamálum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að ekki liggi fyrir nægileg þekking hér á landi þannig að finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um byggingarannsóknir.

Fjórir handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn.

Skemmdir á bílskúr eftir heitavatnsleka á Grandavegi
Nokkrar skemmdir urðu á bílskúr vegna heitavatnsleka sem varð á Grandavegi í kvöld.