Fleiri fréttir Brotist inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt Brotist var inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í Reykjavík í nótt. Innbrotsþjófurinn náði að forða sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn. 4.3.2023 07:13 Meint olía reyndist loðna Í reglubundnu eftirlitsflugi í vikunni varð þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vör við flekki sem í fyrstu sýn virtust vera olíuflekkir. Við nánari skoðun kom í ljós að um loðnutorfur var að öllum líkindum að ræða. 3.3.2023 23:01 Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra. 3.3.2023 22:00 Fresta leitinni til morguns Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi. 3.3.2023 21:30 Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3.3.2023 21:01 Flugmálastarfsmenn og SA náðu saman Nýr kjarasamnignur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hefur verið undirritaður. Samningar hafa verið lausir síðan í nóvember í fyrra. 3.3.2023 20:31 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3.3.2023 19:41 Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins. 3.3.2023 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu. 3.3.2023 18:00 „Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu. 3.3.2023 17:19 Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna afboðað Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna sem til stóð að hæfist klukkan fjögur í dag var afboðað skömmu áður en það átti að hefjast. Ekki liggur fyrir af hverju en viðræður eru sagðar hafa gengið lítið að undanförnu. 3.3.2023 16:58 Þorsteinn Már tekur blaðamenn í kennslustund Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska. 3.3.2023 14:56 Frelsissviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið. 3.3.2023 13:58 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3.3.2023 13:39 „Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. 3.3.2023 13:03 Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3.3.2023 12:46 Tilnefningar til blaðamannaverðlauna kynntar Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt um tilnefningar til Blaðamannaverðlauna félagsins fyrir árið 2022. Verðlaunin verða veitt föstudaginn 10. mars við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 3.3.2023 12:15 Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3.3.2023 11:49 Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3.3.2023 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Íslandsbanka en umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3.3.2023 11:37 Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. 3.3.2023 10:50 Ráðinn skrifstofustjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur tekið ákvörðun um að skipa Ólaf Darra Andrason í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu eftirfylgni og fjármála til næstu fimm ára. 23 sóttu um stöðuna. 3.3.2023 10:43 Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3.3.2023 10:11 Settur ríkissáttasemjari sækir um nýtt starf Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna. 3.3.2023 09:59 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3.3.2023 09:08 Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. 3.3.2023 08:42 Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3.3.2023 08:11 Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hefst í hádeginu Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem kynnt var á miðvikudaginn, hefst í hádeginu í dag. Henni lýkur svo næstkomandi miðvikudag, 8. mars klukkan tíu fyrir hádegi. 3.3.2023 07:08 Engri losun vegna kola sópað undir teppið Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. 3.3.2023 07:00 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3.3.2023 07:00 Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. 3.3.2023 06:09 Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum. 2.3.2023 23:51 „Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. 2.3.2023 21:54 Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2.3.2023 21:42 Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. 2.3.2023 20:53 Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. 2.3.2023 20:13 95 ára sprækur hestamaður Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. 2.3.2023 20:05 Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. 2.3.2023 19:48 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga. 2.3.2023 18:01 Handtekinn vegna sprengjuhótunar í Reykjanesbæ Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki. 2.3.2023 16:32 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2.3.2023 16:11 Skólasamfélagið í Háteigsskóla slegið eftir áflog Tveimur nemendum í unglingadeild Háteigsskóla í Reykjavík lenti saman í unglingaálmu skólans í dag. Á sama tíma voru tvö ungmenni sem eru ekki nemendur við skólann á svæðinu. 2.3.2023 16:06 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2.3.2023 13:43 Fær ekki lyf við MND sjúkdómnum: „Lýsi algjöru frati á LSH“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og þá staðreynd að hún fái ekki aðgengi að lyfjunum Tofersen eða AP101 sem rannsóknir hafa sýnt að geti hægt á framgangi sjúkdómsins. 2.3.2023 13:38 Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28 Sjá næstu 50 fréttir
Brotist inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt Brotist var inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í Reykjavík í nótt. Innbrotsþjófurinn náði að forða sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn. 4.3.2023 07:13
Meint olía reyndist loðna Í reglubundnu eftirlitsflugi í vikunni varð þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vör við flekki sem í fyrstu sýn virtust vera olíuflekkir. Við nánari skoðun kom í ljós að um loðnutorfur var að öllum líkindum að ræða. 3.3.2023 23:01
Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra. 3.3.2023 22:00
Fresta leitinni til morguns Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi. 3.3.2023 21:30
Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3.3.2023 21:01
Flugmálastarfsmenn og SA náðu saman Nýr kjarasamnignur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hefur verið undirritaður. Samningar hafa verið lausir síðan í nóvember í fyrra. 3.3.2023 20:31
Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3.3.2023 19:41
Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins. 3.3.2023 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu. 3.3.2023 18:00
„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu. 3.3.2023 17:19
Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna afboðað Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna sem til stóð að hæfist klukkan fjögur í dag var afboðað skömmu áður en það átti að hefjast. Ekki liggur fyrir af hverju en viðræður eru sagðar hafa gengið lítið að undanförnu. 3.3.2023 16:58
Þorsteinn Már tekur blaðamenn í kennslustund Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska. 3.3.2023 14:56
Frelsissviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið. 3.3.2023 13:58
Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3.3.2023 13:39
„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. 3.3.2023 13:03
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3.3.2023 12:46
Tilnefningar til blaðamannaverðlauna kynntar Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt um tilnefningar til Blaðamannaverðlauna félagsins fyrir árið 2022. Verðlaunin verða veitt föstudaginn 10. mars við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 3.3.2023 12:15
Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3.3.2023 11:49
Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3.3.2023 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Íslandsbanka en umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3.3.2023 11:37
Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. 3.3.2023 10:50
Ráðinn skrifstofustjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur tekið ákvörðun um að skipa Ólaf Darra Andrason í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu eftirfylgni og fjármála til næstu fimm ára. 23 sóttu um stöðuna. 3.3.2023 10:43
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3.3.2023 10:11
Settur ríkissáttasemjari sækir um nýtt starf Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna. 3.3.2023 09:59
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3.3.2023 09:08
Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. 3.3.2023 08:42
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3.3.2023 08:11
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hefst í hádeginu Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem kynnt var á miðvikudaginn, hefst í hádeginu í dag. Henni lýkur svo næstkomandi miðvikudag, 8. mars klukkan tíu fyrir hádegi. 3.3.2023 07:08
Engri losun vegna kola sópað undir teppið Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. 3.3.2023 07:00
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3.3.2023 07:00
Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. 3.3.2023 06:09
Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum. 2.3.2023 23:51
„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. 2.3.2023 21:54
Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2.3.2023 21:42
Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. 2.3.2023 20:53
Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. 2.3.2023 20:13
95 ára sprækur hestamaður Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. 2.3.2023 20:05
Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. 2.3.2023 19:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga. 2.3.2023 18:01
Handtekinn vegna sprengjuhótunar í Reykjanesbæ Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki. 2.3.2023 16:32
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2.3.2023 16:11
Skólasamfélagið í Háteigsskóla slegið eftir áflog Tveimur nemendum í unglingadeild Háteigsskóla í Reykjavík lenti saman í unglingaálmu skólans í dag. Á sama tíma voru tvö ungmenni sem eru ekki nemendur við skólann á svæðinu. 2.3.2023 16:06
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2.3.2023 13:43
Fær ekki lyf við MND sjúkdómnum: „Lýsi algjöru frati á LSH“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og þá staðreynd að hún fái ekki aðgengi að lyfjunum Tofersen eða AP101 sem rannsóknir hafa sýnt að geti hægt á framgangi sjúkdómsins. 2.3.2023 13:38
Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28