Fleiri fréttir

Stóra kókaín­málið sem fjöl­miðlar mega alls ekki fjalla um strax

Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna?

Ekki orðið vart við ó­þekkt loft­för yfir Ís­landi

Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau.

Hand­teknir með mikið magn lyf­seðils­skyldra lyfja

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Annar fundur boðaður í fyrramálið

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara var slitið á ellefta tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

„Þessi samningur er bara kominn á“

„Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. 

Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta

Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta.

„Sæmi­legar fréttir“ að við­ræður eigi sér stað

Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburðarrásina í verkfalli Eflingar og viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins sem hófust með nýjum sáttasemjara í dag.

Ýmsar til­gátur um bráðnun íss á Öskju­vatni en fátt um svör

Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum.

Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir

Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag.

Taka próf oftar en ekki vegna al­var­legra streptó­kokka­sýkinga

Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki.

Neita sök í hoppu­kastala­máli

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá.

Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni

Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun.

Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða

Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að sjálfsögðu mest að verkfallinu sem er að hefjast og kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilfellinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur í miðborg Reykjavíkur en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit.

Erfitt að fara heim frá ham­fara­svæðinu í Tyrk­landi

Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 

Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar

Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar.

Hafa ör­fáa daga til að ná samningum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. 

Til­­finninga­­þrungnir endur­­fundir móður og átta barna eftir fjögurra ára að­skilnað

Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. 

Efling og SA boðuð á fund sátta­semjara í fyrra­málið

Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær.

Sól­veig Anna á­nægð að fá Ást­ráð inn

Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður.

Væntir þess að hið opin­bera stígi inn í deiluna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast.

Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun

Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir