Fleiri fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3.2.2022 07:52 Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. 3.2.2022 07:11 Ungur kappi úr Vogum fyrstur Íslendinga í car-t krabbameinsmeðferð Óliver Stormur verður sjö ára á sunnudaginn. Hann er fyrstur Íslendinga til að undirgangast hina svokölluðu car-t krabbameinsmeðferð, ný hátæknimeðferð til að ráða niðurlögum krabbameins, en það gerði hann í Kaupmannahöfn fyrir tæpu ári. 3.2.2022 07:01 Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3.2.2022 06:37 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3.2.2022 06:24 Jana Katrín vill 2. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. 3.2.2022 06:07 Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3.2.2022 00:15 Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. 2.2.2022 23:30 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2.2.2022 23:01 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2.2.2022 21:21 Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2.2.2022 21:03 Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. 2.2.2022 20:35 „Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. 2.2.2022 20:15 Lilja Björg vill áfram leiða í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar. 2.2.2022 20:00 Jarðskjálfti í Kötlu: „Þetta virðist vera stærsti skjálfti síðan 2017“ Jarðskjálfti 4,0 að stærð mældist klukkan 19.10 í kvöld í norðausturrima öskju eldfjallsins Kötlu. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofa segir ekki merki um gosóróa. 2.2.2022 19:54 Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2.2.2022 19:21 Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2.2.2022 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. 2.2.2022 18:00 Lofa hálfri milljón í fundarlaun fyrir vélsleða Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær. 2.2.2022 17:56 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2.2.2022 17:48 Lentu þyrlu Gæslunnar á borgarísjaka Landhelgisgæsla Íslands lenti þyrlu sinni, TF-GNA, á gríðarstórum borgarísjaka sem staðsettur var djúpt norður af Vestfjörðum síðdegis í gær. 2.2.2022 17:26 Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2.2.2022 16:59 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2.2.2022 16:10 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2.2.2022 15:48 Aðgerðum lokið í Bríetartúni Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar. 2.2.2022 14:25 Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. 2.2.2022 14:04 Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 2.2.2022 13:06 Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. 2.2.2022 12:50 Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku. 2.2.2022 12:41 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2.2.2022 12:08 Stefna á að aflétta hraðar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stefnt sé á að aflétta hraðar en fyrirætlanir gera ráð fyrir. Ráðgert er að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveiru hér á landi um miðjan mars en Þórólfur bindur vonir við að hægt sé að gera það enn fyrr. 2.2.2022 11:44 Líst vel á að hópur fólks beri ábyrgð á tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. 2.2.2022 11:34 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá því helsta sem fram kom á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins sem fram fór fyrir hádegið. 2.2.2022 11:32 Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2.2.2022 10:36 1.379 greindust innanlands 1.379 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 49 á landamærum. 2.2.2022 10:07 Svona var 197. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11. 2.2.2022 10:06 27 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 27 sjúklingjar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. 2.2.2022 10:00 Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2.2.2022 08:53 Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. 2.2.2022 08:33 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2.2.2022 08:18 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 2.2.2022 07:06 Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2.2.2022 06:34 Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum. 2.2.2022 06:11 Róttækar breytingar á flestum heimilum Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. 1.2.2022 23:30 Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. 1.2.2022 23:11 Sjá næstu 50 fréttir
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3.2.2022 07:52
Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. 3.2.2022 07:11
Ungur kappi úr Vogum fyrstur Íslendinga í car-t krabbameinsmeðferð Óliver Stormur verður sjö ára á sunnudaginn. Hann er fyrstur Íslendinga til að undirgangast hina svokölluðu car-t krabbameinsmeðferð, ný hátæknimeðferð til að ráða niðurlögum krabbameins, en það gerði hann í Kaupmannahöfn fyrir tæpu ári. 3.2.2022 07:01
Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3.2.2022 06:37
Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3.2.2022 06:24
Jana Katrín vill 2. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. 3.2.2022 06:07
Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3.2.2022 00:15
Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. 2.2.2022 23:30
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2.2.2022 23:01
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2.2.2022 21:21
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2.2.2022 21:03
Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. 2.2.2022 20:35
„Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. 2.2.2022 20:15
Lilja Björg vill áfram leiða í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar. 2.2.2022 20:00
Jarðskjálfti í Kötlu: „Þetta virðist vera stærsti skjálfti síðan 2017“ Jarðskjálfti 4,0 að stærð mældist klukkan 19.10 í kvöld í norðausturrima öskju eldfjallsins Kötlu. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofa segir ekki merki um gosóróa. 2.2.2022 19:54
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2.2.2022 19:21
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2.2.2022 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. 2.2.2022 18:00
Lofa hálfri milljón í fundarlaun fyrir vélsleða Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær. 2.2.2022 17:56
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2.2.2022 17:48
Lentu þyrlu Gæslunnar á borgarísjaka Landhelgisgæsla Íslands lenti þyrlu sinni, TF-GNA, á gríðarstórum borgarísjaka sem staðsettur var djúpt norður af Vestfjörðum síðdegis í gær. 2.2.2022 17:26
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2.2.2022 16:59
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2.2.2022 16:10
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2.2.2022 15:48
Aðgerðum lokið í Bríetartúni Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar. 2.2.2022 14:25
Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. 2.2.2022 14:04
Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 2.2.2022 13:06
Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. 2.2.2022 12:50
Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku. 2.2.2022 12:41
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2.2.2022 12:08
Stefna á að aflétta hraðar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stefnt sé á að aflétta hraðar en fyrirætlanir gera ráð fyrir. Ráðgert er að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveiru hér á landi um miðjan mars en Þórólfur bindur vonir við að hægt sé að gera það enn fyrr. 2.2.2022 11:44
Líst vel á að hópur fólks beri ábyrgð á tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. 2.2.2022 11:34
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá því helsta sem fram kom á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins sem fram fór fyrir hádegið. 2.2.2022 11:32
Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2.2.2022 10:36
1.379 greindust innanlands 1.379 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 49 á landamærum. 2.2.2022 10:07
Svona var 197. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11. 2.2.2022 10:06
27 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 27 sjúklingjar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. 2.2.2022 10:00
Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2.2.2022 08:53
Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. 2.2.2022 08:33
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2.2.2022 08:18
Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 2.2.2022 07:06
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2.2.2022 06:34
Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum. 2.2.2022 06:11
Róttækar breytingar á flestum heimilum Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. 1.2.2022 23:30
Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. 1.2.2022 23:11