Fleiri fréttir

Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs

Fjöldi slasaðra vegna fíkniefnaaksturs hefur margfaldast á síðustu árum. Deildarstjóri hjá Samgöngustofu segir tíðindin hörmuleg. Erfitt sé þó að taka á vandanum með auglýsingaherferð.

Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð

Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann.

Félagsbústaðir leyfa gæludýr

Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hunda- og kattahald yrði leyft í fjölbýlishúsum félagsins.

Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka

Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu.

Nálgumst þolmörk margra lífvera

Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því.

Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd.

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega

Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum.

Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025 sem þýðir að minnsta kosti tuttugu bensínstöðvar hverfi úr borginni. Þessi stefna var samþykkt í borgarráði í dag og nánar verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið.

Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar

Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl.

Sjálfsagt að karlmenn tækju ríkan þátt

Það getur haft margvísleg áhrif á líkamann að nota getnaðarvarnir. Flestar innihalda þær tvö hormón, estrógen og gestagen. Áhrif og einkenni sem konur geta fundið fyrir við notkun hormónaríkra getnaðarvarna eru margar.

Löng og erfið fæðing karlapillunnar

Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld.

Innflutningur blóma mengandi og óþarfur

Íslensk blómaframleiðsla gæti staðið undir öllum blómamarkaði hér á landi. Þó eru flutt inn um 300 þúsund afskorin blóm á ári, jafnvel þótt blóm af sömu tegund séu ræktuð hér á landi.

Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld

Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna að mati Þorleifs Eiríkssonar dýrafræðings Rætt verður við Þorleif í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar

Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt.

Sjá næstu 50 fréttir