Fleiri fréttir

Eldur í fjölbýlishúsi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um mikinn reyk í húsnæði við Funahöfða rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun.

Sést „loksins“ til sólar

Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag.

Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi

Unnið er að gerð nýrrar ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem leysa á stefnu frá 2011 af hólmi. Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir löngu tímabært að setja skýrar reglur um sambúð ferðaþjónustunnar og íbúa borgarinnar. Áskorun að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustunnar og borgarbúa.

Valt við losun á hlassi

Umferðarbrot og óhöpp voru fyrirferðamikil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör.

Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs

Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið.

Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga

Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt.

Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði

Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra.

Segir launa­hækkanir for­stjóra ríkis­stofnana ekki koma á ó­vart

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta.

Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun

Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður.

Kona féll í sprungu í Heiðmörk

Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld voru þrjár björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna konu sem hafði fallið í sprungu í Búrfellsgjá við Heiðmörk.

Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast

Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál.

Þyrlur Gæslunnar í þrjú útköll í dag

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út þrívegis það sem af er degi vegna veikinda eða slysa. Á tólfta tímanum var óskað eftir aðstoð vegna veikinda í Ólafsvík og hélt TF-SYN á staðinn og sótti sjúklinginn.

Dró sér tugi milljóna úr dánarbúi

Guðmundur Jónsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúinu á þriggja ára tímabili.

Unglingar grunaðir um innbrot

Brotist var inn í tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í skeyti lögreglunnar kemur fram að um sé að ræða Setbergsskóla og leiksskóla við Maríubaug í Grafarholti.

Um 500 afskráningar á Íslandi vegna réttarins til að gleymast

Netrisanum Google bárust 1.376 beiðnir frá Íslandi frá miðju ári 2014 til ársloka 2017 um að tilteknar vefslóðir birtust ekki í leit á leitarvélum þess. Þær voru samþykktar af Google í 35 prósentum tilvika. Google hefur orðið við fjórum beiðnum íslenskra stjórnvalda um að efni verði fjarlægt af vefsvæðum fyrirtækisins.

Ævaforn skáli gæti breytt hugsun okkar um landnám

Ísland gæti hafa verið verstöð löngu fyrir meint landnám árið 871. Gríðarstór skáli hefur fundist á Stöð við Stöðvarfjörð. Fornleifauppgröftur gæti breytt hugmyndum okkar um ástæður landnáms.

Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki

Lögreglan setti upp fjölda eftirlitsmyndavéla eftir að kona hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Þær virðast ekki geta gefið neinar vísbendingar um hvernig dauða bandarísks manns í miðbænum um liðna helgi bar að.

Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun

Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar.

Sjá næstu 50 fréttir